Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Hvar er Lundy? Lundy (Lundey) er lítil eyja við Englandsströnd, ekki langt frá Brist- ol, og er hún eign manns, sem er bæði einþykkur og sérvitur. Hann hefir m. a. sett á stofn sérstaka póst- málastjórn fyrir eyna, sem telst ekki undir ensku póstmálastjórnina. Gef- ur hann því út sérstakt frímerki, en þau eru vitanlega ekki gild nema á eynni sjálfri. Fyrir peningana, sem koma inn fyrir sölu frímerkjanna, leigir hann sér menn til að bera út póstinn. Þessi sami maður hefir lika einu sinni reynt að gefa út sérstaka pen- ingaseðla fyrir Lundey, en j)að fannst ensku fjármálastjórninni of grátt gaman, og bannaði honum það og gerði seðlana upptæka. En ef þú rekst einhverntíma á frímerki, sem Lundy stendur á, þá veistu hvaðan það er komið. Það er hvergi talið í frímerkjaverð- skrám og hefir ekkert gildi. En samt er gaman að eiga það. Blaðamennirnir. Framhald af bls. 6. móti þeim opnar ritari lians dyrn- ar og blaðamennirnir streyma inn og þeir sem koma fyrstir raða sér kringum skrifborð forsetans - venju- lega eru svo margir á fundi, að aðeins þeir sem næstir eru geta náð til forsetans.. Forsetinn stendur upp úr sæti sínu og fer að tala við blaðamennina, oftast byrjar hann með því að lesa upp einhverja tilkynningu, og síðan spyr hann hvað þeir vilji vita. Spurningarnar eru borna fram munnlega. Blaða- mennirnir ávarpa hann „Mr. Presid- ent“. Stundum spyrja 2-3 um eitt- hvað samtímis, og fersetinn á- kveður þá sjálfur hverjum hann svarar fyrst. Engin takmörk eru sett fyrir því hve oft sami maður- inn megi spyrja. Svörunum er skipt í 3 flokka: 1) Það sem hægt er að telja ummæli forstans sjálfs, 2) það sem telst vera frá opinberri heimild en þó ekki frá forsetanum, og 3) það sem talið er trúnaðarmál og bannað er að minn- ast á í blöðunum. Flest svörin falla undir 1. flokk. Stundum gefur liann skýrslu, sem leyfilegt er að birta i heilu lagi eða vitna í. Eins og stendur eru það 48 blaðamenn frá erlendum blöðum, sem hafa leyfi til að mæta á þess- um fundum. 17 eru frá Englandi, 7 frá Kína, 6 frá Ástralíu, 5 frá Rússlandi (Tass-fréttastofunni), 3 frá Canada og tveir frá hverju landinu: Frakklandi, Sviss og Gyð- ingalandi, en einn frá Danmörku, Spáni, Hollandi og Filippseyjum. Margir af útlendingunum eru starfs menn l'réttastofa en ekki blaða, svo sem Tass, Canadian Press, Australia Associated Press og Central New of China. Ensku fulltrúarnir eru flestir fyrir mörg blöð hver. Stund- um fá kunnir höfundar og blaða- rnenn,, sem dvelja um stundarsakir við fréttasöfnun í Bandarikjunum, að sækja þessa fundi í eitt eða fleiri skipti. Verða þeir að fá meðmæli sendiherra síns og amerískur em- bættismaður er með þeim á fund- inum. Svona lieimsækjendur fá ekki að bera fram spurningar, en þeir geta skrifað hjá sér það sem ' fram fer og hafa leyfi til að birta það, samkvæmt þeim reglum sem settar eru hinum föstu blaðamönn- um. | ^ Ævintýri ú veiðiför. — Heldurðu uð ég viti það ekki! — Þetta með regkþokuna lœrðum i þínum augum er ég ekki annað við ú herœfingunum........./ en húsgagn. ***** LEYNDARDÓMUR ÁLFSBÆJAR 1. Sveinn vaknaði við hávaða. Hann var í frii og dvaldist nú á gamla búgarðinum hans frænda síns. Þar hafði hann oft og tíðum heyrt ýmiss konar kynjahljóð. - Sveinn settist upp í rúminu og hlust- aði. Það var áreiðanlega ekki hest- ur, sem sparkaði í hesthúsvegginn. Herbergi Sveins var upipi á lofti við liliðina á herbergi vinnumanns- ins, og nú var klukkan aðeins hálf ellefu, svo að Niels frændi gat ekki ennþá verið kominn aftur úr bænum. 2. Sveinn tók skjóta ákvörðun óg stökk fram úr rúminu. Svo læddist hann fram á loftið og opnaði hljóð- lega dyrnar að herbergi Jens Ant- ons. Vinnumaðurinn svaf eins og steinn, og Sveinn varð að ýta dug- lega við honum, áður 'bn hann opn- aði augun. „Heyrðir þú ekkert, Jens Anton“. „Nei, ég heyri ekki neitt, þegar ég sef!“ Sveinn sagði honuni nú frá hávaðanum, sem hann hafði heyrt niðri, og þá reis Jens Anton á fætur og náði í vasaljósið. 3. Þeir læddust nú báðir niður loftstigann, fóru gegnum eldhúsið og inn í dagstofuna. Þar var ekkert athugavert, en Jens Anton fór strax að snuðra í allar áttir. En þá kippti Sveinn snöggt í handlegginn á hon- um, og án þess að segja orð benti liann á skothurðina inn í betri stofuna. Birtu bar úr stofunni und- ir hurðina, einliver hlaut því að vera þar inni. 4. Jens Anton rcif dyrnar upp á gátt, en varð grafkyrr og lirópaði undrandi: „Andrés! Hvað ert þú að gera liérna.“ - Sveinn réðst undir eins að manninum, sem stóð uppi í sófanum og lýsti með vasaljósi á vegginn. Stóra málverkið lá á gólf- inu með brotinn ramma. Þctta var skýringin á skarkalanum. Maðurinn i sófanum vatt sér snarlega við, stökk niður á g'ólf og gaf Sveini vel útilájið kjaftshögg svo að hann féll endifangur. Síðan hljóp hann að glugganum og lientist út um hann. Framhald i næsta blaöi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.