Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Með Petersen kapteini til Kragerö. Eftir Kolskegg. Undir dulnefninu „Kolskeggur44 býr einn af kunnustu og skemtilegustu blaSamönnum Norðmanna, Gunnar Larssen, sem lengi var blaðamaður við „Dag bladet“ í Oslo og síðast ritstjóri þess, ásamt Einari Skavlan. Larsen hefir einnig sam- ið nokkrar skáldsögur og urmul af smásögum. Fer hjer á eftir ein þeirra, einskonar „ljettara hjal“ höfundarins. U ÚN GAMLA FRÆNKA MÍN ■*• lýgur aldrei. Hún hefir meiri áhuga á ættarsögurann- sókn sem fagi og vísindagrein en svo, að hún hregði fyrir sig skreytni. Stundum býð jeg lienni með mjer í bíó, og einu sinni við slílct tækifæri sagði hún mjer frá Dahls-fjölskyldunni, — sem á heima í sama húsi eins og liún þarna úti í gamla hænum i Oslo. Veggjum, gólfum og vinnu konum tekst ekki að varðveita nokkurt leyndarmál fyrir gömlu konunni, og þar að auki hafði Dahl sjálfur aukið á þekkingu hennar eitt kvöldið, þegar hún liilti liann á leiðinni utan úr mátarbúðinni. Hann var með litla fötu með rjóma í annari hend- inni. Jeremias Dahl er, að því er frænka segir mjer, húsvörður í einum bankanum. En hann er samt siðaður og menntaður maður. Ileiðarleikur Iians o,g' siðgjæði hafa stað’ist þrjátíu ára próf, bæði sem bankamanns og eiginmanns, og dygðir hans og mannkostir eru eigi miður geymd en verðbrjef í peninga- skáp í bankakjallaranum. Eigi að síður hefir hann barna i hálfrökkrinu með rjómafötuna í hendinni trúað henni fyrir, að einu sinni í sumar hefði liann verið grunaður um hæði þjófn- að og kvennafar. — Að Dahl gæti fallið fyrir síðarnefndri freistingunni, sagði frænka mín, —mundu þeir sem þekkja konuna hans telja mjög afsakanlegt en þó gersamlega óliugsanlegt. Frú Dahl er slcass, sagði hún. Frú Dahl væri auðsjáanlega ein af þeim kellingum, sem maður les um í gamansögum, en sem guði sje lof koma sjald- an fyrir í raunverunni. IJún var eiturspúandi dreki, en Dalil litli var enginn sánkti Georg, sem gæti lagt spjótið í opið ginið á henni. Eins og fælinn smákafbátur skaust hann undan þegar liann sá liana á siglinga- leiðinni. Hann átti liina eiriu sönnu auðmýkt, sem vondar tungur túlka sem vonda sam visku. Frú Dahl var í fullu sam- ræmi við erfikenninguna um slíka manntegund, að því leyti að hún var símasandi í portinu og hafði útsaumaða ritningar- staði á stofuveggnum hjá sjer. Hún hafði ofl kjaftakerlinga- hoð, þar sem samtalið gekk ljett og leikandi frá lambinu i Emm aús til hennar Önnu á horninu. Þetta samtal var liægt að heyra gegnum fjórar hæðir, sagði hún frænka mín, sem átti heima á næstu hæð fyrir ofan. Á þessum málfundasamkom- um ljek frú Dahl sjálf hlutverk hinnar hljúgu, tilfinninganæmu sálar, sem samlífið með grimm- um og liarðhrjósta fyllirafti — hafði eyðilagt fvrir aldur fram. Vinnukonan hjá Dahl hafði sagl vinnukonunni hjá frænku minni að frúin hefði oftar en einu sinni sagt hinum gífurtíðinda- og hveitibolluþráandi heimatrú- hoðskerlingum, að honum Dahl mundi vera til alls trúandi. Guð veit hvort hann væri ekki vis til þess að stela peningum úr hankanum einn góðann veður dag, til þess að geta fullnægt þeirri fýsn sinni að reykja dýrl tóbak, — ef ekki hún, frú Dahl, hjeldi si og æ áfram hinni lát- lausu og óeigingjörnu baráttu sinni fyrir þvi að halda honum upp úr sldtnum. Einu sinni hafði hún staðið hann að því að ætla að fara að selja ein gömlu fötin sín, sem hún liafði Iiugsað sjer að gefa Hjálpræð- ishernum. En þó var enn verra, hafði vinnukonan sagt og reynt að kæfa niðri i sjer hláturinn, að frúin hafði fyrir nokkru hald- ið eldhúsdag og borið það upp á Dalil, að liann væri að flangsa utani liana — vinnukonuna. — Hún burstaði einu sinni skóna lians eftir að liann hefði sett þá upp, og þá var hann einmitt að masa við liana þegar frúin kom inn. Ja, svoddan áminning, sála mín. IJann gat víst ekki staðist að sjá stelpuna á hnján- um fyrir framan sig', veslingur- inn, sagði frænka mín. — En hvernig var það