Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Page 10

Fálkinn - 02.12.1955, Page 10
8 FÁLKINN * THOMAS KERRY vildi ógjarna láta ið sjálfsagt hvers vegna sonur yðar Wakefield, þar sem hann hafði sjálfur gengið á heimavistarskóla sem riks manns sonur. Bíllinn hans var af ár- gangi, sem að heita mátti var horfinn af þjóðvegunum, og þess vegna vildi hann ekki að Jack og félagar hans sæju hann. Félagarnir mundu ef til vill gantast að bílskrjóðnum, og það væri ekki gaman fyrir Jack að hlusta á það. Og svo hafði hann aldrei sagt syni sínum hve fátækur hann var. — Hann lagði bílnum fyrir handan járn- brautarstöðina og gekk á stöðina, en þangað var lest væntanleg með alla gestina. í dag var sem sé foreldradag- ur i Wakefield og margir mætir menn komu i heimsókn í hinn gamla fræga skóla, Thoma Kerry var ekki í þeirra tölu, en hann átti vikufri og þráði, meira en hann viidi kannast við, að sjá Jack aftur. Og nú gekk hann í hópinn sem beið, til að láta sýnast að hann hefði komið með lestinni. En gestirnir voru ekki komnir ennþá, og allt í einu fann hann að gripið var í liann. Það var Jack. „Ertu kominn, pabbi? Hvenær komstu — og hvernig? Þú hefir auð- vitað komið í bil.“ Hann hafði ekki séð drenginn sinn í liálft ár. Hann roðnaði af gleði þeg- ar hann faðmaði drenginn að sér — og til að leyna geðshræringunni sagði hann: „Svei mér ef ég held ekki að þú hafir stækkað síðan seinast, dreng- ur minn.“ Hann svaraði ekki spurningunni um bílinn, og þurfti þess heldur ekki, því að það kom á daginn að félagi Jacks var með honum. Þegar þeir komu út úr mannþrönginni kynnti Jack kunn- ingja sinn. „Þetta er Henry Russel, pabbi. Hann pabbi hans getur ekki komið hingað i dag — hann er á þingi. Þú hefir sjálfsagt heyrt getið um Philip Russel — pabba lians Henrys?“ Nei, hann hafði ekki heyrt hans get- ið. Hann þekkti svo fáa iðjuhölda eða kaupsýslumenn. En hann lét ekki á því bera. Hann var upp með sér af þvi að vinur Jacks skyldi vera sonur nafnkennds manns, en um leið sveið hann er hann hugsaði til þess, að lians eiginn sonur hélt ef til vill að faðir hans væri maður með mönnum. Það var rangt að láta hann vera í þeirri trú, en .... „Ég átti nú ekki auðvelt með að komast að heiman heldur,“ sagði hann. „Maður hefir í mörg horn að líta. Og kannske verð ég að fara heim strax í dag.“ Hann leit á klukkuna. „Við verðum að flýta okkur í skólann, Jack, ef ég á að ná i fund gömlu nemendanna. Hann stendur sjálfsagt ekki við nema klukkutíma, og á eft- ir .... ' Hann tók eftir að kunningi Jacks horfði á hann rannsóknaraugum .... eða var það bara ímyndun? Hafði þessi Henry Russel séð gegn um hann? En hann var þó í nýjum fötum — sem liann hafði keypt eingöngu vegna þess að hann ætlaði hingað í dag. En dreng- urinn gat varla verið svo góður mann- þekkjari að .... Við dyrnar að hátíðasal gamla skól- ans, þar sem gömlu nemendurnir höfðu safnast saman og voru að heilsast, skildi hann við Jack og fé- laga hans. Þeir ætluðu að hittast aft- ur eftir hádegisverðinn. Og svo ætl- uðu þeir að verða saman síðdegis. Jack kom aftur eftir tvo tíma, heit- ur og moldugur. Jakkakraginn hans var rifinn og hálsbindið þvælt. Hann „Og þú hefir stritað öll þessi ár, til þess að ég gæti fengið að ganga í skóla . .. .“ Loksins sonur! Thomas Kerry hafði byggt alla tilveruna á lygi. Eina afsökun hans var sú, að hann gerði það vegna sonar síns. reyndi að láta sem ekkert óvenjulegt liefði borið við. Og Thomas Kerry, sem hélt að drengurinn hefði verið í venjulegum áflogum, vildi ekki spyrja að óþörfu. „Hvað er orðið af honum kunningja þínum?“ spurði liann. „Henry Russel .... æ, hann .... hann var vitlaus, og ég gaf honum utan undir. En heyrðu, pabbi, — fríið byrjar eftir viku. Má ég ekki koma heim til þín þá?“ Röddin var biðj- andi. „Ekki í sumar, Jack. Hefi ég ekki sagt þér, að ég get ekki haft þig í sumar? Ég er að hugsa um að kaupa nýtt hús, og fyrr en það er gert ....“ Hann reyndi að láta ekki á neinu bera. Þeir gengu niður að sjó og settust í grasið. Drengurinn tók í handlegginn á honum. „Ég hefi ekki verið heima hjá þér síðan ég var níu ára, pabbi, hvorki á jólunum né á surnrin." Thomas Kerry fannst eins og hann væri stunginn með nálum. „Nei — en þú veist hve annríkt ég á alltaf, og hve mikið ég verð að vera á ferðalagi, drengurinn minn.