Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 regnhlífinni minni, liklegast í þeim tilgangi að selja hana og ná sjer í peninga á bak viö Jiana. Og nú er hann að fara heim með ágóðann af deginum i dag. Þegar hjer var komið sög- unni var ungfrú Möngu Snævar ýtt til hliðar af fólki, sem þurfti að komast inn í vagninn. Bráð- um kom vagninn, sem jeg æll- aði með, og var með taglhýt- ing. Hún fór inn i fremri vagn- inn en jeg í þann aftari. Jeg komst svo heim með regn- hlífarnar tvær og alla pinklana, vökvaði hlóminn í síðasla sinn raðaði svo dótinu mínu ofan í stóru ferðatöskuna mína, þai á meðal regnhlífunum, sem jeg kom vel fyrir. Það var gótl að þær voru nýmóðins, af kubbs- legu gerðinni, liugsaði jeg — annars hefði jeg ekki komið þeim ofan í töskuna. Siðan fjekk jeg mjer kaldan hita, hengdi upp nýjan flugnapappír i eldhúsinu, afhenti frú Ulriku á neðstu hæð lykilinn — hún ætlaði nefnilega að vökva hlóm- in og líta eftir ihúðinni. Það var komið undir kvöld og jeg þrammaði niður að vest- urlandsbátnum. Þar voru auð- vitað sömu laugardagsþrengslin og vanl var. Fólkið tróð sjer áfram í göngunum með föggurn ar sínar, skipsþernurnar höfðu annríkt og snjerust eins og þeytispjöld milli farþegaklef- anna. Jeg fór mjer að engu óðs- lega og staðnæmdist við borð- stokkinn og naut veðul'blið- unnar. Jeg sá í fjarska ljósa- dýrðina á Eikahergi. Það eina óleyfilega, sem jeg hafði að- hafst eftir að konan fór, var að jeg sat þar eitt kvöld með honum .Tolmsen og fjekk mjer portvínsglas og reykti mjer pípu með góðu tóbaki. Nú fór smátt og smátt að kyrrast um borð. Flestir höfðu flýtt sjer að komast i klefana lil þess að verða sem óhinastir í fyrramálið. Jeg leit á farþega- skrána í salnum og sá þar, að nijer var ætlað að sofa í klefa númer fimm, ásamt einhverjum Petersen kapteini. .Teg náði í handtöskuna mína, sem jeg hafði skilið eftir við stigann, og har hana að klefa- dyrunum. .Teg opna dyrnar var- lega, til þess að vekja ekki sam- býlismann minn, því að jeg þykist vita að hann sje sofn- aður. .Teg fæ þetta staðfesl undir eins og jeg kem innfyrir, því að jeg lieyri lágværar hrotur úr efri kojunni. Mjer finnst heldur enginn nauðsyn á að kveikja ljós þarna inni. því að nóttin var eigi dimmari en eins og ofurlítið væri farið að skyggja. Þarna stóð jeg nú talsvert ljettklæddur og þvoði mjer eins hljóðlega eins og jeg gat. Já, afsakið þjer, sagði Dalil við hana gömlu frænku mína, — en sannasl að segja var jeg ekki á öðru en nærbrókunum. Nú hættu hroturnar þarna i uppliæðum og svo heyrðist uml og nokkur óþolin andvörp. Ein- hver bylti sjer þarna uppi og einhver rödd heyrðist segja: Afsakið þjer, en væri ekki hægl að fá næturfrið hjerna hvað líður ?