Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN - LITLfi SflGflfi - Þan hittust aftur. Hún var einmanna, lasin og þreytt „Taugaveiklun,“ sagði læknirinn. „Hvílið þjer yður!“ Hún ákvað því að fara til Montreux. Þar hafði hún verið í heimavistar- skóla fyrir mörgum árum. Nú var liún komin þangað eftir tíu ár. Hún kom til Montreux seint um kvöld, og þreytt af ferðalaginu. Hún varð andvaka fyrstu nóttina vegna eftirvæntingar eftir þvi að sem beið liennar þarna. Hún hlakk- aði til þess að sjá hina miklu fegurð er þessi staður hafði upp á að bjóða. Um morguninn er þjónustustúlk- an tók hlera frá gluggum, fjell sól- skinið yfir hana. Hún sá vatnið og hina ísiþöktu tinda. Hún þekkti um- hverfið og útsýnið. Náttúran hafðt ekki breyst. En hún var breytt. Hún hafði elst fyrir tímann. Læknirin hafði sagt henni að fara langar gönguferðir. En liún var svo þreytt að liún gat ekki gengið langt í einu. Hún gekk upp i kirkjugarð. Þaðan var fagurt útsýni, og kirkjugarðurinn var fallegur. Mörg marmaraminnis- merki gaf þar að líta, og sígræn trje. Þarna sat hún daglega, margar klukkustundir, og reikaði um garð- inn. Hún las mörg nöfn hinna látnu, er hvíldu hjer, og ýmsar hugsanir komu í hug hennar í sambandi við þá dauðu. Menn frá ýmsum löndum báru þarna sín bein. — Hjer í garði daUðra hætti liún að finna til síns einstæðingsskapar. Hún þekkli margt fólk í heima- högum sinum. En engan vin átti hún, sem var lienni nokkurs virði. Enginn saknaði hennar. Hvaða á- nægju hafði hún af auðæfum sínum? Hún var reiðubúin að láta þau af hendi fyrir einn sannan vin, vin sem ekki gæti án liennar verið. Vin sem gæti látið hana gleyma eina vininum sem hún liafði átt. Hún gat ekki gleymt Kaj Sparre, æskuvininum. Og hvernig gat hann gleymt henni? Hvernig gat hann gengið að eiga aðra konu? Hann hafði ekki beinlínis svikið hana. Þau liöfðu engin bindandi loforð gefið livort öðru. En þó höfðu þau bæði fundið það, að þau elskuðu hvort annað. Eða hafði hún mis- skilið liann? Hafði hann ekki elskað liana? Hún þjáðist af því að geta ekki /engið þessa gátu ráðna. Þetta liafði gert lienni Hfið Iciðinlegt og hana gamla. Hún stóð á fætur og gekk meðfram gröfunum. Skyndi- lega staðnæmdist lnin við minnis- merki, er hún liafði ekki veitt at- hygli fyrr. Og áletrunin var á henn- ar tungumáli. Á öðru slóðu orðin: „Litla mamma,, en á liinu „Litla Grjeta“. Hún atliugaði dánardagana og ártölin. Móðirinn hafði dáið dag- inn, sem barnið fæddist. Litla Grjeta hafði aðeins lifað fáa daga. Hvernig hefir maðurinn, sem áttti konuna og barnið, fengið afborið þessa miklu sorg? Hver er þessi maður? Ekkert ættarnafn var letrað á stein- inn. Henni fanst það skylda sín að finna þennan mann og hughreysta hann. Hún vissi hvað missirinn var sár. Alt í einu mundi hún eftir Kaj Sparre, liún hafði frjett að kona lians liefði verið heilsulítil, og þess- vegna bjó hann í „suðurlöndum.“ Þetta gæti verið kona Sparre og barn hans! Lengi stóð hún hugsandi i söniu sporum. Svo fór liún i blómabúð og keypti slórann fjóluvönd, og skreytti graf- irnar með þeim. Þær voru uppá- haldsblóm Sparre. — Nokkrum dögum síðar fór hún með nýjar fjólur út í kirkju- garð til þess að skreyta grafirnar með. Hún laut niður hreinsaði burt hin visnuðu blóm og kom þeim nýju fyrir. Þegar lnin rjetti sig upp, sá hún háan ungan mann, sem veitti henni nána athygli, og liafði augsýnilega fylgst hrifinn ineð starfi hennar. Um leið og hann sá framan í liana heilsaði hann henni eins og gömlum vin „Guðrún! Ert það þú? Getur það átt sjer stað? Þakka þjer fyrir! — Kæra þökk! Hann greip liönd lienn- ar og handtakið var innilegt. — „Hvernig vissirðu — ? Hún kom engu orði upp fyrst í stað. Svo mælti hún. „Jeg vissi ekkert. Þetta er bara tilviljun. Jeg fjekk svo mikla sam- úð með þessari ungu móður frá fjar- lægu landi, er hvilir hjer. Og jeg varð —“ Hún hafði talað hratt og náði varla andanum. Og hún dirfðist ekki að horfa í auglit honum. Hann mundi þá sjá, það sem hún vildi leyna um sinn. „Vesalings lilla Minní mín! Nú eru brátt tvö ár frá því að liún andaðist.