Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN RETILL var að mála gluggakistuna þegar Jóna kom inn. Hún stóð um stund með símskeytið í hendinni og horfði á hann. Hún sárkveið fyrir að segja honum frá þessu, en lijá því varð ekki komist. Simskeytið var frá Hinrik frænda. Hann vantaði skrifstofu- stúlku og hjúkriinarkonu þegar i stað. Hjúkrunarkonan lians liafði orðið veik. Hinrik Værdal frændi hennar, starf- aði sem læknir í Furuvik. „Ég verð að fara, Ketill,“ sagði hún formálalaust. „Góðan daginn, elskan. — Hvað varstu að segja?“ Hann sneri sér að henni. „Ég verð að fara heim, Ketill, hann H.inrik frændi þarf á mér að halda.“ „Á j)ér að halda . . . svei . . . hann vill stia okkur sundur, ég hefi lengi fundið þetta á mér. Ég fann undir eins á honum, að honum er lítið um mig.“ „Hvaða bull er þetta, Ketill. Hann þarf hjúkrunarkonu á lækningastofuna hjá sér, já, og skrifstofustúlku. Hann er eini læknirinn í bænum, eins og þú veist, og verður að liafa aðstoð. Stúlk- an sem hann hafði er veik.“ „Hann hefði þá eins vel getað beðið mig að hjálpa sér,“ sagði Ketill ólund- arlega. „Það er hjúkrunar- og skrifstofu- slúlka, sem hann vantar, en ekki að- stoðarlæknir." Ketill var nýútskrifaður læknir. „Hann er bara að reyna að skilja okkur, segi ég,“ hélt Ketill áfram. „Og það á ég hundskrattanum að þakka.í' ,yPila er enginn hundskratti — hún er af frægri ætt. Ekki getur hún gert að því að hjúkrunarkonan varð veik.“ „Tíkarræflinum er illa við mig, og þess vegna er frænda þínum illa við mig líka. Hann álitur að ég misþyrmi börnum og kvenfólki.“ „Vertu nú ekki að þessu, Ketill. Þið þekkist alls ekki neitt ennþá. Og hlust- aðu nú á mig. Ég ólst upp hjá Hinrik frænda og Mörtu. Þau hafa verið mér eins og faðir og móðir. Og nú þarfnast þau mín, og þá verð ég að hjálpa þeim.“ „Þú ert varla skuldbundin þeim þó að þau tækju þig að sér þegar þú varst lítil. Það er meira en nóg til af hjúkr- unarkonum — gleymdu ekki að þú ert trúlofuð mér.“ „Við skulum ekki fara að rífast — ég verð að lijálpa frænda — ég finn það, en ég skal ekki verða lengi, — ekki nema 2—3 vikur.“ „Jæja, farðu Þá! Ég sé, að þér er annara um lækninisstörf frænda þins en um mig.“ „Nei,“ hrópaði hún með tárin i aug- unum. ,„ þú getur ekki skilið, hvernig þetta horfir við frá rnínu sjónarmiði?" Ilún færði sig nær honum. „Kysstu mig, Ketill!“ Hann lagði frá sér pensilinn, tók ut- an um hana og kyssti hana, en ekki með sömu mýkt og hita og liann var vanur. Þessi stofa átti að verða ibúðin þeirra með tímanum. Þau höfðu feng- ið hana með þvi skilyrði að þau skinn- uðu hana upp. Þegar Jóna fór heim í lierbergið sitt var hún að hugsa um fyrstu samfundi þeirra Ketils. Hann var að læra lækn- isfræði og hún var hjúkrunarnemi, sem var að halda upp á afmælið sitt. Ketill kom þangað. Það atvikaðist svo að hann fylgdi henni heim, og svo var tunglsljós þetta kvöld þegar þau gengu gegnum skemmtigarðinn. Hún sagði honum að faðir sinn hefði verið lækn- ir, en hún mundi ekkert eftir honum. Hann dó þegar hún var barn að aldri, og hún sagði honum enn fremur að hún hefði alist upp hjá frænda sín- um. Og hann sagði henni sitt livað af sínum högum. Foreldrar hans voru fátækir, hann varð að vinna fyrir nám: sínu sjálfur. Næstu vikurnar hittust þau á hverju kvöldi. Það var líka tunglsljós kvöldið, sem hann sagði: „Úr því að þú ert læknisdóttir gætirðu kannske liugsað þér að verða lækniskona?" Hinrik frændi og Marta höfðu að- eins hitt Ketil lauslega. Þau voru á Værdals læknis. Hann sagði mér hvernig þér lituð út, svo að ég er viss um, að ég hefi kysst rétta stúlku. Látið þér mig taka koffortið yðar.