“ Blóðið stirnaði i öllum mín- um æðum. Þetta var kvenmans- rödd. — Afsakið þjer, en jeg....... hyrjaði jeg. Karlmaður! grenjaði raust- in. — Kæra ungfrú. . . . hyrjaði jeg aftur. — Sparið þjer yður að stiga í vænginn, þegar jeg er annars vegar, viðbjóðslegi kvennabósi, æpti hún og kveikti á rafmagns- ljósinu. Hún hafði risið upp við dogg og dregið sængina upp undir höku. .Teg sá gulbleika, kakk- feita ásjónu og músarófufljetl- ur, sem voru festar með kanta- handi yfir gagnaugun. Hún deplaði til mín augunum og pírði þeim, meðan hún var að venjast ljósinu. Mjer fanst eins og hún þekkti mig. Eruð ]>að þjer? sagði hún níst- andi, jú, þessu gat jeg búist við af yður. Mig furðar ekkert á þessu atliæfi, eftir það sem hún Manga Sævar sagði mjer í dag. Þetta lilaut að vera kvenper- sónan á sporvagninum, sem ung- frú Sævar liafði verið að tala við um mig. Lastafulli svaði, öskrað' hún — ef þjer farið ekki út un'dir eins þá hringi jeg á þjón- ustufólkið. Út með yður. Það var sannast að segja alls ekki skemtilegt að láta kven- mann sjá sig, svona eins og jeg var klæddur; en mjer var ger- samlega ómögulegt að fara í brækurnar að henni ásjáandi. Jeg káfaði eftir fötunum mín- um, tannhurstanum og tösku- imni og komst fram á ganginn. Þar var sem betur fór engin lif- andi sál, og jeg komst í garm- ana aftur. — Standið þjer ekki á hleri þarna fyrir utan dyrnar, við- hjóðslegi flagari !• heyrði jeg sagt innanfrá. Jeg náði í rjettan hlutaðeig- anda sem staðfesli að jeg ætli að liggja á nr. 5 ásamt Pelersen kapteini. Þetta var nr. 5 og jeg var viss í mínu máli, en jeg kaus að vægja, þvi að það gerir sá, sem vitið hefir meira. Lik- lega mundi það frekar auka á lit mitt hjá henni. Á morgun mundi sannleikurinn koma í ljós og þá mundi kvenmaður- inn sjá, að hún hefði haft rangt fyrir sjer. Allir hinir karhnannaklefarn- ir voru fullskipaðir, en vingjarn leg stúlka hjó um mig í revk- salnum og loksins gat jeg tekið á mig náðir. Daginn el'tir koinum við lil Krákeyra. Veðrið var dimmt og drungalegt. Þegar við vorum að leggjasl að bryggjunni kom hellidemba, og jeg varð ergi- legur við tilhugsunina um, að regnhlífarnar skyldu vera niðri á hotni í ferðatöskunni, því að nú var of seint að ná þeim það- Konan min stóð á bryggjunni og hún leit til min sem snöggv- asl en fór svo að stara á land- ganginn. Jeg var kominn i land og stóð við hliðina á lienni með töskuna í hendinni, en rigning- in huldi á mjer. Loks var eins og henni ljetti og hún liorfði ánægjuaugum á landganginn. Þarna var hún þá að koma — kvendið á nr. 5. Hún var í hjálpræðishersbún- ingi. Hún kom til okkar, leit til mín fyrirlitningar augum, þar sem jeg stóð liundvotur og sagði svo: „Yður vantar þá regn- hlíf i dag líka, sje jeg.“ En hvað jeg' liefi þráð yð- ur, sagði konan mín við hjálp- ræðiskvendið. — Ungdómurinn hjerna er svo óráðsettur og sið- laus, að það er ekki vanþörf á að halda hjerna ofurlitla sam- komu. Það er mikil hlessun að því að þjer skylduð koma, kap- teinn Petersen! an. ÁTTUNDI IIERINN í FJÖLLUM. Myndin er af tveimur mönmim úr S. hernum, sem ern að klifra upp tir fjalladal skaml frá Bojano i Ítnlíu, en þar eru fjöll- in um 5000 feta liá. SKJÓTA TIL LOFTS OG LANDS. Þessi failbyssa, með 3,7 þumlunga hlaupvídd er eiginlega einkum letluð til að skjóta á flugvjelar. En í viffureigninni á Ílalin hefir litin verið notnð jöfnnm höndum til loflvarna og sem stórskotaliffsbyssa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.