Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1944, Side 14

Fálkinn - 14.01.1944, Side 14
F Á L K I N N Templarahöllin við Frikirkjuveg, sem Templarar keyptu fyrir tveimur úrum. Þar er m'i fuiidarsalur, því að þröngt var orðið um húsnœði fyrir Reykjavíkurstúkurnar í gamla Templarahúsinu við Vonarstrœti. REGLAN SEXTUG. Frh. af bls. 3: fimm ár áður en ísafold var stofnu'ð. Þangað til stórstúka var stofnuð á íslandi, 24. maí 188G, hafði Isafold allar framkvæmdir um úfbreiðslu Reglurrnar. Fjelagar hennar þýddu tög hennar á íslensku, en Matthías Jochumsson var fenginn til aö þýða hina fyrstu söngva, sem notaðir voru á fundum. Á árunum 1884—85 gekst ísafold fyrir stofnun 11 nýrra stúkna, eink- um norðanlands og vestan, en ein þeirra var stofnuð í Reykjavík, Verð- andi nr. 9, sem enn starfar af miklu kappi. Það var Björn Pálsson ljós- myndari, sem stofnaði þessa stúku 3. júlí 1885 og lifir nú einn af stofn- endum hennar, Sveinn Jónsson bygg ingameistari. En Ólafur Rósenkrans leikfimikennari varð einn af mestu athafnamönnunum innan stúkunnar um langan aldur. Stofnaði hann á þessu ári og því næsta tvær stúkur í Reykjavik (Eininguna og Framtíð- ina) og stúkur í Hafnarfirði, Eyrar- bakka og Stokkseyri. En fyrir norð- an stofnaði Asgeir Sigurðsson fjór- ar stúkur og eina fyrir vestan. Vorið 1880 fjekk Björn Pálsson, samkvæmt beiðni ísafoldar, leyfi til að stofna stórstúku á íslandi. Var hún stofnuð á Leslrarsal Alþingis, „undir brjóstmynd Jóns Sigurðsson- ar“, 24. maí 1866, af Birni Pálssyni, og voru stofnendurnir 1G, þar af 11 mentamenn. Eru tveir þeirra enn á Hfi: Þórður Ólafsson præp.hon. frá Söndum, barnfæddur Reykvík- ingur, og Magnús Bjarnason præp.- hon. frá Prestsbakka á Siðu, nú á Borg á Mýrum. Meðal starfandi manna á fyrstu árum stórstúkunn- ar þessi fyrstu ár má nefna einkum Indriða Einarsson, Björn Pálsson og Jón Ólafsson ritstjóra, sem önnuð- ust þýðingu allra lagabálka Regl- unnar. — Þegar stórstúkan var stofn uð voru alls 14 stúkur í landinu, en af þeim eru aðeins fjórar starfandi nú, nfl. Verðandi og Einingin í Reykjavík, Morgunstjarnan í Hafn- arfirði og ísafold og Fjallkonan ú Akureyri. Mun meðlimatala þeirra fjórtán hafa verið nær 600, þegar stórstúkan var stofnuð. Fjelagatala fór nú ört vaxandi á næstu árum. Árið 1901 voru þeir orðnir yfir 3000, en árið 1906 tæp G000 og lijelst sú tala óbreytt að kalla næstu fimm ár. En á árunum 1911—1G fækkar meðlimum niður i ca. 3600; virðist svo sem að Templarar hafi þessi árin treyst um of bannlögunum og gerst vanötulli við starfsemina en áður. En á næstu 15 árum fer meðlimum sífjölgandi á ný og eru orðnir yfir 8000 árið 1931. Á næstu sex árum fækkar þeim aftur ofan í tæp 6000, en á næstu fjórum árum var fjölgun hraðari en nokkru sinni áður, svo að 1941 er fjelagatalan orðin yfir 10 þúsund og hefir aldrei orðið meiri. Hinn 1. febrúar siðastliðinn töldust meðlim- ir vera 9412 og skiftust á 106 stúk- ur, nfl. 53 fullorðinna og jafnmarg- ar barnastúkur. En alls munu hafa verið stofnaðar í landinu um 300 stúkur siðan Reglan hóf starfsemi sina. — Vöxtur og viðgangur Regl- unnar í heild hefir mjög verið kom- inn undir dugnaði og áliuga. ein- stakra manna, bæði framkvæmda- nefndar stórstúkunnar og eigi síður undir starfi þeirra, sem annast hafa útbreiðslustarfsemina úti um land. Af hinum síðarnefndu má sjerstak- lega minnast tveggja manna: Sig- urðar heitins Eiríkssonar regluboða og Pjeturs Sigurðssonar, sem á und- anförnum árum liefir ferðast þeim mun víðar um landið en Sigurður, sem samgöngutækin eru orðin betri, og á þessum árum er einn ötulasti starfsmaður bindindishreyfingarinn- ar, bæði i ræðu og riti. En liina yrði of langt upp að telja, sem hafa stjórnað málum Ileglunnar af mikilli röggsemi og ósjerplægni. Það er ekki bindindisstarfsemin ein, sem Reglan liefir látið sig skifta. Eins og Árni Óla drap á í útvarps- erindi sínu er það tilgangur Regl- unnar að gera meðlimi sina að betri borgurum en áður, en „undirstaða þess er að maðurinn sje