Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1952, Side 4

Fálkinn - 07.03.1952, Side 4
4 FÁLKINN Fyrstu flugmenn veraldar flugu í 5 ár áður en almenningur vildi trúa því. 9 Fyrsta sviffluga Wrightbræðra, sem þeir regnda við Kitty Hawk 1900. ANN 17. des. 1903 gcrðist furðu- leglur atburður: í fyrsta skipti í veraldarsögunni tókst manni að fljúga í vél, sem var þyngri en loftið. Hugvitsmcnnirnir, þeir voru tveir sem flugu þennan sama dag, voru bræður: Wilburn og Orville Wrigbt frá Dayton í Ohio. Þeir urðu óaf- vitandi frömuðir mestu samgöngu- framfara nútímans. Hvern hefði grunað fyrir tæpum 50 árum, að um miðja öldina mundi flogið eftir fastri áætlun um allan lieim og farið yfir Atlantshafið á nokkrum klukkutímum margoft á dag? Og hver mundi þá hafa spáð því, að jafnvel stærstu herskip væru í hættu stödd i striði nema þau hefðu flugvél til að verja sig? í þá daga neituðu menn að trúa þvi að hægt væri að fljúga. Daginn eftir að Wright-bræðrum tókst að lyfta sér í fyrsta sinn sögðu blöðin að vísu frá þessum atburði, en liann vakti ekki mikla athygli. Vísindamennirnir höfðu sem sé „bólusett“ almenning gegn trúnni á flug. Hinn lærði stjarnfræðingur og stærðfræðingur Newcomb prófessor sannaði blátt áfram að ógerlegt væri að fljúga í vél, sem væri þyngri en loftið, og Melville aðmíráll, for- maður tæknideildar ameríska liers- ins, var þessu alveg sammála. Og livað stoðaði þá þó að tveim vélvirkjum tækist að taka sig á loft Fólk lokaði augunuin. Það gat ekki verið satt. Jafnvel flugvél hins lærða manns Langleys prófessors, hafði stungist i Potomacfljótið eins og reið hjólasmiðirnir frá Dayton gætu það, sem Langley gat ekki! Óhugsandi! Beinlínis hlægilegt! Grínblöðin gerðu sér mat úr þessu. Árið eftir að Wrightbræður flugu fyrst var þessi fyndni í Pack: „Hvenær ætlar þú í fyrstu flug- Wilburn var 36 ára er hann flaug í fyrsta sinn, 1903. Hann dó ár tajigaveiki 1912. fcrðina?“ spyr maður vin sinn, flug- vélasmiðinn. „Undir eins og ég hefi afnumið þyngdarlögmálið“, svarar hugvitsmaðurinn. Ófarir Langleys voru raunalegar. Þrátt fyrir efasemdir vann þessi á- gæti vísindamaður að uppgötvun sinni í tuttugu ár og náði nokkrum árangri. Hann gerði útreikning á mótstöðu loftsins og gat látið smá líkön fljúga; þa<f var undið gúmmí- band sem sneri skrúfunni, en síðar vélar knúðar þrýstilofti eða gufu. Árið 1896 var hann svo langt kom- inn að hann gat látið líkan, sem vóg 1214 kg. fljúga 800 metra á 1 Vz minútu, og gaf gufuvél aflið. Nokkr- um mánuðum siðar gat hann látið svipaða vél fljúga 1200 metra með 46 km. hraða á klukkustund. Og nú taldi hann rannsóknum sín- um lokið. Hann ætlaðist til að aðrir tækju við. Hann var orðinn 62 ára og hafði mörg önnur áhugamál. — En þá fékk hermálaráðuneytið hann til að reyna að smíða vél, sem gæti jborið mann. 'Hann lét tilleiðast og Ifékk 50,000 dollara styrk til smíð- innar. Loks var vélin fullgerð, árið 1903, og kostnaðurinn var orðinn 70.000 dollarar. Hreyfillinn vóg 56 kg. og framleiddi þó 52 hestöfl. Flugmaðurinn var Charles Manley, aðstoðarinaður prófessorsins. Tilraun in var gerð 7. okt. Hreyfillinn fór í gang, skrúfan snerist og — vélin brunaði beint út í Potomacfljót og fór á kaf þar. Þetta var herfilegur ósigur. Blöð- in drógu dár að Langley, og þing- menn skömmuðust út af peningun- um, sem fleygt hafði verið í þetta. Langley tók sér þetta svo nærri að liann lagðist veikur og dó nokkru síðar. Árið eftir ófarir Langleys héldu bræðurnir áfram tilraunum sinum í Dayton, oog nú flugu þeir eigi að eins beint áfram heldur gátu þeir líka flogið í hring. Árið eftir 1905, flugu þeir 39 km. á 39 mínútum, að mörg- um ásjáándi. Bændurnir sem unnu á ökrum sínum í kring og fólk sem átti leið þarna fram hjá sá Wrightbræð- urna fljúga dag cftir dag, en það sinnti þvi enginn! Einstaka maður, svo sem Octave Chanute, skildi þó að hér voru stór- tíðindi að gerast. En í Ameriku fannst mönnum cnn að þetta væri bégómi, og hermálaráðuneyti Banda- ríkjanna vildi ekki liðsinna bræðr- unum á nokkurn hátt. Hermálaráðuneyti annarra þjóða voru betur á verði. Til Dayton komu sendimenn frá London og París, sérstaklega voru Frakkar æstir í að kynna sér málið, þvi að þeir bjugg- ust við ófriði við Þjóðverja á næst- unni og langaði að eignast vopn í þeirri baráttu. í Frakklandi var þegar farið að gera eftirlíkingar af flugvél Wright- bræðra. Frægir menn