Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN n, ««.«*«*»: y c N j| 1 i ]| «• a I* n I !• 7ictop IIngw Jondrette þakkaði Valjean gjöfina með lævíslegri fagurmælgi og reyndi á allan veg að tefja för hans. Meðan á samtali þeirra stóð, læddust nokkrir svipskrýtnir menn inn í herbergið, svo að Valjean varð undrandi. Jondrette flýtti sér að segja, að jietta væru heiðárlegir og friðsam- ir nábúar, sem oft kiktu inn. „Og sjáið þér, lieiðraði velgjörð- armaður, hér liefi ég dýrmætt mál- verk, sem ég neyðist til að selja yður fyrir 3000 franka. — Hafið þér veskið yðar meðferðis.“ Um leið og hann sagði þetta, dró hann fram skiltið frá skránni í Montfermeil oð sýndi Valjean það. Valjean áttaði sig nú á öllum að- stæðum. ]>að var eitthvað í aðsigi og þvi um að gera að vera reiðu- búinn, hvað sem í skærist. Jondrette setti sig nú í tilhlýði- legar stellingar fjárkúgunarmanns og hrópaði: „Þekkið þér mig ekki? Eg heiti Thénardier, fyrrum veit- ingamaður í Montfermeil. „Eg þekki yður ekki,“ sagði Valjean, rólega og ákveðið, um leið og hann greip þéttiiigsfast uhi stól- bríkina. í næsta iierbergi stóð Maríus og fylgdist vel með þvi, sem fram fór. Hann hafði nú lyft byssunni til þess að skjóta, eins og Javert hafði tal- að um, en þá heyrði hann nafnið Thénardier, nafnið á manninum, sem hann hafði leitað að árum saman til þess að uppfylla kvöð ])á, sem faðir hans hafði Jagt á hann. Þetta var maðurinn, sem hann átti að launa fyrir hraustlega framgöngu í orrustunni við Water- loo. Höndin seig aftur niður, og skot- inu var ekki hleypt af — — „Nú þú þekkir mig ekki aftur“, lirópaði Thénardier. „Manstu ekki eftir jól- unum fyrir átta árum, þegar þú komst og sóttir Cosette litlu til veit- ingahúss míns í Montfermeil og horgaðir mér skitna 1500 franka fyrir hana, barn, sem ég liefði get- að lifað af allt mitt líf. — Manstu ekki út í skóginum. Þá Jiafðir þú öll ráð i þinni hendi, en nú er minn dagur kominn, —- manstu nú hver ég er?“ „Já, ég veit það nú, þér eruð glæpamaður!" Nú þustu svipskrýtnu nábúarnir fram á gólfið og réðust að Valjean. Urðu ])arna sviptingar miklar og slag'smál. Valjean gerði mikinn usla, en var þó að þrotum kominn, þeg- ar Javert kom inn. Þó að allir þrjótar ParísarböVgar bæru virðingu fyrir Javert, réðst hópurinn samt að honum, ])egar liann birtist í dyrunum. En lög- regluþjónarnir sem komu á eftir honum, börðu ])á niður og settu þá í handjárn. Einn árásarmann- anna gat þó miðað byssu á Javert, sem sagði hryssingslega: „Sparaðu þér ómakið, vinur minn, byssan er óhlaðin.“ Og byssan var óhlaðin. Nú voru allir hinir handjárnuðu fluttir niður á lögreglustöð, og Jav- ert gaf skcpun um að flytja þann, sem fyrir árásini varð, cinnig nið- ur á lögreglustöð til yfirlieyrslu. En h'ánn fannst ekki. Hann hafði hlaupið á brott, meðan uppnámið var. Javert varð hugsi og Jijá hon- um vöknuðu grunsemdir, en eftir- förin varð árangurslaus. Valjean var allur á burt. Jean Valjean, sem hafði farið frá klaustrinu, af því að Coselte gat ekki verið j>ar, nema hún yrði nunna, bjó nú undir nafninu Faucli- elevent í litlu Jiúsi í Plumet-götu. Gerði liann þar allt vistlegt fyrir Cosette, en hélt sig ekki ríkmann- leg'a sjálfur. Sem góður borgari, vann liann nú á borg'arverðinum. Var hann tigulegur ásýndum í bún- ingnum, en þegar lieim kom skipti hann alltaf um föt og fór í verka- mannabúning. Cosette var vön öllum dutlung- um og sérkenmim Valjeans. Hún var farin að sætta sig við þessa tvöföldu tilveru Iians. Hún kippti sér ekki heldur upp við óróa lians út af Thénardier-málunum. Þau liættu ekki skemmtigöngun- um um garða borgarinnar, og Co- sette til mikillar gleði mættu þau Maríusi nokkrum sinnum, án þess þó að þau heilsuðust. Eitt sinn mættu þau sjö vögnum. Á hverjum þeirra sátu 24 menn og sneru bökum saman. Þeir voru með járn um liálsinn og voru hlekkjaðir saman. „Hvers konar lest er þetta, pabbi?“ spurði Cosette. „Þrælkunarfangar á ieið til gal- eiðanna,“ svaraði Valjean með sem- ingi en þykkjuþunga. Fyrir 35 ár- um hafði liann farið samskonar för. Með hjálp duglegra njósnara komst Maríus að því, Jivar Cosette bjó. Hann gat komið til hennar bréfi með ástarvísum dag nokkurn, og svo næsta dag kom hann óbeðinn inn í garðinn til liennar og settist hjá henni. Þegar ryrsta feimnin var yfirunn- in tókust samræður með þeim, og skömmu siðar féllust þau í faðma og liófu ástarjátningar, þrungnar af eldmóði æskunnar. — Og þetta l'agra vor hittust þau i garðinum á hverju kvöldi, Barón Marius Pontmercy, sonur hershöfðingjans frá Waterloo, og Cosette litlt, dóttir hinnar ógæfu- sömu Fantine.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.