Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 FRAMHALDSGREIN. ( 2 ) CAROL og konurnar hans BREFASMYGLUN. Zizi hafði ekki hugmynd um hvar Carol var niðurkom- inn fyrr en gamall vinur fjölskyldunnar sagði lienni að hann væri í fangelsinu í Horaitza. Bauðst hann til að koma til hans bréfi. Móðir mín hafði skrifað bréf á hverj- um degi, án þess að vita hvert hún gæti sent þau. Þetta var i sept. 1938. Sendimað- urinn fór lil Horaitza og var fjarverandi i þrjá daga. Þegar hann kom aftur hafði hann sögu að segja, sem eins vel hefði getað verið úr skáldsögu. Hann liafði ekki hitt föður minn, sem var lok- aður inni í klaustri nokkru, en hafði af- hent bréfin bónda, sem liafði afhent þau munki einum í klaustrinu, en hann aflienti þau föður mínum. Þessa leið gat faðir minn sent mömmu bréf. Það fyrsta var skrifað skömmu eftir að hann hafði vcrið tekinn fastur. í öðru bréfinu, sem var dagsett 26. sept- ember, skrifar hann að hann sé glað- ur því að liann hafi fengið boð um að hann muni frétta af konunni sinni. Og í þriðja bréfinu, dagsettu fáum dögum síðar, skrifar hann: „Elsku barn, ég þrái svo mikiO aö tala viö þig. Þaö er útlit fyrir aö okkur veröi stíaö sundur þangaö til striöinu lýkur. Fyrst neitaöi ég aö ganga aö þessu, en ég átti ekki annars úrkosta en aö fallast á þaö. Undir eins og friöur kemur er ég frjáls aftur. Þú og engin önnur ert konan mín. Þetta er ekki oröagjálfur heldur hátíölegur eiöur, sem ég hefi svariö í eitt skipti fyrir öll. Ég sver aö undir eins og friöur kemst á skal ég koma til þín, og þá veröum viö ulltaf saman. — E. S. Treystu mér. Jafnvel þó aö þú lesir aö hjóna- bandiö hafi veriö gert ógilt, skaltu treysta mér ....... C ar ol. Ég veit ekki hvort ógilding hjóna- bandsins var hugmynd föður míns sjálfs, eða hvort aðrir voru farnir að leggja að honum. Ég dæmi ekki föður minn — ég læt aðra um það. En ég held að liann hafi látið bugast af erf- iðum kringumstæðum. ZIZI LÆTUR EKKI BUGAST. Nokkru siðíar sendi María drottn- ing Petala hershöfðingja til að tala júlí 1938. Hún dó á sama ári. um fyrir móður minni, en Zizi neit- aði að veita honum viðtal, þvi að hún þóttist viss um að hann væri kominn í þeim erindum að fá hana til að fall- ast á að lijónabandið yrði gert ógilt. Annar sendimaður drottningarinnar komst inn i húsið, sem móðir mín bjó í, með valdi. Það var amerískur ofursti af kanadiskum ættum, sem hafði lent í Rúmeníu í stríðinu. Þetta var heillandi maður og þrekmikill, og hafði notað sér liylli drottningarinnar til að ná mikilsvirðum samböndum og verða sér úti um ýms sérleyfi. Hann gerði sem hann gat til að telja mömmu hughvarf, en árangurslaust. Margir fleiri komu og af öllum við- ræðunum varð það bert, að þess var óskað að móðir mín féllist á að ógilda hjónabandið. Henni var talin trú um að þetta væri aðeins gert til að blekkja þjóðina, og undir eins og búið væri að auglýsa ógildinguna gætu Carol og hún gerl það sem þeim sýnd- ist. í einu bréfinu lil föður míns minnt- ist hún á hjónaskilnaðinn, en þá varð hann æfur og skrifaði til baka: „Þú vilt ekki fallast á aö ógilda hjónabandiö, en þú ert fús til aö undirskrifa dauöadóm okkar. Þú dœmir mig til dauöa. Undir eins og ég sé aö allt er úti, mun ég fyrir- gefa mér. Þinn um alla eilífö. Carol. Móðir min varð nú alveg afhuga hjónaskilnaðinum en talaði við mála- Carol reikull í ráði I I ! '7~,'T1 María Rúmenadrottning að koma af hressingarhæli í Dresden í flutningsmenn föður míns, sem sögðu að hjónabandið væri i alla staði lög- mætt. Um þetta leyti var 75 daga fang- elsinu að