“ „En geturðu þá að minnsta kosti ekki orðið hérna þangað til á morg- un, pabbi? Þá gætum við farið saman í bílnum út í sveit.“ Thomas Kerry sá að liann neyddist til að fara strax i dag. Til hvers hafði hann verið að koma. Honum var of- aukið þarna.“ Það var komið undir kvöld. Háif- tími til sólarlags. Thomas Kerry hafði kvatt son sinn og flýtti sér þangað sem bíllinn var, fyrir handan járn- brautarstöðina. Honum var þungt í hug, er hann stóð þarna við gamla skrjóðinn sinn. Hann formælti ævi sinni og örlögum og vanhæfni sinni í því að geta tekið breyttum lífskjör- um eins og maður. Lif hans var lygi — en neyðarlygi. Og það var ein- göngu vegna Jacks, að líf lians hafði orðið svona. En Jack mátti aldrei fá að vita neitt .... „Pabbi!“ Það var Jack sem var kom' inn þarna. Og augnaráð hans var svo spyrjandi og forviða, að Kerry gramd- ist i svip. „Er þetta bíllinn þinn, pabbi?“ „Já, og hann er ekki á marga fiska,“ hafði hann hugsað sér að segja, en svo féllst honum hugur. Hann svaraði: „Ég veðjaði við kunningja minn. Hann veðjaði um að ég þyrði ekki að fara i ferð á þessum skrjóð — og hérna sérðu .... En hvers vegna ertu kominn liingað, væni minn?“ „Mig langaði til að spyrja þig enn einu sinni, hvort þú gætir ekki orð- ið til morguns." Thomas Kerry brosti. „Og þú mund- ir ekki hafa neitt á móti að aka með honum pabba þinum í gamla skrjóðn- um?“ „Nei. Hvers vegna heldurðu það. — Ég er viss um að að strákarnir hlæja þegar ég segi þeim frá veðmál- inu.“ Thomas Kerry andvarpaði. Hann var kominn aftur til New York. Sat í lélegu lierbergi í ódýrri matsölu og hugleiddi hinar vafasömu framtíðarhorfur. Tvennir voru tím- arnir. Hann hafði verið rik'ur einu sinni, heppinn sonur ríks manns — þangað til svarti dagurinn kom i kauphöllinni. Og um sama leyti sem hann missti aleiguna hafði dauðinn tckið konuna hans......Hann opnaði skrifborðsskúffuna og tók upp ljós- mynd — það var myndin af konunni hans og litla drengnum þeirra. Síð- ustu orð hennar voru um drenginn: „Gerðu alit fyrir hann Jack. Hagur þinn batnar vonandi aftur— gleymdu ekki Jack!“ Þessi hvatning hafði ver- ið óþörf. Hann notaði það lítið sem hann átti eftir, til að koma drengn- um í skóla, dýran skóla. Sama skól- ann, sem hann hafði gengið i sjálf- ur. Og siðan — það var meðan krepp- an var verst — hafði hann gengið skrifstofu af skrifstofu til að biðja um vinnu. James Marriol, forstjóri víxlastofnunarinnar miklu, hafði loksins látið hann fá vinnu. „Ég veit að þér hafið hæfileika til þess sem meira er en venjuleg skrif- arastaða," hafði hann sagt við Thom- as Kerry, „en eins og stendur hefi ég ekki annað betra að bjóða yður. Ef þér viljið taka þetta undirtyllu- starf þá er það velkomið — liver veit nema eitthvað betra bjqðist síð- ar.“ Thomas Kerry hafði nú unnið frá morgni til kvölds í fimm löng ár — en ennþá var hann undirtylla. Vesl- ings Jack litli — liann brosti beiskju- lega — Jack hélt að faðir hans stjórn- aði sínu eigin fyrirtæki. Hann hafði gert það einu sinni. En í fimm ár hafði hann logið að syni sínnm — hafði sagt honum falleg ævintýri af velmegun og fallegu heimili .... sem aldrei varð tilbúið. En nú, — nú gat þetta ekki haldið áfram svona lengur. Jack var orðinn slór drengur, og það varð erfiðara og erfiðara að segja honum ósatt, í surn- ar átti drengurinn að vera hjá fjöl- skyldu í Hudsonville. En síðan — þegar drengurinn hefði lokið nám- inu — hvað þá? Thomas Kerry tók báðum höndum fyrir andlitið. Hann hafði logið, log- ið, logið. En það var Jacks vegna. Hann hafði stritað og unnið yfirvinnu til að afla sér tekna, þvi að það var dýrt að hafa Jack í skólanum. Sjálf- ur hafði hann ekki veitt sér neitt þessi árin — skólinn i Wakefield gekk fyrir öllu ,og Kerry hafði orðið að hýrast i ódýrri matsölu. Hann ósk- aði að ástæðurnar breyttust áður en Jack kæmi heim. Allt í einu datt honum i hug gam- alt orðtak: Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar guð þér og — vogun vinnur og vogun tapar. Hann varð að voga eitthvað — Jacks vegna. Hann hafði forsómað það i öll þessi ár — að reyna að komast betur af. Hann hafði aldrei beðið um kauphækkun — af

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.