Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.02.1944, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 IÍONAN OG PRESTSSTARFIÐ: Frh. af bls. 11. fórnarþjónustuna. Þaö er augljóst að um þetta sama leyti sigra'ði skoð- un gamla testameritisins um minni rjett konunnar. Hún tók ekki framar virkilegan þátt i sjálfri guðsþjónust- unni. KirkjuþingiÖ í Laodicea árið 365 útilokaði konuna frá prestsem- bætti og bannaði henni að þjóna fyrir altari. Kirkjuþingið í Orleans 511 neitaði henni um aðgang að öll- um þjónustustörfum í kirkjunni. Kirkjuþingið í Auxerre 587 bannaði henni að meðtaka sakramentið með berum höndum vegna óhreinleika bcnnar og meðfæddrar synda. En sem mótvægi frá því, að kon- an var útilokuð frá guðsþjónustunni var innleidd Maríudýrkun. í því efni var farið út i öfgar og þvi hald- ið fram „að engin náð berist nokkru sinni frá liimni lil jarðar nerna fyrir Maríu mey.“ Hinn mikli kirkjufræð- ingur Germanus skrifar á þessa ieið: „Enginn verður sáluhólpin neriia fyrir þig, ó, allra lieilagasta jómfrú, enginn finnur náð og miskunnsemi nema fyrir þíg, ó, þú lireinasta.“ Svona var það þá, konan var ekki verð til að standa fyrir framan jarð- neskt allari og deila út náðarmeðul- unum, en liún var þess verð að standa fyrir framan hið himneska altari og deila út guðs náð. Þetta var ærið mikil mótsögn. Lúther og siðbótin afnam liina pfestlegu forsjá og gaf körlum og konum trúarlegt frelsi. Hver einasti maður ber ábyrgð á frelsun sálar sirinar fyrir guði, án meðalgöngu. Hjer er enginn munur á karli og koiiu. í orði kveðnu heldur Lúther því þessvegna fram, að konan hafi jafn mikinn rjett til að prjedika guðs orð og maðurinn. Að hún er óhæfari til þess en hann stendur i sambandi við það, að hún er veikbygðari lík- amlega og stendur nokkuð að baki hvað skynsemi snertir. Það á aðeins að hafa hagkvæma ástæðu fyrir aug- um heldur Lúther fram, sá á að vera prestur, sem best er lil þess fallinn. Þessu heldur Lúther fram i riti sínu: „Misbrúkun messunnar“ (frá 1522): „Þegar páfatrúarmenn brýna fyrir okkur orð Páls í 1. Kor. 14.34: Kon- an á að þegja i söfnuðinum, það er ekki leyfilegt neinni konu að hún prjediki o. s. frv., þá svara jeg því til, að ekki heldur leyfist málhölt- um að tala í söfnuðinum, því að það á að nota þær manneskjur til þess að prjedika, sem best eru til þess fallnar. Fyrir þeim eiga aðrir að þoka sæti. Þessvegna skrifar Þáll Timóteusi að hann skuli skipa þeim að prjedika guðs orð, sem sjeu til þess hæfir, og geti frætt og kent öðrum. Því að sá sem á að prjedika, þarf góðan róm, góðan framburð, gott minni og aðrar náttúrugáfur. Sá sem ekki hefir þessa hæfileika, á að þegja og lofa öðrum að tala. Þessvegna bannar Páll konunni að prjedika i söfnuðinum, ef menn sjeu til staðar, sem betur sjeu til þess hæfir. Því hvernig á Páll að geta risið móti lieilögum anda, sem heit- ir því i Jóel 3.1 — „og dætur yðar skulu spá“ —? Og í postulasögunni 21.8 stendur: Filippus „átti fjórar dætur, ógiftar, sem allar spáðu.“ Þessvegna krefst reglusemi, agi og heiður þess, að konur þegi, þegar viðstaddir eru menn, sem geta tal- að. En sje enginn karlmaður við- stáddur, er prjedikað geti, þá er nauðsynlegt að konur geri það.