Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N EE0RGE5 SlMEnon nn i Flæmska búðin tjáði sig samsekann henni. „Hve margir eru eiginlega gáfulegir i útliti? Og þegar betur er að gáð, ]iá er gáfulegt fólk als ekki gáfað. Jeg liefi það íyrir venju þegar jeg hefi komist yfir ein- livern, sem jeg gruna, þá gæti jeg þess að vera eins flónslegur og jeg mögulega get.“ „Þetta var í fyrsta sinn, sem Maigret tal- aði við þau í þessum dúr. Það var því likast að liann talaði við þau eins og kunningja. „En það er nú liægra ort en gjört að hreyta útliti sínu,“ sagði læknirinn. „Tökum til dæmis ennið á yður. Hver sá sem hefir snefil af viti á liöfuðlagsfræði. Jæja, jeg liefi ekliert á móti því að veðja um, að þjer sjeuð skarpvitur maður.“ Loks var kaffisamsætinu lokið. Full- trúinn varð fyrstur til þess að ýta stólnum sínum til haka og krossleggja fæturnar. Hann tók pípuna sína upp úr vasanum og tróð tóbaki í hana. „Á jeg að segja yður livað mig langar til að biðja yður um, ungfrú Margurite?. .. . Að fara að hljóðfærinu og lofa mjer að heyra „Söng Sólveigar.“ Hún hikaði við og liorfði spyrjandi á Jósep, en frú Peetei’s tautaði: „Hún spilar svo ágætlega.... Og hvílík rödd!“ „Það er eitt sem mjer þykir Ieitt,“ sagði Maigret, „að ungfrú María skuli ekki vera hjerna lijá okkur. . . . Og svo er þetta síð- asti dagurinn minn.“ Anna leit fast á hann. „Eruð þjer að fara?“ „Já, í kvöld. .. . Jeg verð að vinna fyrir mjer, skiljið þjer. Og svo er konan mín orðin óþolinmóð eftir mjer líka.‘“ „Og' herra Machére?,, „Jeg veit ekkert hvað hann hyggst fyrir. En jeg geri ráð fyrir. . . .“ Dyrabjallan hringdi fram i búðinni. Það var gengið hröðum skrefum frammi í búð- inni. og' svo var.barið að dyrum. Þetta var Machére og honum var auð- sjáanlega mikið niðri fyrir. „Er fulltrúinn hjerna?“ Hann hafði ekki sjeð hann þegar í stað, því að hann liafði hörfað undan þegar hann sá að fjölskyldan var þarna í einum hóp. „Hvað er að?“ „Mætti jeg fá að tala orð við yður?“ „Já, afsakið þjer, Ætlið þjer að reyna það?“ Og Maigret fór á undan lionum fram i búðina og hallaði sjer upp að búðarborðinu. „Þetta fólk fer í taugarnar á mjer!“ Machére teygði fram álkuna í áttina til stofunnar. „Fyrst og fremst er lyktin af kaffinu þeirra og tertunni alveg nóg til þess að jeg fæ velgju.“ „Var það þetta, sem þjer komuð til að segja mjer?“ „Nei, en jeg hefi fengið frjettir frá Brux- elles. Lestin kom þangað á rjettum tíma.“ „En prammadelinn yðar var ekki með henni?“ „Nú, svo að þjer vitið það þá nú þegar!“ „Nei, en mig furðar ekkert á því. Hjelduð þjer að þessi Cassin væri fífl? Það datt mjer aldrei í liug. Hann liefir auðvitað farið úr lestinni á einhverjum krossgöt- um, fai’ið á aðra lest og svo skift um lest aftur. ... Það getur vel verið að hann sje kominn til Þýskalands í kvöld, eða til Am- sterdam, eða þá að hann liefir lent í París.“ „En hvaðan hefir liann fengið peninga í það ferðalag?“ spurði Machére með liæðn- isglotto. „Hvað eigið þjer við?“ „Jeg á við það, að jeg liefi rannsakað þá lilið málsins. I gær gat Cassin elcki borgað það sem liann fjekk á bjórstofunni, svo að honum var neitað um veitingar.... Og það sem verra er, það virðist svo sem hann skuldi peninga hvar sem er, og ýmsir kaupmenn lijerna reyndu til að fá hann kyrsettan." Maigret leit á samverkamann sinn eins og honum væri alveg sama hvoru megin hryggjar liann lægi. „Og hvað svo meira?