Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
vel? spurði hún þegar Tew kom inn með kaffið.
— Já, við vorum mjög góðir vinir einu sinni, en
síðustu árin liafa vegir okkar legið langt hvor frá
öðrum. Eg gat þakkað ofurstanum að hann hjálp-
aði mér fyrstu erfiðleikaárin í Evrópu. Án hans
hefði ég aldrei getað rekið fyrsta erindið, sem mér
vur falið í Evrópu.
Rósalinda rétti honum kaffihollann. Hún liafði
eignast sjálfstraustið á ný og var nú í essinu sínu
sem húsmóðir — eins og faðir hennar hafði kennt
henni. — Þarna eru vindlingarnir við hliðina á
yður, sagði hún.
— Þökk fyrir. Ætlið þér ekki að fá eina sjálf?
— Nei, ég reyki ekki.
— Eeyfið þér að ég spyrji yður spurningar? sagði
hann er þau höfðu setið og talað saman nokkra
stund. Hún kinkaði kolii og hann liélt áfram: —
Hver eru framtíðaráform yðar?
Ali prins hafði heyrt það á skotspónum að of-
urstinn hefði dáið eignalaus og nú var hann kom-
inn þarna í þeim erindum að hjálpa dóttur hans
með einhverju móti. Hann hafði séð Rósalindu
bregða fyrir daginn sem slysið varð, er hún kom
hlaupandi út á völlinn og fleygði sér niður lijá
líkinu. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sá hana
greinilega og honum féll vel það sem hann sá:
grönn og falleg stúlka, talandi, dökk augu og gull-
jarpt hár. Hvíti, látlausi sorgarkjóllinn hennar
hreif hann og honum datt í hug, að einmitt svona
hefði ofurstinn viljað sjá dóttur sína klædda. Of-
urstinn hefði orðið manna síðastur tit að óska að
dóttir hans gengi svartklædd.’ Og þegar hún leit
upp og hrosti innilega, fannst Ali prins hann hefði
aldrei séð fegurra bros.
— Eg hefi fengið mér atvinnu, sagði hún.
— Atvinnu. í eyrum Austurlandabúans hljómaði
jjetta orð þjösnalega. Kona sem átti að njóta ásta
og láta dekra við sig, klæðast i silki. — Hvers
konar .... atvinnu?
Og allt í einu fannst lienni hún geta talað óhindr-
að við þennan mann, sem hafði verið henni ókunn-
ur fyrir einum klukkutíma, um atvinnuna og
Greensfóikið -— og hvernig vinir hennar höfðu tekið
])essu. En hún sagði honum ekki livers vegna hún
hcfði gert þetta.
— Allan sé oss náðugur! sagði hann hlæjandi er
hún hafði sagt honum frá þessu. En honum blöskr-
aði. — Þetta er vonlaust verk! Eg liefi séð liana,
þessa frú Green. Hún er bryðja, hún gerir út af við
yður. Var þetta i rauninni nauðsynlegt?
— Já, ég hefi ekki efni á að sleppa svona tæki-
færi.
— IJað er að minnsta kosti skárra en skrifstofu-
starf, sagði hann. ■— Þér getið verið heima hjá yður
og lifað sama lífi og áður.
— Já, einmitt. Rósalinda brosti hlýtt við þessu
skilningsgóða svari.
*— Að því leyti er það gott, hélt prinsinn áfram.
— Og hvað öðru viðvíkur — hann baðaði út hönd-
unum og brosti — þá reynum við öil að hjálpa
yður. Mér finnst þetta djarflega gert, alveg eins og
búast mátti við af dóttur Fairfax ofursta.
Heitari litur hafði komið í kinnar henni meðan
hann var að tala. Hvað hann var viíigjarnlegur og
skilningsgóður. Ósjálfrátt bar hún hann saman við
John, sem liafði látið skilja svo greinilega á sér að
hann hafði vanþóknun á ráðabreytni hennar. —
Þér eruð sá fyrsti sem hafið sagt eitthvað notalegt
við mig í sambándi við Jietta, sagði hún. — Vinir
mínir fordæma mig, ja, meira en það — þeir fyrir-
líta mig ....
— Það er auðvelt að dæma aðra þegar maður
FELUMYND
Hvar er ökumaðurinn?
þarf ekki að stíga slíkt skref sjálfur. Mennirnir
eiga svo erfitt með að setja sig í spor annarra.
— Ekki þér. Þér skiljið mig. John Midwinter,
annar vinur föður mins, fyrirlitur mig ....
— Er það mögulegt? Og livaða ráð vildi hann
gefa í staðinn?
— Ekkert.
— Þarna kemur það. Siðfastur og þröngsýnn
Englendingur. En þér megið ekki reiðast Midwinter,
honum gengur aðeins gott til.
— Þekkið þér hann?
— Já. Hann er göfugmenni.
— Eg veit það. En hann er svo óþægilegur, en
þér .... Rósalinda þagnaði og roðnaði við tilhugs-
unina um livað hún hafði ætlað að segja.
Ali prins skildi hana og ])að kom glampi í augun
á honum er hann lauk setningunni: — Eg, sem er
Egypti, skil unga e'nska stúlkur betur en landar
hennar gera. Það er ekkert undarlegt. Þvert á
móti — óviðkomandi maður er oft gleggri á ýmis-
legt, og ég dáist að yður fyrir liugrekkið.
— Þér eruð svo álúðlegur, sagði Rósalinda
þakklát.