“ Það eru hagkvæmar ástæður, sem vaka fyrir Lúther. Sá á að prjedika og vera prestur, serii best er tii þess hæfur, hvort heldur er karl eða kona. Enska kirkjan heldur í postullegu röðina og hefir því sö.mu afstöðu og kaþólska kirkjan. Henrik VIII., sem innleiddi ensku ríkiskirkjuna bannaði jafnvel konunum að lesa í biblíunni nema i nærveru manns, er skýrt gæti fyrir henni texlann. í „reformeruðu" kirkjunni i Eng- landi og Ameríku er þetta með alt öðru móti. Hin hagsýna trúhneigð, sem einkennir þessi trúarfjelög hennar, gerir þá kröfu til kristinna manna, að þeir grípi sterkt inn i þjóðfjelagslífið. Þetta liafði það í för með sjer að not var fyrir starfs- orku konunnar og hið lilýja hjarta- þel liennar. Fyrsta kirkjufjelagið, sem bæði i „teori“ og „praxis“ gerði konuna jafnrjettháa manninum voru kvek- arar. Það sem úr sker hjá þeim, er það hvort prjedikarinn liefir i sjer „innra ljósið.“ En þar sem það er að finna í jafnríkum mæli hjá kon- um sem mönnum, þá verður enginn munur á karli og konu. Konan hefir þessvegna sömu hlutdeild í guðs- þjónustunni og safnaðarstarfinu og maðurinn. Hinn mikli framgangur Hjálpræð- ishersins á ekki livað sist rætur að rekja til þess, að innan lians eru karlar og konur jafnrjetthá. Þeir Iiæfustu skipa æðstu stöðurnar án tillits til þess, hvort um karla eða konur er að ræða. Iíonurnar hafa reynst svo duglegar i „Praxis“ og hafa Icyst af hendi svo blesunarríkt starf í þjónustu kristindómsins, að önnur kirkjufjelög eru farin að í- huga það, hvort þau liafi ráð á þvi að fleygja frá sjer slíkri starfsorku. Jafnvel hin mjög svo íhaldsama enska rikiskirkja sá að hún varð að breyta um. Árið 1921 skipaði hún nefnd til að íhuga og gera tillögur um, hvernig hún gæti sem best not- fært sjer starfsorku kvenna með til- liti til kirkjulegra starfa. Starf nefndarinnar leiddi til j)ess að stofnuð var kvenlega líknardeild- in (diakoni). Síðan liefir konum í Englandi verið leyft að prjedika bæði í kirkjum og dómkirkjum. Þróunin heldur áfram, þó seint gangi, í áttina tiil liinnar kristilegu hugsjónar: Það er enginn munur á Gyðing og Grikkja, á þræli nje frjálsum manni, á karli nje konu, því að allir eru jafnir fyrir guði. gaman að vita livað stallbróður hans ætlaðist fyrir, en hann kunni ekki við að sletta sje • fram í það. Maigret fór hægt og liljóðalaust upp á loft og þegar liann kom upp á stigagatið voru þar fyrir honum tvær lokaðar dyr. Það var að heita mátti dimmt þarna uppi, en þó gat liann vel greint tvo hvíta dila, það voi'u handföngin á dyrunum. Þau voru úr hvítu postulíni. Hann staðnæmdist sem snöggvast, og svo stakk hann pípunni í vasann með eldinum í, tók í annan lnirðarhúninn og fór inn og lok- aði' dyrunum á eftir sjer. Anna var þarna inni. Þarna inni var enn dimmara en niðri. Herbergið virtista fullt af einskonar grárri móðu, sem þó var ekki jafnþjett alsstaðar en virtist vera þjettust i hornunum. Anna hreyfði sig ekki. Hafði hún ekki héyrt til hans þegar hann kom? Hún stóð við gluggann og horfði út a ána, sem óðum var að hverfa í dimmunni. Á bakkanum fyrir handan liöfðu verið kveikl ljós og lagði af þeim rákirnar út á vatnið. Maigret virtist því líkast sem liún væri að gráta. Hún var liá. Hún virtist vera ítur- vaxnari og reistari en nokkru sinni áður. Grái kjóllinn hennar rann saman við gráu móðuna í herbergkiu, svoleiðis að lik- ast var eins og liún væri sjálf hluti af loftinu. Þegar liann var aðeins eitt skref frá henni brakaði í einu gólfhorðinu undan fætinum á honum, en hún hreyfði sig ekki samt. Og nú tólc hann hendinni um öxlina á lienni með furðanlegri alúð. Hann varp önd- inni um leið eins og maður, sem alt i einu hættir að reyna að sýnast annar en hann er og' getur loksins andað Ijettar. „Jæja, þá getum við talað saman!