Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 *<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<-<<<<<<<' j\ J\ j\ J\ j\ j \ < ^ j \ > ^ j< j\ J \ GLEÐILEGT NÝÁR! ^ Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. J\ J\ J \ J\ %i Siili (13erteláen &J1 C^o., h.j. «««« ««««« <««< <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<* A J\ J\ J s. J\ J< J\ J\ J\ ;\ ;\ J\ J \ J< J\ ;\ A > V Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS! Verzlunin Björn Kristjánsson <<<<<<<-<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<-<■<< < <<«■<< <<«<•< *>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>V^^ j\ j \ j\ j\ ;\ A ; s. A >: j\ j\ í: j\ j\ j\ j \ j\ GLEÐILEGT NÝÁR! Skipaútgerð ríkisins ' t N<< <<< <<<<<<<<<<< <<<-<<<^<~<-<^ <<<<«< << « <<<<<<“^ >-» -> -> >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>> > > ■> >»-»-»-»» > > >> >-»•» J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ J\ GLEÐILEGT NÝÁR! ^ Þökk fyrir viSskiptin á liSna árinu. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar Yerslunin EDINBORG \' 'r 'r >r 'r 'r 'r 'r 'C 'r \r sr 'r ' r 'r 'r 'r 'r 'r 'r 'r < «« «<«« <<<<<<<<<<<<<<<<< <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<< Jóna var feröbúin þegar Iiún kom i morgunmatinn, en hún varð hissa er hún sá að frændi hennar og Marta voru hæði í ferðafötum.' „Nú verðið þið Róbert að sjá um sjúklingana mína,“ sagði Hinrik frændi. „Við Marta ætlum að fá okk- ur frí.“ „Ég get ekki orðið liérna,“ sagði Jóna. „Vitanlega verðurðu að vera kyrr,“ sagði Marta, „frændi þinn þarf hvíld- ar við. Hann hefir reynt of mikið á sig.“ Jóna tók eftir að djúpar hrukkur voru undir augunum á lionum og hann var þreytulegur. „Hve lengi ætlið þið að verða í burtu?“ „í rnánuð," sagði frændi. Þetta var erfitt viðfangs. Hún hafði lofað Katli að verða ekki lengur en tvær vikur, en hún mátti ekki bregð- ast frænda. Hann hafði gengið henni i föður stað — nei, hún gat ekki brugð- ist honum. Jóna og Robert urðu ein eftir með tíkina. Jóna skrifaði Katli á hverju kvöldi, en liann svaraði ekki bréfun- um. Það var einn morgun í byrjun þriðju vikunnar. Jóna fór niður í eldhúsið til að hita kaffið, en þegar hún opnaði eldhúsdyrnar lagði á móti henni lykt af kaffi og steiktum eggj- um. Robert stóð við eldavélina mcð svuntu Mörtu. „Stjörnurnar segja að við eigum að borða morgunmatinn saman í dag,“ sagði hann. „Ég lofaði frænda yðar að reyna að láta yður ekki leiðast — en ég hefi haft svo mikið að gera, að ég liefi orðið að vanrækja yður.“ „Það þykir mér gott, þér liafið sjálf- sagt lofað frænda öllu fögru til að geta orðið hérna. Það hlýtur nú að vera einhver meinloka í ykkur báðum, að við eigum saman. Og ég vil helst fá að borða morgunmatinn ein.“ Hún iðraðist istrax eftir þetta. Hvernig gat lienni dottið í hug að segja þetta? Hann flýtti sér út úr eldhúsinu án þeess að segja orð — og kom ekki aft- ur. Hún hafði ekkert gaman af matn- um. Hann hafði lagt á borðið handa tveinmr, — hann hafði ætlað að koma henni á óvart með morgunmatinn. Hún hafði -hagað sér illa. Eftir þetta sá hún hann aðeins á lækningastofunni. Hann kallaði hana „systur" og umgekkst hana eins og hann þekkti hana ekki. En það gerir ekkert til, hugsaði hún með sér, — það var Ketill sem liún elskaði. En hvers vegna svaraði liann ekki bréf- unum hennar? Var hann kannske veikur? Eitt kvöldið þegar siðasti sjúkling- urinn var farinn, sagði Robert: „Hvort sem yður fellur við mig eða ekki þá farið þér nú í kápuna yðar og við förum út og fáum okkur frískt loft saman.“ Hún hlýddi ósjálfrátt. Og þau fóru út í bílinn hans. Allt i einu námu þau staðar við dálitla tjörn. Jóna hafði verið þar margsinnis þegar hún var krakki. „Við skulum koma út hérna, sagði hann, „hér er svo fallegt." Þau gengu. út. „í kvöld segja stjörnurnar, að ég eigi að biðja yðar.“ Hún svaraði engu. Þau settust á gamlan bekk við tjörnina. „Viljið þér giftast mér?“ spurði íann. „Var það þess vegna, sem þér dróg- uð mig hingað? Þér hefðuð eins vel getað sagt ]ietta á lækningastofunni.“ „Já, ]iað getur vel verið. En nú hefi ég að minnsta kosti beðið yðar, eins og liann frændi yðar ætlaðist til.“ „Mér finnst Jjótt að þér skuluð nota yður hjátrú gamals manns svona. Þér gerið allt sem hann biður yður um, eingöngu til þess að hann hafi yður áfram, og svo ætlið þér auðvitað að verða eftirmaður hans hérna.