“ „Eruð þér aðstoðarlæknir frænda?" spurði Jóna undrandi. „Já, ég get '.eins vei sagt yður það strax. Frændi yðar hefir afráðið um framtíð okkar.“ Jóna horfði undrandi á þennan þel- dökka, sólbrennda mann, með hattinn á skakk. „Frændi yðar er sannfærður um, Þnð er sbráð bókahátiðinni, scm haldin var fyrir hjúkrunarnemana. Og þar var Ketill líka. Hann hafði þá lokið prófi sínu fyrir skemmstu. Og þar var Píla iíka, þetta uppáhald Hinriks frænda og Mörtu, en þegar Ketill ætlaði að klappa henni urraði hún og fitjaði upp á trýn- ið. Hvernig sem á þvi stóð féll Pílu ekki við Ketil. Og Hinrik frændi tók eftir þessu. Þarna á hátíðinni sagði Jóna þeim Hinrik og Mörtu frá því að hún væri trúlofuð Katli. En þá sagði Hinrilc frændi alvarlegur: „Maður sem Pílu líst ekki á, er ekki rétti maðurinn banda þér, Jóna,“ þvi að vitanlega þóttist Hinrik viss um, að Píla væri gáfaðasti hundurinn i veröldinni og meiri mannþekkjari en nokkur tvífætl- ingur. Jóna sat i brautarvagninum og var að hugleiða hvernig hún skyldi lýsa þvi fyrir frænda, hve duglegur Ketill væri, og þá gæti farið svo, að frændi reyndi að fá hann fyrir aðstoðarlækni. Og þá gætu frændi og Marta fengið sér frí og átt náðuga daga, en það liöfðu þau aldrei átt á ævinni. Ketill hafði oft tæpt á því, að hann gæti hugsað sér að frændi hennar kæmi með þessa uppástungu, og Jóna sagðist ætla að minnast á það við liann. En hún vildi heldur að frændi ætti frumkvæðið að því sjálfur. Leiðin var ekki löng. Jóna lioppaði út úr vagninum þegar hann nam stað- ar, og bjóst við að frændi mundi koma og faðma hana að sér. En í staðinn kom ungur maður og faðmaði hana — maður sem hún kannaðist ekki við. Hann var meira að segja svo ósvífinn að reka henni rembingskoss. Þetta gerðist í einni svipan, en þegar liann sleppti tökunum á henni var luin ekki sein á sér að reka honum löðrung. „Þökk fyrir,“ sagði ungi maðurinn. „Ég' heiti Robert Morgan og er lækn- ir — aðstoðarlæknir frænda yðar, að það sé skráð i stjörnunum að við eigum að verða hjón,“ hélt Morgan læknir áfram. Jóna hafði gleymt að Hinrik frændi iiafði lent á rangri hillu. Þegar sem mest var að gera i bænum, og liann hafði haft erilsaman dag, var hann vanur að andvarpa: „Vitanlega hefði ég átt að verða stjörnuspámaður. Það er miklu skemmtilegra að athuga stjörnurnar en að fást við bólgna háiskirtla og fleiður.“ „Mig gildir alveg einu um stjörn- urnar,“ sagði hún. — Nú datt henni Ketill í hug, og hún þóttist sjá að eitt- livað væri til í því, sem Ketill sagði, að gamli maðurinn væri að reyna að stía þeim sundur. Hún settist sem iengst frá honum í bifreiðinni og kreisti varirnar sam- an. Ég fer heim á morgun, liugsaði hún með sér. Frændi hennar hafði gabbað hana, hann hafði ekki minnst einu orði á aðstoðarlækninn. Og Þegar Pílu leist ekki á Ketil leist gamla manninum ekki á liann held- ur. Og nú hafði hann fundið mann handa henni. Hinrik frændi hafði ies- ið í stjörnunum, að þau áttu saman, jjessi tvö. Hvílíkt endemis buíl! Frændi og Marta kona hans stóðu á dyrapallinum og tóku á móti þeim. Þau áttu heima í gömlu, skemmtilegu húsi, og þar hafði Hinrik lækninga- stofuna sina. Pila hoppaði eins og gúmmíbolti kringum liana. Þegar Jóna fann hendur frænda sins á herðunum á sér, gleymdi hún hve iúalega hon- um liafði farist við hana. „Gaman að sjá þig aftur,“ sagði liann, „þú verður fallegri og alúðlegri með hverjum deginum. Gamla herberg- ið þitt er alveg eins og þú skildir við það.