Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHCSSW LC/CHbURHIR Hver heldurðu al hafi orðið eflir ? Einu sinni var lítill dvergur, sem hét Ertuperti og átti heima í Dverga landi. Hann var vandræ'ðagepill, því að liann hafði svo gaman af að hrekkja fólk. „Gættu þín, sagði Skinnhöttur skó- ari, „þetta endar með skelfingu!“ En Ertuperti hló bara og hljóp lit í skóg, þangað sem mennirnir áttu lieima og voru stundum að skemmta sér. Því hann érti líka fólk. í dag var hann heppinn þvi hann sá tvo skólastráka, sem höfðu hlaup- ið lil i skóg í staðinn fyrir að leika sér heima. Annar þeirra sagði við hinn: „Nú ætla ég að vita hvort þú get- ur þessa gátu: Kiddi og Gunna og Klíptumig voru að leika sér að flug- drekum. Svo flugu Kiddi og Gunna burt. Hver var þá eftir? — Gettu nú! „Það er enginn vandi,“ sagði hinn l.rengurinn. „Klíptumig auðvitað! úr því að Kiddi og Gunna fóru.“ „Það skal ég gera,“ sagði sá fyrri. Og svo kleip hann hinn í handlegg- inn og sneri á. „Æ!“ orgaði drengurinn. „Þvi ger- irðu þetta?“ „Þú sagðir sjálfur: Klíptumig!“ sagði liinn og hló, og Ertuperti, er hafði heyrt þetta, liló líka. Nú datt lionum nokkuð í hug. Rétt á eftir mætti hann Gæsapenna skrifara og sagði skelfing blíður. „Iieyrðu, Gæsapenni! Þú ert svo vitur að þú getur víst ráðið fyrir mig gátu?“ Og Gæsapenni gekkst upp við skjallið og sagðist skyldi reyna. „Þá skaltu heyra gátuna, Gæsa- penni. Hún er svona: „Klíptumig, Berðumig dg Stígðuámig voru að leika sér að flugdreka. Tveir þeirra flugu á burt — liver var þá eftir?“ „Ja, ég veit ekki,“ svaraði Gæsa- penni og liugsaði sig um. „Var það ekki-------Stígðuámig?“ „Með ánægju,“ sagði Ertiperti og trampaði á líkþornið á lionum Gæsa- penna svo að hann liljóðaði. „Þú sagðir mér að gera þetta,“ sagði Ertuperti og hljóp lilæjandi burt. Næst liitti liann meistara Grá- skegg, sem var borgarstjóri i dverga- bænum. „Afakaðu, herra Gráskegg- ur, en þú ert víst vitrastur allra dverga, svo að vonandi getur þú ráðið fyrir mig gátu,“ sagði Ertu- perti og hneigði sig. Og svo las liann upp sömu gátuna og áður. Meistari Gráskeggur setti upp tvo spekingsvipi og liugsaði sig um. En loks sagði hann: „Sláðumig!“ „Já, það skal ég gera úr því að þú biður mig um það, sagði bjeaður drisillinn hann Ertuperti, og svo löðrungaði hann borgarstjórann svo duglega að hann datt kylliflatur og missti bókina sina. En áður en hann komst á fætur aftur var Ertuperti liorfinn og var nú kominn inn i vinnustofuna hjá honum Leðurjakka. „Heyrðu Leðurjakki, getur þú ráð- ið þessa gátu: Og svo romsaði hann upp sömu gátunni í þriðja sinn. Leðurjakki var niðursokkinn i vinnuna sína en eftir dálitla stund svaraði liann eins og úti á þekju: „Klíptumig!“ „Þvi ekki það!“ sagði hann slæmi Ertuperti, og svo kleip hann Leður- jakka, þennan líka gæðadverg, í handlegginn, svo að hann æpti eins liátt og nokkur dvergur getur æpt. ,.Þú baðst mig um það sjálfur!“ sagði Ertuperti spottandi og hljóp út úr vinnustofunni, þvi að annars hefði Leðurjakki flengt liann með stóru ólinni sinni. Og liann flýtti sér svo mikið að það lá við að hann feldi hann Tígul múrara, sem gekk lijá þegar Ertu- perti kom út. Hann var með nokkra tígulsteina, sem hann ætlaði að nota i nýja húsið, sem hann var að bygg- ja. „Hæ! hæl“ liugsaði skömmin hann Ertuperti, „þarna kemur einn enn, sem ég get ert!“ En upphátt sagði hann: „Það er gott að ég skyldi hitta þig, Tígull múrari — geturðu ráðið fyrir mig gátu?“ „Hvernig er hún? spurði Tígull og stóð kyrr. „Nú skaltu heyra, sagði Ertuperti. Og svo þuldi hann gátuna. „Ha, flugu burt?“ spurði Tígull múrari. „Hver flaug burt?“ „Taktu almennilega eftir!“ svaraði Ertuperti, og svo fór hann með gát- una sína aftur. „Nú, þeir flugu burt, en hvað sagðirðu nú affur að þeir hétu?“ spurði Tígull múrari. „Æ, skelfing ertu vitlaus,“ svaraði Ertuperti gramur. Og svo þuldi hann hátt — því að Tígull múrari var svo heyrnarsljór: „Eg sagði Kliptumig, Sláðumig og Stígðuámig —“ „Með mestu ánægju,“ sagði múr- arinn, og svo trampaði hann á tærn ar á Ertuperta. „Æ, þú mátt ekki gera þetta!“ vældi dvergurinn. „Það var alls ekki svona! Æ, æ, það er ekkert gaman að þessu!“ „Jú, ansi gaman,“ sögðu Gæsa- penni og Gráskeggur, sem nú voru að koma að. Leðurjakki kom líka út úr vinnustofunni sinni og ýmsir fleiri dvergar, sem einhverntíma liöfðu orðið fyrir barðinu á Ertu- perta. „Þú sagði þetta sjálfur,“ sagði múrarinn. -— „Þú sagðir það meira að segja þrisvar, ég lieyrði það sjálf- ur.“ Enginn vildi lijálpa lirekkjalómn- um honum Ertuperta og loksins varð liann að flýja, en hinir liæddu hann og lilógu að honum. Ertuperii var allur blár og marinn, og sveið mikið i eyrað, þvi að einhver liafði rétt að segja klipið það af honum. „Eg skal aldrei framar erta aðra, úr því að það er svona vont eftirá,“ Adamson var skorinn niður. J •“■v l J — Fyrirgefið þér —- þér munuð ekki hafa meðal við kvefi? sagði Ertuperti grátandi. Og það loforð liélt hann, svo þegar frá leið var alveg liætt að spyrja hann: „Hver heldurðu að hafi orðið eft- ir?“ —- Ila, það voruð víst þér, sem ókuð ú mig i gærkvöldi — ha? — Ilversvegna standið þér eigin- lega hérna til að gæta að. Haldið þér að nokkrum manni detti í hug að stela þessu gamla rusli? — Að hugsa sér að geta flogið svo.na um loflið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.