Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.04.1944, Blaðsíða 11
Martinelli Frh. af bls. (>. sjer leik að jjví að’syngja háa-C. í „La Boheme“ loetta kvöld. Enginn tenor hefir enst Metro- politanóperunni jafn lengi. A 25 ára afmælinu var lialdin viðhafnar- sýning í óperunni, lil heiðurs Mart- inelli, sem liafði verið ágætur kraft- ur þar í svo mörg ár. Þetta kvöld söng liann jjætti úr þeim óperum, sem hann hafði talið sjer hafa tek- ist best í á undanfarinni söngæfi. Þar söng hann þætti úr Rodolfo i „La Boheme" cn það hafði verið fyrsta hlutverk lians, 1913. Hann söng 4-jjátiar aríuna úr „La Juive“, úr hlutverki, sem hafði vakið fá- lieyrða athygli. Og hann cndaði með dúett úr öðrum þætti „Othello“, scm hann söng með Lawrence Tibb- ett. Við það tækifæri var honuni i'agnað með svo miklum ágælum, að sjaldgæft l>ótti i Metropolitan. Skeyti hárust lionum úr ölluin átt- um lieims. Og fjölda manns varð að reka frá dyrunum. „Þetta var i sannleika minnisverð- asta kvöldið sem jeg liefi lifað á æfinni", segir Martinelli. „Margt skemtilegt og undursamlegt hefir fyrir mig borið á æfinni, en aldrei skal jeg gleyma því kvöldi. í raun- inni kánn jeg hest við alvarleg hlutverk — citthvað sem kcmur frá hjartanu. Oftast kennir l'ólk mig við „Pajazzo“, „II Trovatore“, „Aida“ og „Rigoletto". Iín mjer þykir gaman að breyta lil uni hlutverk, syngja t. d. Canio í „Pajazzo* eitt kvöldið og Rodolfo i „La Boheme“ það næsta. Líka er gaman að taka eftir hve ólikur smekkur fóíks er viðs- vegar um landið. Jeg álit að hljóm- listarsmekk fólks haii farið stórum fram í Bandaríkjuiiu:n.“ 57 hlutverk til reiðu. Martinelli kunni sjö hlutverk þeg- ar hann söng i fyrsta sin á Metro- politan. Nú hefir hann 57 hlutverk á reiðum liöndum. Hann liefir sung- ið i mörgum nýjum óperum og svo Giovanni Martinelli, hiiui heims- frœgi ítalski söngvari, sem fíadamcs í óperunni „Aida" eftir Verdi. F Á L K 1 N N 11 i mörgum eldri, svo sem „La Juive“, „Olhello“, „Ernani“, „Don Carlos“ og „Norma“. Martinelli hefir jafnan haft miklar mætur á „Othello," scm talin er erfiðasta óperan í ítölsk- um stíl; og þegar hann var fenginn til þess að syngja á Covent Garden í sambandi við lcrýningu George Vf. valdi hann „Othello". í l'yrslu hafði Martinelli lyriska tenorrödd, en hún hefir orðiö stórbrotnari með árunum, og þvi hefir hann bætt við sig ýmsum „þyngri" hlutverk- um. Þannig söng hann Tristan á móti Iverstin Flagstad sem Isolde árið 1939. Andardráttartamning Martinellis er talin einstæð. Samverkamenn hans við Metropolitan segja í gamni, að hann þurfti ekki að anda þrisvar meðan hann syngi heilan söngleik. Til j>ess að lengja andardráttinn æfir hann sig i að syngja heilar setningar miklu hægar, en gera skal i leiknum, og það eru langar setn- ingar sem hann getur sungið í ein- um andardrætti. Hann fer mjög var- lega með sig og setur sjer strangar lífsreglur. Hann fer seint á fætur, litli skatturinn er ein appelsina, ferskja ög sterkt, svart kaffi, talar ákaflega litið dagana, sem hann á að syngja, les þá eða hvílir sig, skiftir sjer ekki af neinu, syngur dálitla stund síðdegis og fær sjer ljetta máltíð áður en hann fer í leik- húsið. Martinelli etur hvorki nje drekkur neitt sem kalt er og gerir allt til þess að varast