“ Þau fylgdust út úr kirkjugarðin- um. Hanii hafði komið kvöldið áð- ur og gisti á sama veitingahúsi og hún. „Mjer fanst að jeg yrði að sjá legstaðinn þeirra,“ sagði hann eftir lilla þögn. Jeg liefi ekki komið hingað síðan þær ljetust. — En að við skyldum hittast lijer, Guðrún. Við —„Já,“ — svaraði hún lágt, og' forðaðist að horfa á hann. Þau gengu langan spöl þegjandi. Svo íiælti hann skyndilega: „Nei, Guðrún jeg verð að segja þjer allt. Viltu lilusta á mig? Jeg þarf að skrifta fyrir þjer! Hún hneigði höfuð sitt samþykkj- andi. Hjarta liennar sló afar hratt, og henni fundust fætur sínir ætla að missa mátt gersamlega. Hvað mundi hann segja lienni? „Þjer kemur varla til hugar hve mjer hefir fundist jeg eirimanna, og í mikilli þörf fyrir vin,“ mælti Kaj. „Jú jeg skil það. Jeg er sjálf einstæðingur — nú.“ „Það er satt, jeg liefi lesið um það. Foreldrar þínir eru dánir. Vesalings Guðrún.“ Hann reyndi að liorfast í augu við liana. En hún leit stöðugt undan, flýði augnaráð hans. „Jæja, nú segi jeg þjer sögu mína,“ lijelt liann áfram. Það eru lijer um bil sjö ár síðan jeg fjekk yfirstjórn yfir viðbótarbyggingu á lieilsuhæl inu K. hjer á staðnum. Þetta var fyrsta verk mittt sem sjálfstæður verkfræðingur, og það liertók huga minn. í frítímum minum kyntist jeg mörgum vistmönnum hælisins, og sjúklingum. Margir brjóstveikir sjúklingar hafa svo góða heilsu, að þeir geta farið smá skemtiferðir og tekið þátt i skemtisamkomum. Jeg var þá glaður og ánægður, og vænti mikils af lifinu. Ef allt gengi þarna að óskum, gæti jeg fljólt — — í stuttu máli, jeg unni stúlku, serii jeg vildi ekki biðja mjer til lianda fyrr en jeg hefði eitthvað upp á að hjó'ða“. Hann þagnaði augnablik. „Meðal sjúklinganna var Míriii er síðar varð konan mín. Iíún var fríð ung og lífsglöð, og leit ekki veik- indalega út. Jeg var oft i fylgd með henni, en ekki frekar en ýmsum öðr- um. Jeg gerði enga tilraun til að láta henni lítast vel á mig. 1 hjarta mínn bar jeg' mynd annarrar konu. En a þessum stað var mikil ástleitni iðkuð, hún lá í loftinu. Þar sem inikið iðju- leysi er þar þrifast æfintýrin vel. Og það er einkennilégt hve margt brjóstveikt fólk er lineigt til ásta. Allt í einu varð Mími lasin. Hún megraðist, lagðist svo i rúmið og' var með hita. Móðir herinar kom þegar er hún frjetti þetta, og var ekki mönnum sinnandi af harmi. Það hafði litið svo vel út með bata Mími. Hversvegna kom jiessi heilsu- farshnignun? Mi'mi var tvítug. Henni leiddist að liggja. Móðir hennar hafði æfin- lega dekrað mjög við hana. Nú fjekk móðirinn leyfi yfirlæknisins lil þess að Mímí mætti taka á móti geslum vissa hluta dagsins. Jeg skildi síð- ar að þetta leyfi var eiginlega stílað á mig, þvi að yfirlæknirinn áleit okkur Mími trúlofuð. Mæðgurnar gerðu allt til þess að jeg væri sem oftast hjá þeim, eða Minri. En það var öririur sem jeg elskaði. Og jeg tók þetta ekki alvarlega. Svo var það seint um kvöld, er jeg sat i lierbergi minu við vinnu, að móðir Mímí kemur áð finna mig. Hún sagði mjer að dóttir sín hefði trúað sjer fyrir þvi að við — jeg og Mímí — elskuðum hvort annað. Móðirin áleit það vegna óframfærni að jeg ekki hafði beðið dóttur Lennar form- lega. Mímí er or'ðin veik vegna þess að henni finst að þú forðist hana upp á síðkastið, eða ekki vera eins ástúðlegur og fyrr, mælti móðirin. Mímí afber þetta ekki lengur. Hún verður heilbrigð ef þið trúlofist. Jeg reyndi að malda í móinn. En það var árangurslaust. Hún sagði að Mimi liefði fengið blóðspýting