Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svayar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent. SKRADDARAÞANKAR Einu sinni hélt fólk, að maður, sem væri orðinn miðaldra, misti með einhverju kynlegu móti lialds á sjálfu lífinu, og að heili hans væri ekki eins skarpur og þrítugs manns. Nýja sálfræðin segir, að þetta sé rangt; og ekki þar með búið, held- ur bendir hún á, að fimmtugur maðúr sé alls ekki eftirbátur 25 ára eða þrítugra manna.Heila- vefirnir séu jafn lifandi og jafn virkir á sextugsaldri og á þrítugs- aldri, en þeir starfa hægar og gæti- legar, alveg eins og líkaminn gerir yfirleitt. Það sé ástæðulaust að lialda að þrítugur heili geti starfað ná- kvæmar en sextugur. Eg segi sex- tugur, en gæti eins vel sagt sjö- tugur. Enginn veit meira um lieil- ann en dr. Ales Hardlick, sem er ritstjóri „Physical Antliropology“ við Smithsonian Institution i Washing- ton. Hann hefir eigi aðeins rann- sakað lífeðlisfræði heilans heldur einnig andlega starfsemi hans. — Segir hann frá, sem ýmsum mun þykja nýstárlegt, að heilinn haldi áfram að þroskast fram til sextugs og sjötugsaldurs. Eina óhjákvæmi- lega skilyrðið er það, að heilinn fái^ að halda áfram að starfa og ef maðurinn hættir að hugsa, þá vex heilinn ekki, en verður kyr- stæður, en ef maðurinn heldur á- fram að starfa og hugsa um eitt- hvað fleira en munn og maga eða að lesa blöðin umhugsunarlaust, vex heilinn og stækkar. Maðurinn getur verið handviss um að hann fer að gerast gamall þegar hann: hættir að eignast vini, kemst á þá skoðun, að unga kynslóðin sé að fara í hundana, ef hann upp- götvar að hann lifir i fortíðinni, og fer að tala um „góða gamla daga“. Ef hann talar mikið um siðustu læknisaðgerðina, sem gerð hafi verið á sér. Ef hann fer að skorta umburðarlyndi. Ef hann fer að verða mikið einn. Ef honum fer að þykja lífið leiðinlegt í þess- um merkilega og spennandi heimi. Ef honum finnst það goðgá að uppá- haldsstóllinn hans sé færður úr stað. Ef honum finnst fólkið vera óheiðarlegra, refjóttara, ósiðaðra og heimskara en áður. Allt eru þetta ellimerki og öll eiga þau upptökin hjá manninum sjálfum. Það er að jafnaði maðurir.n sjálfur, sem býður ellinni heim — um það eru dæmin deginum Ijósari. JÓNAS HALLGRÍMSSON 100 Ara DÁNARMINNING vesöld og viljabresti, eymd og at- hafnadeyfð, er grúfði þá yfir þjóð- lifinu. Tómas Sæmundsson var mest- ur dugnaðarmaður þeirra félaga og nánastur vinur Jónasar. Vildi hann fyrir hvern mun telja Jónas á að korna til Hafnar og skipa sér í þennan fámenna flokk, er lieyja skyldi hina erfiðu og afdrifaríku baráttu, sem framundan var. .Bar hann takmarkalaust traust til Jónas- ar sem öruggs stuðnings- að jafn- vel forystumanns í þessu starfi. Bréf Tómasar til Jónasar frá þessum ár- um bera vott um þetta og á einum stað farast honum orð á þessa leið: „Þú ert sá, sem best er lagaður til að gera það svo, að hólminn okkar geti liaft sóma af.“ Jónas mun fyrst framan af hafa verið í vafa um, hvort málum mundi ekki þann veg best skipað, að hann béldi áfram að vinna við skrifstofu- störfin og stofnaði til heimilis i Reykjavík. En góðu heilli varð end- irinn þessa máls samt sem áður sá, að hann sigldi til Hafnar sumarið 1832. Hóf hann þegar háskólanám með það fyrir augum að taka lögfræði- próf. Fyrstu mánuðina stundaði hann námið af miklu kappi og liafði lítil afskifti af þjóðfélags- og menn- ingarmálum. En brátt fóru gömul hugðarefni að gera vart við sig, og leið nú ekki á löngu þar til Jónus var af alhug farinn að kynna sér og kryfja til mergja allt hið merk- asta af málum þeim, sem viðkomu bókmenntum og náttúrufræði. Og nú fyrst fara gáfur hans að njóta sín að nokkru verulegu leyti. Jónas hafði í raun réttri verið nátt- úrufræðingur frá blautu barnsbeini. Átthagar hans i Öxnadal, þar sem undurfagurt landslag og einkenni- legar jarðmyndanir blasa við sýn á alla vegu, munu snemma hafa vakið tilfinningu lians fyrir fegurð náttúrunnar og jafnframt ýtt undir löngun hans til að kynnast henni nánar af sjónarhóli vísindamanns- ins. En samfara þessu liafa svo Framhald á bls. lk. Líkneski Jónasar á hinum nijja stað í Hljómskálagarðinum. Laugardaginn þann 26. þ. m. voru iiðin 100 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar. Hann fæddist að Hrauni í Öxnadal 16 nóvember 1807 og var þvi aðeins 38 ára gamall, er hann andaðist. Æfiferill þessa mikla skálds og hugsjónamanns ætti að vera öllum íslendingum kunnur og því þykir rétt að rekja hann hér, þótt i stór- um dráttum verði. Jónas var barn að aldri, er hann missti föður sinn, sem hafði verið liinum viðkvæma og tilfinningasama syni örugg stoð og stytta og athvarf, þegar raunir eða vandamál bar að höndum. Minningin um þennan fyrsta og sárasta harm l'ylgdi Jón- asi alla ævi. Móðir Jónasar var hin mesta at- orkukona og fyrir tilstilli liennar og stuðning nokkurra frænda komst liann i skóla. Árið 1829 varð liann stúdent og næstu ár starfaði liann sem' skrifari hjá Ulstrup, fógeta, liér í Reykjavík. Á því tímabili átti liann í stöðug- um bréfaskiftum við nokkra gamla skólafélaga, sem þá voru staddir í Kaupmannahöfn við nám. Þessir fél- agar lians höfðu þá þegar orðið fyr- ir áhrifum af hinfii miklu frelsis- og Jramfaraöld, sem gekk yfir Norð- urálfu um þær mjundir. Allir voru þeir einlægir ættjarðarvinir og hugðust veita bylgjum þessara hreyf- inga norður hingað, til úrbóta þeirri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.