Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 4
F Á L K 1 N N Ásgeir Sigurðsson aðalrœðismaður. Geo Copland stórkaupmaður Berrie stórkaapmaður. Sigurður D. Sigurðsson ræðismaður. VERZLUNIN EDINBORG FIMMTUG VERSLUNARFRELSI í orði er enn eigi nema níutiú ára gam- ait, og á borði liálfu yngra. Og athafnafrelsi til verslunar fengu íslendingar raunverulega ekki fyrr en með símasambandinu við út- lönd fyrir tæpum 40 árum. Þetta verða þeir að hafa í huga, sem furða sig á því, að hér skuli eigi vera til gamlar verslanir, sem halda hundrað ára afmæli og þess- konar. Á útlendum bréfhausum sjást undir nafninu stofnár frá 17. eða 18. öld. Hér er ekki neinu sliku til að dreifa, í „álfu vorrar yngsta landi". Aðeins ein verslun er til frá 17. öld hér á landi, og hún er sérstaks eðlis svo að Hörmangarar éð,a „Handelscompagnie" náðu ekki til hennar. Það er Reykjavíkur Apótek, elsta firmað á íslandi, stofnað á dögum hinnar algeru einokunar. Það þarf engra skýringa við, að íslendingar þurftu tíma til að not- færa sér verslunarfrelsið frá 1856. Dönsku selstöðuverslanirnar voru rótgrónar og heimaríkar, og sam- keppni við þær erfið nýliSum, sem litið höfðu nema viljann til þeirra hluta sem gera skyldi. Þegar líður fram á seinni hluta aldarinnar sem leið, fara þó að sjást íslenskar versl- anir, er ekki voru reknar af hinum svonefndu „islandske Köbmænd" i Kaupmannahöfn, beinlínis eða ó- beinlínis, heldur kaupmenn, sem fara að leita viðskifta við enska Skömmu fyrir síðustu aldamót kom Ásgeir heitinn Sig- urðsson hingað til Reykjavíkur norðan frá Akureyri Hann keypti sér borgarabréf, sem var gefið út 10. maí 1895, og hóf verslun í Knutsonshúsinu við Hafnarstræti. Verslunina nefndi hann „Edinborg". I félagi við hann voru tveir Skotar Copland og Berrie, er komu mikið við sögu Edinborgar fyrstu 20 árin. Þessi verslun var boðberi nýrra tíma í íslenskri verslunarsögu, og mun hafa haft meiri áhrif á viðgang frjálsrar verslunar á Islandi en nokkurt annað fyrirtæki í sögu þjóðarinnar. heildsala og sníða sér stakk eftir enskum fyrirmyndum. Þorlákur O. Johnson var fyrstur þeirra, og um margt brautryðjandi í íslenskum verslunarháttum. En það féll i hlut Ásgeirs Sigurðs- sonar að veita nýjum straumum inn i islenskt verslunarmálasvið. Ungur hafði hann dvalið i Edinborg i Skotlandi, hjá Jóni A. Hjaltalín frænda sínum, sem þá var hóka- vörður þar, en síðan skólameistari á Möðruvöllum. Og í Edinborg fékk Ásgeir verslunarskólamenntun og kynnist verlunarháttum mestu verslunarþjóðar heimsins. Ásgeir var einlægur framfaramaður og góður Islendingur., Var þvi furða þó að hann vildi freista að koma ein- hverri hræringu á þá kyrrstöðu, sem óneitanlega grúfði yfir vötnun- um í íslensku verslunarlifi? Hann stundaði verslun á Akur- eyri nokkur ár áður en hann stofn- aöi Edinborg, og tók mikinn þátt í félagslífi þar, gaf meðal annars út blað, sem nefndist „Jón rauði" og nokkur blöð af „Bindindistíðind- um". En með stofnun Edinborgar hefst hið eiginlega æfistarf hans. Helstu verslanirnar í Reykjavík 1895 voru „Thomsen, Bryde og Fischer" allt gömul stórveldi í land- inu. Það mun eigi ofsagt, að þær hafi litið hinn nýja keppinaut horn- auga, ekki síst af því, að hann tók upp ýmsa nýja siði, Lánsverslun skyldi afnumin! En i þá daga var lítið um peninga manna á milli. Landsbankinn var eini banki lands- ins og seðlavelta hans var innan við miljón krónur! Kaupmennirnir voru bankarnir og reikningarnir voru gerðir upp árlega, eSa i raun- inni ekki það þvi að þeir ríku áttu inni hjá kaupmanninum frá ári til árs og þeir fátæku skulduðu frá ári til árs. Björn Hjaltmted sölustjóri. Haraldur Á. Sigurðsson leikari. Pétur Jóhannsson skrifstofustjóri. En í Edinborg skyldi hönd selja hendi. „Lítill ágóði — fljót skil" er enn letrað yfir dyr verslunarinn- ar. Peningarnir áttu að vera fljótari í snúningum en áður, umsetjast oft- ar en einu sinni á ári. Og það gerði aftur mögulegt að selja ódýrar en ella og sæta betri innkaupum, en hægt væri að fá með því að „versla upp á náð". Viðskiftavinurinn kom ekki í Edinborg til að „taka út" og „leggja inn" — hann kom til þess að kaupa og selja. Þetta var bylting. Það vakti nærri eins mikla furðu hjá sumum, eins og þegar Mustafa Atatyrk ætlaði að fara að kenna Tyrkjum að lesa. Hér var í rauninni verið að kenna staf- róf nýrra verslunarhátta, því að þetta var óþekkt að öðru en því, að ein- stöku útlendingar, og þá fyrst og fremst enskir menn, höfðu keypt hér fé og hross á fæti, og svo munu „Spekúlantarnir" svonefndu hafa verslað fyrir peninga út i hönd, oftast nær. En þetta voru lausaversl- anir en ekki fastar. Ásgeir Sigurðsson var ekki einn um Edinborg. í félagi með honum var firmað Copland & Berrie og voru þeir meðeigendur Edinborgar í 22 ár, eða til 1917. Brátt hófst samkeppni milli Edinborgar og eldri verslananna, einkum Thomsen. — Ditlilev Thomsen færði mjög út kvíarnar upp úr aldamótunumt tók upp fjölbreyttari deildaverslun en áður hafði þékkst og nefndi Thom- sens-Magasin. Samkeppnin var hörð milli verslananna. Þá komust t. d. eldspýturnar niður í þrjá aura búnt- ið. En þá þóttu það líka firn, að hæsti gjaldandinn í Beykjavík borg- aði 300 krónur i útsvar. Honum var vorkennt — þaS var svo hátt! Leikar hafa fariS svo, að nú eru allar þessar þrjár verslanir liðnar undir lok, en Edinborg lifir. En ýmsar innlendar verslanir eru til í höfuðstaðnum, sem eldri eru en hún. í fljótu bragði man ég að nefna Versl. Geirs Zoéga á Vesturgötu, Brynjólfs H. Bjarnason i Aðalstræti, Jóns Þórðarsonar i Bankastræti og svo elstu sérverslun landsins: Lárus G. Lúðvigsson og bókaverslanir Sig Kristjánssonar og Sigf. Eymunds- sonar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.