Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 26.09.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LEIKARAMYN DIR — LEIKARARAB B lllddie Braeken Eddie Bracken 1 :/> árs. Ed(l:e Bracken er fœddur 7. febrú- ar 19.20 í New York, þar sem for- eldrar lians búa ennþá. Hann á tvo bræður, Joseph, sem er lögfræðing- ur, og John, sem er bókari. Eddie byrjar leikferil sinn fjög- urra ára g'amall, en þá liafði hann skömmu áður unnið 1. vcrðlaun í fegurðarsamképpni harna. Iíona Eddie, fyrrum Constance Nicker- son, er mjög hreykin af þessum bernskusigri hans, en Iíddie verð- ur vandræðalegur og hálfdapur, þeg- ar minnst er á jiað. l>að mdnnir hann óþægilega á þá staðrcynd, að hann hefir ófríkkað með aldrinum. Fimm ára gamail söng hann ein- söng í leiknum „Good Sbi]> Leviath- an,“ sem leikinn var af barnaskól- anum, sem liann gekk i. Á næstu árum kom hann nokkrum sinnum opinberlega fram og söng venjulega vögguvísur. Þegar hann var 9 ára gamall, tók gosabragurinn að setja mörk á hátterni hans. Vögguvísur voru ekki nógu gamansamar fyrir hann. Hann gat ekki setið lengur á strák sínum, heldur tók að leika skop- hlutverk hjá „American Sound Sludios“ og „Iíiddie Troupers.“ Einnig kom hann fram i mörgum gamanleikjum lijá „Our Gang.“ Ekki leið samt á löngu, áður en hann hafði veitt gamanseminni út- rás í biii, og sagði hann því sldlið við leiksviðið um stund og fór í barnaskóla. Einnig sótti hann leik- skóla fyrir börn jafnhliða barna- skólanáminu. 13 ára gamall komst hann á Bröadway. Fékk hann aukahlutverk i „The Lottery“. Næsta skrefið var aðeins stærra hlutverk i „The Man on Stilts“, og síðan fór stjarna hans ávallt smáhækkandi, unz hann þótt- ist eiga erindi til Hollywood. Hann kvaddi föður og rnóður 10 ára gamall og hélt vcstur yfir Allegheni-fjöll áleiðis til Ilollywood. Fyrstu kynni hans af þeim stað Eddie Bracken 25 ára. voru ekki góð. Nepja októbernætur- innar var fyrsta sæng hans þar og limkróna trés rétt hjá „Hollywood .Boulevard“ og Vermont Avenue“ fyrsta þakið, sem skýldi lionum. Hann lá úti fyrstu nóttina, og för- in varð algjör fýluför. Foreldrar hans símsendu honum peninga fyr- ir fargjalddnu til baka sömu leið og hann kom. Þegar liann kom til Manliattan, kom kaldhæðni örlag- anna til skjalanna. Hann fékk hlut- verk i „The Lady Refuses“, sem sýnd var á Broadway, og nú var hann loks uppgötvaður af Holly- woodleikstjórunum. Bauðst honum lilutverk i myndini um „Huckle- berry Finn,“ en einhvernveginn varð ekki af samningúm. Síðan lék hann sendilinn í „Thc Drunkard“, sem gekk 10 mánuði á Broadway. Eddie reyndi að krækja sér i hlutverk í mynd George Abbot „Little Old Boy,“ en misheppnað- ist um sama leyti lék liann smá- hlutverk í „Life’s Too Short“: „So Proudly We Hail“, sem sýnd var í Tjarnarbíó undir nafninu „Kven- hetjur“; og „Iron Men“, þar sem hann fékk viðurkenningu leiklistar- gagnrýnenda. George Abbot réð hann síðan til að leika i myndinni „Too Many Girls“, sem skipaði hon- um i tiginn sess meðal leikara. Og siðan hefir hann verið einn af vin- sælustu gamanleikurum í Ameríku. Eddie giflist 25. sept. 1939, og fór vigslan fram i „Litlu kirkjunni hinumegin við hornið“ í New York, Eiga þau lijónin tvær dætur og einn son. Stúlkurnar heita Judith Ann og Carolyn Jean, en drengur- inn Michael Edward. Eddie er lield ur grannvaxinn og rindilslegur, hef- ir blá augu og brúnt flókið hár, sem hefir oftar reiii hann til reiði en öll þrjú börnin til samans, þó að þau séu óþæg, eins og gerist og gengur með börn. Kvikmyndir Eddie Brackens i Hollywood eru þessar: Aðdragandi að fundi Grænlands i. A þeim tíma, þegar Reykholt enn var aðeins sauðaliús frá Deildar- tung'u, land allt var enn þakið gróðri, svo hvergi sá í flag, lauf- krónur birkis og víðis bærðust í blænum allt upp að bláum kletta- beltum fjallanna, gerðist ástarsaga í Deildartungu, er varð upphaf mik- ils máls, upphaf að landafundum, landkönnunum og landnámi íslend- inga, og þá raunar einnig* upphaf þeirrar landnámssögu Norðurálfu- manna í öðrum heimsálfum, sem enn er ekki lokið. Hallgerður dóttir Odds höfðingj- ans í Deildartungu, íturvaxin frið- leikskona og að likindum mikilhæf, hafði verið gefin Hallbirni frá Geita bergi, þjóðlegum drengskaparmanni