þetta kvöld, og að hún þyldi enga geðshræringu, varla hægt að tala við hana. En ef þjer komið nú yfir til hennar og látið í Ijós sama vin- gjarnleik og fyr mrindi Mímí skilja að allt er tryggt. Þá sagði jeg, — Jeg elska dóttir yðar ekki. Mjer finst þessi misskiln- ingur mjög leiðinlegur. Er jeg liafði þetta mælt varð nióð- irinn nær frávita af hanni. „Skiljið þjer ekki að lijer er um lífið að tefla. Þjer berið ábyrgð á lifi liennar. Hrin liggur og biður yðar. Ilrin lifir aðeins fáa mánuði ennþá, það hefir yfirlæknirinn sagt. Mímí er eina dóttirin sem jeg á á lífi. Þrjár dætur hefi jeg mist. Nú getið þjer lengt líf minnar sið- ustu dóttur, ef til vill bjargað lifi hennar. Eða að minsta kosti lengt það um nokkra mánuði. Þjcr eruð ungur og liraustur maður. Hvað mun- ar yður um nokkra mánuði? Jeg lijelt áfram að mótmæla.. En hún hlustaði ekki á hvað jeg sagðí. Hún grjet, spenti greipar í örvænt- ingu. Hún bað og' bað. „Þjer eruð tilfinningalaus ef þje-' neitið að gleðja dóttur mína nokk- ura daga“. „Jeg get ekki látist elska hana “ mælti jeg. „Þjer þurfið ekki að skrökva neinu! Koinið aðeins mcð mjcr. Mímí veit um erindi mitt hingaö.“ Jeg- fór í jakkann og fylgdi lienni út. Það var voðalegt. Jeg neyddist til þess. En jeg bað þá i hljó'ði hina um fyrirgefningu. Hvít og veik lá Mímí á rúmiuu. Hún var svo máttlaus að hún gat ekki lyft höfðinu frá koddanum. Hrin hvíslaði þessu eina orði: Þökk! En augun töluðu um eilífa ást, sam jeg vissi að jeg ekki gæti endur- goldið. Þetta var liryllilegt. Mímí sýndist svo langt leidd að lnin gæti dáið á næsta augnabliki. Jeg laut niður og kyssti hana á ennið. „Á morgun verður þú frískari,“ sagði jeg þvert um liuga minn. Jeg áleit að hún mundi deyja næstu nólt. Hún brosti, bg var hamingjusöm. „Þakka þjer fyrir, ástin mín, þá verð jeg fullkomlega heilbrigð.“ — Þannig trúlofuðumst við, sagði Ivaj og andvarpaði. Svo hjelt hauu frásögninni áfram. „Og nú gerö st kraftaverkið, eða það nefndi yfir læknirinn það. Næsta morgun var Mímí hitalaus. Og henni fór dagbatn- andi. Hún var svo hamingjusöm. Gleð in geislaði frá henni. Jeg var bundinn. Jeg varð að ijúga. Jeg gat ekki kom- ist lijá því. Sannleikurinn mundi drepa liana. Yfirlæknirinn hafði áður revnt að „pústa“ liana, en hún hafði ekki þolað það. Nú gekk það vel. Og hún útskrifaðist frá liælinu. Við giftuin okkur. Læknirinn sagði að það væri henni fyrir bestu, að þa'ö gerðist strax. Mjer tókst að fá atvinnu hjer i Montreux. Hjer setl- umst við að, vegna þess hve lofts- lagið var heilnæmt. Jeg var Mínri góður. Hún talaði stöðugt um liamingju sína. En hana langaði til þess að eignast barn. Hún unni börnum. Og eftir þriggja ára bjúskap fæddist litla stúlkan. Jeg vissi að Mímí mundi ekki vera fær um a'ð eiga barn. Yfirlæknir- inn liafði sagt hið sama. En Míiní sagði að giið rnundi ekki skilja okkur á þann hátt, eða þess vegna. Og jeg þorði ekki að segja lienni sannleikann i þessu efni. Samlíf okkar var allt bygt á misskilningi. Og jeg fór hjá mjer er jeg var í ná- vist hennar. — Svo kom dauðinn. Hinn miskunarlausi dauði. — Dauði Mínri gaf mjer frelsið. Það mátti ekki seinna vera. Taugar nrinar voru svo bilaðar, að jeg óttaðist um vit mitt. Þegar spenningurinn fór, varð jeg máttlaus. Jeg dvaldi lieilt ár á heilsuhæli fyrir taugaveiklað fólk. Menn lijeldu að það stafaði af konu- og barnsmissinum. — Nú er jeg orð- inn heilbrigðrir og liafði mikið verk fyrir höndum i heimalandinu. — Jeg kom lringað lil Sviss i verslunarer indum. Mjer fannst það skylda mín að sjá grafir þeirra. Og svo hitti jeg þig hjer! — Guðrún! Nú hefir þú lieyrt alla sögú mína og veist hve mikill ódrengur jeg hefi verið“. Hann þagnaði og greip um báðar hendur hennar. — „Guðrrin!“ Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.