“ „Jeg ljet ekki þar við sitja. Og þetta hefir verið versta púl, sem jeg liefi lent í á sunnu- degi, þegar annarhver maður er að heiman úr bænum. Jeg varð meira að segja að fara í kvikmyndahúsið til þess að hitta menn þar.“ Maigret tottaði pípuna og skemti sjer við að setja lóð báðum megin á vogina á borð- inu og' fá hana til að komast í jafnvægi. „Jeg komst að því að Gérard Piedbæuf fjekk tvö þúsuríd franka til láns í gær. -— Ilann fjekk föður sinn til að skrifa undir viðurkenninguna því að enginn trúir Gér- hard vitanlega fyrir grænum eyri.“ „Hittust þeir?“ „Já, einmitt. Þeir gerðu það. Einn af toll þjónunum sá Gérard Piedbæuf á gangi á hafnarbakkanum með Cassin, skamt frá belgisku tollstöðinni.“ „Um hvaða leyti var það?“ „Um klukkan tvö.“ „Ágætt!“ „Hvað er ágætt? Hafi Gérard látið hann fá peninga, þá hefir það verið til þess að . .“ „Bíðið þjer nú hægur! Þjer megið ekk' grípa niðurstöðurnar á lofti, Macliére. Það getur verið mjög varasamt.“ „En það er samt staðreynd að Cassin, sem ekki átti tíu aura að morgni gat keypt sjer járnbrautarmiða síðdegis. .Teg liefi verið á brautarstöðinni. Hann borgaði fyrir farmið- ann með þúsund franka seðli. Og hann virt- ist hafa aðra.“ „Aðra eða annan?“ „Jeg gat ekki betur lieyrt en maðurinn segði aðra, en ekki er jeg þó viss um það .... En segið þjer mjer nú livað þjer mund- uð gera i mínum sporum. Maigret varp öndinni, barði úr pípunni sinni við stigvjelahælinn á sjer og benti inn í borðstofuna. „Jeg' mundi fara þarna inn og fá mér einn vænan snaps .... Ekki síst vegna þess að við fáum hljóðfæraslátt til að renna hon- um niður með.“ „Er það alt sem þjer hafið ......“ „Svona komið þjer nú. Þjer ætlið víst ekki að reyna að telja mjer trú um, að þjer hafið nokkuð annað að gera! ------ Hvar er Gérard Piedbæuf?“ „Hann er í Scala. Það er kvikmyndahús- ið. Með einni af stúlkunum úr verksmiðj- unni.“ „.Teg þori að veðja um að þau sitja i stúku- sætum.“ Og Maigret smáskríkti og ýtti unga lög- reglumanninum á undan sjer inn í borðstof- una, en þar var tekið að rökkva, svo að ekki sást nema ógreinilega í kring. Þunnur reyk • ur leið upp frá hægindastólnum, sem lækn- irinn sat í. Frú Peeters var að taka bolla- pörin saman til þess að fara með þau fram í eldhús og þvo þau. En Marguerite sat við liljóðfærið og ljet fingurna líða yfir nótna- borðið. „Er yður alvara að jeg eigi að spila?“ „Já, svei mjer þá. Setjist þjer, Machére.“ Jósep stóð við arininn og studdi liægri olnboganum á arinhilluna og starði út um gluggann út í gráu sldmuna fyrir utan. En við hljóðfærið sat Marguerite og söng erindi úr „Söng Sólveigar.“ Henni var það auðheyrilega áreynsla að lcomast erindið til enda. Og tvisvar tók liún skakka nótu. „Men engang vil clu komme, det vet jeg for visst. For det lovte cln sisst. Anna var ekki inni í stofunni. Og hún var lieldur ekki i eldhúsinu, en þar lieyrðist frú Peeters gamla vera að stjáka um, en hafði þó eins hægt um sig og hún gat til þess að trufla ekki hljóðfærasláltinn. Marguerite gat ekki sjeð frá hljóðfærinu hve Jósep var aumingjalegur, þarna sem hann stóð. Það hafði slokknað í vindlingnum hjá honum. Það dimmdi óðum í lierberginu. Rauður eldurinn í arinum varpaði þurpuragljáa á fágaða fæturna á borðinu. Machére til mikillar furðu stóð Maigret upp og labbaði að dyrunum og fór út, án þess að fólkið tæki eftir því, að því er sjeð varð. Unga' lögreglumanninum liefði þótt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.