frænka með þetta sem gerðist ])arna i sumar? — Hvað er nú þetta, jeg alveg steinglevmi mjer, væni minn, sagði hún. — Nú skaltu heyra það, alveg orðrjett, eins og hann sagði mjer það sjálfur þarna um kvöldið þegar jeg mætti lion- um á leiðinni úr mjólkursöí- unni. Jeg segi þetta með hans eigin orðum, svo að þú skilur að jeg ýki ekkert, enda ])ótt jeg að vísu sje óvinur kerlingar- skassins hans, útaf þurklofti,, sem hún á engan rjett á. Jæja, nóg um það, en svona sagði hann mjer söguna —og' jeg þjer, frændasál: EG VAR grasekkjumaður, sem þeir eru farnir að kalla, sagði og hann; þetta var að sumri lil og konan mín vai einhversstaðar upp í sveit. Jeg ótti ánægjulega daga, át mið- degismat á veitingahúsi og gekk dagleg meö lionum Johnsen kanselliráði, gömlum vini mín- um, inn að Sjómannaskóla. En frá næsta laugardegi atli jeg að fá sumarleyfi sjálfur, svo að þá var eiginlega friinu lokið. — Jeg varð að fara suður í Krákeyjar, en þar hafði konan min sest að i sumarvist, lijá lion- um bróður minum. Ivonan skrif- aði mjer brjef og bað mig um ar fyrir sig — liún þurfti að að annast ýmiskonar útrjetting- lialda meirihóttar fund þarna suðurfrá. Meðal annars hað hún mig að nálgast regrihlífar tvær — sína eigin og dóttur okkar — sem höfðu verið sendar í við- gerð og voru ekki búnar þegar þær fóru. Svo rann laugardagurinn upp. Jeg fór til kaupmannsins okk- ar i Grænalandi og keypti þar niðursuðudósir og ýmislegt ann- að smávegis, sem jeg liafði verið beðinn að hafa með mjer. Þegar jeg kom að dyrunum, heyri jeg kallað með drápsrödd: „Stöðvið þjófinn.“ Jeg sje ofsa- brjálaða kerlingarherfu koma æðandi lil mín og þekti undir eins að þar var komin ein af kunnigjakonum minnar eigin- konu, úr bænasamkomuhaldinu, kvennmannsnefna, sem lieitir Manga Sævar. — Jeg ætla að benda yður á að þetta er mín regnhlíf, hvæsti hún og augna- gotið virtist auglýsa að hún hefði fengið grun sinn staðfest- an. Hún þreif regnhlífina úr liendinni á mjer, og nú fyrst tók jeg eftir, að jeg hafði í hugs- unarleysi tekið regnhlífina lienn- ar, sem hún liafði sett upp við búðarborðið. Jeg er nefni- lega altaf vanur að ganga við regnhlíf, en af tilviljun liafði jeg ekki gerl það í þetta sinn — og þó ekki af tilviljun, því að konan mín hafði verið með mína regnhlíf í sveitasæluna Og nú mundi jeg annað: — Regnhlífarnar tvær. Jeg hafði gleymt að nálgast þær úr við- gerðinni. Jeg afsakaði mig í snatri og hörfa undan skruggu- kvendinu bálreiða og geng upp á næsta liorn til mannsins, sem átti að gera við regnhlífarnar tvær. Finnn mínútum síðar var jpg á hiðstöð sporvagnsins, sem jeg ætlaði að aka í heim til míri með pínklana og regnhlífarnar. Þar stendur ungfrú Manga Sævai' á hurðarþrepinu að sporvagnin- um og er að lala við einhverja manneskju, sem jeg ekki sá inni í þrengslunum. Og ait í eiriu kemur ungfrú Manga Sævar auga á mig, og lnin glápir á mig eins og þorsk- ui’ á þurru landi og verður gersamlega orðfall í miðri ræð - unni. IJún glápir á höndina á mjer. Jeg lít niður. Það eru regnhlífarnar tvær, sem jeg er með í hendinni Og i sama vetfangi skildi jeg það sem hún skildi, eða þóttisl skilja, hjelt Dahl i)íslarvottur áfram frásögn sinni til frænku minnar. Hann varð beinlínis mælskur og tók kippi, svo að skvettist upp úr mjólkurbrús- anum. f Ungfrú Manga Sævar mældi mig frá hvirfli til ilja, sagði liann, — með augnaráði óend anlegrar fyrirlitningar. — Hún snjer sjer að þeirri, sem hún var að tala við inni í vagninum, og benti svo á mig; svo sagði hún eins hátt og hún gat, eitt- hvað á þessa leið: „Já, vesling- urinn hún frú Dahl, já, það er maðurinn hennar þetta. Hann vinnur í banka, og þjer vitið, að þessir bankastarfsmenn eru eiginlega allir hálfgildings svind larar. — Hún hefir sannarlega sinn kross að bera, auminginn. Jú, það held jeg, hann kvað vera gjörspiltur af áfenginu og viðsjárverður i alla staði. Núna rjett áðan reyndi hann að stela

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.