Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N ROBERT Lim\ER: ÓltlW HERKI FÍLEFLDUR skipstjórinn rétti úr sér og pírði smáum, fláum grís- augunum á O’Connor, sem var að rakna úr rotinu. Utan úr drykkju- kránni heyrðust org, iæti og glasa- glamur, en loftið í litlu skonsunni á bak við, var þykkt of sprittdaun og ópíiim. 0’ Connor lyfti þrútnum hausnum og glápti sljóum aug- um framundan sér. Annað augað var lokað, og skyrtan, sem einu sinni hafði verið hvit, var sundur- tætt eftir hnífstungur. Hnífurinn hafði líka skorið hörundið, og ])að sáust blóðblettir á söðulbökuðum legubekknum en hann lá á. — Það munað minstu — árásin kom svo skyndilega á mig, tautaði hann. Svo stakk liann liendinni í buxnavasann og það kom gleði- glampi á opna augað í honum, er hann fann að þykkt veskið var í vasanum. — Það fer víst að verða of heitt fyrir yður hérna í Honkong, haldið þér ]>að ekki, O’Connor? spurði digri skipstjórinn og nú kom gretta á andlitið á honum, sem mun hafa átt að tákna bros. — En það er líka hreinn óþarfi fyrir duglegan stýrimann að flækjast hérna og lifa af því að stela vasabókum. O’Connor gaut augunum til hans — hann var liræddur. —- Reynið þér ekki að andmæla, þér ofreynið yður á því, hélt hinn áfram. — Eg horfði sjálfur á live rösklega þér lumbruðuð á fitukagg- anum og stáluð vasabókinni lians. en hefði ég ekki ráðist á bófana, sem lögðu i yður og ætluðu að ná frá yður þýfinu, þá munduð þér vera að velkjast hérna í liöfninni núna. O’Connor svaraði ekki. Hann var skítugur og bólginn í framan, og andlitið bar þess merki, að hann hefði síðustu mánuðina mestmegnis lifað á brennivíninu, sem hann sull- aði í sig í hinum óteljandi krám og knæpum í Honkong. Skipstjórinn laut niður að honum. — Þér þekkið mig, er ekki svo? — Clint skipstjóri á barknum „Surr- abee“. Mig vantar I. stýrimann, sjá- ið þér. Mann eins og yður. Yiljið þér ráða yður hjá mér? Eg spyr einskis —- ekki einu sinn um veskið í vasa yðar. En hinsvegar krefst ég þess, að þér rækið vel starf yðar um borð, haldið þeirri stefnu, sem ég gef, og spyrjið mig ekki neins. — Ekki er ég sólginn í það, skip- stjóri. Honkong er skratti skemti- legur bær. O’Connor hristi höfuðið. —- Þér komið nú samt! Munið að þér hafið vasabókina og að ég veit að þér hafið liana. Það yrði ekki gaman fyrir yður, að sumir aðrir fengu að vita það. En ef þér komið um borð í „Surrabee“ gleymi ég því strax. Svo fáið þér líka gott kaup, Útgerðarmennirnir eru ósínkir og borga góðum mönnum vel. Annars eru það ekki allir, sem ég ræð til mín sem I. stýrimenn — en yður get ég notað. Hann starði smáum augum hvasst á O’Connor, og ungi maðurinn yppti öxlum. — Jæja, þér liafið keyrið á mig, skipstjóri. Það virðist svo, sem mér sé nauðugur einn kostur. En látið ])ér okkur að minsta kosti fá wliisky flösku hérna á borðið. Hvert á ann- ars að sigla? — Það kemur yður ekkert við. Engar spurningar, og þá þurfið þér heldur ekki að svara neinum spurningum. Þér getið fengið eitt glas til að hressa yður á, en við siglum núna um miðnætti, og þá verðið þér að vera ferðbúinn og kominn um borð. C URRABEEE“ var gamall ldáf- ^ ur og hörundslitur áliafnar- innar mjög margbreytilegur — svatur, jarpur, gulur og hvítur. O’ Connor vissi, að kinverskir kaup- menn í borginni gerðu skipið út, og hann vissi líka, að fyrri stýrimaður- inn hafði horfið á dularfullan liátt í síðustu ferð. Skipstjórinn gat ekki fengið siglingarleyfi nema hann út- vegaði sér nýjan stýrimann, og dug- legir stýrimenn uxu ekki á trjánum