Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Lukkan varpar akkerum Framhaldssaga cftir ALEX STUART. færi til að klappa þér á höndina og kyssa þig á kinnina á eftir. — Langar þig til þess? Ég hélt ... Tiin hló aftur. En það var engin gleði í hlátrinum. — Já, þú hélst sjálf- sagt rétt, góða vinkona mín. Þú og ég erum vafalaust af trygglyndu gerð- inni. Við eigum ekki heima í neinum hetjuhlutverkum. Við erum ■— afsak- aðu að ég segi það berum orðum — einstakir bjálfar, og ættum að verða ástfanginn livort af öðru, en hvorki getum eða viljuin það. Heldurðu að við gætum það, Anne, ef við legðum okkur vel fram? Anne hristi höfuðið. — Nei, það held ég ekki. Við erum góðir vinir, Tim. Við vinnum saman. í þínum augum verð ég alltaf „systir Anne“ og í mínum augum .... Hún hikaði og Tim endurtók: .... I mínum augum — haltu áfram! — í mínum augum verður þú alltaf einn af bestu og hjálpsömustu mönn- unum, sem ég hefi nokkurn tíma kynnst, sagði Anne í einlægni. Tim andvarpaði. — Góða nótt, hlífðu mér við þessu. Bestu! Hjálp- sömustu! Það er engin furða að mér skuli aidrei hafa tekist að finna stúlku, sem vill giftast mér, ef öllum finnst eins og þér. Ég er svo „góður“. Hví- lík bölvun! En nú skal ég sýna þér, að i raun réttri er ég frumstæður hellisbúi. — Ertu það? Anne leit glettnislega til hans. Þó að hún ætti erfiða þraut i vændum, var hún uppveðruð og i hátíðaskapi. Hún þurfti ekki að hafa vonda samvisku út af Ben, og Tim var — indæll. Honum mundi líklega ekki falla vel að vera kallaður það, heldur. En hellisbúi? Nei. — Jú, það er ég, hélt Tim áfram. Bifreiðin ók fram á hafnarbakkann. Hann dró Anne að sér og sagði: ■—• Þú skalt fá að sjá það áður en kvöld- ið er liðið. Ég ætla að taka þá, sem ég vil, og draga hana á hárinu! Biddu og sjáðu til, Anne. Og úr þvi að við erum að tala um það — þú ert líka sæt, Anne mín. Mjög, mjög sæt, og mér þykir vænt um að þekkja þig. Gott og vel! Hann sleppti henni aft- ur. — Ég þarf bara að borga mann- inum þarna, og svo gerum við árás á sjóræningjaskútuna! LILLY ORÐLAUS. í söniu svifum kom Rolls Royce- liíllinn samsíða þeim, og Tim tók Anne undir arminn og gekk að hon- um. — Við verðum að óska til ham- ingju með hljómleikana, sagði hann, og Anne brá í brún er hún heyrði beiskjuhreiminn i röddinni. En að vörmu spori var hann orð- inn sjálfum sér líkur aftur og óskaði Lilly til hamingju með mörgum vel völdum og innilegum orðum, og að l>ví er virtist af heilum liug. Henni þótti lofið gott, og meðan Anne var að stama upp sínum ósk- um, fannst henni að aldrei hefði Lilly verið fallegri en nú. — Þú ert engill, Tim, sagði Lilly. — Þú segir alltaf eittlivað sem mér þykir vænt um að heyra! En komdu nú hérna, ég verð að kynna þig fyrir herra Silva, sem hefir verið mér svo góður. Hún kynnti þá og Anne líka, og í augnablikinu var hún heimsdam- an og listakonan með pálmann í hönd- unum og vildi láta vini sína njóta náðar sinnar. Anne sá angistina í augum Tims og vorkenndi honum. En hann brosti til hennar og pataði höndunum út í loftið, hún ályktaði að þetta væri hell- isbúabrögð, sem hann ætlaði að nota sér síðar. Bíll Nicliolas ók fram og Lilly spurði hvasst: — Systir Anne, hvar er liann vinur yðar? Ég bauð honum sérstak- lega. Er hann með Nicky? — Nei, svaraði Anne. — Hann