kvef. Ilann reykir ekld. Áður ljek hann golf, en ekki segist hann hafa gert það vel. Hann og aldavinur hans, Pietro' Mon, org- anisti og tónskáld, sem nú er látinn ljeku árum saman svokallað „keng- urn-golf“ á þakinu lijá Martinelli á Manhattan. Hann syngur oft í Sl. Patricks, kaþólsku dómkirkjunni í New York. Og á jólum og páskum syngur hann einsöngva í hátiðar- mcssum þar. Margir þekkja hann. Martinelli er auðþekktur þegar hann gengur um göturnar i Man- hattan. Hvítt, hrokkið hárið sjest undan' hattinum hans. Hann er rjóð- ur í kinnum og svipurinn mikilfeng- legur. Hann telur marga hljómlistar- menn, leikara og málara í vinahóp sínum. í tómstundum sínum sker hann í trje, og eimir þar enn el'tir frá bernskuárunum hans er það virtist eiga fyrir lionum að liggja að verða húsgagnasmiður eins og faðir hans var. Martinelli fæddist í Montagnana á ítaliu og var elstur fjórtán systkina. Faðir lians var lúðraþeytari i hljómsveit bæjarins og hjá honunt lærði Giovanni fljótt að leika á klarinett. Meðan hann gengdi herskyldu í æsku bar það við að einn foringi lians lieyrði hann syngja og sagði orð, sem urðu þess valdandi að Martinelli fór að hugsa um það að gerast söngvari. Hann söng fyrst á leiksviði i Milano 1910, I „Ernani“. Gleymdi liann þá textanum í miðj- um ástardúett og varð að „tralla" i tvær mínútur. En áheyrendunúm líkaði röddin vel, og fjekk hann góða dóma í blöðunum morguninn eftir. Sjálfur segir Martinelli þannig frá þessu: „í þá daga var Puccini, höfundur „Tosca“ og „Boheme“ einræðisherra allrar hljómlistar í ítaliu. Allir vissu þegar hann kom á söngleik í La Scala, og lægst settu leiksviðsmenn lögðu harðar að sjer, þegar þeir vissu að Maestro Puccini var í leik- húsinu. Eitt kvöld eftir sýningu kom Puccini inn í fataklcfann minn. Ilann sagði mjer að liann væri að enda við óperu um ameríkanskt efni, tekið úr leiknum „The Girl of Golden West“, sem Belasco noklcur leiklmsstjóri hefði sýnt í New Y'ork. Þessa óperu átti að sýna í Róm. Hvort jeg vildi syngja þar við frum- sýninguna, sem verða átti i Róm næsta liaust? Hvilíkt tækifæri þetta var fyrir ungan söngvara." Farið um allan heim. Martinelli hefir verið i söngferð- uni um viða veröld. Hann fór til Evrópu á hverju ári þangað til stríð- ið liófst. Hann hefir sungið í Suður- Ameríku, Havana og í flestum borg- um og stærri bæjum Bandaríkjanna. t)ft sjest nafn lians á óperuauglýs- ingum i Cliicago, San Francisco og St. Louis. Hann liefir sungið mikið á grammófónplötur og í útvarp, þar á meðal gamansöngva. Martinelli er einkar ástsæll af kunningjum sínum og samverka- mönnum og öllu hljómelsku fólki. Árið sem hann kom til Ameríku giftist hann ítalskri stúlku — Adele Previtali. Þau eiga þrjú börn:: Bett- ina, Antonioi og Giovanna. Oscar Wilde: Oóðverkamaðorlnn Það var nótt og liann var aleinn. í fjarska sá hann múra hringmynd- aðrar borgar og hann hjelt til borg- arinnar. Og er liann kom að múrunum, heyrði liann inni i horginni: Fóla- tak nautanna, hlátur gleðinnar og klið af mörgum gígjum. Og hann kvaddi dyra og nokkrir hliðaverð- ir opnuðu fyrir lionum. Og hann kom að húsi, sem gjört var úr marmara, með fögrum inarm- arasúlum fyrir framhlið, og voru súlurnar skreyttar hlómsveigum og brennandi sédrusviðarkyndlum. Og' er hann hafði gengið gegn- um Calsedone-salinn og jaspis-salinn og lcomist inn í liinn stóra veislu- sal, sá hann þar ungann mann, sem lá á sægrænum purpura-legubekk. Höl'uð hans var krýnt rósum, og' varir hans voru rauðar af vini. Og liann gekk að haki hans, snerli herðar lians og sagði: „Hvi lifir þú þannig?