Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN on þó varð ég biðinni feginn eftir á. Því að um miðja nótt veiktist einn franski blaðamaðurinn skyndilega, hann mun liafa fengið botnlangabólgu- kast, og var sendur beina leið á spít- aia. Það hefði ekki verið neitt gam- an að sjá hann engjast sundur og sam- an í flugvélinni cinlivers staðar úti yfir hafi. Til Azoreyja eru 1620 mílur enskar og 8 tíma flug með vélinni sem við flugum í, en hún var af gerðinni „North Star“ og mjög svipuð Sky- mastervélum að stærð og gerð. Ekki sáum við land frá Frakklandsströnd til Azoreyja nema norðvesturhornið á Spáni svolitla stund. Á Azoreyjum höfðum við tveggja tíma viðstöðu. — Staðurinn, sem við lentum á þar, er eins konar Keflavik. Bandaríkjamenn hafa einnig gert flugvöllinn. Bréfin sem við sendum frá þessum stað, cr lieitir Lajes, voru frimerkt með banda- riskum frimerkjum en ekki portú- gölskum. Annars var ég fyrir talsverðum von- brigðum er ég kom til Azoreyja. Ég hafði hugsað mér suðræna gróður- dýrð þarna, en pálmarnir náðu ekki nema í öxl. En landslagið var ein- kennilega íslenzkt, enda eru eyjarnar byggðar upp af eldgosum. Úr lofti sá niaður fjölda af eldgígum. Áformað hafði verið að fljúga til Gander á Nevv Foundland, en vegna liagstæðs veðurs gátum við sparað okkur krókinn og farið beint til Hali- fax. Lentum við á Shearwater-flug- slöðinni og „náðum háttum“ á Nova Scotian Hotel í borginni, þó að við hefðum verið 19 tíma á ferð frá Paris. ÞANN 17. mai s. 1. söfuðust blaða- menn frá 13 þjóðum saman í París. — NATO — Norður-Atlantshafsbandalag- ið, hafði í samráði við utanríkis- og landvarnaráðuneytið í Kanada böðið þeim í kynnisför vestur um haf, eink- um til að kynna þeim þann þátt, sem Kanadamenn eiga í samstarfi NATO, en hann er gildur, því að fráteknum Bandaríkjunum er Kanada eina ríkið í sambandinu, sem frá öndverðu hefir verið veitandi en ekki þiggjandi í þeim félagsskap. Og fyrsta tillagan um stofnun hans kom frá Kanada. Palais Chaillot hefir bækistöð NATO i París. Þetta er mikil höll á Signu- bökkum andspænis Eiffelturninum, sem er handan við ána og heitir brúin yfir Signu þarna á milli Jena-brú. Höllin var upprunalega byggð sem sýningarhöll og er um 80 ára gömul, en fyrir 25 árum var henni breytt mikið. Þarna er nú hið mikla skrif- stofubákn NATO. Þarna komum við saman í upplýs- ingadeildinni að morgni 18. mai, blaða- mannahópurinn sem átti að fara til Kanada, annar sem skyldi fara til Þýskalands og sá þriðji, en för hans var heitið til Grikklands og Tyrklands, Skógurinn er ein mesta tekjulind Kanada. Hér sést skógarhöggsmaður vera að fella myndarlega furu vestur í.Klettafjöllum. — Ljósmynd: National Film Board. Til Azoreyja og Halifax. í flughersdeildinni á Orlyflugvellin- um i París var allur Kanadahópur- inn kominn saman rétt fyrir miðnætti. Nema Portúgalinn. Hann sneri við í fússi í París, sagðist hvorki skilja frönsku eða ensku og yrði að fá túlk með sér ef hann ætti að fara. En ekki var það látið eftir honum. Þarna voru saman komnir þrír Frakkar, þrír Þjóð- verjar, tveir ítalir og einn frá hverju þessara landa: Brctlandi, Belgíu, Dan- mörku, Hollandi, íslandi, Grikklandi, Lúxemburg og Tyrklandi. En i Hali- fax bættist i hópinn maður frá Banda- rikjunum. Við töfðumst á flugvellinum fram- undir morgun, því að eitthvað var að loftskeytum flugvélarinnar. Leiddist okkur biðin þarna i flugskálanum um nóttina, öllum nerna þeim sem höfðu sölsað undir sig sófana í biðsalnum og sváfu þar svefni liinna réttlátu, Blaðamenn í boði NATO fyrir utan Palais Chaillot, með Eiffelturninn í baksýn. en í lionum var Guðni Þórðarson blaðamaður. Þetta voru liópar nr. 25 —27 í röðinni, þeirra, sem farið hafa kynnisfarir til ýmissa NATO-landa undanfarin ár. Við vorum fyrst kynntir jieim far- arstjóra okkar, sem var fulltrúi NATO, — Paul Lieven, sem skýrði okkur frá tilhögun ferðarinnar. Næst hlýddum við á ávarp Giuseppe Cosmelli, að- stoðar-aðalritara og loks voru flutt tvö stutt erindi um NATO og starf- semi þess. Allar ræður voru fluttar bæði á ensku og frönsku. Loks kom fyrirspurnartími og svöruðu tveir af fulltrúum NATO spurningum blaða- manna. Þá var blaðamönnum boðið til hádegisverðar þarna í upplýsinga- deildinni, en við Guðni kusum frem- um að þiggja boð sendiherrahjónanna okkar, sem búa þarna skammt frá, og borðuðum við þar. Síðdegis fórum við út fyrir borgina til bækistöðva SHAPE, sem cr her- málastöð NATO. Lítið sáum við þar af vígbúnaði, en yfirmenn úr hernum skýrðu frá starfseminni. Að endingu var okkur sagt að vera ferðbúnir á gistiliúsum okkar kl. 11 að kvöldi, þvi að hugsast gæti að við legðum af stað vestur yfir haf um lágnættið. — í ferð- inni til SHAPE var leiðsögumaður i okkar bifreið fslendingm* — Óttar Þorgilsson. Hann er fastur starfsmað- ur hjá NATO, og Lieven fararstjóri lét mikið af dugnaði lians og kunnáttu, er hann barst í tal siðar. Kanada er næststærsta ríki í heiini og næstmesta skógarland í heiini. Aðeins Sovétsamveldið er framar. En í Kanada býr meira en tífallt færra fólk en í Sovjet-Rúss- landi og í nágrannaríkinu Banda- ríkjunum. Engin þjóð í heimi á hlutfallslega eins mikinn náttúru- auð og Kanadamenn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.