Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Övve ^icbtee-Trici?: — Væ victis“ sagði hann snöggt um leið og hann saup út úr whiskyglasinu. IV. Risaskipið. — Dásamlegt, sagði feiti maj- orinn Stockton. — Hún syngur svei mér betur en næturgalarnir við Lucknow. Andlit litla maj- orsins, sem sólin í Indlandi ekki hafði náð að liafa áhrif á, var rauðbrúnt af hrifningu. Hinir sundurlei.tu áheyrendur, sem mestmegnis töldust til auðug- asta aðals tveggja ríkja megin- landsins, virtust taka þátt í hrifningu majórsins. Geraldine Farrar yfirsteig líka sjálfa sig þetta kvöld. Stór dá- dýrsaugu söngkonunnar leiftr- uðu af ánægju yfir þessari hylli sem henni var sýnd. Hún vissi hvers virði það var, þvi and- spænis henni sátu mestu auð- menn Ameríku. — Demantarnir leiftruðu við hvítan barm ungu stúlknanna og allt það sem Wörtli og Paquin liöfðu fund- ið upp af tísku í klæðaburði, skreytti granna og fagra líkama amerísku kvennanna. Nöfn eins og Rockefeller, Carnegie og Morgan voru á meðal þeirra, sem tóku þátt í hrifningu bresk-indverska majorsins yfir hinum ágæta og unaðsbliða söng Geraldine Farrar. Þjónarnir voru á þönum og veittu Kampavín i litlum, þunn- um, feneyiskum glösum. Og há- vaðinn af völdum fólksins bland- aðist tónum úr síðustu óperu Puccinis. Majór Stockton var dálítið hjá- leitur við hliðina á ameríska pen- inga-aðlinum. — Það var ekki ncin Wall Street-lykt af lílt snyrtilegri persónu hans, með brennivínsandlitinu. En léttlyndi hans var ómót- stæðilegt. Gamansögurnar hans framúrskarandi. Og meira að segja liinir þverúðarfyllstu af Fimmtastrætis íbúunum gátu ekki á sér setið, þegar léttlyndi hans var annars vegar. Þvi að sjálfur ameríski peningaaðall- inn er vitlaus í undraverðar og hæpnar gamansögur. Og það var orsök til þess að þessi breski Indverji, sem virtist hafa gengið á hinn ódauðlega skóla Kiplings, var eins og lýs- andi stjarna, á milli ungfrú Westingliouse, með hina djarf- legu drætti i kringum munninn og frú Clark, liinnar fögru ráð- herrafrúar frá Wasliington. Annars var majórinn verald- arvanur maður, sem kunni sig hvar sem var. Hann var lílið eitt farinn að hærast. Annars hefði hver og einn með sæmi- lega ef-tirtekt, veitt því athygli hvað ]iað var mikið ósamræmi á milli hins feita líkama hans, sem troðið var í einkenisbún- inginn og hins granna háls, er tengdi saman höfuð hans og breiðar herðarnar. En lögreglu- mennirnir, sem voru um borð á „The Eagle“ voru ekki hestu menn Pinkertons. Þeir lifðu í vellystingum á öðru farrými og stigu aðeins stöku sinnum fæti sínum yfir á hin fínu gólfteppi á fyrsta farrými. Og því að láta „Pinkerton- mennina“ trufla sig? Yar ekki þessi sjóferð yfir Atlantshafið liátíðisdagur fyrir Bandaríkin? Jú, í sannleika sagt „The Ealge“ var fyrsta hafskipið þeirra, sem tók þátt í sam- keppninni við milliferðaskipin frá Evrópu. Það var bvggt i hinum stóru skipasmíðastöðv- um ríkisins í Newport, — og þegar það hljóp af stoklcun- um gat liinn nýkosni forseti Roosevelt með sönnu stolti sagt að „The Ealge“ væri hið stærsta stálskip, sem nokkurntíma hefði klofið bylgjur úthafsins. Það var líka rétt „The Ealge“ var 65 þúsund smálestir að stærð og gekk 26,5 sjómilur á klukku- stund óg tók 10.000 farþega. Og nú fór þelta fræga skip sína fyrstu reynsluferð með sæg af ameríkönskum miljónamær- ingum innanborðs. Horfurnar fyrir ferðinni voru eins ákjósan legar og framast varð á kosið. Veðrið var yndislegt þegar „The Ealge“ sigldi framhjá frelsis- styttunni og allur fyrsti dagur ferðarinnar liafði liðið sólbjart- ur og fagur. Það var liægur sunnanandvari og hitabylgja eins og við miðjarðarbaug