er .... Hún gat ekki staðist freisting- una: — Hann er með unnustunni sinni og foreldrum hennar. Þau eiga heima hérna í Bombay. — Ó! Lilly varð orðlaus. Loksins sagði hún með silkimjúkri rödd: — Góða min, ég kenni sárt í brjósti um yður. Að hugsa sér að liann skyldi geta verið svona falskur! Þessi lag- legi, ungi maður. Ég vorkenni yður innilega, systir. — Það er óþarfi, frú Sheridan, sagði Anne rólega. — Ég tek mér þetta ekkert nærri? Ég var alls ekki áslfangin af honum, skiljið þér. Ég gat ekki orðið það. Og mér er ekki vel ljóst hvernig stóð á, að þér liélduð að ég væri það. Hún dró sig í hlé, og aldrei þessu vant gat Lilly ekkert sagt. Nokkrum mínútum siðar fóru allii gestirnir ofan í vélbátinn, sem átti að flytja þá út í lúxussnekkju Silva. Þegar um borð kom tók frú Silva á móti gestunum af mikilli alúð. Hún \ar grannvaxinn og sómdi sér vel i hinum fagra „sari“ sínum og það sóp- aði af henni, þar sem liún stóð ofan við landganginn, með flauelssvartan næturhimininn sem baktjald. Hún harmaði mjög að hún hefði ekki get- að komið á hljómleikana, vegna þess að hún hefði verið að undirbúa sam- kvæmið, en kvaðst hafa heyrt þá í útvarpinu, og óskaði Lilly hjartan- lega til hamingju með sigurinn. — Hún er tónsnillingur sjálf, hvísl- aði Tim að Anne. Það er heiður að því að fá lof hjá Dosana Silva! Og auk þeess er lnin dugandi lögfræð- ingur og starfar hérna í Bombay. Hún er óvenjulega hámenntuð og aðlað- andi kona. Anne elti húsmóðurina inn i skraut- legan klefa, sem var notaður sem fata- geymsla kvenna. Dosana Silva horfði lengi á Iiana. — Þér eruð þá unga stúlkan, sem ég hefi heyrt talað svo mikið um — þér eruð systir Anne! Mér er mikil ánægja að kynnast yð- ur. — Hafið þér — liafið þér heyrt talað um mig? Það hlýtur að vera misskilningur, frú Silva. Þér villist á mér og einhverri annarri .... — Nei, sagði frú Silva. — Ég vill- ist ekki á yður, og nú — eftir að ég hefi kynnst yður — geri ég það þvi siður. Hún tók Anne undir arminn og leiddi hana upp á þilfarið og hélt áfram að tala, svo að Anne gleymdi að vera feimin. Lystisnekkjan lét í haf undir eins og síðustu gestirnir voru komnir um borð, og litla hljómsveitin á milli- þilfarinu fór að spila. Hvítklæddir þjónar báru drykki og smárétti milli gestanna. Anne fannst þetta allt vera nýtískuútgáfa af aust- urlensku ævintýri. Það var svo ger- ólikt öllu, sem hún hafði séð áður, að henni fannst, að hana vera að dreyma. Henni var ekki einu sinni nein raun að því að sjá Lilly — sem var miðdep- ill fagnaðarins allan tímann — liafa Nicholas og Tim næsta sér. Þetta var liennar samkvæmi — hennar mikla kvöld, og Anne, sem hafði verið svo gagntekin af pianóleik hennar um kvöldið, öfundaði hana ekki. Hún sat úti í horni á þilfarinu og lét goluna frá sjónum svala heitu and- litinu, meðan hún horfði á ljósin i Bombay fjarlægjast smátt og smátt. Hún heyrði dinnna, loðna rödd I.illy yfir raddir hinna, og svo gjaílandann i frú Charleston, sem alltaf var að tala um bridge en við og við tók hin hljómfagra rödd Dosana Silva fram í: Þetta var óraunverulegt en um leið undarlega friðsamlegt og er hún sá Nicholas beygja sig niður að fagnandi andlitinu á Lilly þá fannst henni það ekki skipta máli lengur. Það þýddi ekkert að laka sér það nærri hugsaði hún með sér. Nicholas hafði valið og liann hafði kannske valið rétt — fyrir sitt leyti. HNEFAHÖGG. Anne leit upp er hár og herða- breiður maður kom og settist í stól- inn við ldiðina á henni. Þarna var svo skuggsýnt að ekki var hægt að sjá andlit hans greinilega en henni fannst andlitið vera nokkuð rudda- legt.