Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.04.1944, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Til vinstri: Hjer sjest mynd af tengingarvegunum við flutningabrautirnar, svokallað „smáralauf". Ilvaðan sem komið er að brautinni er altaf hœgt að komast inn á hana — rjettu megin og rjetta stefnu. — Til hægri: Á þessari brú er sexföld ökubraut, yfir eina ánu i Bandaríkjunum. bygt um 800.000 kilómetra af góð- um vegum, sem ]>ola allskonar ve'ðr- áttu, en af þessum vegum teljast 300.000 km. til flutningabrauta. — Þettá eru vegirnir, sem fhitninga- bifreiðir og einkabifreiðir bruna um norður og suður, austur og vestur. Sambandsstjórnin hefir ekki bygt þessa vegi heldur aðeins tengt sam- an vegakerfi þau, sem hin einstöku fylki liöfðu lagt, en að vísu stundum með styrk frá sambandsstjórninni. Sumir þessir vegakaflar hafa sögu- lega þýðingu og voru í fyrstu götu- slóðar, þar sem vagnar landnemanna fóru um. En nú er steypt hella komin ofan á slóöana, sem uxa- vagnarnir tróðu forðum. Fimtiu og niu af þessum aðal- vegum eru yfir 1000 km. á lengd. Atta þeirra ná yfir þvert landið, milli Atlantshafs og Kyrrahafs, og enn fleiri meira en liálfa leið inn í landið, en greinast þar eða sam- einast öðrum vegum. Hver flutn- ingabraut liefir sitt númer, og heita allir vegirnir sem ganga lrá austri til vesturs, jöfnum tölum, en vegir með aðalstefnu frá norðri til suðurs, eru auðkenndir með stökum tölum. T. d. liggur vegurinn „U. S. 20“ frá austri lil vesturs. Ferðamaðurinn, sem ætlar sjer frá Nexv England á Atlantshafsströndinni til Yellowstone Park, veit að hann er á rjettri leið svo lengi sem liann sjer merkið „U. S. 20“ meðfram veginum. Ef að hann heldur kyrru fyrir í ein- hverjum bæ við veginn, í New York fyiki, eða Ohio eða Minnesota verð- Jiann ltess var að fólk kallar ákveðna hluta vegarins ákveðnum nöfnum, sem oft eru jafngömul byggingu hvitra manna í landinu. En annars er fólk oft furðu ófrótt um hvert þjóðvegurinn liggur, sem er fyrir framan bæjardyrnar hjá því. Lang- ferðamaðurinn er að jafnaði miklu fróðari, enda liefir hann vegaupp drátlinn í vasanum og kynmr sjer leiðina áður en hann ieggur af stað. Hann kemur máske austan frá Jiafi og ekur þvinæst vestur um láglend- ið með vötnunum niiklu, næsl taka við kornlendurnar, síðan preríurnar og loks eyðimörkin. En allsstaðai er vegurinn eins, bensinstöðvar með fárra ldlómetra millibili, mat- staðir, þar sem liægt er að fá sjer liressingu og gistihús þar sem liægt er að fá sjer lierbergi. Og meðfram veginum eru merki til að kynna ferðamanninum hverju hann megi eiga von á: kröpp beygja, vegamót, járnbraut yfir veginn og þvi um likt. Að lagningu þessara vega liafa starfað færustu verkfræðingar og bestu vjelar Ameriku. Grundvallar- atriðið í allri vegagerð er að jafna nógu vel landið undir veginum, eða vegarstæðið; nú er þetta gert með stórvirkum vjelum, sem jeta sig gegn- um ásana og flytja jarðveginn þang- að sem lægst er. Gengur þetta verk nú tíu sinum hraðar en fyrir fáum árum. Nýjustu grafvjelarnar taka tiu rúmmetra af mold og grjóti í ein- um l)ita. Og nýjustu sementshræri- vjelarnar