“ „Hvað sem þvi líður finnst mér þér vera falleg,“ sagði hann og tók utan um haria. Viðkvæmnin skein úr gráu augunum á honum. Hún fékk hjart- slátt. Svo vissi hún ekkert af sér fyrr en þau voru farin að kyssast. Og hún gleymdi alveg að lienni var illa við hann. „Ég heíd að hann frændi þinn hafi rétt fyrir sér í þvi, að við eigum sam- an,“ sagði hann. „Fyrst í stað hafði ég enga trú á þessum stjörnuspám lians, en nú er ég sannfærður um að hann er afbrags stjörnuspekingur.“ Hún var smám saman farin að halda þetta lika. Þessi maður hafði afar mik- ið vald yfir henni, og þessar tilfinn- ingar, sem hún var farin að verða vör við, voru vafalaust eitthvað í ætt við ást. En hún gat ekki gleymt þessu gamla: „En það er Ketill, sem ég elska.“ „Við skulum fara heim,“ sagði hún. Röddin var óstyrk. „Já, já,“ svaraði hann, „en þú hef- ir ekki svarað mér ennþá, Jóna. Sérðu ekki að hann frændi þinn er sannspár?" „Ég skil ekkert í neinu,“ tautaði hún og gekk að bílnum. Hún var að hugsa um Ketil. Hvernig mundi þetta enda? Vitanlega var ]iað af þvi að hún var einmana og þráði Ketil, sem hún hafði látið kyssa sig, hugsaði hún með sér. En að vörmu spori varð hún að játa, að það var ekki satt. Þegar þau stigu út úr bilnum heyrði hún Pilu væla. „Robert,“ sagði liún. „Það er vafa- laust eitthvað að tíkinni.“ Robert hljóp og kom aftur með Pilu í fanginu. „Já, það var satt. Hann frændi sagði að liún mundi fara að gjóta bráðum," sagði Jóna. Það er best að ég fari með hana inn í eldhús, sagði Róbert og fór inn. Allt í einu hrökk Jóna við. Hún heyrði rödd, sem hún þekkti vel. „Jæja, Jóna — það liggur þá svona í þessu.“ Hún leit við. Ketill kom á móti henni. „Hér var enginn til að opna svo að ég hefi verið að ráfa hérna i kring og beðið eftir að ein- liver kæmi.“ Hún hljóp á móti lionum með út- breiddan faðminn, en Ketill ýtti hennt frá sér. „Ég skil allt,“ sagði hann. „Ivomdu með mér inn,“ sagði Jóna vandræðalega, „þú verður að heilsa .... lieilsa .... „Þeim, sem þú fórst til. Gott og vel, það getur verið gaman að heyra hvað þið hafið að segja.“ Robert sat í eldhúsinu og tikin lá við fætur hans. „Ketill, þetta er .... þetta er ....,“ stamaði Jóna. „Við höfum ekki hitst áður,“ sagði Robert og stóð upp, „en ég geri ráð fyrir að það sé hinn margumtalaði unnusti Jónu.“ Píla þefaði af skóm Ketils og urr- aði. Ketill horfði niður á gólfið, hon- um gramdist við tíkina og langaði til að sparka í hana. Jóna rak upp hljóð. Róbert sá að alvara var á ferðum. Það liefði getað farið illa fyrir Pílu, ef hann hefði ekki kreppt hnefann og rekið hann i hægri öxlina á Katli. Ketill datt aftur á bak út í hornið við eldavélina. „Þetta skuluð þér fá borgað," rumdi í Katli um leið og hann stóð upp. „Ég heiti Ketill Dale, ég er trú- lofaður Jónu, og við ætlum að giftast innan skamms.“ „Ég er ekki viss um að nokkuð verði úr þvi,“ sagði Jóna, um leið og hún tók af sér trúlofunarhringinn. „Karlmenn, sem geta hugsað sér að sparka í hunda, gætu liaft til að sparka í kvenfólk líka.“ „Jóna!“ Ketill horfði á hana biðj- andi og náfölur, „ég var kannske dá- litið vanstilltur, — ég — ég —“ „Þú ert fæddur undir ólieppilegri stjörnu,“ tók hún fram í. „Gerðu nú svo vel að fara, Ketill. Hinrik frændi var alls ekkert flón, að treysta Pílu, og sá kann nú að spá í stjörnurnar.“ Hún brosti til Roberts. Ketill góndi á þau á vixl. Hann sá að hann hafði tapað. Og svo fór hann án þess að segja eitt einasta orð. Þegar dyrnar höfðu lokast eftir honum dró Róbert Jónu að sér. „Ég hugsa að hann frændi þinn verði mikið hróðugur þegar hann fréttir, að við erum trúlofuð. Mér bregst ekki að hann segir, að hann liafi lent á rangri liillu.“ SUNNUDAGSFRIÐUR. Lögreglustjórinn i mexikanska bæn- um Marietta hefir, í samvinnu við alla dómára i grenndinni, hafið sókn gegn unglingum, sem brjóta umferðaregl- urnar. Þeir liafa komið sér saman um að refsa unglingunum fyrst og fremst með þvi, að skylda þá til að ganga á sunnudagsskóla í hverri viku þrjá mánuði í röð. Þeir sem dæmdir eru fá skírteini um leið, og það á sunnu- dagsskólastjórinn að stimpla í hvert sinn, svo að trygging fáist fyrir að enginn skrópi undan refsingunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.