“ „Afsakið að ég ónáða,“ sagði Robert, „en hún frú Simpson gamla þarf sprautu. Ég lofaði hcnni að koma ti! hennar er ég hefði sótt ungfrú Vær- dal á stöðina. Það væri gott ef hún vildi koma með mér — ég þarf á lijálp að haldaV „Vitanlega fer Jóna líka,“ sagði frændi liennar, „aumingja frú Simp- son, hún liggur frúmföst núna.“ „Ég vil helst vera kyrr og tala við ykkur,“ sagði Jóna, „ég hefi svo margt að segja ykkur um liann Ketil.“ „Ketil! — sagði frændi hennar og yggldi sig, „liann er sjálfsagt eini mað- urinn sem þú getur talað uin. Bréfin bín snúast um eintóman Ketil.“ „Hinrik," sagði frúin, „það er ekki nema eðlilegt að Jóna vilji tala um manninn, sem hún ætlar að giftast." „Þú kannt að hafa rétt fyrir þér,“ sagði frændi, „en farðu nú með hon- um Róbert, Jóna, þú gerir mér greiða með þvi.“ Ilún komst ekki undan því. Og aftur settist hún eins langt frá honum eins og hún komst, i bilnum. „Frændi yðar er sannfærður um, að við eigum að verða hjón,“ byrjaði hann aftur. „Hann hefir lesið það í stjörnunum." „Já, ég er búin að heyra það,“ sagði Jóna. „Ég fer að halda að hann hafi rétt fyrir sér — er ekki sólarlagið fallegt?“ Hún þagði. „Ég skal aka yður hvert sem þér viljið —- segið þér bara til.“ „Ég hélt að frú Simpson væri veik.“ „Það er rétt, en ég vitjaði um hana áður en ég fór á stöðina að sækja yð- ur> En ég vil verða við óskum frænda yðar. Hann hefir beðið mig um að vera yður til skemmtunar.“ „Jæja, svo að það er þá hann, sem hefur undirbúið þennan skopleik — en þér þurfið ekki að liugsa um að skemmta mér — ég fer heim strax á morgun.“ „Stjörnurnar hafa sagt frænda yðar, að Ketill sé ekki rétti maðurinn handa yður.“ Jóna stokkroðnaði. Hvernig gat frænda hennar dottið í hug að tala um Ketil við þennan unga sjálfbyrging? „Það var heppilegt fyrir mig að ég skyldi sækja um starfið hjá honum þann 12. apríl. Það var nefnilega besti dagurinn, sem frændi yðar gat hitt á, sögðu stjörnurnar. Og svo komst hann að því að þér og ég erum fædd undir sömu stjörnu.“ „En hvað þetta er spennandi," sagði Jóna fyrirlitlega. „Ég hefi aldrei heyrt svona mikið stjörnuþvaður.“ „Þess vegna varð hann að láta okk- ur hittast. Og þegar búið er að koma okkur saman, sjá stjörnurnar um það sem á vantar.“ „Svo að þér þurfið þá ekki að hafa fyrir neinu.“ „Jú, kannske —.“ Hann stöðvaði bifreiðina. „Það er eitthvað einkemn- legt við vorið.“ „Ég lield ég hafi heyrt eitthvað i ])á átt fyrr. Gerið svo vel að aka mér heim.“ Hún kreisti saman varirnar, því að hún bjóst við að hann mundi gerast svo djarfur að kyssa hana aftur. En hann gerði það ekki. Hann lét bilinn renna af stað aftur. En óneitan- lega urðu þetta vonbrigði fyrir hana. Gat það hugsast, að undir niðri lang- aði hana til að hann kyssti hana? Hún skildi ekki sjálfa sig. Það er Ket- ill, sem ég elska, hugsaði hún með sér — á morgun fer ég heim til hans. Ég vil ekki verða hérna degi lengur en ég þarf. En — það yrði kannske ekki létt að fara frá Robert Morgan. Henni féll víst betur við hann en lnin vildi kannast við.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.