liræra með helmingi meiri liraða cn þekktist fyrir skemstu. Byggingarefnið Flutningabrautir Ameríku skift- ast í tvo fiokka: „fasta“ og „teygjan- lega“. Hinir fyrnefndu eru stein- sleypuvegir, en þar er júrnbent sem- entslag steypt ofan á undirbygging- una. En „teygjanlegu“-vegirnir eru með slitlagi úr svonefndu „bitumin“ eða jarðbiksefni, ýmist asfalt eða tjara eða olíur ýmiskonar er notað til þess að binda saman grjótnniln- inginn þannig að liann verði vatns- lieldur og' liaggist ekki. Hvor að- ferðin um sig liefir sina kosti og liæfir sinum staðháttum. Steyptu vegirnir eru miklu dýrari, en þeir þola lika betur mikla umferð en liinir. Steinsteypa er t. d. notuð i hina nýjustu vegi, sem ætlaðir eru öku- tækjum með mikluin hraða. Dæmi um slika flutningabraut er „Penn- sylvania Turnpike“ en á þeim vegi fara fram liraðflulningar milli Harris- burg í austanverðu riki og stálborg- arinnar Pittsburgh. Þetta er 250 km. leið, yfir eitt mesta fjalllendi í aust- urrikjunum. En samt liefir þessi veg- ur verði lagður þannig, að þar eru livergi miklir brattan eða krappar beygjur eða aðrar liindranir, sem gera nauðsynlegt að hægja á sjer. Engir þvervegir skera þennan veg, þeir fara allir annaðlivort yfir liann eða undir. Ellefu tengivegir eru við liann, handa ökutælcjum, sem þurfa að komast af lionuin út á hliðarveg- ina, eða öfugt, en þessum tengivcg- um er jiannig liáttað, að þeir tefja ekki fyri rumferðinni, þvi að vagn- inn sem kemur inn á eða fer út af aðalveginum þarf aldrei að fara yfir akbrautina þvera. En ökuhraðinn, sem leyfður er á þessum vegi, er 112 km. á tímanum. Tckist hefir að nema á burt 90% af ástæðunum til slysa og allar venjulegar ástæður til tafa. Þeir sem nota þennan veg verða að greiða ákveðið gjald, en annarser það venjan í Bandaríkjunum að öll um- ferð er frjáls, en hinsvegar er kostn- aðinum við viðhald vega náð inn með tolli á bensini og með gjaldi fyrir ökuleyfi. Vegagjaldið á „Turn- pike“-veginum gengur til þess að greiða þann sjerstaka kostnað við þann veg, en liann varð miklu meiri en við nokkurn annan veg í Banda- rikjunum. Þegar sá kostnaður cr fenginn verður liætt að innlieimta gjaldið. Kringum ýmsar stærstu borgir Bandaríkjanna liafa verið lagðir veg- ir, svo sem kringum New York þar sem er afarmikið veganet. Einn af þessum vegmn „West Side High- way“ liggur eftir endilangri Man- liattaney, meðfram Hudson River. Ilann er Iiærri en öll strætin í kring- og skift í tvær aðgreindar brautir, þannig að hvor liefir akstur i sína stefnu. Tengingarnar við göturnar í kring cru gerðar með svigbrautum, eins og sjá iná lijer á cinni mynd- inni, en Jiún skýrir fyrirkomulagið betur, en liægt er að gera með orð- um. Þessar brautir eru ekki ósvipaðar 4-laufa smára, enda eru þær kallað- ar „smárablaðið". í þjettbýlinu. Umferðin milli New York sjálfrar og útborga hennar á Long Island fer um Triborough Bridge en grein- ist þar í ýmsar áttir, piilulangar vegakvislar um undurfagurt iand og eru víðast trjáraðir meðfram vegum þessum. Maðurinn í bílnum fer út af veginum á einliverju „smárn laufinu“, til þess að komast lieim lil sín. Samskonar