Ijúka, og það var tilkynnt að faðir minn ætti að fara til Jassy í fararbroddi hersveitar sinnar og verða við messu í dómkirkjunni. Mamma af- réð að fara i kirkju. Hún stóð i þrönginni og sá mann sinn ganga fram hjá. Hann var veiklu- legur og ekki varð séð að hann tæki eftir henni. En um kvöldið reyndi hann að komast inn í hús ömmu minn- ar, þar sem mamma var. Samkvæmt skipun drottningarinnar hafði vörð- ur verið settur um húsið, svo að faðir minn varð frá að hverfa. Maríu drottningu og föður mínum lenti saman í svakalegri rimmu, en loks fékk hann leyfi til að heimsækja mömmu. Tveir menn frá hirðinni voru sendir með honum og biðu við dyrnar meðan þau voru að tala saman. REYNT AÐ MÚTA. Nokkrum dögum siðar lieimsótti Coanda hershöfðingi móður mina. Hann hafði verið vinur afa míns, Lam- brino hershöfðingja. Hann sagði að það væri skylda hennar, ef hún vildi lieita góður ættjarðarvinur að fallast á að hjónabandið yrði gert ógilt. Og hann gaf í skyn að hún gæti átt von á „stórri upphæð í gulli“ ef hún féllist á það. Mamma svaraði að hún þættist viss um að Carol elskaði hana eins heitt og hún elskaði hann, og að luin væri ekki ginkeypt fyrir gulli. Það eina sem hún óskaði væri að fá mann sinn aftúr. Um jólin fékk hún bréf og tvær bækur frá föður mínum. Hann skrifaði um hve raunamædd- ur hann væri og hve heitt hann elsk- aði hana. En hann gerði ekki tilraun til að hitta liana. Eða — kannske liefir hann reynt það en drottningin liindrað það? Móðir mín hefir sagt sögur af mér frá þvi ég var lítill. Ég var vanur að spyrja: — Hvenær kemur pabbi og heimsækir okkur? Og mamma varð alltaf að finna nýjar og nýjar afsakanir og viðbárur og búa til ótal sögur til þess að gefa skýr- ingu á hvers vegna hann kæmi ekki. Þegar ég var orðin átta ára skildist mér að það væri amma mín, María drottning seem ætti sökina á því að pabbi kom aldrei. Hún hafði stíað pabba og mömmu sundur. Ég sagði við mömmu: — Ég ætla að reyna að ná i hárið á ömmu og halda í það meðaii þú ferð eitthvað langt i burt með hann pabba! En víkjum nú aftur að þvi þegar ég fæddist. Um það ieyti var svo strangur vörður hafður um lieimili mömmu, að hún beið heilsutjón af því. Það var ekki aðeins að föður minum væri varnað að koma, heldur fannst mömmu að njósnir væru hafð- ar um sig, eins og hún væri hættuleg konungdæminu. Henni fannst hún vera umkringd af óvinum, liún var mædd og beygð og oft hvarflaði það að hcnni að réttast væri að hætta að spyrna á móti. Væri ekki réttara að fallast á að hjónabandið yrði gert ógilt? LEYNILEGT STEFNUMÓT. En stundum gerðist þó eitthvað, sem varð til þess að auka lienni bjart- sýni. Einu sinni hafði hún afráðið að fara frá Jassy til Bukarest til að reyna að hitta manninn sinn. Hún fór á stöðina til að kaupa járnbrautarfar- miða, en þar var þvi svarað að yfir- völdunum væri bannað að selja lienni farmiða. Hún leitaði ásjár lijá Carol og hann útvegaði lienni samstundis fararleyfi. Ferðin til Bukarest hafði ævintýra- legt atvik í för með sér. í annað sinn varð hinn konunglegi eiginmaður liennar að dulbúa sig til þess að fá tækifæri til að hitta hana. Eitt kvöldið eftir að dimmt var orð- ið kom ókunnug kona i húsið sem móðir mín dvaldist i í Bukarest. Hún var með bréf frá Carol og liann grát- hændi hana um að hitta sig. Tilgreind- ur var staður og stund, sem þau gætu hitst á. Það var hjá klæðskera. Framhald á bls. 14. Zizi Lambrino með málaflutning'smanni sínum fyrir rétti í París, þar sem hún reyndi að fá leiðréttingu mála sinna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.