Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Síða 7

Fálkinn - 26.11.1948, Síða 7
FÁLKINN 7 C. A. Ehrensvard hershöfðingi, herstjóri Svíþjóðar. Margaret Rose Englandsprinsessa, sem um skeið hefir tekið að sér skyldur Elísabetar systur sinnar, kom nýlega í heimsókn á barnaheimili i Kent. Hér sést prinsessan á hátískukjól vera að tala við börnin. Falskur Rússi. — Nýtega vakti það uppnám við ameríska flota- sýningu að þar mætti áhorf- andi í rússneskum einkennis- búningi. ,,Rússinn“ var nú samt afhjúpaður; þetta var amerísk- ur blaðamaður, sem hafði búið sig svona til þess að ganga úr skugga um hvort varúðarráð- stafanir gagnvart útlendingum væru í lagi. Iiér er verið að fara með blaðamanninn til yfir- heyrslu. Jumbo á lofti. — Það er ekki auðvelt að koma fíl á land af skipi. Best er að nota bómur skipsins, en þær þurfa að vera sterkar til þess að þola þungann. Verkfallsóeirðir í Frakklandi — Myndin er úr einum námubænum í Frakklandi þar sem verk- fall stóð yfir. Verkamenn með rauða kommúnistafána hafa ruðst gegnum varnargirðingar lögreglunnar og æða nú fram til þess að reka varðmennina á burt. Til vinstri: Séð í Ástralíu. Þetta sem myndin sýnir er alls ekki al- geng sjón í Ástralíu. Kengúran er nfl. stygg og heldur sig sem lengst frá fólki. En þessi á mynd inni hefir alla sína ævi verið húsdýr hjá fjölskyldu í Burn- ley og fylgt börnunum í skól- ann. Til hægri: Hreinar neglur. — Miklar kröf- ur eru gerðar til flugþernanna, ekki síst hvað hreinlæti snertir. Á myndinni sést umsjónarmað- ur vera að skoða neglurnar á stúlkum, sem hafa sótt um flug- þernustöðu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.