Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Vígsla Leifsstyttunnar: Ásgeir Ás- geirsson flytur ræðu. íslendingar hafa til skamms tíma ekki haft tök á að halda því fram, sem skyldi, að fyrsti hvíti maðurinn, sem til Ameríku kom var Leifur heppni en ekki Columbus, og að Leifur heppni var íslenskur maður en ekki norskur. — Kaþólskir menn i Bandaríkjunum hafa lagt kapp á að halda nafni Columbusar á lofti og gera sem minnst úr landafundi Leifs, en hafa nú orðið að láta í litla pokann og Leifur hefir náð viðurkenningu þeirri, sem honum bar. En það hafa verið Norðmenn en ekki íslendingar, sein aðallega hafa lialdið verðleikum Leifs á lofti vestra, og um leið hafa þeir reynt að gera hann norskan mann en ekki íslenskan. Þeir halda „Leifsdaginn“ hátíðlegan vestra, sem norskan tyllidag og telja sig eiga Leif með húð og hári. Á síðasta mannsaldri hefir þó sitthvað verið gert, sem stefnir að þvi að segja Ameríkumönn- um sannleikann í málinu. Það var t. d. sigur fyrir réttan mál- stað að Einari Jónssyni var falið að gera myndina af Þorfinni karlsefni, sem stendur i Fair- mont Park í Philadelphia. ís- lendingar vestan hafs og íslensku blöðin þar hafa og haldið þvi sanna fram og orðið talsvert á- gengt. En segja má að íslenski málstaðurinn hafi þá fyrst fengið opinbera viðurkenningu er þing Bandaríkjanna samþykkti að LEIFUR HEPPNI OG ÍSLENDINGABYGGÐ gefa íslandi mynd þá af Leifi heppna, sem nú stendur á Skóla- vörðuhæð. Geta má þess til verðugs lofs, að það voru norsk- ir Bandarikjamenn, Burtness þingmaður og Norbeck senator, sem báru málið fram, hvor í sinni þingdeild. En vitanlega veit ekki nema lítið brot af Banda- ríkjaþjóðunum um þessa viður- kenningu. Sýningin i New York hefir vafalaust meira en nokkuð ann- að opnað augu almennings fyrir því að Leifur heppni var íslensk- ur, enda var unnið markvisst að því að nota sýningu íslendinga þar til þess að láta þetta sjást. Hinsvegar var það vanrækt að nota það góða tækifæri sem gafst þau árin, sem amerískur her var hér í landinu, til þess að láta gestina vita, að þeir voru staddir í landinu, sem finnandi þeirra eigin álfu fæddist í. — Hér verður sagt nokkuð frá starfi norskra manna fyrir því að fá Leif heppna viðurkennd- an, sem finnanda Vesturheims. Fyrir liundrað árum datt fáum vestan hafs í liug að nefna nafn hans við hlið Columbusai’, hvað þá framar. Það er að vísu svo, að ameriski sagnfræðingurinn H. W. Prescott segir frá vestur- förum norrænna manna i „Hi- story of North and South Am- erica“ sem út kom fyrir nær liundrað árum. Fyrstu útflytj- endur frá Norðurlöndum, sem komu vestur, höfðu í öðru að snúast en að halda uppi nafni og verðleikum Leifs. En svo komu tveir menn til sögunnar, sem beita sér fyrir því að halda fram málstað Leifs heppna. Það eru þeir: Ole Bull og Rasmus B. Anderson. Það var fiðlusnillingurinn Ole Bull, sem fyrstur stakk upp á því að koma upp minnismerki um Leif heppna véstra. Hinn 17. mai 1872 liélt liann hljóm- leika í Madison, Wisconsin, til ágóða fyrir stofnun norræns bókasafns við ríkisliáskólann þar. í veislu að loknum liljóin- leikunum hélt Rasmus B. And- erson prófessor ræðu og kvaðst vona, að úr því að Ole Bull hefði hjálpað Norðmönnum með að reisa Haraldsvarðann í Hauga- sundi, mundi hann líka lijálpa Norðmönnum vestra með að reisa Leifs heppna minnisvarða. Vorið eftir var fundur haldinn um þetta í Madison og kosin nefnd í málið, og varð Ole Bull formaður hennar, en Rasmus B. Anderson ritari. Ole Bull var þá á förum til Noregs, en lofaði að lialda nokkra liljómleika áður, til ágóða fyrir varðann. Það var áformað að liann yrði reistur í Madison og kostaði um 10.000 dollara og skyldi afhjúpaður 1876 í sambandi við liátíðar- höldin, sem fram áttu að fara í tilefni af 100 ára sjálfstæði Bandaríkjanna. Rasmus B. And- erson fór með Bull til Noregs, í AMERÍKU og bráðlega bárust þau boð það- an vestur, að Björnstjerne Björn- son liefði lofað að halda aðal- ræðuna við aflijúpun varðans, og að Grieg ætlaði að semja há- tiðarljóðin. v Þetta varð til þess að nafn Leifs færðist úr þagnargildi. M. a. var farið að gefa út ritlinga um fund Ameríku. Rasmus B. Anderson reið á vaðið og gaf út ritið „'America Not Discover- ed by Columbus“ (1874). E. F. Slafter gaf út „Voyage of the Norsemen to Ameríca“, 1877 og hinn frábæri sagnfræðingur og heimspekingur John Fiske lýsti itarlega Vínlandsferðunum i bók, sem lieitir „Discovery of North America“, En fjársöfnunin til minnisvarðans gekk illa. lAnd- erson segir frá þvi í „endurminn- ingum“ sínum, að eftir að áskor- un var birt í norsku blöðunum vestra um samskot til varðans hafi ekki komið inn eitt einasta oent. Og eftir tvö ár voru að- eins tvö þúsund dollarar komnir í sjóðinn. Ole Bull ákvað þá að reyna fyi'ir sér í austurfylkjunum því að þar átti hann marga dá- endur. Eftir hljómleika í Boston 8. des. 1876 var honum lialdið Mynd Nínu Sæmundsson af Leifi heppna. Frá vigslu Leifsstyttunnar í Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.