—Má ég endurgjalda lirósið? Það hefir glatt
mig að þér sýnduð mér það traust að tala lirein-
skilnislega við mig, svaraði prinsinn.
— Eg fann undir eins að þér voruð vinur minn,
sagði Rósalinda. — Eg er ekki vön að leysa frá
skjóðunni við ókunnuga, en þetta varð öðru vísi
' þegar þér voruð annars vegar.
— Þökk fyrir, ungfrú Fairfax. Þettá er mesta
hrósið, sem mér héfir nokkurn tíma fallið í skaut.
Eg vona að þér fáið aldrei ástæðu til að skipta um
skoðun á mér.
— Eg er alveg viss um það.
Hvorugt þeirra grunaði hve sönn þessi orð
mundu reynast, eða hve sterka raun vinátta Ali
prins átti eftir að standast.
Nú var hringt aftur, löng, einbeitt hringing. Tew
fór til dyra, og ómurinn af hávaða og gauragangi
heyrðist inn í stofuna. Ein röddin yfirgnæfði allar
hinar: — Setjið töskurnar inn i svefnhcrbergið
og hafið te tilbúið eftir tiu mínútur!
— Þetta eru Greensmæðgurnar, sagði Rósalinda.
Hún var föl og auðsjáanlega var henni órótt. Ali
prins stóð upp og ætlaði að kveðja, en liann las
út úr augum Rósalindu að hana langaði að hann
færi ekki strax, svo að liann sagði í staðinn: —
Kannske þér viljið gera svo vel að kynna mig
gestunum yðar?
— Viljið þér það? Frú Green mundi þykja vænt
um það.
Hann sá að hún kveið fyrir að hitta Greens-
mæðgurnar og að hún fann þegar hve auðmýkjandi
aðstöðu hún var komin i. Prinsinn, sem vissi hvar
hann var settur í samkvæmislifinu i Cairo, vissi
lika hvers virði það var fyrir Rósalindu að frú
Green hitti liann gestkomandi hjá henni.
Hurðin opnaðist og inn kom frú Green með dóttur
og tengdadóttur í kjölfarinu. — Jæja, hérna erum
við. Eg er búin að .... Hún þagnaði og starði
agndofa á hinn tígulega rnann, sem stóð hjá Rósa-
lindu. — Eg vissi ekki að þér höfðuð gesti.
— Má ég kynna? sagði Rósalinda. — Ali Yussuf
prins — frú Fred Green og ungfrú Green.
— Gleður mig að kynnast yður hrifin. — Við
höfum séð yður í polóleik.
Tew kom með teið og Rósalinda ætlaði að hella
i bollana, en frú Green tók fram fyrir hendur
hennar: — Eg skal sjá um það!
Rósalinda hörfaði undan og roðnaði, og horfði á
að aðrir þóttust vera orðnir húsbændur á hennar
heimili. Greensmæðgurnar voru fljótar að gera
sig heimakomnar.
Ali prins tók eftir öllu og skildi tilfinningar Rósa-
lindu og langaði til að biðja gestina uin að hypja
sig þangað sem þeir ættu heima. En hann stillti
sig, tók við tebolla sem hann hafði enga lyst á —
honum þótti te vont og var nýbúinn að drekka
kaffi — og fór svo að tala við kvenfólkið.
Rósálinda leit þakkaraugum til hans og prinsinn
leit til hennar svo Mtið bar á, eins og hann vildi
segja: — „Treystið mér!“
Ali prins fór að tala um samkvæmis.lífið i Cairo
og gaf d skyn að það mundi verða enn skemmtilegra
en vant væri, úr því að þær Greensmæðgurnar
væru komnar í borgina. Frú Green ljómaði af
ánægju og súri svipurinn livarf af Suzette en Iris
rauðhærða renndi augunum til Ali, svo að hrollur
fór um Rósalindu. Nú fyrst skildi hún hvc erfitt
þetta mundi verða. Óskrifuð lög bönnuðu ensku
kvenfólki að dufla við Egypta. Þau máttu vera
vinir, en hvorki Austurlanda- né Evrópubúi máttu
fara lengra. Rósalinda vissi hvernig prinsinum
mundi þykja þetta háttalag.
Eoks stóð prinsinn upp til að fara og þegar Rósa-
linda rétti honum höndina kinkaði hann aftur
kolli svo litið bar á.
— Hann er töfrandi! gall frú Green við undir
eins og prinsinn var horfinn. Á hann heima hér
í Cairo?
— Hann á einkabústað hérna, sagði Rósalinda. —
En svo á hann glæsilegt óðal fyrir utan borgina.
Það kom glampi í rafgul augun í Iris: — Hann
er engill!
— Eg vona að hann gleymi ekki að hann hefir
boðið okkur heim, sagði Suzette.
Iris brosti íbyggin. — Það gerir hann ékki.
— Nú er best að fara að taka upp dótið, sagði
frú Green og þrammaði fram að dyrunum.
— Get ég hjálpað til? sagði Rósalinda. — Eg
vona að svefnherbergið hafi verið í lagi.
— Jú, þakka yður fyrir. En ég breytti dálitið
til. Suzette hefir fengið svefnherbergið yðar, en
þér fáið fataherbergið hans föður yðar. Eg sagði
Tew að flytja dótið yðar.
— Flytja úr herberginu mínu! Rósalinda gleymdi
sér í svip og starði reið á frú Green.
ADAMSON
Lati hundurinn.