Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1952, Qupperneq 10

Fálkinn - 07.03.1952, Qupperneq 10
10 FÁLKINN 1111» ÞÉR . . .? að mótorinn í jet-flugvél er fljótari a ðeyða eldsneyti en vélarnar í stóru herskipi? Þegar jetmótorinn i svona flugvél gengur með fullum hraða dælir hann í sig eldsneyti, sem svarar til 25,500 litrum á klukkustund. að þegar borgarhluti brennur verður lofteyðslafi svo mikil, að súgurinn af brunanum verð ur að stormi í nágrannahverf- unnm? Þegar bruninn mikli varð í Ham- borg 1943 eftir eina loftárásina varð 13 ferkm. svæði í borginni alelda á svipsundu. Reykurinn komst upp i 7 km. hæð og vindhraðinn að eld- inum varð um 200 km. á klukku- stund (tvöfalt meiri en venjulegt fárviðri). 35,000 manns missti lífið í þessum eldsvoða. að komi maður á Kappakst- ursbíl með 325 km. hraða að brekku eins og sýnd er á teikningunni, gæti bíllinn hoppað yfir liæst hús í heimi, Empire State Building, sem er yfir 300 metra há. FLORENCE NIGHTINGALE Framhaldssaga. 6. Florence varð einstaklega lag- leg er hún óx upp. Hún var há og grönn. Hárið var jarpt og þétt en fremur stutt. Hún hafði hátt enni og gráblá augu. Augun voru einkar gáfuleg en gátu líka verið glaðleg og glensfull. Hún átti yndislegt bros, og þegar hún hló þá slcein i hvitar og fallegar tennur. Systurnar tvær komu á margar skemmtanir og dansleiki, bæði úti í sveitinni, á stórbýlunum og við hirð ina i London. Þeir voru margir ungu mennirnir, scm vildu giftast Florence, en hún var ekki á þvi. Hana langaði aðeins til eins: hún vildi verða hjúkrunarkona. 7. Foreldrum hennar þótti það mjög miður þegar hún sagði þeim að hún ætlaði að verða hjúkrunar- kona. í þá daga þótti það heldur auvirðileg atvinna. Flestar hjúkr- unarkonur höfðu lítið eða ekkert lært í hjúkrun, og margar voru drykk felldar svo að hjúkrun þeirra var af- ar bágborin. — Foreldrarnir hugg- uðu sig við að Florence mundi bráð- lega snúast hugur. En það varð ekki. Því að þetta var engin dægurfluga lijá henni. Henni fannst það vera köllun sin! Hún þóttist viss um að guð hefði ætlað henni þetta starf: að hjúkra þeim sem lijúkrunar þurfa. 8. í fyrstu hjúkraði Florence að- eins sjúklingum á heimilunum í land- areign föður síns. Hún kynntist neyð og eymd af eigin sjón, en alls staðar kom liún með huggun og hjálp inn í hreysi fátæklinganna. Sjúklingarnir gleymdu þjáningum sínum þegar hún sat við rúmið þeirra og las hátt eða söng fyrir þá. Florence lijálpaði lika prestinum. Hún hafði biblíutíma fyrir fólkið í sókninni og hélt sunnudagaskóla fyrir ungar stúlkur úr verksmiðju- bæ, sem var þarna skammt frá. Hún reyndi að gleðja þær með söng og hljóðfæraslætti, því að henni fannst þeim ekki veita af tilbreyt- ingu frá störfunum i verksmiðjun- um. — Hún varð góðvinur skóla- barnanna, lieimsótti þau í skólann og bauð þeim í „Lea Hurst“. 9. Florence hafði gaman af að halda skemmtanir fyrir aðra, en þeg- ar liún átti að fara á dansleik eða í samkvæmi sjálf þráði hún alltaf mest að komast heim til vinnu sinnar aftur. Hún gat alls ekki skil- ið, að fólk gæti skemmt sér og ver- ið kátt, þegar svo margt fólk átti bágt i fátækrahúsum, fangelsum og sjúkrahúsum og þurfti hjálpar við. Foreldrar hennar reyndu þrásinn- is að fá liana til að lifa sams konar lífi og ungar stúlkur af hennar ætt gerðu. Tvisvar sendu þau hana í fcrðalag til útlanda. Fyrst var hún nokkur ár í Róm, með lijónum, sem voru vinir fjölskyldunnar. Síðan fór hún til Egyptalands og Grikklands og til Þýskalands líka. 10. í bænum Kaiserwerth í Þýska- landi kom hún á hjúkrunarstofnun, þar sem allt var fullkomnara en hún hafði séð i Englandi. Hjúkrunar- konurnar voru nunnur, frómar kon- ur, sem unnu guðsþakkarverlc með því að hjúkra sjúklingum. Þær fengu ekkert kaup fyrir vinnu sina, heldur aðeins fæði, húsnæði og fatnað. Á hverju ári fengu þær tvo nýja bómullarkjóla og tvær svuntur og fimmta livert ár fengu þær bláan ullarkjól og svarta svuntu. Áður en þær byrjuðu störfin lærðu þær algeng innanhússtörf. Þær lærðu að elda mat, þvo og strauja, til þess að geta hjálpað til á fátækl- ingaheimilum, sem þær heimsóttu. — Gerið þér svo vel — viljið þér kvitta hérnal — Þér verðið að afsaka hve seint við komum. — Við ætluðum að koma miklu fyrr, en konan mín fór ekki a.ð búa sig fyrr en i gær. — Ef þú vilt endilega lesa ævin- tijri fyrir mig þá verðurðu að flýta þér að Ijúka við það, því að bráð- urn hyrjar glæpaleikritið í útvarp- inn! Þegar náltúran verður náminn rikari.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.