“ Hún sneri sjer liægt að honum. Hún var fyllilega róleg. Hver dráttur í andliti lienn- ar varð eðlilegur. Það var aðeins eins og liáls hennar þrútn- aði dálítið, eins og undan einhverskonar þrýstingi innan frá. Þau heyrðu upp á loftið hverja einustu nótu hljóðfærasláttarins neðan úr stofunni og orðin, sem Marguerite söng........ Anna leit bláum augunum fast irin í augu Maigrets. Ofurlitið titrandi ekkaliljóð heyrð- isl frá lienni, en hún kæfði það jafnharðan niðri í sjer og munnurinn fjekk aftur sitt fasta og rólega yfii’bragð, sem var í fuilu samræmi við útlit hennar að öðru leyti. Tíundi kapítúli: SÖNGUR SÓLVEIGAR. „Hvað eruð þjer að vilja liingað upp?“ Þó að undarlegt mætti virðast var eng- inn ávítunarhreimur í rödd Önnu. Hún liorfði alvarlega á liann, og ef lil vill leynd ist einhverskonar ótti undir hinu rólega yf- irhragði liennar. En alls engin óvild. „Þjer heyrðuð hvað jeg sagði áðan, var ekki svo? Jeg fer lijeðan í kvöld. Þessa und- anfarna daga liöfum við haft mikið saman að sælda, þjer og jeg — eða finst yður það ekki? ......“ Hann leit kringum sig. Horfði á stóra rúmið, sem þær sváfu i systurnar, hún og Maria, horfði á hvíta bjarnarfeldinn á gólf- inu, á veggfóðrið, sem var alsett litlum, hleikrauðum hlómum, á klæðaskápinn með stóra speglinum í lmrðinni, en í þeim spegli sást nú ekkert annað en dimma og skuggar. „.... og jeg vildi ekki fara fyrr en jeg hefði talað út við yður.“ Glugginn var eins og grátt tjald og þar sást móta fyrir dekkri skugga, sem sífelt delct ist með' hverri mínútu. Það var höfuð Önnu. Og alt í einu tók Maigret eftir dálitlu, sem hann hafði ekki sjeð áður. Fyrir lclukku- slundu áður hefði hann ekki getað sagt um hvernig hún greiddi á sjer hárið. Nú vissi liann það. I langar, mjóar fljettur, sem hún vatt saman í hnakkagrófinni. „Anna!“ kallaði frú Peeters fyrir neðan stigann. Hljóðfæraslátturinn var þagnaður, Þau þarna niðri höfðu að minsta kosli lekið eftir að Anna og Maigret voru horfin. „Já .... Jeg er hjerna uppi.“ „Hefirðu sjeð fulltrúann?“ „Já .... Við erum að koma.“ Hún hafði fært sig fram að dyrunum meðan hún svaraði. Svo lolcaði hún þeim aftur og færði sig til Maigret; hún var mjög alvarleg á svipinn og slarði fast á hann. „Hvað vilduð þjer mjer hingað?" „Þjer vitið það jafrivel og jeg.“ ,Hún leit ekki undan. Hún stóð þarna hlátt áfram, starði enn jafn ákveðið á hann og spenti greipar, líkt og gamlar konur gera stundum. „Hvað ætlið þjer að gera?“ „Jeg hefi sagt yður að jeg er að fara lil París.“ Loksins mátti heyra titring í rödd hennar er hún spurði: „Og livað ætlið þjer að gera við mig?“ . Þetta var í fyrsta skifti, sem luin hafði ekki haft fullkomna stjórn á tilfinningum sínum. Hún var sjer þessa meðvitandi sjálf, og það var engin vafi á því, að það var til þess að leyna þeim sem hún gékk yfir þvert gólfið fram að dyrunum og kveikti á Ijósinu. Lampinn var með gulum silkiskerm og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.