þarna í Honkong. Undir eins og þeir voru komnir á þilfar skipaði skipstjórinn að vinda upp segl. — Og svo verðið þér að sjá um að þeir vinni, drullusokkarnir — þér megið sparka í þá eins og yður sýnist, O’Connor, bætti liann við. Nýi I. stýrimaður á „Surrabee" svaraði ekki, en fór þegar að skipa fyrir. Fyrirskipanirnar voru ákveðn- ar en vinsamlegar, og þeir svörtu gulu og jörpu unnu dyggilega undir „serang“ sínum eða bátsmanni. — Hann var risavaxinn „Dyak“ — suðurhafseyjabúi. O’Connor hrósaði mönnunum, en þeir brostu til þakk- lætis, svo að skein í mjallhvítar tennurnar. Þegar segl voru komin upp fór liann niður til að taka við skipun- um. Skipstjórinn glotti illyrmislega til hans og sagði, að hann yrði að taka fastar á skipsverjunum. Hann liði ekki, að stýrimaðurinn hefði nokkurt vinfengi við skipshöfnina. — Eg kann mitt verk og hásetarn- ir kunna sitt, skipstjóri, sagði O’ Connor rólega. — Ef þér hafið eitt- hvað út á vinnuna að setja, þá lát- ið mig vita, en mér liefir ávalt reynst best að fara með hálfsiðað fólk eins og menn en ekki eins og skepnur. Skipstjórinn svaraði ekki, og næstu dagana sagði hann ekki orð við O’Connor, umfram stefnuna, sem stýrt skyldi eftir. Þegar O’Connor reyndi að verða málkunnugur II. stýrimanni, ungum Svía, sem virtist hafa tekið sér of mikið i staupinu um dagana, fékk hann ískalda þögn til svars. Eini maðurinn, sem liann talaði nokkuð orð við, var kin- verski brytinn Ah Sing, sem hann var vanur að hughreysta þegar skipstjórinn hafði sparkað eða barið hann, svo úr hófi keyrði. 0J CONNOR hafði átta menn á vakt, tvo Kínverja, fjóra Sí- ambúa, einn Tagal og einn Malaja. Þeir voru súrir og síhræddir, eins og þeir byggjust við að liann færi þá og þegar að misþyrma þeim, en smátt og smátt urðu þeir rólegri. Vinnan gekk líka betur og betur, svo að skipstjórinn liafði aldrei á- stæðu til að gerast mannýgur. — Veðrið var ágætt og norðaustan- monsúninn stöðugur, en „Surrabee“ var afar lélegur siglari. O’Connor vissi ekkert hvert verið var að Lalda. Clint skipstj. var dularfullur eins og véfrétt, og þegar stýrimað- ur hafði fengið svar út í höft nokkr- um sinnum, hætti hann að spyrja. Hann hafði aldrei efast um, að eitthvað var á huldu með þetta skip, og ekki gat hann komist að því, hvað orðið hefði af fyrra stýrimann- inum. Hann hafði horfið eina nótt- ina þegar hann var á vakt, og enginn hafði séð urmul af honum síðan. — Hann hefir vist dottið fyrir borð, sagði skipstjórinn og svo bætti hann við, auðsjáanlega að yfirlögðu ráði: Hann var slæmur með að spyrja. Skifti sér af öllu og vildi vita allt. Enda hvarf hann. O’Connor hætti líka að spyrja. En þegar liann lagði sig á kvöldin gleymdi hann aldrei að hafa skamm- byssuna sína undir koddanum — en það var eklci til að verjast liá- setunum. T"'\AG eftir dag slagaði „Surrabee' á bláu, endalausu hafinu. Stund- um grillti í land á bakborða, en þá tók skipstjórinn jafnan stefnuna nokkrum strikum utar. Þegar liðnir voru tíu dagar vakn- aði O’Connor eina nóttina við ó- kunnar raddir við skipshliðina. — Hann þaut fram úr, en klefadyrnar hans voru Iæstar að utanverðu. Hann kveikti og spyrnti öxlinni fast að dyrunum, en hurðin lét ekki undan. Þá mundi liann að liann átti eitt- hvað af tólum í skipspokanum sín- um, og eftir nokkrar mínútur haföi hann skrúfað skrána af liurðinní. Svo hljóp hann upp á þilfar meö skammbyssuna í hendinni, en stað- næmdisi fljótlega þegar liann leit út. Seglin höfðu verið feld og lúk- urnar opnaðar, og við skipshliðina