Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N ' Allan Vaughan Elston: ' " Sek—§ýkn? L- ~---------------------------- Hún var ekki mönnum sinn- andi. Og hin fráleita bón henn- ar til fylkisstjórans liætti ekki úr skák. Hún fékk þetta svar: „Eg get ekki náðað hann. Maður, sem drepið hefir annan mann verður að gjalda glæp- inn með sínu eigin lífi.“ „En Richard er saklaus,“ kvernaði Villa, „liann hefir allt- af verið mér svo góður.“ FylkisstjóHnn Idustaði þolin- móður á veslings konuna, en gat þó ekki varist þeirri hugs- un að eiginlega kæmi ])að ekk- ert málinu við að Richard Gran liefði verið góður við konuna eða húri elskaði hann. Það var staðreynd að Gran hafði verið dæmdur til dauða fyrir að myrða Rolf Smith perlukaup- mann og auk þess hafði liann stolið frá honum 20 perlum. Aftakan var ákveðin í dag- renningu daginn eftir. Fylkisstjórinn liafði einmitt verið að lesa vitnaframburðina- Sérstaklega liafði hann tekið eftir framlnirði aðalvitnisins, Dyrens verslnnarmanns- ,,Eina ráðið, sem ég get gefið yður, er að tala við D}rren. Ef þér getið sannfært hann um, að maðurinn, sem hann sá myrða Smith, hafi verið einhver ann- ar en inaðurinn yðar, get ég frestað aftökuni og máske náð- að manninn yðar.“ Villa 'flýtti sér af stað. Tím- inn var dýrmætur og liún vissi ekki hvar Dyren var. Hún leit- aði lians árangurslaust heima en fann hann svo á hafnar- knæpu. Henni féll ekki erind- ið. Hvorttveggja var að hún sá að hann var drukkinn og svo hitt, að hann hafði einu sinni verið ástfanginn af henni- Hún vissi að hann gat aldrei fyrir- gefið henni að hún hafði tekið Richard fram yfir liann. John Dyren sá liana undir eins: „Gott kvöld, Villa, komdu og fáðu þér eitt glas með mér!“ „Nei, þökk. Eg vil ekki neitt. Eg kem til að spyx-ja þig nokk- urs. „Lof mér að heyra, stúlkan min.“ „Ertu viss um að það hafi verið Ricliard, sem þú sást um kvöldið ? „Auðvitað.“ Þetta var svo sem ekki umtals vert. Jolm tók i liönd henni og liorfði á hana. — Villa sá að þarna var ekki neins að vænta. Um að gera að komast sem fyrst út aftur. En Jolin tók íastara um höndina: „Hvað liggur þér á? Hinkraðu svolítið við!“ „Nei, ég get það ekki! Eg verð að fara. Slepptu mér!“ Villa skalf af reiði. „Jæja, úr því að þú endilega vilt það. En mundu að ef ég get gert eittlivað fyrir þig þá hara komdu.“ John Dyren stakk hendinni í vasann og tók eitt- livað upp, sem hann stakk í liendina á henni. „Flýttu þér nú stúlka min!“ Villa fór. Þegar hún var kom- in út fór hún að athuga liverju Jolin hefði stungið að henni. Það var lykill. Villa þekkti hann aftur. Hann liafði hoðið lienni lxann áður. Lykilinn var að í- búð lians og tilgangurinn var sá að hún gæti komist inn til lians hvenær sem væri á sól- arhringnum. Villa grýtti lykl- inum i götuna. Þessi hundingi .... en hún Jiafði ekki tíma til að hugsa um það. Hvað átti hún að gera til að bjarga Ric- liard? Fara til fylkisstjórans? Nei, það stoðaði ekkert. Hvað þá . . . . ? Það var liðið á kvöld og ljós- in slokknuðu hvert eftir ann- að. Loks var aðeins ljós ó ein- um stað. Það var í kirkjunni. Presturinn? Þar var maður sem gat hjálpað henni! Villa flýtti sér þangað og liitti prestinn í dyrunum. „Æ, getið þér ekki hjálpað mér,‘ kjökraði hún. „Rjargið þér manninum mínum!