Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 bráðar, en á meðan gat ég notað tækifærið og læðst upp stigann. Ég komst upp án þess að rekast á nokkurn mann, og sá að hurðin að svefnherbergi Gun- ne stóð í hálfa gátt. Ég stóð kyrr og hlustaði um stund, en heyrði ekkert hljóð, svo að ég ýtti hurðinni varlega upp og fór inn í svefn- herbergið. Þar var engin sál, en á gólfinu voru tvær opnar ferðatöskur, skúffurnar í skápnum voru dregnar út til hálfs og föt og nærfatnaður lá á stólnum á víð og dreif. En það sem vakti mest athygli mína var skjala- skápur, sem múraður var inn í vegginn, en venjuleg skáphurð hafði verið notuð til að fela þennan skáp. Gljáandi stálhurðin stóð opin og á hillunum sá ég glitra og glampa í ýmislegt. Ég fór nær og starði eins og naut á nývirki. Ég er enginn sérfræðingur, en ekki var um að villast að þarna voru gimsteinar fyrir þús- undir á þúsundir ofan af sterlingspundum. Slípaðir og óslípaðir demantar, perlúr og perlufestar, rúbínar, smaragðar og hvað þeir nú heita allir þessir gimsteinar, sem glitruðu þarna á svörtu flauelinu. Ég varð að stinga hendinni inn í skápinn og þukla á þessu, til að sannfærast um að mig væri ekki að dreyma. Og steinarnir voru ósviknir. Ég hefði getað stungið nokkrum handfyllum mínum í vasana og haft nóg fyrir mig að leggja alla mína ævi og meira en það. En ég fékk ekki færi á að standa þarna lengi í þeim hugleiðingum. Allt í einu hrökk ég við. Ég heyrði að hurð var lokað niðri í húsinu, og svo var gengið hratt upp stigasin. Nú voru gáð ráð dýr. Ég sá að ég var orðinn of seinn til þess að komast út úr herberginu og svipaðist nú um eftir felustað. Ég sá ekki annan en skáp, sem stóð öðru megin við dyrnar. ÉG var að enda við að troða mér bak við skáp- inn er fótatakið staðnæmdist fyrir utan dyrn- ar.Ég gægðist varlega fram og sá þá í kjaft- inn á skammbyssu, sem stefndi beint á mig úr dyrunum. Ég sá ekki hver á henni hélt, en heyrði rödd, sem ég kannaðist við: —■ Komið þér fram úr skúmaskotinu, Stroode major, því að ég veit hvar þér eruð. Við svona tækifæri má maður ekki draga andann svona djúpt, og ekki heldur missa vasa- klútinn sinn í stiganum. Ég bölvaði sjálfum mér í hljóði. — Þetta var ekki í fyrsta sinnið, sem ég missti vasa- klút. Ég heyrði að Richardo Gunne hló, en ég kom ekki fram. Ég varð að vinna tíma og hugsa ráð mitt. — Komið þér ekki? sagði Gunne. — Ann- ars skiptir það engu máli, því að þér eruð á 3.L um Hvar er prinsinn? mínu valdi, og ég held að þetta sé rétta augna- blikið til að .... — Til að .... át ég eftir með öndina í hálsinum, en svo bölvaði ég, því að það var þetta sem hann hafði biðið eftir. Nú hafði ég komið upp um mig — nú vissi hann að þetta var ég, sem þarna var, en ekki einhver annar. — Til að láta yður verða fyrirrennara yðar samferða. Þér munið eftir einkaritaranum, sem ég hafði einu sinni. — Ég get huggað yður á því, að hann var ekki dauður þegar hann fannst. — Jæja, hafði hann málið? Það verður að hafa það, en nú hefir hann ekki málið lengur. Hvað átti ég að gera fleira til að reyna að teygja tímann þangað til Angela og lög- reglumennirnir kæmu inn í húsið, hugsaði ég með mér. Og hvað var orðið af þeim? Hvers vegna komu þau ekki? Ég hafði lagst á magann bak við skápinn og nú fikraði ég mér eftir gólfinu til að reyna að komast undir rúmið. Mér tókst það loks- ins, en það var enginn hægðarleikur, því að rúmið var lágt. Og nú gægðist ég fram. Ég sá ekki skammbyssuna í dyrunum, því að nú stóð Gunne við arininn, aðeins örfá skref frá mér, og miðaði skammbyssunni á skápinn. Hann hafði ekki komið auga á mig ennþá, en þess mundi varla langt að bíða að hann gerði það, og þá valt allt á því hvor okkar yrði fyrri til að skjóta. Ég mundi að mér hafði verið uppálagt að ná Gunne lifandi ef þess væri nokkur kostur, svo að ég miðaði lágt, en handleggurinn var í svo óþægilegum stellingum að ég hitti ekki, og ég fékk ekki ráðrúm til að skjóta aftur. Hann öskraði og hoppaði yfir rúmið eins og tígrisdýr og lagð- ist ofan á herðarnar á mér, sem stóðu út und- an rúminu. Hann fleygði skammbyssunni og lagðist of- an á mig svo ég gat mig ekki hreyft mér fannst hann ætla að kreista allt loft úr lungunum í mér. Og nú dró hann fram stóran rýting, ég sá glampa á blaðið er ljósið féll á það. 1 ÞESSUM svifum heyrðist þungt fótatak } stiganum og ég taldi víst að Angela og lög- reglumennirnr væru að koma. Gunne hikaði og leit við, en ekki nema sekúndu. Svo reiddi hann rýtinginn aftur, og ég lokaði augunum og þóttist viss um, að síðasta stund mín væri komin. En þá heyrðist skothvellur, rýtingur- inn datt á gólfið og Gunne rak upp óp og valt fram á gólfið. Mér létti og ég var fljótur að opna augun. Þá sá ég að forhengið fyrir glugganum hafði verið rifið frá og þarna stóð maður með rjúkandi skammbyssu í hendinni. Það var Loraine. Nú komu lögreglumennirnir tveir inn í dyrnar, en Loraine benti þeim að hverfa frá, með svo miklum myndugleik að þeir stóðu kyrrir, og þorðu ekki að koma inn. Loraine gekk að Gunne, sem engdist á gólfinu og sparkaði laust í hann með tánni. Gunne spratt á fætur, hann var fölur sem nár og hélt ann- arri hendinni um öxlina. Fingurnir voru rauð- ir af blóði. — Vængskotinn, sagði Loraine og sneri sér að mér. — Ég vona að þér hafið ekki særst? Ég hristi höfuðið og hann benti lögreglu- mönnunum. —Þetta munu vera einhverjir af lögreglu- mönnunum, sem eru eins og mý á mykjuskán hérna allt í kring, sagði hann. — Ætli þeir vilji ekki taka þennan særða vin okkar að sér. Lögreglumennirnir tóku Gunne, en Lora- ine leit á peningaskápinn og sagði brosandi: — Það er hagsýni að ráðstafa eignum sín- um svona. Mjög viturlegt, Richardo. En þetta er sjálfsagt ekki aleigan, mestu muntu hafa komið fyrir erlendis. 1 Ameríku til dæmis. Það er leiðinlegt að þú skulir ekki geta notað neitt af þessu. Gunne leit á hann og svipurinn sagði meira, Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Árás sem mistókst. #

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.