Það lagði af honum viskílykt og hún færði sig ójálfrátt undan. — Þér farið yður rólega? Hreim- urinn var amerískur og hún var nú sannfærð um að maðurinn væri ekki farþegi frá „Sinbad“, heldur ein- hver aðvífandi. — Já, svaraði hún stutt. — Mér þykir gott að vera i næði. •— Af h verju stafar það? Hann gægð- ist betur framan í hana. — Þér, sem eruð svo lagleg. Skemmtið þér yður ekki? — Jú, þökk fyrir. Ég skemmti mér ágætlega. — Maður skyldi ekki halda það. Hann var með glas í hendinni og lyfti því nú glottandi. — Skál fyrir yður! Skál stúlkunnar, sem vill fá að vera i friði. Þér eruð sannarlega sjaldgæft fyrirbrigði af kventegundinni. Drekk- ið þér ekki? — Nei, þökk fyrir. MEÐ FULLA KÖRFU. — Burðarmenn á grænmetistorginu í London háðu nýlega samkeppni. Attu þeir að hlaupa með grænmetiskörfur á höfðinu, en ljósmyndarar frá sjónvarpinu tóku myndir af öllu saman. Til þess að gera myndirnar fallegri höfðu burð- armennirnir sett ungar stúlkur í körf- urnar í stað kálhausa. — Hvað er nú þetta? sagði liann og tæmdi glasið. — Sagði ég að þér vær- uð sjaldgæf? Þér eruð óvenjuleg — fágæt! Anne þagði og vonaði að hann hypj- aði sig á burt, en hann sat sem fast- ast og liorfði út á sjóinn. —Það kem- ur þoka. Hann benti. — Já. Anne leit þangað sem hann benti. Svo varð þögn aftur. Dillandi hlát- ur Lilly hljómaði yfir allt. Ameríku- maðurinn kipptist við. — Þes’si kven- maður! Ég fæ velgju er ég heyri i henni. Þekkið þér hana? — Já. Og ég held að ... — Já, livað finnst yður? Ilún er ... er ... er ... Hann bölvaði og Anne reis upp til hálfs í stólnum. En hann þrýsti henni niður í sætið aftur. — Þér megið ekki vera svona tilfinninga- næm. Hún er djöfull! Ég skal sanna yður það ... þér skuluð nú sjá til. Heyrið þér — ég þekki hana miklu belur en þér gerið. Sjáið þér nú ... ! Hann staulaðist á fætur, og slagaði að hópnum, sem stóð kringum Lilly. Og hann hirti ekkert um að lækka róminn þegar hann sagði: — Lilly •— þekkirðu mig? Lilly leit við og kom auga á hann. Hún varð náföl. — Nei, ég ... — Jæja, þú gerir það ekki. Þá hef- urðu slæmt minni. En þú liefir varla gleymt Dale, veslingnum sem var svo fáfróður að giftast þér? Aumingja bjánanum, sem reyndi að drekka sig í hel af því að þú fórst svo svívirði- lega með hann — og sem framdi sjálfsmorð í bílnum í staðinn, af bvi að hann var svo vitlaus eftir þér en þú lékst hann svo grátt. Honum hefiröu varla gleymt? Silva og Charleston komu nú hlaup- andi. — Nei, Sheridan, þér verðið að gera svo vel að ... byrjaði Silva. Ameríkumaðurinn lét sem hann sæi þá ekki. Hann livorki heyrði eða sá, en hélt áfram að láta ókvæðisorðin dynja á Lilly, en það var Tim, sem varð fyrstur til að kinsa hann. Hnef- inn á honum hitti Amerikumanninn undir hökuna, og þessi raumur hneig niður á þilfarið eins og sprungin gúmmíblaðra. Lilly sagði lágt: — Þökk fyrir, Tim. Ég ... Ilún liorfði á Tim eins og hún hefði aldrei séð hann áður. Augu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.