veganet eru upp með Hudson River og eins norður, áleiðis til Boston. Merritt Parkway er annálaður meðal þessara vega. Bifreiðamenn verða að greiða smá- vegis gjald er þeir fara um George Wasliingtonbrúna, en uip hana er umferðin til New Jersey. Detroit, Ceveland, Cliicago og fleiri stórborgir í‘ Bandarílijunum Jiafa sín veganet, þar sem allt er miðað við það, að Jiægt sje að aka liratl en þó örugt og slysalaust. Sumstaðar eru sjerstakir vegir fyrir vörublutn- ingabifreiðir, svo að þær tefji ekki fyrir hraðameiri bílum. Á langleiðum milli Atlantshafs og Kyrrahafs, svo og öllum þýðingar- meiri leiðum, hefir og verið stefnt að þvi að auka öryggi og liraða. Þá má og nefna liringbrautirnar, sem lagðar eru kringum borgirnar, til þess að dreifa umferðinni á stræt- in fyrir innan. Mörgum niiljónum dollara hefir verið varið til þess siðustu árin, að ráða bót á eini mestu slysahættunni á þjóðvegunum, sem stafar af að járnbrautir liggja yfir þvera vegina. Járnbrautirnar og flutningabrautirn- ar komu samtímis, og þóttust báðir aðilar eiga jafnan rjett til þess að „vera ofanjarðar“, en afleiðingin af þessum vegamótum járnbrautar og ökutækja þjóðveganna varð sú, að árekslrar urðu daglegl brauð, og kostuðu mannslíf og fjártjón. Nú eru þjóðvegirnir ýmist látnir ganga undir eða yfir járnbrautirnar, og bera járbrautarfjelögin og rikið kostnaðinn við þessar breytingar i sameiningu. Vegalagningarnar liafa verið eitt mesta fyrirtæki Bandarílcjanna í síðustu tvo mannsaldranna, og veg- unum þakka menn líka ekki livað síst velmegun Bandaríkjaþjóðarinnar Eftir stríðið mun koma nýr fjör- kippur i vegagerðina þar. Nú er á döfinni áætlun* frá hinni sameigin- legu nefnd 48 fylkja í Bandaríkj- unum um að verja 1000 miljónum á ári í þrjú ár til þess að auka og endurbæta flutningabrautir ríkjanna. En sumum finst að eigi sé nógu langt farið þarna og krefjast þess að rikið leggi fram tífalt liærri uppliæð og að nýtt vegakerfi verði lagt, sjerstaklega með landvarnirnar fyrir augum. Forsvarsmenn þessar- ar tillögu lialda því fram, að engin vörn gegn innrás sje betri til en veganet, sem lagt sje í samræini við hernaðarsjónarmið, þannig að jafn- an sje hægt að beina varnartækj- uin þjóðarinar á svipstundu á þann blett, sem þörf krefur. v.'i’f.# Pan American-brautin. Önnur ráðagerð, sem líkleg er til að vekja mikla atliygli er sú, að lögð verði fullkomin flutningabraut eft- ir endiiangri Norður- og Suður- Ameríku, er tengi allar þjóðir hinn- ar nýju álfu saman. Þetta hefir Jengi verið draumur verkfræðinga og stjórnmálamanna, og ýmsir hlul- ar þessa mikla veg'ar liafa þegar verið lagðir, en margvíslegir örð- ugleikar eru á þvi að koma luig- myndinni til fullrar framkvæmdar. Þegar þörfin var sem mest fyrir liergagnaframleiðslu og þann hraða, sem á henni þurfti að vera, voru það vegirnir, sem ljettu starfið mest. Þar má til dæmis nefna Alaska- veginn, um Canada, sem flutti nauð- synjarnar frá ríkjunum, lil útvarða- stöðva þeirra í norðvestri. Einnig hafa, vegna striðs þarfa vegir ver- ið Jagðir um Mexieo og ýms lönd Frh. á bls. H.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.