Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.09.1948, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Hressingarlyf FYRSTA skriflega frásögnin um kaffi er komin frá Arabíu. Lærður munkur frá Róm gaf út bók 1671 og segir þar að smali einn frá Yemen hafi tekið eftir því að geit- urnar lians urðu æstar og svefnlaus- ar þegar þær átu fræ af ákveðnum runna. Hann iét þetta berast til klausturábóta eins, en munkum hans liætti til að sofna undir bæna- haldinu á nóttinni. Hann óttaðist að munkarnir yrðu of vel vakandi ef hann gæfi þeim baunirnar af þessum runna og lét því duga að gefa þeijn seyði af blöðunum •— og bænalialdið á nóttinni gekk stór- um betur en áður Sagan um uppruna tesins er mikíu skáldlegri. Indverskur mein- íætamaður einsetti sér snemma á 6. öid að hann skyldi íliuga kenn- ingar Búdda í níu ár án þess að sofna. Eftir þrjú ár sofnaði hann, og þegar hann vaknaði varð hann svo iiryggur að hann skar af sér augnalokin og fleygði þeim. En þar sem þau duttu óx terunninn upp .... Eftir fimm ár fór hann að syfja aftur, en er hann tuggði blöð terunnans valcnaði hann við og gekk vel að vaka í nxu árin, sem hann hafði einsett sér. Hin hressandi og vekjandi áhrif kaffisins. eru fyrst og fremst coff- eininu að þakka, en líka nokkrum gufandi olíum og öðrum efnum. Það liefir líka áhrif á starf magans að drekka heitt á morgnana, og sést það af því að menn hressast við að drekka heitt vatn, ef þeir hafa ekki kaffi. Undir venjulegum kring- umstæðum er talið að fólk drekki um fimm bolla af kaffi á dag að meðaltali, að börnum meðtöld- um. Og auk þess er teneyslan. í bverjum bolla af kaffi eða te eru 1—9 centigr. af coffeini. Þetta ger- ir heilbrigðu fólki ekkert mein. Það er ekki fyrr en menn fara að drekka kaffi í óhófi, eins og margt taugaveikláð fólk gerir, að liætta verður á coffein-eitrun. Hún er sjaldgæf og enn sjaldgæfar að Jiún se banvænleg. Læknar banna oft fólki með ýmsa magakvilla að drekka kaffi, en ráðleggja þunnt te við ýmsum sjúkdómum í maga og görnum. Þessi ótti læknanna við kaffið er sjálf- sagt óþarflega mikill. Fólk með rist- ilbólgu, sem oft stafar af hægðaleysi, befir gott af kaffí, því að það flýtir fyrir meltingunni. Flestir álíta að kaffi og te sé skaðlegt fyrir hjartað, en það er ekki nema sjaldan, svo sem hjá sjúklingum með basdowsveiki. Þar veldur kaffið því að hjartað slær hráðar og fingurnir skjálfa. En heil- brigt lijarta hægir oft heldur á sér .við venjulega skammta af kaffi, en blóðið, sem hjartað dælir frá sér á hveri-i mínútu verður þó ekki minna, og blóðþrýstingurinn stig- ur hvorki né fellur að neinu marki. Svekkt hjarta getur starfað betur ef maðurinn fær coffein, og þessvegna er það víða notað sem læknislyf. Yfirleitt má segja að flest fólk með hjartasjúkdóma þoli vel kaffi. Fjörgunaráhrif kaffisins liggja í því að það verkar hressandi á starf heilahinmunnar, en hvernig þetta gengur fyrir sig vita menn lítið um. Coffeinið hverfur mjög fljótt í blóðið og maður verður var við áhrifin kortéri eftir að maður hefir drukkið bolla af kaffi eða te, en þó er það mjög misjafnt live fólk finnur til þessara fjörgandi á- hrifa. Margir geta ekki sofnað ef þeir hafa drukkið kaffibolla, en aðrir geta þambað kaffi og sofnað eins og steinn á eftir. Margir halda því fram að te verki róandi og svæf- andi, en það sýnir aðeins að svefn- hneigðin byggist á ímyndun, þvi að coffein-innihaldið er það sama. Kaffið hefir þau áhrif að manni dettur fleira í liug, á liægara með að setja á sig tölur og muna það sem flókið er; ennfremur gerir það manninn ræðnari og alúðlegri. Þeg- ar kaffið komst i notkun í Dan- mörku „fágaði það siðina“, segir Holberg, og teið lxefir einnig lík á- hi'if. Þrátt fyxúr óhagræði, sem staf- að getur af kaffi- og tedrykkju þá verður