Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.04.1944, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaSið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpren/. SKRADDARAÞANKAR Væntanlega fer nú að líða að þvi, að fólk geti farið að liuga að görðunum sínum — þeir, er þá eiga. — f kaupstöðunum, sjerstaklega í Reykjavík og á Akureyri liefir garð- r'œkt, bæði til gagns og gamans stórfléygt fram á siðari árum, og fóllc hefir fengið lofsverðan áhuga fyrir trjárækt lika, og' sú viðleitni er farin að bera sýnilegan ávöxt. Akureyringar fóru þar fyrstir, þar virtust skilyrðin betri til trjárækt- ar en syðra, þó að merkilegt megi virðast, en reynsla síðari ára virðist hafa sannað, að víðast á íslandi megi stunda trjárækl i görðum, ef hyrjunin er gerð af nokkru viti, og síðan gælt góðrar umhirðu og natni. Og um garðræktina er það að segja, að luin á einnig lifsskilyrði víðasthvar, engu síður en á dög- pm Bjarnar I Sauðlaulcsdal. Sú við- leitni varð skammlíf því að meira mátti sin j)á vantrúin á landið en trúin. En með jieirri vantrú hefir þjóðin svift sig verðmætum, sem hvorki verða mæld nje vegin. Heilbrigðisvísindi vorrar aldar liafa sýnt og' sannað, að þjóðinni <?r hrýn þörf á meira grænmeti en hún liéfir haft hingað til — og fjöl- breyttara. tíulrófur og kartöflur eru nú orðin all)jóðarfæða, sem enginn þykist mega án vera, en það- er fleira sem við þörfnumst. Gulrætur hafa t. d. að geyma eitt hið nauð- synlegasta bætiefni, og káltegundir margskonar styðja að fjölbreyttara og hollara mataræði, en við liöfum áður átt kost á. Það er hægara að afla l'ræs til þessarar ræktunar en útsæðiskartaflanna, nú á timum farmrýmisleysisins. Hversvegna ekki að festa sjer það í minni og leggja það á sig að lrera ofurlítið meira í garðrækt en maður kann áður. Nú fást trjáplöntur hjá skógrækt- inni og trjáfræ. Fólk í sveitum liefir verið t'urðu lómlátt um að notfæra sjer þetta og gera tilraun til að koina sjer upp liríslum, til þess að prýða lieimili sitt, þó að árangurs- ins verði að biða í nokkur ár. Og blómrækt gefur ávöxt innan fárra vikna. „Þetta kostar tima og vinnu“ mun fólkið máske segja. En þeir sem svo mæla játa það um leið, að þeir liafa ekkert erindi átt inn í þennan heim. „Því að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði“. I)r. Victor Urbantshitsch Haraldur Björnsson. Leiksýning Tónlistarfjelagsins: í álögum ÓPERETTA í FJÓRUM ÞÁTTUM. Tónleikar: Sigurður Þórðarson. Texti: Dagfinnur Sveinbjörnsson. Einstakur viðburður gerðist í leik- og tónlistarlífi íslendinga á þriðju- daginn var, er frumsýning fór fram á islenskri óperettu, hinni fyrstu sem gerð hefir verið hjer á landi. Höfundarnir eru báðir starfsmenn Ríkisútvarpsins, Sigurður Þórðar- son, liið landskunna tónskáld og söngstjóri, og Dagfinnur Svein- björnsson ráfmagnsfræðingur, sem einnig er kunnur landslýð öllum, sem liöfundur ýmsra smáleikja, er fluttir hafa verið í Útvarpinu. En Tónlistarljelagið helir tckisl á hendur að koma þessu verki fyr- ir almenningssjónir, og má svo heita, að í mikið sje ráðist, þegar á það er litið, að leikhúsið er ekki stærra en svo, að nærri mun láta að fyrir hverja 5—6 áhorfendur i fullu húsinu komi einn starfandi kraftur á leiksviðinu og i hljóm- sveitinni. Leikurinn gerist á 18. öld. Þá er verslunaránauð í landi og .útlendir umboðsmenn æri'ð uppvöðslusamir, Sigurður Þórðarson. Dagfinnnr Sveihbjörnsson. en hina uppvaxandi kynslóð er far- ið að dreyma um betri tíma. Magn- ús lögmaður í Dal er sýnishorn hins islenska embættismanns (Pjetur A. Jónsson), Ari umboðsmaður (Valdi- mar Helgason) fulltrúi útlendu ein- okuninnar, en Skúli (Bjarni Bjarna- son) talsmaður hins nýja tíma. I.ög- mannsfrúna leikur Anna Guðmunds- dóttir, en Rannveigu, dóttur lög- mannsins leikur Sigrún Magnús- dóttir og er það stærsla hlutverkiö i leiknum. Þcir Ari hinn útlendi erindreki og Skúli keppa um ástir Rannveigar. Aðrar „mennskar“ per- sónur eru Jón stúdent, vinur Skúla (Ævar Kvaran), Vala vinnukona (Niná Sveinsdóttir) og Jón liömo- Frh. á bls. íh.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.