Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 13
Litla sagan. hugmynd ÉG ætlaði að fara að byrja á sög- unni ,sem átti að gera mig frægan, — en þegar ég settist við ritvélina uppgötvaði ég mér til sárrar gremju að þankastrikið í lienni var ónýtt. Einliver af öllum krökkunum hafði verið að fikta við ritvélina. Og það gerði bara illt verra að ég skammaði þau. Ég var aldrei þessu vant að skrifa sögu þankastrikalaust. í rauninni var þetfa afleitt, því að þankastrikin fylla. svo út þar sem engin orð ná til. Það er blátt áfram ómögulegt að komast af án þankastrika þegar maður vill segja eitthvað án þess að segja það. Ég get ekki iýst hve mjög mér gramd- ist þetta, — ég var svo sár. Þarna hafði hugmyndin komið yfir mig eins og engill af himnum sendur. Hug- mynd sem var blátt áfram stórfeng- leg, miklu dásamlegri en afstæðiskenn- ing Einsteins. Hugmynd sem enginn hafði fengið áður, og það segir ekki litið. Jæja, ég neyddist þá til að skrifa þankastrikalaust i þetta sinn, aldrei þessu vant. Ég neyddist til að skrifa meðan innblásturinn var í algleym- ingi þarna i hugskotinu á mér. Og svo skrifaði ég á harða spretti frá því snemma um morguninn og langt fram á kvöld, alveg viðslöðuiaust, því að það var eins og orðin væru lesin mér fyrir af einhverri innri rödd. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir þeim. Ég var mjög ánægður með söguna, já, ég var beinlinis hrifinn af sjálfum mér. Annars mun það ekki vera óal- gengt að rithöfundar séu það stund- um. En það gátu allir laesir menn séð, að þessi saga var skrifuð af meist- ara í þessari grein skáldskaparins, skrifuð af snillingi. Ég var ekki í nein- um vafa um að ég mundi verða heims- frægur fyrir þessa sögu. Daginn eftir hugsaði ég með mér að ég skyldi ekki ráðast á garðinn þar sem hann væri lægstur og fór beina leið til ritstjóra „Spegils Tímans“, en þar fengu aðeins úrvals rithöfundar nafn sitt á prent. Ritstjórinn tók mér, mér til mikillar furðu, mjög vingjarn- lega, þó að hann hefði aldrei séð mig áður. Ég afhenti honum söguna — hún hét „t snjó er allt hvítt“ — og sagði að ég mætti koma aftur eftir tvo eða þrjá daga. Barmafullur af eftirvæntingu fór ég svo til hans tveimur dögum síðar. Því miður gat ég ekki séð að ánægjan ljómaði af honum þegar hann heils- aði mér, en þó varð ég vongóður þeg- ar hann sagði: — Þetta var afbragðs hugmynd! — Já, finnst yður það ekki! sagði ég ákafur. — Þér megið ekki misskilja mig, sagði hann, því fer fjarri að sagan sé góð. Þér hafið skrifað heilmikið bull um ekki neitt. En ég skal nú borga yður 400 krónur fyrir þetta samt. Þér hafið nefnilega sparað mér mikla vinnu — ég losna við að strika yfir öll þessi þankastrik, sem venjulega eru i sögum ykkar ungu rithöfund- anna Sagan er að vísu of löng, en sem betur fer er ekkert samhengi í henni ,svo að ég get kippt blaði úr handritinu hér og hvar. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR INDONESÍU. — í ágúst voru liðin tíu ár síðan Ind- onesía varð sjálfstætt ríki. í tilefni af því hafði sendiherra Indonesa í London boð inni, og þar voru sýndir Indonesíudansar. AUSTUR OG VESTUR. — Það eru fulltrúar þeirra tveggja heima, sem Kipling segir að aldrei geti mætst, sem sjást hér á myndinni. Austræni full- trúinn er japanslca leikkonan Michiki Ky O, sem nýlega var í Ítalíu vegna kvikmyndahátíðar þar, og vakti ó- skipta aðdáun fyrir fegurð og fágaða framkomu. I---------------------- ★ Tísltunigfifdir ★ KJÓLL FRÁ DIOR. — Sportkjóll með viðeigandi mjög stuttum jakka. Efnið er grænt, langhært ullarefni frá Rod- ier. Kjóllinn er hár í hálsinn með vasa á mjöðmunum og eru þeir hið eina skraut kjólsins, enda þarf þess ekki því að efnið er svo fallegt. Jakk- inn er stuttur með gamaldags sniði og með tveimur brjóstvösum. FALLEGUR FRAKKI. Indælt, mjúkt ullarefni hefir Madeleine de Ranch notað í þenna tvíhneppta vetrar- frakka. Vasarnir eru á mjöðmunum og með þeim er víddin tekin saman svo að frakkinn fær beinar, grenn- andi línur. I-'V '"V ’*'■'' Wi ■ Óli á Balcka kemur til prestsins, til þess að biðja hann um að lýsa með «ér. —- Og hvcr er sú liamingjusama útvalda? spyr presturinn. irnir horfðu forviða á liann. — Á hvað eruð þið að glápa? spurði flóðhesturinn. — Hafið þið aldrei séð „túrista“ fyrr? • — Eg hafoi nú ckki um neitt að velja, svaraði Óli mæðulega. Egsls ávaxtadrykkir Flóðhestur kom syndandi mílli TT-J isjalcanna norður af Horni, og sel- KOMST LÍFS AF. — Á kappaksturs- brautinni í Manz hafði smurningsolía hellst niður, og þetta varð orsök til alvarlegra slysfara. Breski ökugikk- urinn Owen Greenwoood ók yfir blettinn og bifhiólið fór að „slaga“ (efri myndin), og lenti loks út á brún og valt. Maðurinn komst lífs af en varð af sigrinum. — Jæja, þarna sést að brúðarslæðan gerir sitt gagn. — Nú var ég sniðugur, mamma. Ég skilaði nafnlausa bréfinu þinu sjálfur og keypti mér ís fyrir peningana, sem ég átti að kaupa frímerki fyrir!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.