lágu djunkur, sem voru að talca farm úr skipinu. Þetta gekk fljótt og kyr- lállega, sjórinn var hægur og gott tunglstjós. Allt í einu fann hann þunga hönd á öxlinni á sér. Það var Clint skip- stjóri. — Eg krefst aldrei að stýrimenn mínir vinni aukavinnu! hvæsti liann. — Þér gætuð ofkælst og það getur verið lífhættulegt. Góða nótt! Þér verðið vakinn á venjulegum tíma. O’Cannor hikaði um stund, svo ypti hann öxlum og fór ofan. Klukkan fjögur um morguninn kom Ah Sing og muklraði eins og hann var vanur: Átta glas, sir! og O’Connor flýtti sér upp á þilfar. Það var ekki eins og venjulega II. stýrimaður, sem var á verði, held- ur skipstjórinn sjálfur. Hann sá hvergi Jolianson, Svíann, og djukur- nar voru líka liorfnar. Þegar O’Conn- or gekk út þilfarið til að líta eftir seglunum, sá hann skína í lítinn lykil fyrir frama sig, og hann laut niður og stakk honum í vasann. Þetta var ekki venjulegur lykill, lögunin var mjög einkennileg. En að einliverju lilaut Iiann að ganga, og O’ Connor varð forvitinn um skráargatið. A USTURHIMININN fór að elda af degi þegar O’Connor gekk aftur á til að athuga skriðmælinn. Þegar hann laut yfir öldustokkinn sá hann kínverskan „sampan“ — húsbát, við skipið, en maður var að klifra upp úr honum. Hann varð ekkert hissa á þessu. — það skeði ausjáanlega sitl al' hverju þarna á „Surrabee". Þegar maðurinn hopp- aði niður á þilfarið gekk hann ró- lega til hans. Þetta var óvenjulega hár og vel vaxinn Kínverji, í dýr- um silkiklæðum. Þegar hann gekk framhjá O’Connor heilsaði hann hvat lega og sagði á góðri ensku að liann þyrfti að tala við Clint skip- stjóra, sem biði eftir sér. — Jú, ég skal ekki drepa mig á spurninni, látum skipstjórann fara sínu fram fyrir mér, hugsaði O’Con- nor. Það birti meir og meir og svo kom voldugur, glóandi hnöttur sólarinn- ar upp fyrir sjóndeildarhringinn. Klukkan átta skyhli II. stýrimaður taka við verðinum, en það var skip- stjórinn sjálfur, sem kom upp á stýrispallinn. — Ilvar er Johanson? spurði O’- Connor forviða, en þá sneri skip- stjórinn sér að honum, sótsvartur af reiði. — Þér eruð tornæmur! öskraði hann. — Hefi ég ekki sagt yður að stjórnin á þessu skipi komi yður ekki við? Næsta slciftið, sem þér skiftið yður af minum málum, verð- ur siðasta skiftið, sem þér skiftið yður af nokkru í þessum heimi yfir- leitt! Snáfið þér niður! Blóðið flaumaði fram í kinnarnar á írlendingnum O’Connor, en liann stillti sig og fór niður í klefa sinn. Ali Sing færði honum matinn og reyndi að brosa vingjarnlega, en undir eins og O’Connor ætlaði að segja eitthvað, brá Kínverjinn fing- urgóminum á varirnar. O’Connor át þegjandi og fór svo inn í svefnklef- ann og fleygði sér á rúmið sitt. — Hann fór að bugsa um, hvort það yrði þessi Kínverji sem mundi koma rás viðburðanna í algleyming. Eitt- hvað óvenjulegt var að gerast, og þegar liann heyrði allt i einu hróp og hávaða, dunur og dynki ofan af þilfarinu, vakti það enga undrun Iijá Iionum. Hann tók skammbyssuna sína og þaut upp stigann. — Þegar liann kom upp á þilfarið stóð Iíín- verjinn silkibúni þar, rólegur eins og skurðgoð, og liorfði á áflogin í kringum sig. O’ Connor sá skipstjór- ann liggja grafkyrran fyrir framan Kínverjann, sem stóð öðrum fæti á barkanum á lionum. Ilann liljóp fram, en skammbyssa hans klikkaði, og á næsta augnabliki héldu 5-6 menn úr hans eigin vaklarfloltki honum föstum. Ekki virtust þeir þó ætla að gera honum mein, og þegar Síambúarnir tveir höfðu bundið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.