“ „Eg er á leiðinni til hans núna,“ svaraði presturinn vin- gjarnlega. „Eg ætla að vera lijá lionum í alla nótt og kenna lionum að liræðast ekki dauð- ann.“ „En hann má ekki deyja,“ kjökraði Villa. „Það fer eins og Guð vill, barnið mitt!“ „Get ég þá ekkert gert? „Biðjið fyrir sálu lians.“ Presturinn rétti út höndina og blessaði liana. Svo liélt liann áfram, stutt- stígur, og von bráðar var þessi litli granni guð'sþjónn horfinn henni sjónum ........ Villa fór inn í kirkjuna og upp að altarinu, og þar féll hún á hné. Á allarinu stóðu fjórir látúnsstjakar. En ekki voru kerti í neinum þeirra. Villa vissi að ljós átti að loga á altarinu þegar biðist var fyr- ir. Hvar átti hún að fá kerti? Hún átti engin kerti lieima og verslanirnar voru lokaðar. Lyk- illinn -— John! Ilenni datt nokk uð í hug. Hún vissi nokkurn- veginn hvar lykillinn liafði dotlið, og ef enginn hefði fund- ið hann í millitíðinni ætlaði hún að nota liann til að komast inn í ibúðina hjá Jolin Dyren. Hún liugleiddi livað það væri heppilegt, að leiðin upp til lierbergja Jolms lá gegnum búðina. Innan stundar var hún kom- in þangað. Hún þreifaði fyrir sér til að finna straumrofann. Augnabliki siðar var alhjarl í búðinni. Villa leitaði fyrir inn- an búðarborðið, þar sem hún hélt að kertin væru. Þar var allt í einum hrærigraut og Villa komst að þeirri niðurstöðu að hún vrði að leita um alla húð- ina, ef lienni ætti að takast að finna kertin. En þá rakst hún á sterka öskju undir búðar- borðinu. í lienni fann liliu nokkur kerti. Á hillunni lijá öskjunni fann hún nokkur kerti, sem voru sködduð í ann- an endann, og Villa taldi rétt- ara að taka þau en óskemmdu kertin. Hún lagði peninga á búðarborðið og fór. Villa hafði legið á bæn um stund, fyrir framan altarið. Kertin voru að verða útbrunn- inn og farið að birta af degi. Svona fann presturinn liana fyrir framan nær útbrunnin kertin þegar hann kom aftur. Allt i einu tók hann eftir ]>ví að það slokknaði ó einu kert- inu án þess að það væri út- brunnið. Og nú slokknaði ó öðru — og einu enn. Ilann fór að altarinu og tók einn kerlis- stúfinn úr stjakanum. „IJvar hefir þú fengið þessi kerti, barnið gott?“ spurði prest- urinn. „Eg keypti þau hjá Dyren.“ „Jæja. Á liann meira af þess- um kertum?“ „Já, en ég tók ekki nema fjögur.“ „Littu á,“ sagði presturinn og sýndi henni perlu. „Perlurnar?“ sagði Villa og tók öndina á Iofti. „Já, einmitt!" Hann tók hina kertaslúfana og tók perlu úr hverjum þeirra. I einu velfangi skildi liann hvernig í öllu lá. John Dyren liafði myrt Rolf Smith og stol- ið perlunum. En liann hafði falið þær á þann hátt að hann bræddi þær inn i kertin. Og svo hafði hann borið ljúgvitni gegn Richard Gran. „Perlurnar!" endurtók Villa undrandi. IJönd gamla prestsins skalf, er hann hélt perlunum í lófan- um. „Perlur náðarinnar, barnið gott. Bæn þín hefir verið lieyrð FRÁ PALESTÍNU. — Nýlega ók brynvann bifreið frá R. A.F. inn í líkfylgd Gyðingaí TelAviv. Var henni velt á hliðina og lcom þá til átalca milli lögreglunnar og Gyðinganna. 33 særðust. Myndin sýnir hvernig umhorfs var á staðnum eftir hin hatrömu átök. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.