Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Frú Málmfríður Valentínusdóttir, Stykkishólmi, verður 65 ára 19. þ. m. Forsetabústaðurinn Frh. af bls. 3. ið, blasir við hin mikla mynd Ás- gríms af Heklu, sem liann málaði úr Hreppum, þegar hann var ekki enn fullþroska listamaður. Ekki verður enn skilist við heima- húsin fyrr en lýst er að nokkru því, sem gert hefir verið kringum sjálft forsetaheimilið. Forðum náði kirkju- garðurinn að kalla mátti heim að stjettinni á Bessastaðastofu. Nú hef- ir verið sljettað yfir garðinn norðan- verðan, allt að kirkjugafli, en nokkr- ir legsteinar standa þar enn upp úr varpanum, sem eigi hafa verið flutt- ir. Eigi er hœgt að segja, að þeir sjeu til lýta, en þó mun mörgum finnast, sem betur færi á, að þeir væri fluttir til í þann hluta kirkju- garðsins, sem fjær er. Á lilaðinu vestan við húsið var möl og sandur, eins og títt er um staði, sem margir koma á. Á þeim fáförnu er moldin ein látin nægja. Nú hefir verið steypt lag af steinsteypu, dumbrauðri á litinn, yf- ir allt hlaðið, og sömuleiðis yfir allan húsagarðinn, norðanvert, milli fjóss og bæjar, svo að hvergi kein- ur þar dust úr jörðu. Forsetinn gat þess, er hann mælti nokkur orð til gesta sinna þennan dag, að sig lang- aði til, að svo yrði frá staðnum gengið, að hvergi ryki þar úr jörðu — úr flögum eða öðru. Þeirri reglu virðist hafa verið vel gegnt, því að nú er aðeins um að ræða kringum forsetaheimilið annaðhvort hollin stein eða vallgróður. Og þetta fer vel saman. — Þar sem áður var fjósið á Bessastaðaheimilinu er nú komið geymsluhús. Veggirnir eru þeir sömu en þakið hefir rishækkað og er komið undir rauðbrúnar tígulsteins- flögur. Þar verður í framtíðinni þvottahús og geymsla forsetaheim- ilisins, þvi að um slíkt eru engin athvörf í kjallaranum, svo sem ger- ist í nýtisku íbúðarhúsum. Þegar Bessastaðastofa var byggð, var ekki tíska að gera. kjallara undir öllu húsinu, svo sem nú er. Eftir að heimili forseta og frúar hans hafði verið skoðað var sest að kaffidrykkju í borðstofunni. En að henni lokinni var gengið norður fyrir bústaðinn, til þess að litast um á jörðinni, sem Grímur Thomsen Magnús Guðmundsson frá Þverá á Síðu, vai'ð 50 ára 11. júlí s.l. bjó á forðum. Örskammt fyrir norð- an forsetabústaðinn stendur hús bú- stjórans. En nokkurn spöl norður af því nýtt fjós, 30 kúa, og hlaða, sambyggt. Er það byggt í fullu sam- ræmi við önnur hús þar á staðnum, hvað að hinu ytra veit. Forsetinn gekk sjálfur með blaða- mönnum út þangað, en áður en farið var inn í fjósið, til að skoða það, sýndi hann blaðamönnum akra, sáða islensku korni. Annar var sáður korni, er hafði þroskast á Bessastöðum árið áður, en hitt var frá Sámsstöðum, eins og hið fyrra. Var sjónarmunur á því, live heima- alda útsæðið hafði náð meiri þroska en hið aðflutta, og þó eru þetta frændsystkin. Forsetinn hefir mik- inn áhuga fyrir því, að á Bessa- stöðum rísi upp fyrirmyndarbú, sem þjóðin megi taka eftir þegar fram líða stundir. Mér varð það á að spyrja, er jeg sá hina nýju byggingu, sein nú er uppkomin í tengslum við liina öldnu Bessastaðastofu, hvort á þessu verki hefði verið byrjað í fyrra eða hitti- fyrra. Jeg fjekk það svar að eigi hefði verið afráðið, hvort í þetta skyldi ráðist, fyrr en að fullu væri gengið úr’skugga um, hvort íslend- ingar endurreistu lýðveldi sitt. Og þ. 15. febrúar s.l. var byrjað á byggingunni. Það mætti hcita lygi- tegt, nú á þeim timum, sem svo erf- itt er að fá menn til alls — þó ekki sje nema að setja rúðu í glugga. En Almenna byggingarfjelagið tók að sjer framkvæmdirnar og lauk, þeim á tilsettum tíma, fyrir 17. júni. Gunnlaugur Halldórsson húsameist- ari hafði gert teikningarnar, en eigi er þeim sem þetta ritar, grunlaust 'um, að hann hafi haft húsbóndann á Bessastöðum með í ráðum. Mjer liefir meira að segja verið sagt eftir Gunnlaugi, að hann hafi lært eins mikið af forsetanum og hjá prófess- orum á listaháskólanum, sem hann stundaði nám við, Hjer skal nú staðar numið. En víst er um það, að ávalt er gaman að koma að Bessastöðum á sólfögr- um sumardegi — hver sem þar býr. Hitt er þó enn meira í varið að heimsækja á Bessastöðum fyrsta ís- lenska þjóðhöfðingjann, sem land- ið hefir átt. Allsherjargoðinn og lög- sögumaðurinn eru þar sameinaðir í eitt ásamt mesta mannkostamann- inum, sem nú lifir á íslandi. FLUGVJELAR „MÝKJA“ INNRÁSARSTAÐINA. Aldrei hafa loftárásirnar verið jafn hatramlegar á Norður- Frakkland eins og vikurnar síðiistu fyrir innrásina á megin- landið 6. júní. Tilgangur þessara árása var einkum sá, að lama samgöngukerfi Þjóðverja i Norður-Frakklandi og gera óskunda á aðalstöðvum. þýska hersins þar. Því að á samgöng- unum veltur öll tilvera herjanna í þessum ófriði sem öðrum. Hundruð flugvjela gerðu þessar árásir samtímis og ei er að efa, að þær liafa átt si.nn þátt i þvi, að innrásin tókst svo sem raun ber vitni. Bandamenn voru ekki „hraktir í sjóinn“ eins og Þjóðverjar höfðu lofað. — Hjer sjást Mitchell-sprengjuflug- vjelar ásamt Spitfire-orustuflugvjelum, gfir járnbrautarstöð í Norður-Frakklandi. WELLINGTON í ÁRÁSARFERÐ. Síðan Bandamenn náðu fótfestu á Italíu hafa stórum aukist flugárásirnar á borgir í Suðaustur-Evrópn. Daglega má lesa um ái-ásir á Budapest, Sofia — höfuðborg Búlgariu — og olíu- svæðin í Rúmeniu, þar sem Bandamenn lwfa stórlamað olíu- framleiðslunu, einkum á aðalframleiðslusvœðiiw, Plöesli. Þessi teikning á að sýna árás enskra W'ellinglon-sprengjuflugvjela á Sofia, og var hún gerð í samvinnu við Ijettari Bandaríkjaflug- vjelar. Eftir að árásarflugvjelarnar hjeldu lieimleiðis sáu þœr eldana i borginni í 80—90 kílómetra fjarlægð. Drekkið Egils ávaxtadrykki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.