bindindis- maður“. Þess vegna er bindindið efst á blaði — óhjákvæmilegt grundvall- aratriði. Skal hjer drepið nokkurra mála, sem Reglan hefir látið sig miklu varða. Fjelags- og fundarstarfsemi var lítt kunn í landinu, þegar Reglan hóf göngu sína, og samkomuhús eng- in. Fyrsta verkefnið var að fá þak yfir liöfuðið. Templarar í Hafnar- firði reistu fyrsta samkomuhús á landinu og síðan hafa Teinplarahus- in orðið mörg, svo að varla getur það kauptún, sem ekki á sitt. Eiuk- um má minnast Góðtemplarahúss- ins á Akureyri, sem um eitt skeið var langstærsta samkonnihús lands- ins. Það var selt en Templarar þar reistu nýtt hús í bænum i samlög- um við Ungmennafjelagið, en eiga það nú einir. í sambandi við hús- næðismál verður og að geta hins myndarlega Sjómanna- og gestaheim- ilis á Siglufirði, sem stofnað var þar af stúkunni Framsókn og er að allra dómi hin ágætasta fyrirmyndar- stofnun, Templarar hafa jafnan lálið sjer ant um að halda uppi heilbrigðu skemt.analífi. Dansinn varð auðvit- vð r.ærtækasta skemtunin. En ja.s iramt hafa Templarar aðrar sKemt- anir, svo sem ræðuhöld, upplestur og söng. Leiklistin hefir átt haux í horni bar sem Templarar vorn- Það er engin tilviljun, að fyrstu stofnendur Leikfjelags Reykjavikur voru allir eða nær eingöngu Temjil- arar og orðnir „senuvanir“ á leikj- um þeim, er þeir sýndu innan stúkn- anna. — Á vegum Reglunnar starfar Skemtifjelag Góðtemplara i Reykja- vík (S. G. T.) og liefir árum saraan lialdið uppi dansleikjum hjer í Templarahúsinu og nú á síðasta ári leigt Listamannaskálann til þessara skemlana. Þá hafa Templarar árum saman haft með höndum útgáfustarfsemi, komið á prent fjölda vinsælla bóka og gefið út barnablaðið Æskuna, vin- sælasta og útbreiddasta blaðið hjer á landi og um skeið útbreiddasta blað landsins. Hinsvegar heldur Reglan nú ekki úli samfelt neinu ahnennu bindindisblaði og er það afturför. Þvi að árið 1884—85 kornu hjer út Bindindistíðindi (5 blöð), íslenski Goodtemplarinn kom út í sjö ár, (1886—93), Heimilisblaðið á 3. ár (1894—96), Good-Templar 1897—1903, Templar 1904—1930 og Sókn 1931—35. Loks byrjaði að koma út i hittifyrra mánaðarblaðið Eining, en hefir verið stopult. Eitt blað af því kom út 10. þ. m. i tilefni afmælisins. Landnámið á Jaðri er eitt af þeim verkefnum, sem Templarar hafa hafl með liönduin síðuslu árin, og stórmerkilegt fyrirtæki. Þarna á að vera athvarf þeirra, sem vilja njóta heilnæmis og liollustu í frístundun- um, og þar hafa Templarar nú kom- ið sjer upp stórum skála, sljettað og lagað landið og sáð til skógar. Rís þarna upp fagur samkomustaður þegar timar líða. Og þær fram- kvæmdir, sem þegar eru orðnar þar, teljá Templarar aðeins byrjun. Hressingarhæli fyrir drykkjumenn stofnaði Reglan á síðasta ári en rík- ið hefir nú tekið við rekstri þess. Hafði Jón Pálsson fyrv. bankagjald- keri og frú hans gefið rikmannlega gjöf til þess að koma slíku liæli á fót. En Templarar eru nú í undir- búningi um að koma upp fullkomnu barnaliæli í Kumbaravogi, er Hress- 'ngarhælið flyst þaðan og starf ótr»uðlega að þvi máli, Templarr norðanlands vinna að sama málefni hjá sjer. Á .síðastliðnu hausti kom Þing- stúka Reykjavíkur á fót upplýsinga- stöð um bindindismál, fyrir það fólk, sem af völdum eigin ofdrykkju eða sinna nánustu eiga um sárt að binda. Er vafalaust að sú stofnun getur miklu áorkað. Hjer liefir verið drepið á fátt eitt í starfi Reglonnar, en margt er ótal- ið, svo sem þáttur sá, sem hún á í stofnun og starfi ýmsra þjóðþrífa- fjelaga. Templarareglan hefir uni allan heim reynst fjelagsskapur, sem kann gott skipulag og verður vel ágengt í því, sem hann tekur sjer fyrir liendur. Og það er ekki ofmælt að liann liafi unnið stórmerkt starf hjer á laridi á undangengnum sextíu árum. * í, Drekkið Egils-öl NIN0N------------------ Samkt/cEmis- og kuöldkjólap. Effipmiödagskjólap Peysup og pils. Wattepaöip silkisloppap og svefnjakkap Mikið lita ópval SEnt gegn póstkpöfu um allt land. '— Bankastræti 7.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.