Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN GERÐARLEGUR KRABBI. — Við suðurströnd Englands, skammt frá Southampton, er einkennilegt býli. — Stórar tjarnir eru í ökrunum, og þœr liggja svo lágt að tjarnirnar fyllast af sjó um flæði. „Áhöfnin" á býlinu eru humar, krabbi og ýms önnur sjávar- dýr, sem eigandinn elur upp í tjörn- unum og selur svo veitingahúsum og brytum stórskipanna, sem sigla frá Southampton. — Hér eru tvær dætur bóndansi, sem hafa náð í fallegan „langust" — tífættan krabba, sem ýms- ir telja lostætari en bezta humar. HULIN FEGURÐ. — Skemmtiferða- menn grípa í tómt ef þeir ætla sér að skoða engilinn fagra á turni her- togahallarinnar í Venezia núna. Það er komin timburumgerð um engilinn, því að verið er að hreinsa af honum skítinn áður en hann verður gylltur aftur fyrir vorið. 21 Lukkan varpar akkerum Framhaldssaga eftir ALEX STUART. KÖLD ÍÞRÓTT. — Það hefir verið kalt í Englandi í vetur ög erfitt með útiíþróttir. Á íþróttavöllunum sjást víða glóðarker, handa íþróttamönn- unum að orna sér við. mig, var tþað? Um að ég hefði farið svo illa með Dale? — Nei! Tim roðnaði enn meira. — Það var þess vegna, sem ég varð svo reiður að ég barði hann. Ég skamm- ast mín fyrir sjálfan mig. Ég hefð; átt að sjá hvernig ástatt var fyrir honum. Læknir má aldrei gera svona skyssur — það er óafsakanlegt. — Það er skyssa sem flestir gera. Fólk misskildi Dale líka, sagði Lilly beisk. — Tim, þú sagðir að þú skildir. En gerðir þú það? og gerir þú það enn? Geturðu hugsað þér hvernig er að vera gift manni sem ... Það fór hrollur um hana og hún sneri sér undan. Hún var skjálfrödduð þegar hún hélt áfram: ¦—• Þú sást Harper Sheridan i kvöld. Hvernig heldurðu að það hafi verið, að vera gift bróður hans? Geturðu ímyndað þér hve hræðilega ævi ég átti? Tim svaraði reiður: — Nei. Og ég vil ekki reyna að imynda mér það Iieldur. Ég þoli ekki að hugsa til þess. Ég vona aðeins að þú verðir ham- ingjusamari i hjúskapnum með — Nick. Lilly varp öndinni. Hún tók báðum Iiöndum um borðstokkinn og hnúarnir hvítnuðu. LILLY OG TIM. Tim einblíndi á bát sem fór hjá og sá ekki svipbrigðin á andliti henn- ar. Hann sá ekki að það varð náfölt: og glott lék um varirnar. — Það mundi ég- vafalaust verða, sagði Lilly hægt. — Nicky er nógu ríkur til þess, að það gæti verið gott að eiga hann fyrir mann. En það er bara eitt til fyrirstöðu ... Tim rankaði við sér er þögnin kom. — Hvað? sagði hann hásum rómi, — hvað er að? Þú ert ástfangin af hon- um? Þú ætlar að giftast honum? iSegðu mér það eins og það er, og þá skal ég láta þig í friði. Án þess að vita fyllilega hvað hann gerði, tók hann i báðar axlir hennar svo að hún varð: að horfa á hann. Nú? sagði hann aftur. — Þú hefir gert allt sem þú gast til að komast upp á milli okkar, Tim? sagði Lilly ásakandi. Nú kom ertni- hreimurinn aftur og það var glampi i augunum. — Nú, og hvað svo? — Þú játar það? En hvers vegna gerðir þú það? Gerðirðu það vegna þess að þú ert ástfanginn af mér sjáifur? — Margt hefði nú ólíklegra skeð, sagði hann þurrlega. — En þér fellur illa við mig . .. —¦ Skiptir það nokkru máli? Ég get ekki annað en elskað þig samt. Get ekki stillt mig um að þrá að kyssa þig. Hann dró djúpí andann og tók fastar um axlirnar á henni. — Ég er ekki að þínu skapi, Lilly. Er það? Hún hreyfði sig ekki. — Ég hélt ekki að bú værir það, fyrr en ég sá þig vera að stumra yfir Harper í kvöld með svipnum, sem var á þér þá. Ég hafði alltaf haldið að þú værir svo rólegur og hægur. . — Fannst þér kannske að ég mundi vera of vænn og ljúfur? sagði Tim. — Fannst þér það vera ákæra? — Er það kannske ekki, þegar það kcmur frá hér? — Æ, nei. Virkilega góðir menn eru sjaldgæfir — og það er sjaldgæft að sjá karlmann verja heiður konu, nú á dögum. Mér — mér þótti vænt um það. Mér þykir vænt um að einhver taki svari mínu — að þú tókst svari niínu. Svo brosti hún allt í einu. — ÉS hefi aldrei hitt verulega góðan niann fyrr, Tim. Hann þagði. Horfði á andlitið á henni. Honum var runnin rciðin, og röddin var lág og titrandi er hann spurði: — Lilly, ert þú ástfangin af Nick? — Ástfangin af Nick? Hún hristi höfuðið. — Nei, ég hélt að ég væri það, Tim. Ég hefi haklið það í mörg ár. Ég hafði einsett mér að giftast honum. Þess vegna fékk ég mér far á „Sinbad" þegar ég frétti að hann ætlaði