er var skáld gott og sonarsonur Hallkells bróður Ketilbjarnar hins gamla. Samfarir þeirra Hallgerðar og Hallbjörns benda ekki til þess, að vilja Hallg'erðar hafi verið leitað til þessa ráðahags. Það þótti þó ö- haæfa í fornöld að gifta konu manni, sem hún vildi ekki eiga. Þung refsing er við sliku lögð í Vest-Gautalögum. Að þetta er ekki bannað í Grágásar-textum þeim, sem nú eru til, er engin sönnun fyrir því, að þetta hafi verið talið leyfilegt hér á landi, heldur hins, að það var í fornöld aldrei gert, nema til að afstýra enn meiri vand- ræðum, og því var það ekki bein- línis bannað. Höfðinginn Tungu-Oddur, faðir Hallgerðar, var áii efa góður mað- ur og lífsreyndur, er bæði unni ‘dóttur sinni og vildi illu af stýra. Elckert þrengdi að Tungu-Oddi sjálf- um, svo vitað sé. Líklega voru það því vandræði í sambandi við dóttur hans, er knúðu til þessa ráðahags, ef Hallgerður var föstnuð Hallbirni á móti vilja sinum, sem líklega var. Hvað það var, sem var hin dýpri orsök harmleiksins í Deildartungu, segir sagan ekki beinum orðum. En hver gat orsökin verið? Var Hall- gerður Oddsdóttir, máske, fagurt flagð, sem faðir hennar vildi koma af sér við fyrsta tækifæri, eins og var um nöfnu hennar í Njálssögu? Ekkert bendir til þess, að svo hafi verið. Hallgerður Oddsdóttir er orð- in fullþroskuð, ef ekki roskin, þeg- ar hún giftist. Rofin festarheit? Þvi tóku menn ekki þannig þá, að gera síðari villuna verri hinni fyrri. Too Many Girls, Reacliing For Thc Sun, Caught In The Draft. Life Witli Henry, The Fleet’s In, Sweeter Girls, Happy Go Lucky, Star Spangl- ed Rhythm, Young and Willing, Hail The Conquering Ilero, The Miracle Of Morgan’s Creek, Rain- bow Island, Bring On The Girls, Hold That Blonde og Ladies’ Man. Konur voru lieldur ekki umkomu- lausar þá eins og' nú, lieldur studd- ar í hópi frænda og foreldra. Og Hallgerði Oddsdóttur mun ekki hafa skort álitlega biðla. Voru það leynd- ar ástir, — má ske leyndar ástir í nieinum, — er ógnuðu með því, að steypa vanvirðu og ógæfu yfir Hall- gerði sjálfa og alla ættina, að sá kosturinn var tekinn, sem skárri var af tvennu illu, að gifta liana ófúsa? Ekki segir liinn varkári sögu- ritari það berum orðum. En það eru í sögunni óþörf orð, nema söguritarinn vildi þetta sagt bafa. En óþarfa mælgi cr ekki einkenni Landnámu. Þau Hallgerður og Hallbjörn virð- ast hafa gengið saman um haustið, og þvi voru þau hinn fyrsta vetur með Tungu-Oddi. En ætlun Hall- björns var að reisa bú næsta vor. „Óástúðlegt var með þeim hjónum“, segir sagan. Svona leið veturinn. „Oddur hafði jafnan bætt um með þeim“. í þeim orðum felst, að sök ósamlyndisins er hjá dóttur hans, en ekki Hallbirni. Afbrýðisemi kvel- ur Hallbjörn og nálg'ast það, að gera hann sturlaðan. Hin mikilhæfa, it- urvaxna og fagra kona hans, er liann dáir og ann af öllu sínu hjarta og sem hefir bjargtekið hann, er ekki lians, og lilýtur því að vera á snærum annars manns. Á því gat ekki þá, og getur ekki enn í dag nokkur vafi leikið. Og þessi annar maður var lífs og í nánu sambandi við Halg'erði, máske þar á heim- ilinu i Tungu, en þá svö nákominn Oddi að ætt eða tengdum, að Odd- ur gat ekki rekið hann burtu eða fyrirbyggt komur hans, ef hann var á öðrum bæ. En í Tungu réð Hallbjörn engu. Hann var þar á griðum Odds. Hvcr var þessi annar maður, er ógæfunni olli? í sambandi við harm- leikinn í Tungu ncfnir sagan nafn Snæbjarnar galta Hólmsteinssonar, eins hinna glæstu sæfara hinnar ungu hafsiglingaþjóðar. Landnáina segir að liann og Tungu-Oddur liafi verið systrasynir. Snæbjörn ætti því að hafa verið orðinn vel rosk- inn, er þessi atburður gerðist, en ekki hafði hann samt staðfest ráð sitt. Snæbjörn var fóstraður á Þing- nesi með Þóroddi, en stundum var hann með Tungu-Oddi eða móður sinni.“ Einni línu neðar segir sagan aftur: „Þau ungu lijónin voru með Oddi hinn fyrsta vetur; þar var Snæbjörn galti. Óástúðlegt var með þeim hjónum.“ Hversvegna nefnir söguritarinn þarna aftur dvalarstað Snæbjarnar, og' það inni i frásögn- inni um óstandið milli lijónanna, nema til þess að gefa Snæbirni sök á því? Öðruvisi mun þetta tæpast verða skilið. Hví tókst ekki vinátta Framh. á bls. íh.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.