Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN CYPRUS cr girnilcgi þrœtucpli Eyjan er mikilsverð samgöngumiðstöð, rík að náttúrugæðum og einn fegursti bletturinn við Miðjarðarhaf. Tyrkir hafa lengstum ráðið á Cyprus, en afsöluðu sér völdum í hendur Breta árið 1878. í marga mánuði Jiefir mátt sjá nafnið Cyprus i blöðunum venju frem- ur oft. 'Það 'hefir verið ólga á þessari fallegu eyju í norðanverðum botni Miðjarðarbafs. Flokkur manna á eyj- unni gerir kröfu til að Bretar verði á burt þaðan en Cyprus sameinist Grikklanhi. Og Grikkir hafa sjálíir tekið undir þessa kröfu. Hefir Þetta leitt til óvildar milli þessara tveggja bandalagsþjóða og einnig milli Grikkja og Tyrkja. Hér er ekki um sjálfstæðishreyf- ingu að ræða, því að Cyprus hyggst ekki verða sjálístætt ríki, heldur hverfa undir yíirráð annarrar þjóðar. Hreyfingin á Cyprus er að öðrum þræði runnin ilndan rifjum hinna grisk-kaþólsku klerka á Cyprus, en studd al' kommúnistum, sem sjá sér leik á borði til að gera Bretum bölvun. Það væri sigur fyrir austurveldin ef Bretar yrðu að yíirgefa síðustu bæki- stöð sina við austanvert Miðjarðar- haf. Cyprus er rúmlega 9 þúsund ferkm. að stærð, um ellefti hluti Islands, en ibúar eru Þar rúmlega hálf miltjón. Af þeim teljast um 4/5 til grísk-ka- þólsku kirkjunnar, en um 90 þúsund eru Múhameðstrúar. Cyprus kemur snemma við sögu. Elstu fornmenjar þar eru um sex þús- und ára gamlar, svo sem musterið i Khirokitia. Unt þúsund árum f. Kr. höfðu bæði Grikkir og Fönikíumenn setst ])ar að. En nágrannarnir voru ásælnir og um hríð skiptust þeir á um að taka hina blómlegu eyju hverir af öðrum, Assyríumenn, Egyptar og Persar. Þá kom Alexander mikli til sögunnar og náði Cyprus af Persum, en eftir hans dag lögðu Egyptar eyj- una undir sig og bá Rómverjar. Cyprus var fyrsta landið í heimi undir kristnum þjóðhöfðingja, þvi að Páll postuli sneri rómverska land- stjóranum á Cyprus til kristinnar trú- ar, árið 46. Þegar rómverska ríkið skiptist i tvennt fylgdi Cyprus austurhlutanum, Bysantium og nú liðu 800 ár. Náði grísk-kaþólska kirkjan yfirráðum yfir sálunum, og að því býr enn. En er vetdi keisaranna í Miklagarði þvarr gerðist það, 1184, að landstjór- inn á Cyprus, Isaac Comnenos, gerði uppreisn og tók sér konungsnafn. Þá var III. krossferðin á döfinni. Þrjú af skipum hins enska flofa, sem var á leið til Acre í Gyðingaiandi hrökt- ust til Cyprus og brotnuðu tvö i spón, en það þriðja náði höfn í Limassol á Cyprus. Þar voru um borð Berengaria prinsessa af Navarra, konuefni Rík- harðs ljónshjarta. Isaac landstjóri tók áhafnir strönduðu skipanna höndum og sló eign sinni á allt fémætt er heir höfðu me.ðferðis, og rak þriðja skipið frá Limassol eftir að hafa rænt það. Til þess að hefna þessa fór Ríkharður til Cyprus og lagði eyjuna Guy de Lusignan samherja sínum, fyrrum konungi í Jerúsalem, sem Tyrkir höfðu svipt völdum. Þetta voru fyrstu afskipti Englendinga af Cyprus. Afkomendur Lusignans riktu á Cyprus 1 400 ár. Var eyjan jafnan hæli krossfara og þangað flýðu þeir siðustu, er þeir voru hraktir frá Sýr- landi. En nú fóru kaupmenn að venja komur sínar til Cyprus, þvi að hún var í samgönguleið. Þá kvað mest að Feneyja- og Genúakaupmönnum í Miðjarðarliafi, og 1489 lögðu Feneyja- kaupmenn eyjuna undir sig. En veldi F'eneyja hvarr eftir að farið var að nota sjóleiðina sunnan Afríku, og að sama skapi fóru áhrif Tyrkja vaxandi. Og árið 1571 féll Cyprus í hendur Tyrkja. Og nú hnignaði öllu. Nú hættu Cyprusbúar að græða á versluninni og liætt var að starfrækja kopar- og járnnámúrnar þar. Vínyrkjan varð að engu, bændur voru rúnir inn að skyrt- unni og 4/5 af öllum sköttum runnti til Tyrkjasoldáns. Eftir að Súesskurðurinn var opn-' aður komst Cyprus á ný nær sam- gönguleið. Um þær mundir lenti Tyrkjum i stríði við Rússa, og Bretar töldu siglingum sínum hættu búna, ef Rússar næðu Cyprus. Sömdu þeir því við Tyrki um að fá að setja flota- stöð á Cyprus. Og þegar Tyrkir fóru í fyrri heimsstyrjöldina-sem andstæð- ingar vesturveldanna, lögðu Bretar Cyprus undir sig. Því verður ekki neitað, að með komu Breta til Cyprus skipti alveg um, hvað lifskjör eyjaskeggja snerti. Bretar lögðu mikið fé í að stofna ýms fyrirtæki og bæta samgöngurnar og hlynna að atvinnuvegunum. Árið 1895 hafði útflutningur eyjaskeggja numið tæpum 300 þúsund sterlingspundum, en var orðinn 18 milljón pund árið 1952, en að auki höfðu eyjaskeggjar stórtekjur af setuliðinu og skemmti- ferðamönnum. Vegir voru fáir og lé- legir er Bretar komu, en nú er vega- kerfið um 5000 km. — þar af um 1100 km. malbikað. -- Og síðan 1878 hefir íbúunum fjölgað úr 180 upp í 517 þúsund. Cyprusbúar eru fyrst og fremst bændahjóð, en með vaxandi þéttbýli hafa þeir orðið að taka upp aðrar atvinnugreinar. Fjöldi fólks lifir á gistihúsarekstri vegna útlendra ferða- manna, og í námunum vinna einnig margir. Eins og stendur starfa margir að byggingavinnu, því að Bretar hafa miklar framkvæmdir með höndum. Cyprus varð i fyrra aðalstöð þeirra í austanverðu Miðjarðarhafi eftir að þeir afsöluðu sér Súes, og á næstu tíu árum stendur til að byggja mann- virki fyrir 30 milljón sterlingspund á Cyprus. Þá starfa og margir i op- inberum stöðum og í hernum á Cyprus Fornt Appollo-musteri í Curium á Cyprus.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.