um- lukti hið milda skip á ferð þess austur á bóginn. Það var hreint og gott skyggni og leit út fyrir að það mundi lygna. — Fyrsti skipstjóri, yfirhöfuðs maður Jolin G. Evans stóð á stjórnpallinum og athugaði sjón- deildarhringinn gaumgæfilega í gegnum sjónauka. — Við fáum nú samt sem áður þoku á miðunum, sagði hann við einn af undirmönnum sínum. -— Vindinn lægir....... Hafið þér tekið á móti nokkrum skey tum ? — Við fengum loftskeyti frá „Lucania“, sem nú er á miðun- um og þar segir að hún hafi ekki orðið vör við neinn rekís og að veðrið sé dálítið drunga- legt en engin þoka. — Nú, jæja. Hvað er hraðinn mikill núna? — 26,9 sjómilur. Vélstjórinn álítur að við komumst upp i 27 fyrir kvöldið. Við höfum farið 360 mílur, síðustu 24 tímana. — Það er gott. Og þér hafið ekki fengið nein skeyti um rek- ís? — Nei, og liann er víst ekki svo algengur um þetta leyti árs. — Við skulum nú ekki vera of vissir um það. Það kom skeyti um það frá St. Jolins í siðustu viku að ísinn væri sem óðast að losna...... Hann endaði ekki sctninguna. Það kom sendill frá loftskeyta- stöðinni og rétti undirskipstjór- anum, sem hjá honum stóð og þá átti vakt, skeyti. Hann opnaði það í skyndi. — Það er Jiraðskeyti frá „Luc- ania“. Þokan er þétt eins og vegg ur á miðunum. Hún er einu striki norðar en við erum nú eða um það bil 60 milufjórðunga frá okkur. Vð verðum í henni eftir eina og þrjá fjórðu úr klukku- stund. Nú þarna er liún.... Hann liafði rétt fyrir sér. í norðurátt sást nú greinilega grár og úfinn bakki. Það var engu líkara en úthafið syði og að upp af því stigi gríðarlegir gufumekk ir, upp í himingeiminn. Þessi stóri ketill, sem myndaðist við jaðar hinnar geysilegu hafbreiðu úti fyrir Nýfundnalandi, af Golf- straumsins milda miðjarðarhita og pólstraumsins hitra kulda, var í fullum gangi. — Eigum við að liægja ferð- iiia? spurði undirskipstjórinn. — Auðvitað ekki, svaraði Ev- ans. — Vð erum utan við venju- lega siglingaleið, og það er að- eins eitt skip á undan okkur. . . . 1 sama bili stóð indverski- majórinn á fætur og hneigði sig með lotningu fyrir ungfrú West inghouse og kyssti á liönd frú Clark. Síðan fór liann yfir að einum glugganum, hakhorðs- megin og skimaði sem snöggv- ast í norð-austurátt. Hann stóð þar nokkur augna- blik, djúpt liugsandi, en sneri sér svo við, með eins og óþolin- móðlegri hreyfingu og gekk yf- ir að veitingaborðinu og bað um einn Manliattan-cocktail, sem hann stakk út í einum teyg. Á Nýfundnalandsmiðum. Stockton majór gekk í liægð- um sínuin út í hið stóra anddyri Þar stóðu tveir þjónar, í litklæð- um, utanvið dyrnar að liljóm- listarsalnum. Þeir voru afar háir menn og vel á sig komnir. Majórinn *var lítill og aumingja- legur við hliðina á þeim. Hann stansaði augnahlik á meðan hann tók upp vindlinga- veski úr silfri. Annar af þjón- unum gekk fram og kveikti í fyrir hann með eldspýtu. Majór- inn blés út úr sér þykkum reykjarmekki og tók því næst gullúr upp úr vasa sínum og leit á klukkuna. — Eftir 35 minútur, sagði hann í hálfum hljóðum, og starði heint fram fyrir sig, verð- ur hringt til miðdegisverðar. Eftir 45 mínútur neyðist „The Ealge“ til að staðnæmast til að forðast árekstur á ísjalca, sem það fær skeyti um. Og eftir klukkustund verður þokan þétt eins og veggur í kringum okk- ur. Og ef allt gengur eins og við höfum áætlað, verður lysti- snekkjan „Jaap van Huysmann* við liliðina á okkur eftir 1 tíma og 15 mínútur. Þeir munu komast um borð hjá okkur, án þess að nokkur taki eftir því, þvi þá mun enginn sjá á hönd sér liér. En við sjáum. . . . Þá verðið þið að hefjast

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.