Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1952, Side 6

Fálkinn - 07.03.1952, Side 6
6 FÁLKINN UÓS og SKUGGAR Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands. FUNDUR ATLANTSHAFS- RÁÐSINS. Á fandi Atlantshafsráðsins í Lissabon mættu fnlltrúar fírikkja og Tyrlcja í fyrsta sinn. Á myndinni, sem tekin var einn fyrsta fundardaginn, sjást nokkrir hinna mörgu utanríkis- ráðherrt (sitjandi í fremstu röð) Idappa fyrir ræðu Venezilosar griska utanríkisráðherrans. Frá hægri sjást þessir ráðherr ar: Van Zeeland, Be(cjíu, einn óþekktur, Iiraft, Danmörku, Schuman, Frakklandi, Bjarni Benediktsson Islandi, de G'asp- eri, ltalíu og Beck Luxemburg. Fyrir aftan Bjarna situr Torkil Kristensen, hinn kunni danski fjármálasérfræðingur. að salurinn var næstum því mann- laus. Þetta var yndislegt kvöld og flestir gestirnir höfðu farið út til þess að fá sér hressingargöngu eða aka um nágrennið. Sumir höfðu einnig farið í spilaskálarin. Briggs kom á móti henni með framréttar hendur. „Þér liafið alveg gert mig rugl- aðan!“ sagði liann. „Eg veit ekki, livað að mér gengur. Eg er ekki vanur að koma svona bjánalega fram. En þér eruð dásamlegar, Elísabet — og yður hlýtur að þykja eitthvað dálítið vænt um mig, ])ví að annars hefðuð þér ekki gert það, sem þér gerðuð i gær. Ungar, ensk- ar stúlkur eru venjulega svo ákveðn- ar og hreinar og beinar i framkomu, þegar þær ferðast einar sins liðs. Þér farið áreiðanlega ekki i ökuferð með ungum mönnum nema að hug- ur fylgi máli og einhver alvara sé á bak við.“ Hann dró hana til sin og hélt þéttingsfast um báðar hendur henn- ar. Hún dró þær ekki strax að sér, þvi að hún þurfti að fá dálítinn tíma til þess að átta sig. Hún hafði greinilega leikið sér að hættulegum eldi — það sá liún nú. Og hún hafði aldrei hugsað út í það, að henni kynni að reynast erfitt að bíta þennan dóna frá sér. „Þetta er vitleysa hjá yður, herra Briggs," sagði hún. „Það vitið þér mætavel. Nú á dögum geta enskar stúlkur jafnt sem aðrar gert það sem þeim finnst ^æmandi, án þess að einhver og einhver þurfi að fara að rangtúlka það.“ „Eg veit það,“ svaraði ungi mað- urinn. „En mig hafið þér ekki fyrir leiksopp, EIísabet.“ Hann hélt stöðugt fast um liendur hennar svo að það er örðugt fyrir hana að losa sig. En loksins tókst henhi það og hún rétti úr sér og sagði: „Eg kom hingað niður, af því að ég óttaðist, að þér kynnuð að gera einhverja glennu fyrir utan her- bergið mitt.“ Hvers vegna voru menn svona heimskir? Hvers vegna gat hún ekki hitt rétta manninn? Gerald Briggs var alls ekki af þvi tagi, að Elisabet kærði sig um hann. Svo var hann allt of ungur. Hann var næstum því drengur ennþá. Hún var sjálfri sér gröm fyrir það, að liafa eytt svo miklum dýrmætum tima i liann; sem gæti aldrei liaft neina þýðingu fyrir hana. Hann var dæmigerður Ameríkumaður. Hún hristi höfuðið. Þó að karlmenn hrifust fljótt af El- isabetu, þá var bún i eðli sínu samt ekki tilfinningarík, og ást vissi hún ekki hvað var. Henni hafði þótt vænt uin föður sinn vegna frægðar hans, en um venjulegan föðurkær- leik var ekki að ræða af hennar hálfu: Og Elisabet hafði óljósan grun um, að hún gæti ekki verið hrifin af móður sinni. Faðir hennar hafði aldrei viljað tala um hana við hana. Það var eitthvað leyndardómsfullt viðþað. Ungfrú Charlbury stóð líka á sama um bana nema að því leyti, sem hún kynni að hafa áhrif á fram- tíð hennar. Hún kærði sig ekkert um að kynnast henni. Ef til vill var hún manneskja, sem betur væri að þekkja ekki. Meðan hún sat við gluggann i gistihúsherbergi sínu, var komið með bréfspjald til hennar. Það var beiðni frá Briggs um að hún kæmi og talaði við hann. „Eg bíð yðar úti við minnismerk- ið,“ sagði liann. „Ef þér komið ekki niður til min, þá kem ég upp til yðar, þvi að ég þarf að segja yður dálitið, sem þolir ekki neina bið.“ Eftir stutta íhugun sá Elísabet að hún varð að verða við bóninni. Henni var gramt í geði, er hún gekk niður stigann með sjal yfir herðun- um. Það hafði róandi áhrif á liana Hér sjást Peronistar fagna sigri Perons í kosningunum í vetur. — Þeir ganga um aöálgötuna í Buenos Aires með risavaxna pappa- mynd af Peron, sem „herra Justitius“. — 1 hjartanu á honum er mynd af frú Evu Peron, hinni atkvœðamiklu konu forsetans. — VAR EKKI DAUÐUR. Áttræður bóndi í Charac í Frakk- landi var nýlega úrskurðaður dauð- ur úr hjartaslagi, og fjölskyldan fór að undirbúa útförina. En hann var ekki dauður. Meðan vinir og ættingj- ar sátu yfir borðum og hámuðu í sig alls konar krásir til heiðurs líkinu lyfti það lokinu af kistunni og spurði: „Hvað er nú þetta? Byrj- ið þið að éta áður en ég er sestur við borðið?“ Nærri má geta að fólk- inu brá við. En dauðinn varð samt yfirsterkari, þvi að tveim dögum siðar sálaðist bóndinn fyrir fullt og allt. I

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.