“ Qg ungi maðurinn snjeri sjer við, þekti hann og sagði: „Einu sinni var jeg' hkþrár og þú læknaðir mig. Hvernig ætti jeg að lifa öðruvísi?“ Og liann gekk út úr húsinu og fór aftur út á götuna. Eftir litla stund, sá hann konu með litað andlit, í litklæðum og með perlusetta skó. Og ó eftir henni læddist — eins og veiðimaður — ungmenni í tvílitri yfirhöfn. Andlit konunnar var fagurt sem gyðjuandlit — og augu .ungmennis- ins lýstu af girnd. Og hann flýtti sjer á eftir þeim. Snerti liönd unga mannsins og sagði við hann: „Hvi horfir þú á þessa konu og á þennan hátt?“ Og ungi maðurinn siljeri sjer við, þekti liann og sagði: „En einu sinni var jeg blindur og þú gafst mjer sjónina. A hvað annað ætti jeg að horfa?“ Og' hann hjelt áfrain og sncrti klæði konunnar og sagði við hana: „Er enginn annar vegur, sem hægt er að ganga, en vegur syndarinnar?" Og konan snjer sjer við, þekkti hann, hló og sagði: „En þú fyrirgafst mjer syndina, og vegurinn er skemti legur.‘ Og hann gekk út úr borginni. Og þegar hann var kominn út á þjóð- veginn, sá liann ungan mann, sem sat við veginn og grjet. Og hann fór til hans, snerti hina síðu hárloka lians og sagði við hann: „Hví grætur þú?“ Og ungi ma'ðurinn leit upp. l>ekti liann og svaraði: En einu sinni var jeg dauður og þú lífgaðir mig. — Hvað ætti jeg að gera annað en að gráta ?“ K. Þ. l>ýddi. Steinolía Venjuleg stehioliueyðsla í Banda- ríkjúnuin á friðartimum nemur úm 2000 lítrum á mann á ári. Berum þessa fcykilegu olíueyðslu saman við notkuúina hjá öðrum þjóðum. Hún er 07 lítrar að meðaltali i öll- um löndum heims utan Bandarikj- anna, 300 lítrar i Bretlandi og 225 litrar i Rússlandi. Amerikumaður- inn notar þvi að meðaltali 30 sinn- um meiri steinoliu en gert ér i heim- inum annarsstaðar. Þegar þeirri orku, sem öll þessi olía ÍTamleiðir er snúið í heslöfl eðamannöfl, verður ljóst hvílikur aflgjafi öll þessi olía er, þvi að vit- anlega er hún að hverfandi litlu leyti notuð til ljósa. Menning Forn- Grikkja hyggðist að mestu leyti a vinnu þrælanna. Þar byggðust lífs- gæði hinna fáu útvöldu á látlausum þrældómi liinna mörgu. Aldrei hefir þjóð öðlast mikil llfsgæði néma með mikilli framleiðslu. En mikil fram- leyðsla byggist annaðlivort á likam- legri vinnu fjöldáns eða fullkom- inni vjeltækni, sem sparar likavns- vinnuna. Vjeltæknin er mælikvarði á framleiðslugetu hverra þjóðar og orkueyðsian sýnir allvel á hvaða sti'gi vjeltæknin stendur. Orka sú, sem fæst úr olíunni er Amerikumenu eyða, samsvarar þvi að 4’í milljard nianna ynnu 3 tíma á dag sex daga vikunnar, árið út og árið inn, eðn að 30 ma-nna vinna kæmi á hvern Bandáríkjaþegn að meðaltab. Hún samsvarar þvi að hver meðalfjö)- skylda hefði 144 vinnumenn i þjón- ustu sinni að staðaldri. Þetta er ráðningin á hinum miklu iðnaðar- afköstum Bandaríkjamanna, sem að aldrei hafa orðið lýðum jafn Ijós og núna i heimsstyrjöldinm. Drekklð Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.