svo sem Ble- riot og Voisin-bræður voru meðal þeirra, sem fyrst i stað stældu Wright-gerðina. WILBUR og Orville Wright voru prestssynir og varð faðir þeirra bsk- up siðar, í litlu kirkjufélagi i Day- ton, þar sem þeir ólust upp. Þeir liöfðu snemma gaman af vélum og töldu foreldrarnir þá hneigð vera arf frá móðurafa þeirra, sem var þýskur. Hann liafði verið vagna- smiður. Faðir þeirra sat i virðingarstöðu en var ekki hálaunaður að sama skapi, svo að bræðurnir urðu að fara að vinna fyrir sér ungir. Þeir gengu í barnaskólann og höfðu eng- an áhuga á háskólamenntun eins og tveir bræður þeirra. Wilburn var eitt ár í menntaskól- anum og lærði stærðfræði, eðlis- fræði og sögu, en tólc ekki próf. Orville tók ekki heldur próf úr menntaskóla og voru þó báðir orðn- ir 18 ára er þeir fóru þaðan. Aðrir hugvitsmenn, frá Jemes Watt til Edisons, hafa líka verið próflausir. Þeir höfðu allan hugan við hina hagnýtu lilið tilverunnar. Þeir gáfu út vikublað þegar þeir voru strák- ar. Síðan gáfu þeir út dagblað og prentuðu það sjálfir í pressu scm þeir liöfðu smíðað. Ekki græddu þeir á blaðinu, en bækur prentuðu þeir með ágóða. Árið 1892 settu þeir upp reið- lijólaviðgerðarstofu og græddu vel á henni, þvi að i þá daga var tiska að hjóla. Leigðu þeir öðrum prent- smiðjuna en sneru sér heilir að Wriglit Cycle Co. Þeir önnuðust ekki aðcins viðgerðir heldur fram- leiddu reiðhjólategund, eða settu saman úr stykkjum, sem þeir keýptu af ýmsum framleiðendum. Þetta þótti gott reiðhjól. En von bráðar snerist hugur þeirra að öðru'. Þegar Orville var 25 ára fékk hann taugaveilci og lá þungt haldinn í marga mánuði. Það var i þeirri legu sem bróðir hans sagði honum frá, að Þjóðverjinn Lillienthal hefði hrapað á svifflugi og beðið bana. Þeir liöfðu áður fylgst með svif- flugstilraunum Ottós Lillienthals: Iíann liafði komist 300 metra leið í 30 metra hæð. Þeir höfðu lesið um tilraunir Maxims og Langleys, en meðan Orville var að ná sér eftir taugaveikina fóru þeir að kynna sér þessi mál af kappi, fengu léðar all- ar bækur er þeir náðu til og rök- ræddu málið. Undir eins og Orville var orðinn hress fór hann að sýsla við verk- legar tilraunir. En enginn fékkst til að taka þetta alvarlega — fólk leit á það likum augum og spiritisma. Enda var uppskeran léleg. Lillien- thal og Englendingurinn Pilcher höfðu báðir drepið sig við flugtil- raunir. Frakkinn Ader og Englend- ingurinn Hiram Maxim, sem voru að reyna að smíða breyfilflugvél, höðu eytt offjár í tilraunir án þess að verða nokkuð verulega ágengt. Wrightbræður höfðu ekki úr miklu að spila; fram að þvi að þeim tókst að lyfta sér fyrst höfðu þeir eytt 5000 dollurum í tilraunir, — en það var þeim kannske til happs. Vegna peningaleysisins urðu þeir að leggja sig enn meira i framkróka um að hugsa. Þeir byrjuðu á svifflugum, sem eiginlega voru ekki annað en flug- drekar, en endurbættu þær stig af stigi sérstaklega eftir að þeir fundu ágætan tilraunastað við Ivitty Hawk í N.-Garolina. Þar var oftast mikil bafgola. Tilraunirnar við Kitty Hawk gengu illa árið 1900 og 1901. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að útreikningar Lillientlials og Langleys á loftstöðu og „afdrift“ lilytu að vera skakkir. Þegar þeir konni heim, 1901, sagði Wilburn: „Það liða þúsund ár þang- að til nokkrum tekst að fljúga!“ En tvemur árum síðar flaug bann sjálfur! Þeir gátu ekki annað en haldið áfram að reyna. Veturinn 1901—’2, gerðu þeir sér sogtunnel á verkstæð- inu. Með honum ætluðu þeir að finna réttan grundvöll undir loftmótstöð- unni. Ágætir stærðfræðingar höfðu rann sakað þetta mál og gert mótstöðu- töflur en komist að rangri niður- stöðu, liklega vegna þess að þeir beittu spekinni meira en augum og fótum. Bræðurnir töldu ekki eftir að hlaupa langar leiðir með flug- drekana sína til þess að kanna hreyfingar loftsins, og á þeim athug- unum sem þeir gerðu í sog-tunnell- inum byggðu þeir nú alveg nýjar loftmótstöðutöflur. Þær voru mjög ólíkar töflum Lil- lientlials og Langleys, en reyndust vel í nærri þvi 1000 tilraunum, sem bræðurnir gerðu við Kitty Hawk 1902. Og þeim tókst að láta svifflug- una halda jafnvægi, meira að segja i 58 km. mótvindi. SAMVINNA Wilburns og Orvilles var hin ákjósanlegasta. Þeir ræddu hver smáatriði í þaula. Ef einhver Orville dó úrið 194-8 og varð ekki ríkur á uppgötvun sinni.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.