að telja báða þessa drykki hið mesta hnoss, sem tekur jafnvel fram amerisku jurtinni: tóbakinu. Tóbakið er ekki aðeins nautna- lyf, lieldur hefir það einnig fjárhagslega þýðingu, því að fyrir strið var talið að tóbak væri notað fyrir 50 milljard krónur á ári. Á vorum dögum er ákaflega mikið ó- samræmi á tóbaksnotkuninni og vitneskju vísindanna um liver á- hrif tóbakið hefir á mannlega heil- brigði. Það efni, sem mestu máli skiptir í tóbakinu er sterkt eitur, nicotín, og i tiu þúsund smálestum af tóbaki er nægilegt eitur til að drepa með eina milljón manns. Á siðari árum bafa menn rnjög notað nicotín til að farga sér, en það er mesti miskilnin.gur að það veiti mönnum góðan dauðdaga. Það verk- ar að vísu fljótt en veldur afar miklum kvölum áður. Létt tóbaks- eitrun, sem margir fá að reyna þeg- ar þeir eru að byrja að nota tóbak, er mjög óþægileg, og krónisk tó- bakseitrun, sem ýmsir forliertir reykingamenn eru háðir er mjög leiður sjúkdómur •— ekki ósvipað- ur sjóveiki á versta stigi. Er hann algengur lijá sígarettureykjendum, sem y.reykja ofan í sig“, og það merkilega er að undir eins og kast- ið er liðið hjá þá byrja þeir á nýj- an leik. Börn þola eitrið aðeins i smáum stíl, cn af því að ástæða er til að halda að tóbaksnautn standi andlegum og líkamlegum vexti þeirra fyrir þrifum þá ber að forðast reyk- ingar þangað til maðurinn hefir náð fullum vexti. Einhverntíma milli þritugs og ferlugs kemur það fyrir marga að þeim finnst þeir ekki liafa gott af tóbaki, en það stafar vist fremur af aldrinum en tóbakinu. Margir lxalda áfram að reykja til hárrar elli. Annars er það mjög misjafnt live vel menn venjast tó- baki. Að tóbakseitruninni slepptri er spurning um hvort tóbak getur vald- ið annarskonar, sjálfstæðum sjúk- dómum. í þessu sambandi hafa læknarnir einkum gefið gaum þeim líffærum, sem verða fyrir álirifum af tóbakseitrúninni: hjartanu, æð- unum og meltingarfærunum. Aðeins sjaldan kemur það fyrir að sjald- gæfur en illkynjaður sjúkdómur, Buergens-sýki, með kolbrandi á tám eða fótum, geti komið fyrir hjá mönnum, sem reykja afar mikið — oftast nær lijá sígarettureykjendum sem byrja að reykja óeðlilega snemma, t. d. 5 ára. Erfiðara er að slá því föstu að tóbaksnautn verði valdandi maga- eða garnasjúkdóm- um. Það er vitað að nicotín getur valdið tregum hægðum og truflar matarlystina með því að deyfa sult- arkenndina, en hvort það hefir bein áhrif á magann skal látið ósagt. Á síðasta mannsaldri hafa bæði maga- sár og sígarettureykingar aukist stórkostlega, en það er ekki full- yrðandi hvort orsakasamband sé þar á milli. Magasár er orðið al- gengara hjá karlmönnum en sígar- ettureykingar meiri lijá kvenfólki. Það er heldur ekki sannað, að krabbamein i vör og tungu komi af pípureykingum eða munntóbaki. Að læknarnir ráða frá tóbaksnotkun eða banna hana í ýmsum tilfellum þýðir aðeins að hún geti haft spill- andi áhrif. ER tóbak hressingarlyf eða deyf- ingarlyfÞað hefir ekki verið hægt að sjá að það hafi nein örvandi á- hrif á heilann •— livorki Michelang- elo eða Sbakespeare þekktu tóbak — en tóbakið geiui- um sinn eytt þreytu- og sultarkennd. Reyndir her- menn telja tóbakið ómissandi í stríði, og það fyrsta sem særður maður biður um er sígaretta. Tó- baksnautnin skerpir athyglisgáfuna og gerir manni auðveldara að ein- beita sér að einhverju ákveðnu og verjast truflunum utanað frá. Það er ódýrt nautnalyf og þessvegna not- að af öllum stéttum. Á fundum veld- ur vindill eða sígaretta því að mað- ur á hægara með að vera hljóður og taka vel eftir ]jvi, sem frani fer, og fyrir auglýsingaáróður og ann- arskonar hughrif hefir tóbaksnautn- in orðið mjög litbreiddur ávani. Unglingum finnst sér fara sérstak- lega vel að vera með síg’arettu í munninum, en virxdillinn og pípan hæfir betur