Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Louis Pasteur Framhaldsmyndasaga fyrir unglinga. 17. Eftir aÖ tvær litlu dætur Past- eurs voru dánar byrjaði hann ákaf- ar en áður að rannsaka smitandi sjúkdóma hjá mönnum. Hann vonaði að vinna hans mundi geta frelsað aðra litla krakka frá dauða. Hann varð kennari fyrir ungu mennina, sem ætluðu að verða læknar. En j>að varð lil ])ess, að margir öf- unduðu hann. Læknunum gramdist það, að fólk talaði svo mikið um Pasteur. Þeir þurftu annars allmjög á hjálp hans að halda, sérstaklega skurðlæknar. í þá daga var það nefni- lega svo, að maður var aðeins skor- inn upp í stærstu neyð, þvi að upp- skurður var næstum það sama og dauðadómur. Sjúklingarnir dóu ekki á skurðarborðinu. Fáum dögum eftir skurðaðgerðina leit meira að segja út fyrir, að þeir Væru á batavegi — en oftast endaði með því, að það kom bólga í sárið. Sjúklingurinn fékk há- an hita og dó stuttu siðar. 18. Pasteur reyndi að kenna lækn- unum, að þeir færu svona illa vegna sýklanna. Hann skýrði þeim frá því, að það væru sýklar á höndum læknis- ins, á skurðáhöldunum, á svömpum og umbúðum, í lofti spítalans og á sjúklingnum sjálfum. Flestir franskir læknar hlógu að honum, og iionutn leið illa við tilhugsunina um, hve margir urðu nú að deyja, þó þeir ltefðu getað lifað, ef læknhrnir hefðu lilustað á orð hans. í Englandi lifði á þeim tíma mjög duglegur læknir, er Lister hét. Hann Iiafði kynnt sér rit Pasteurs og fór eftir ráðum hans. Lister byrjaði að þvo bæði sjálfan sig og alla hluti, sem liann þurfti á að haida við upp- skurðina upp úr karból, sem drepur sýkla. Árangurinn varð sá, að 34 af 40 sjúklingum, sem hann skar upp, lifðu af. 19. í Frakklandi vann Pasteur áfram. Þá kom einu sinni barnsfara- sóttfaraldur á fæðingrstofnunina í París. Fimmtihluti allra sjúklinganna dóu. Pasteur fann ])ann geril, sem sjúkdómurinn stafaði af. Hann sá, livernig læknarnir gengu frá sjúkum til heilbrigðra og frá líkhúsum til fæðanda kvenna. Hann sagði lækn- unum, að sjúkdómurinn stafaði af gerli, og að það væru læknarnir sjálfir, sem báru smitið um. „Já, en hvernig á maður að finna þennan geril?‘ spurði einn, sem var viðstadd- ur. „Hann litur svona út,“ sagði Pasteur og teiknaði hann. Nokkrir læknar byrjuðu að fylgja ráðum Past- eurs, og það varð til þess, að færri mæður dóu af barnsförum en áður hafði verið. Pasteur hafði líka mikinn hug á sjúkdónnim dýra. I þá daga geisaði hænsnakólera í Frakklandi. Ef liæna í liænsnahúsi fékk kóleru, fengu allar hinar í hænsnahúsinu hana líka og dóu eftir stuttan tima. 20. Eftir margar tilraunir fann Pasteur þá sýkla, sem olli hænsna- lcóleru. Hann komst það langt, að hann gat gert heilbrigð liænsni veik með því að gefa þeim sprautur, þar sem sýklarnir voru í. En hvernig ætti Iiann að gera vcik hænsni heilbrigð? Einn daginn ætlaði Pasteur að taka fram glas með ræktuðum liænsna- kólerusýklum til þess að gera nýja tilraun. Af tilviljun tók hann glas, sem hafði staðið mjög lengi. Hænsnin, sem hann gaf sprautur með sýklum úr þessu glasi, urðu að visu veik af liænsnakóleru, en í stað þess að deyja eins og öll hin, batnaði þeim aftur. Sýktarnir höfðu nefnilega tapað krafti sínum með því að standa í beru lofti. Þau hænsni, sem voru orðin fnísk af kólerunni, fengu skammt af sterkustu sýklum, sem Pasteur átti til. Það olli þeim engum óþægindum, þau voru orðin ónæm fyr- ir sjúkdóminum, vegna þess að blóð þeirra hafði myndað móteitur gegn eitri sýklanna. Nú fcngu þeir Past- eur og hjálparar hans annríkt. Þeir ferðuðust um með veiklaða sýkla og hólusettu þúsundir hænsna. gardurinn okkar Hirðing gróðurreita Mikil vandvirkni skal liöfð við val