að sigla með þ-vi skipi. Ég hafði einsett mér að ná í hann aftur. Eg get vel játað — fyrir þér, en eng- um öðrum —- að auður Nicks var það, sem ýtti mest undir mig. Ég er svo þreytt, svo hræðilega þreytt á þvi að verða að vinna fyrir mér — þreytt á þessum löngu hljómleikaferðum — þreytt á að eiga hvergi heima. Get- urðu ímyndað þér hvernig það er, þetta glæsilega líf, sem svo margir öfunda mig af? Langir tímar í æfingar og alltaf sífelldur kvíði fýrir því, að ég spili ekki eins vel í ár og ég gerði í fyrra — og hafa alla búslóðina sína í ferðatöskunum. Ferðast með flug- vél, járnbraut eða skipi — ferðast og ferðast en komast aldrei á leiðar- enda! Einvera og vonleysi, sem ómögulegt er að flýja frá. Og hjóna- bandið misheppnaðist svo hrapalega að mig — mig fór að dreyma um Nick. Hann var maður sem ég gat gifst. Ég varð að hitta hann aftur. Hún þagnaði og Tim spurði: — Já, og þegar þú hittir hann aftur ... ? — Ég varð fyrir vonbrigðum — hræðilegum vonbrigðum. Nicky er ástfanginn af litlu, fölu stilltu hjúkr- unarkonunni. Hann veit það cf til vill ekki, en hann er það! Hún hló þurra- hlátri. — En ég hefi talið honum trú um að hún sé hrifin af þriðja stýri- manni, þessum laglega pilti. Það var illa gert af mér. En nú er ég orðin breytt að berjast um mann, sem stend- ur alveg á sama um mig —• þó aS ég hafi ekki gert mér það ljóst fyrr en nú. Hún strauk kinnina á Tim með vísifingrinum. — Það varst þú, sem gerðir mér það ljóst, Tim. — Ég? Hann skalf og þráin eftir að faðma hana að sér varð ómótstæði- leg. En hann stóðst freistinguna og horfði biðjandi á hana. — í guðs bæn- um, þú mátt ekki kvelja mig svona! Þú veist að ég elska þig* — ætlarðu að gera mig brjálaðan? — Nei. Hún færði sig nær honum og leit upp. — Þú ert skelfing tregur, góði. Ég elska þig, Tim — ég hefi ekki reynt að elska þig, en geri það samt. Tim sagði loðmæltur: — Hvað áttu við? — Ertu nógu brjálaður til að biðja mig um að giftast þér, Tim? hvislaði Lilly. — Já, það veit sá sem allt veit! Það var fögnuður í röddinni. —¦ Víst er ég það! En mér finnst svo erfitt að trúa þvi að þú segir þetta. Ég hefi svo lítið að bjóða þér, ekki nema , .. Hann rétti fram hendurnar á móti henni. — Ekki nema ástina, elskan min .. . eilífa ást mína. — En það er hún sem ég vil, sagði Lilly. Hún tók báðum höndum tim hálsinn á honum og varirnar voru mjúkar er þær snertust. Þau stóðu lengi í þéttum faðmlögum. Tim þrýsti henni að sér eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni aftur. — Ég skal fá þig til að elska mig, muldraði hann. — Þó svo að það verði það síðasta, sem ég geri í veröldinni. — Tim, Tim, þú þarft þess ekki. Ég elska þig — ég elska þig. Svo losaði hún sig úr faðmlögunum og það voru tár í augunum. Hún tók höndina á honum og þrýsti henni að vörum sér og sagði svo með djúpum róm: —Þú eri góður, Tim — þú ert of góður handa mér. Þú getur gefið mér aftur trúna á sjálfa mig, gert mig að betri manneskju og að betri móð- ur fyrir Dale. Þegar þessari ferð er lokið ... Hún horfði á hann með gljáandi, tárvotum augum. — Við skulum giftast og fara heim. Ég get haldið hljómleika við og við, en það á ckki að verða það mikilsverðasta i lífi mínu lengur. Tim tók um grannar herðar hennar. — Aldrei hefði ég trúað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig, sagði hann. — Mikið flón er hann Nicky, — finnst þér það ekki? Lilly þrýsti andlitinu að brjósti hans. — Kannske. Það liggur við að mér þyki vænt um það, en — við verðum að koma honum á réttan kjöl aftur, — og Anne litla hjálpar okkur til þess. Ég verð að biðja hana fyrir- gefningar. Tini tók fastar um hana. — Það er alveg rétt, sagði hann. — Hún er allra besta og geðslegasta stúlka. ANNA í RAUNUM. Annc hafði fundið sér afskekktan krók á stjórnborða á A-þilfarinu eftir að hún kom um borð í „Sinbad". Ein- liverra hluta vegna var hún eirðarlaus og vílandi. Þessi óvæntu lok á sam kvæminu hjá Silva höfðu komið henni i uppnám. Allt kvöldið hafði hún verið að stæla sig til að taka mannlega á móti því sem koma skyldi: trúlof- unaropinberun Nicholas og Lilly. En ekkert gerðist, svo að hún kvaldist enn af sárum efanum. Nicholast hafði farið inn i vínstof- una með Charleston, og líklega var Lilly með þeim. Tim var horfinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.