rosknum mönnum. En takið eftir því, að leikendur i kvik- myndum kveikja oft í vindingi en reykja liann aldrei til enda. Sá hluti af nikotíninu, sem ekki er liorfinn með reyknum út i loftið eða reykjandinn hefir sogið að sér, safnast nefnilega fyrir í stubbnum. Þcssvegna hefir það verið talsvert lxættulegur siður, sem fólk hefir tamið sér i tóbaksharðindum striðs- áranna að safna saman sígarettu- stubbum til þess að reykja þá. Tóbakið er auðfengin ánægja og kærkomin buggun i mótlæti og erg- elsi, en nauðsynlegt er það ekki. Mannkynið hefir áður fyrr annað öllu því sem þurfti, án þess að liafa nokkurt tóbak. Bæði í andlegum og veráldlegum efnum. En tóbakið lief- ir stórkostlegan iðnað og verslun í för með sér og virðist óþrjótandi skattalind fyrir ríkið, svo að vísind- in og tóbaksgerðirnar verða að leggja sig í líma til að geta framleitt vöru, sem geri sem minnstan skaða og um leið falli almenningi svo vel í geð að hún sé samkeppnisfær. En í tóbaksiðnaði er harðari sam- keppni en í flestum öðrum greinum. A'Ð vera um of hneigður til áfengis þykir ljótast og óskapleg- ast allra lasta, jafn eyðileggjandi fyrir einsetakinginn sjálfan sem fyr- ir fjölskyldu hans og venslafólk. Það er þó liuggun, að áfengisnautn- in hefir víðast breyst mjög mikið á síðustu 35 árum. Ekki áfengis- bann —- sem revnslan hefir sýnt að er skaðvænlegt — lieldur hærri sköttun og ítarleg upplýsingastarf- semi hefir gefið þjóðunum aðra skoðun á áfengisnautninni og styrkt mótstöðuaflið gegn freistingum hennar. Og menn vita nú að áfeng- ishneigðin er ekki arfgeng. Börn drykkfelldra foreldra fæðast ekki sem alkóliólistar, og eitrið í blóði foreldranna skaðar ekki beinlínis afkvæmið meðan það er að verða til. Hitt er annað mál, að alkóliól- istar eru oft veilir og þróttlausir og þessir óheppilegu eiginleikar geta gengið að erfðum. Hver sá læknir, sem gefur morfín verður að hafa gætur á sjúklingum, sem getur orðið morfinisti og eftir því sem líffæri lians venjast betur eitrinu þarf hann sífellt stærri skammta til þess að þeir hrifi, eða að liann hneigist til morfínsnotk- unar og finnst hann ekki geta verið án þess .... Fólki, sem á auðvelt með að ná sér i morfín er sérstak- lega hætl og verður þvi að gera sér að reglu að láta elcki freistast af því. Fyrir alla aðra er erfitt og dýrt að ná i morfín og líf þess fólks, sem leggur ]xað í vana sinn, verður sí- felld leit að þessu eitri. Og fólk set- ur jafnvel ekki fyrir sig að fremja glæpi til þess að verða sér úti um það. Að venja sig af morfíni er ákaf- lega erfitt, en þar geta fróðir og natnir læknar hjálpað til og flýtt fyrir. Og eigi að liindra ]xað að aft- ur sæki í sama liorfið þarf lang- varandi sálfræðileg þjálfun sjúkl- ingsins að koma til. Svefnleysið hefir margar orsakir, og sálarstríð er ein sú algengasta. Það er skiljanlegt að fólk hneigist til þess að nota svefnmeðuL til þess að gleyma sér og fá endurnærandi svefn. En stöðug misnotkun þess ara lyfja getur valdið eitrunum, og þegar svo er komið þarf fólk svo stóra skammta, að næsta morgun verður að taka inn hressingarlyf til þess að bugast á sleiiinu og geta tekið til starfa. Og ]xá er komið í óefni. Á styrjaldarárunum fengu hermenn- irnir stóra skammta af amfetumíni til þess að styrkja taugarnar og auka þol sitt þegar mikils þurfti við. Bandamenn liafa ekki enn gefið út skýrslur um hvernig þettar reynd- ist eða hver áhrif það hafði eftir á. En amfetamín er liættulegt nema í cinstöku tilfellum. þvi að það auk hressingarinnar hefir ýms skaðleg áhrif. Þreytan, sem rekin hefir ver- ið á flótta kemur aftur sem drep- andi lömun. Athafnir og hugsanir sljóvgast og svefnleysi getur leitt af t— stundum árum saman. Og hjartað bíður tjón af þessu lyfi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.