Fréttablaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 30
22 30. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
„Þetta voru mjög ónákvæm ummæli hjá mér en
hitt er rétt að peningarnir sem greiddu bæði flug
og gistingu fyrir mig, prívat og persónulega, komu
annars vegar úr norrænum sjóðum og hins vegar
af fjárveitingu Norðurlandaskrifstofu vegna for-
mennsku Íslands 2009. Og svo ferðast ráðherrar
víst aldrei einir,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra.
Fréttablaðið rifjaði í blaði gærdagsins upp
ummæli Katrínar um ferðalagið á kvikmynda-
hátíðina í Toronto. Katrín hafði sagt að ferðin væri
greidd af Norrænu ráðherranefndinni sem Ísland
veitir formennsku í ár. Óhætt er að segja að netið
hafi logað vegna þessara ummæla því fréttastofa
Stöðvar 2 hafði greint frá því að kostnaður ríkisins
næmi 1,2 milljónum íslenskra króna.
Menntamálaráðherra viðurkennir að ummælin
í Fréttablaðinu 27. ágúst síðastliðnum hafi verið
ónákvæm, því eftir hafi verið að greiða fyrir
aðstoðar mann ráðherra, Sigtrygg Magnason, sem
fór út með henni og einnig móttökuna sem haldin
var af þessu tilefni. Menntamálaráðuneytið hafi
greitt þann kostnað. „Við ákváðum að sinna þessari
formennsku í norrænu ráðherranefndinni og ég var
send þarna út á hennar vegum til að kynna norrænar
kvikmyndir,“ segir Katrín og upplýsir jafnframt
að ferðakostnaður ráðherra síðan hún tók við lykla-
völdum sé nálægt sex hundruð þúsund krónum. „Ég
hef aðeins farið einu sinni út sem menntamálaráð-
herra í ríkisstjórn Íslands, hin skiptin hafa bæði
verið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.“ - fgg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT 2. óskar, 6. hæð, 8. mánuður,
9. rénun, 11. tveir eins, 12. skot, 14.
smápeningar, 16. í röð, 17. þjálfa, 18.
mas, 20. pfn., 21. tigna.
LÓÐRÉTT 1. elds, 3. 999, 4. peningar,
5. tala, 7. gufubað, 10. vefnaðarvara,
13. útsæði, 15. pottréttur, 16. tunna,
19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. vilt, 6. ás, 8. maí, 9. lát,
11. uu, 12. snafs, 14. aurar, 16. áb, 17.
æfa, 18. mal, 20. ég, 21. aðla.
LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. im, 4. lausafé, 5.
tíu, 7. sánabað, 10. tau, 13. fræ, 15.
ragú, 16. áma, 19. ll.
„Ég er hrifinn af svolítið bragð-
sterkum mat og sveiflast á milli
Serrano og Krua Thai. Matur-
inn á Krua Thai er náttúrlega
hálf goðsagnakenndur. “
Svavar Knútur tónlistarmaður.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Fimmtungur, 20 prósent.
2 Guido Westerwelle.
3 Hugleikur Dagsson og
Ólafía Erla Svansdóttir.
„Það verður tekið hart á þess-
um þjófnaði. Við höfum marg-
falt betri upplýsingar um þá
aðila sem reka þessar skráarsk-
iptasíður en við höfum haft áður
og þetta verður kært til lög-
reglu enda á ég fund með henni
á morgun um þetta mál,“ segir
Snæbjörn Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri SMÁÍS.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær þá stálu hátt í tvö þúsund
netverjar fyrsta þættinum af
Fangavaktinni á vefsíðunni
thevikingbay.org aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að þáttur-
inn var frumsýndur. Þeir geta
nú átt von á því að vera kærðir
fyrir þjófnað. Snæbjörn segir að
allir aðilar hafi verið viðbúnir
þessu mikla niðurhali og hafi því
undirbúið sig mjög vel. „Þannig
að við sátum bara fyrir framan
tölvurnar og söfnuðum saman
sönnunargögnum,“ útskýrir
Snæbjörn og bætir því við að
litið sé á þetta sem hreinan og
kláran þjófnað. „Þetta er klár-
lega stuldur sem getur komið í
veg fyrir að hægt sé að gefa vör-
una út. Menn mega ekki gleyma
því að það eru viðkvæmir tímar í
þessum iðnaði um þessar mundir
og menn mega hreinlega ekki
við því að það sé verið að stela
svona. Þarna eru því gríðarlegar
fjárhæðir í húfi: DVD-útgáfa og
áskriftasala. Og ekki má gleyma
því að þetta efni er mjög dýrt í
framleiðslu.“
Snæbjörn segir að eflaust muni
einhverjir sleppa með skrekkinn
en bætir því við að þeir sem hafi
ólöglega útgáfu af Fangavakt-
inni inni á sinni tölvu megi alveg
vera með í maganum í dag. „Það
er svolítið handahófskennt hvort
menn eigi von á kærum eða ekki.
Stundum, þegar verið er að safna
saman sönnunargögnum, liggja
menn misjafnlega vel við höggi.“
- fgg
Hart tekið á Fangavaktarþjófum
Ráðherra ferðast aldrei einn
KLÁR ÞJÓFNAÐUR Snæbjörn Steingríms-
son segir að niðurhalið á Fangavaktinni
sé hreinn og klár þjófnaður. Málið
kemur inn á borð lögreglu í dag.