gróðurmoldar í reitina. Móld úr vel ræktuðu túni eða mat- jurtagarði blönduð með nokkru af sandi og gömlum húsdýraáburði, t. d. hrossataði, er oftast mjög góð. Þó skal gætt nokkurrar varúðar, ef mold- in hefir verið tekin á frjóum stað. — í gamla reiti er þó rétt að setja lítið eitt af áburði. Ágætt er að bera á hús- dýraáburð, sem blandaður er til helminga með mómold. Útlendan áburð skal nota með gætni, ef hann er valinn. í venjulegan jarðveg eru 70 til 120 gr. hæfileg í 8 til 10 m. langan reit af algildum áburði, en bann inniheld- ur þau efni, sem nauðsynlegust eru: Köfnunarefni, Fosfór og Kalí. Rétt er að bæta ofurlitlu af kalkefni i jarð- veginn á 2 til 3 ára fresti, ef kál og aðrar þurftarfrekar nytjajurtir eru að staðaldri ræktaðar í reitnum. Kalksteinsmjöl er hentugt, 300 til 350 gr. á ferm. og skal það sett á haustin i gróðurmoldina. Ef illa gengur að fá góða rækt í reitinn, illgresi gerist nærgöngult og moldin óþjál við gróðursetningu, er best að skipta alveg um jarðveg, og ennfremur þegar sömu plöntutegund- ir eru að staðaldri ræktaðar, verður næringaröflun þeirra það einliæf, að skipta verður um gróðurmold annað eða þriðja hvert ár. Þegar gróðurreiturinn hefir verið tilreiddur og hitaður upp í 15 til 20 gráður, en ekki þar yfir, er sáð í hann. Þá er rétt að deila reitnum niður eftir tegundum og fjölda þeirra plantna, sem þar eiga að dafna, og merkja v greinilega hvert tegundasvæði. Ef sáð er í sama gróðurreit mörg- um tegundum, skulu þær plönt- ur settar hlið við hlið, er hafa sem Hkastan spírunartíma, t. d. káltegundir, Levkoj, Nellikkur o. fl„ sem eru fljótar að ála, en tómatar, baunir, stjúpur, Nemesíur o. s. frv., eru lengur að skjóta öngum. Hversu þétt skal sáð, er háð öllum aðstæðum. Hve lengi plöntunum er ætlað að dafna í sama reit, hvort þær skulu fluttar milli reita (í sólreit), eða síðar á bersvæði, hvaða tegundir um er að ræða o. s. frv. Er því erfitt að gefá nokkra algilda reglu um ]>etta, og verður að afla upplýsinga um það um leið og menn velja tegundir og ræktunaraðferðir. Eftir að ræktun er hafin í gr.óður- reit, er áriðaihli að hafa vakandi auga með nýgræðingnum, hugsa um að raka, birtu og hita sé stillt í lióf, og umfram allt forðast allar snöggar hreytingar á þessum höfuð-vaxtar- skilyrðum jurtanna. Ef plöntur hafa fölnað við of litla birtu, er ekki hægt að bæta það upp með sterku sólar- ljósi strax á eftir, slíkt mundi ríða þeim að fullu. Einnig, ef láðst hefir að halda nægilegtim hita i reitnum, má ekki auka hitann skyndilega. — Allar breytingar verða að gerast hæg'fara, magn Ijóssins aukið eða minnkað sin'ám sainan, og hitanum breytt stig af stigi. Snögg umskipti geta reynst öllum nýgræðingi banvæn, og veltur því fyrst og fremst á, að slíkt geti ekki hent, svo að mikið verk sé eigi unnið fyrir gýg. Endir. FLÓRA selur yður fræið — Eg á frænda, sem er svo nískur, að hann tyggur fyrst tóbakið, síðan þurrkar liann það og reykir og loks tekur liann öskuna i nefið. — Hvað heldurðu að það sé. En hann pabbi minn var samhaldssamur. Hann var með vörtu fyrir neðan barkakýlið og brúkaði hana fyrir flibbahnapp. — En hvað það var fallegt af þér að gefa mér blóm i dag þó að ég yrði að hýða þig í gær. Villi hafði sagt um.konu eina, að hún væri ekki einu sinni verð þess að lirækja á hana. Honum var stefnt og krafist að liann tæki orð sin aftur og það gerði hann svona: — Eg tek — Skelfing eru þeir farnir að steypa þunna veggi núna, finnst yður það ekki, frú Hólm! aftur orð mín. Eg liefi sagt að hún væri ekki þess verð þess að hrækt væri á hana, en nú geng ég inn á að ■ liún sé það. #

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.