ÓNÁKVÆM UMMÆLI
Katrín Jakobsdóttir viðurkennir að ummælin í Frétta-
blaðinu hafi verið ónákvæm. Hennar kostnaður hafi verið
greiddur úr norrænum sjóðum og sjóðum sem ætlaðir séu
fyrir samstarf Norðurlandaþjóðanna. Ráðherrar ferðist hins
vegar aldrei einir og því hafi ráðuneytið þurft að greiða fyrir
aðstoðarmann-
inn, Sigtrygg
Magnason.
Svo gæti farið að Davíð Odds-
son, Geir H. Haarde, Jón Ásgeir
Jóhannesson, Bjarni Ármanns-
son og Björgólfur Thor sætu allir
saman í stóra sal Háskólabíós
þriðjudaginn 6. október þegar
heimildarmynd Helga Felixsonar,
Guð blessi Ísland, verður frum-
sýnd. Þeir segja allir sína sögu
í myndinni, að Davíð undan-
skildum, en hennar er beðið með
mikilli eftir væntingu. Auk þeirra
hefur leikstjórinn sent ríkis-
stjórninni og alþingismönnum
boðskort. Sætin verða tölusett
og nöfn viðkomandi límd á sætin
þannig að enginn ætti að velkjast
í vafa um hver eigi að sitja hvar.
Helgi kveðst reyndar hafa
boðið Davíð þátttöku í myndinni,
ekki hafi annað verið hægt. „Ég
talaði við hann í síma, hann var
allur af vilja gerður en kvaðst
ekki geta tekið þátt þar sem hann
væri bundinn þagnarskyldu og
mætti því ekki segja neitt,“ segir
Helgi og útskýrir að þrátt fyrir
að eiginlegt viðtal við Davíð sé
ekki fyrir hendi svífi andi hans
yfir vötnum allan tímann. „Nær-
vera hans er svo sterk og Davíð
er eiginlega eins og Guð almátt-
ugur sem hvílir á manni og veitir
manni blessun án þess að maður
sé að biðja neitt sérstaklega um
það.“
Helgi er nú að skila myndinni
af sér og gera hana reiðubúna til
sýningar. Hann kveðst trúa því
að þetta verði söguleg sýning.
„Sennilega sögulegasta kvik-
myndasýning á Íslandi,“ grínast
leikstjórinn. Þegar talið verð-
ur ögn alvarlegra viðurkennir
Helgi að hann hefði aldrei trúað
því hversu mikill áhugi væri
fyrir myndinni. „Ég veit eigin-
lega ekki alveg hvað ég er búinn
að koma mér út í, það er eins gott
að standa sig og halda ró sinni,“
segir Helgi og viðurkennir að
kannski hafi það skipt sköpum
að hann sé búsettur í Svíþjóð
en ekki á Íslandi. „Annars hefði
maður kannski ekki þorað að fara
út í þetta.“ Hann hefur verið bók-
aður í fjölda viðtala við erlendar
fréttastöðvar, meðal annars við
breska ríkissjónvarpið, BBC, en
það verður sent til yfir 200 landa
í þessari viku. „Nú er bara tími
sannleikans að renna upp.“
freyrgigja@frettabladid.is
HELGI FELIXSON: STEFNIR Í SÖGULEGA KVIKMYNDASÝNINGU
Útrásarvíkingum boðið í bíó
SÖGULEG SÝNING
Helgi Felixson, leikstjóri Guð blessi Ísland,
hefur boðið Davíð Oddssyni, Björgólfi Thor,
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Bjarna Ármanns-
syni og Geir H. Haarde að vera við frumsýningu
heimildarmyndarinnar. Hann kveðst eflaust ekki
mundu hafa gert myndina ef hann væri búsettur
á Íslandi en ekki í Svíþjóð.
HUMAR
2.000 KR.KG
Ýsufl ök 990,- kr/kg
Stór, Glæný og Spikfeit Línuýsa frá Bolungarvík
ÝSUFISKRÉTTIR Á 1.190kr/kg
Fyrsti hópurinn í
þrauta kóngs-
sjónvarpsþátt-
unum Wipeout
hélt af stað
til Argentínu í
morgunsárið.
Meðal þeirra
sem eru í fyrsta
holli má nefna
fitness-tröllið Ívar
Guðmundsson, Ingólf Þórarins-
son, betur þekktan sem veðurguð,
og útvarpskonuna Siggu Lund.
Ekki verður annað hægt en að
vorkenna aumingja Ingó sem mun
vafalítið ekki eiga roð í útvarpsfólk-
ið því Ívar er í frábæru formi um
þessar mundir og Sigga Lund hefur
undirbúið sig af kappi fyrir keppn-
ina Sterkasta kona Íslands.
Eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær
komu 8.500 gestir á
Algjöran Sveppa og
leitina að Villa. Þetta
er þriðja mesta
aðsókn í sögu
íslenskra kvik-
mynda yfir
fyrstu sýningar-
helgi. Til gam-
ans má geta að
aðeins sjö þúsund
gestir hafa séð Reykjavík
Whale Watching Massacre en hún
var frumsýnd 4. september. Mikil
eftirspurn virðist því hafa verið eftir
fjölskyldu skemmtun en minni eftir
hrollvekjum.
Barði Jóhannsson, oftast kenndur
við Bang Gang, hefur stofnað
hljómplötuútgáfuna Kölski. Er nafn-
ið ekki síst komið til svo hægt sé
að segja brandara á borð við „Dikta
hefur samið við Kölska“
og „Ourlives hefur
samstarf við Kölska“.
Auk þessara tveggja
listamanna gefur
Kölski út glænýja
plötu með Lady
and Bird. Sem
er einmitt Barði
sjálfur og söng-
konan Keren Ann.
-fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI