Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Anne stóð ein í myrkrinu og grét i hljóði. Það Jjýddi ckki að taka sér þetta nærri, sagði hún við sjálfa sig, en henni var engin liuggun að því. Hvers vegna hafði hún orðið ástfangin at' Nicholas Frazer þegar hún liafði ekki annað en sorg og sársauka af jjvi? Skólatelpuást — barnsleg til- beiðsla — sem hefði átt að vera liðin hjá fyrir löngu, en í staðinn hafði hún farið vaxandi og var nú að bera hana ofurliði. Hvað var það í fari Nicliolas sem — í augum hennar — gerði hann öðm vísi en aðra menn? Hún gat hugsað lil flysjungsháttar Bens Farrells án ]jess að ihenni sárnaði, en að missa Nicholas fannst henni svo hræðilega sárt. Tilhugsunin ein, um að hann giftist Lilly Sheridan, var eins og hníf- stunga í brjóstið á henni og táraflóðið kom aftur. Með hryggu hjarta hug- leiddi hún livort þau mundu giftast i Ástralíu eða biða þangað til Lilly kæmi til London aftur. Þá yrði gift- ingin stórviðburður í heimsborg- inni ... — Ó, Nicliolas, Nicholas ... hvísl- aði Anne mót stjörnunum og gróf andlitið í skjálfandi höndunum. Svo jafnaði hún sig aftur. Þurrk- aði sér um augun og bjóst til að fara. Hún átti að vinna á morgun og best að fara sem fyrst að hátta. Hún kom fram úr skugganum og gekk beint á Nicholas Frazer. Hann sagði forviða: — Þú heldur þig hérna. Ég hefi verið að leita að þér hátt og lágt. — Var það? Það setti nð henni liræðslu og hún sneri sér undan og hljóp frá 'honum. — Ég — ég — af- sakaðu, en .... Ég ætlaði að fara að hátta. Ég er þreytt og .... Hann greip í handlegginn á henni og sagði: — Anne, þú hefir grátið! Hvað gengur að þér, barn? Er það út af þessum þorpara, Farrel, sem þú varst að gráta? Ef svo er þá skal ég mölva hvert bein í skrokknum á honum. — Æ, nei! Hann skiptir engu máli fyrir mig — og hefir aldrei gert. Þunginn i svarinu var fyllilega sannfærandi. Nicholas linaði á tak- inu um handlegginn á henni. — Hvað gengur þá að þér? Segðu mér það. Hönd lians færðist nær tárvotri kinn hennar. Þegar hann reyndi að stilla sig. Hún mátti ekki láta hann verða þcss vísari hvernig í öllu lægi — mátti ekki láta hann vita hvílikar kvalir luin hafði liðið út af honum. Hann ætlaði að giftast Lilly Sheridan ... Metnaðurinn hjálpaði henni. Hún leit beint í augun á honum. — Þetta er ekkert. Ég er bara þreytt, Nicholas. Ég verð að fara að sofa. — Já, ég hefi heyrt það. Hann var ergilegur. — Geturðu ekki lofað mér að tala við þig i fimm minútur, Anne? Ég þarf nauðsynlega að tala við þig, um alvarlegt mál. Um trúlofunina sina, hugsaði Anne með sér. En lnin treysti sér ekki til að hlusta á það í kvöld. Kannske á morgun — á morgun yrði það ekki eins sárt, eða hún gæti að minnsta kosti betur harkað af sér þá. Hún leit framan i hann með augun full af tár- um. Nicholas færði sig nær henni. — Hvað gengur að þér, Anne, elskan min? Treystir þú mér ekki? Þú varst alltaf vön að .... Hún rökk undan eins og hann hefði barið hana. — Þú kallaðir mig — elskan mín? — Já, er nokkuð athugavert við það úr þvi að ég luigsa alltaf þánnig til þin? •—• Hugsar til mín? En hvernig get- urðu það — þegar þú . . . . ? Nú þyrmdi yfir hana og hún fór að gráta. — Þegar ég — hvað? spurði Nic- holas. Hann faðmaði hana að sér. — Þegar ég elska þig? Gefur það mér ekki rétt til að segja „elskan mín“ og til að hugga þig, þegar illa liggur á þér? Eða að minnsta kosti reyna að hugga þig. Annc, ég má til að segja þér það — ég verð að spyrja þig — ég þoli ekki þessa óvissu lengur. Ég elska þig svo heitt. — Elskar þú mig? Anne átti bágt með að trúa sínum eigin cyrum. — F.n ég hélt .... — Þú hefir ímyndað þér eitthvað, já. Eitthvað líkt og ég ímyndaði mér um þig og þriðja stýrimann. — Mig .... Anne starði á hann. mállaus af undrun. Nicholas sagði blitt: — Manstu fyr- ir nokkrum árum, þegar þú varst lít- il, og sagðist allt af ætla að verða konan mín, þegar þú yrðir stór? — Já, en ég var óviti þá Ég .... ég — Dettur þér í hug að ég hefði gifst nokkurri manneskju án þess að segja þér frá þvi fyrst? Hann þrýsti henni að sér. — Anne, ég elska þig! Ég hefi elskað þig lengi ,og ég vil enn að þú verðir konan mín. Ég hefi ekkert breytst. Þetta gat ekki verið satt. Það hlaut að vera draumur. En varir lians voru þó enginn draumur. Kossinn hans var heitur og hjarta hennar titraði. Hún hjúfraði sig að honum, en tárin runnu niður kinnarnar. — Tilfinningar mínar til þin, Anne, eru öðru vísi en til nokkurrar ann- arrar konu. Ég elska þig heitar en ég hefi nokkurn tima elskað áður. Ég vil að þú trúir þessu — um aldur og ævi. — Nicholas, ég hélt .... Hún gat ckki haldið áfram. — Ég hélt alls konar flónsku Hka, sagði Nicholas. — Ég þóttist viss um, að þú værir orðin ástfangin af Ben Farrel. Það var ekki fyrr en Tim Lane sagði mér hvað gerst hefði á veitingastaðnum í kvöld, og hvernig þú hefðir tekið ])ví, sem mér fór að skiljast að kannske liefði mér skjátl- ast. Reyndu að skilja mig, elskan min. Ég er afbrýðisamur, en ég reyndi að vera réttlátur. Við faðir þinn töluð- um saman um margt áður en hann dó. Ég sagði honum að mig langaði til að giftast þér, en hann var hyggnari mað- ur en ég er — hann sagði að ég yrði að gefa þér ráðrúm til að hitta aðra og yngri menn og sjá meira af ver- öldinni. Ég vildi gefa þér tækifæri til þess, og ég vonaði að þessi ferð mundi gefa okkur báðum svar við spurningunni. Ég kom þessu svo hag- anlega fyrir .... Ég vildi vera nærri sjálfur, til þess að gripa þig þegar rétti timinn væri kominn. En .... það kom bros á þungbúið andlitið. — Það munaði minnstu að ég missti þig — var það ckki? — Það var ckki vegna Ben, sagði Anne. — Varst þú afbrýðisöm lika? spurði hann. — Já, hvernig átti ég að vera ann- að. Anne roðnaði í framan. — Ég hélt að þú værir ástfanginn af Lilly Sheridan enn þá. — Lilly? Hann hnyklaði brúnirnar. — Ég var ástfanginn af henni einu sinni — fyrir löngu — við vorum trúlofuð, áður en ég vissi að þú varst til, barnið mitt. Og ég skal fúslega játa, að það kom dálítið fát á mig þegar ég hitti hana hérna um borð. Það var líkast og að hitta anda frá fortíðinni. En allt var aðeins endur- minningar. Veruleikinn var allur ann- ar en æskudraumarnir gömlu. Það varst þú ein, sem ég vildi eiga — þú ein, sem ég elskaði. Hann lyfti hend- inni og strauk henni um kinnarnar. — En ég var hræðilega afbrýðisamur, og þegar ég sá að þú varst svo mikið með Farrel. hljóp gikkur i mig. Ég vnrð fokreiður og vildi ckki láta þig get þér til um, hvernig ástatt væri um mig. Allt af þangað til i fyrra- kvöld, að við sátum saman á báta- þilfarinu. Ég — ég gerði tilraun til að biðia þín þá. en þú gættir svo vel að halda mér í fjarlægð. að ég dró rangar ályktanir af því. Ég liefi allt- af verið hræddur um, að ég væri full gamall handa þér, og ég vildi ógjarna standa í vegi fvrir þér, ef þú vildir mig ekki. En nú hefi ég hugsað þetta betur og .... Hann studdi tveimur fingrum undir hökuna á henni og lyfti andlitinu á henni upp að nmnn- inum á sér. Þegar hann kyssti hana sagði hann alvarlegur: — Ég vil ekki að þú forðist mig lengur, elskan min, og þú liefir ekki ennþá svarað mér. Viltu giftast mér? — Ó, Nieholas, elsku, besti Nichol- as, það er heitasta ósk mín — liún er alvcg eins heit og þegar ég var tólf ára. Þú hefir ekki verið einn um að bíða. Anne tók um hálsinn á honum. — Ég varð fullveðja fyrir þremur ár- um. — Já, ég veit það. En hann faðir þinn þurfti á þér að halda, og faðir rninn þurfti á mér að halda. Við höf- um látið mikinn tíma fara i súginn. en nú skulum við bæta okkur það upp. Hvenær eigum við að giftast? — Undireins og þú getur náð í ein- hverja stúlku í minn stað hérna um borð .sagði Anne án þess að hika. — Ég skal sjá um það undir eins, sagði Nicholas ákafur eins og strák- ur. — Svo framarlega sem það stend- ui i mannlegu valdi skal stúlka verða til taks í Ástralíu til að hlaupa í skarðið fyrir þig. Ég skal undirbúa það i fyrramálið. Ó, Anne, ég.elska þig. En nú cr vist best að fara að hátta, svo að þú getir fengið dálítinn svefn eftir þessa erfiðu daga. Og á morgun er nýr dagur — og hinn daginn — margir nýir dagar. Héðan í frá er það alltaf á morgun hjá okk- ur, aldrei neitt i gær. — Já, hvíslaði Anne mjúkt. f gær er liðin tið. Og mér þykir vænt um það Nicholas. — Mér líka. Hann brosti til hennar. — Ef þig langar til að vita það, þá ert þú eina konan, sem ég hefi kysst í þessari ferð. Ég liélt að 'þú hefðir gaman af að vita það, úr þvi að þú hefir gert þér svona rangar liugmynd- ir um mig. Hann bauð henni arminn. — Eigum við að fara? í>au gengu saman niður af þilfar- inu. DAGINN eftir fékk Lilly loksins tæki- færi til að biðja Anne fyrirgefningar Hún gerði það í sjúkrastofunni, ]>ar sem hún sat og hélt í höndina á Dale. Og luin ljómaði af ánægju yfir sinni eigin hamingju. Dale hlustaði og starði á þær, og Olga og Leni, sem báðar hlustuðu á niðurlag samtalsins voru báðar mál- lausar af undrun. Anne tók afsökuninni mcð vcnju- légri ró. — Mér þykir vænt um að ég skyldi fá tækifæri til að segja þetta, sagði Lilly brosandi. — Dale, nýi pabbinn þinn er byrjaður að láta mig taka sinnaskiptum. En þetta er alvara mín, Anne. Ég vona að við getum orðið góðir vinir. — Já, frú Sheridan! Anne tók i framrétta liöndina. -—- Vinir minir kalla mig „Lilly", sagði hún vingjarnlega. — Mig lang- ar til að þú gerir það líka. — Það þykir mér vænt um að mega. sagði Anne brosandi. — Þegar ég er ekki i cinkennisbúningnum. Lilly baðaði út höndunum. — Þú ert i sannleika merkileg manneskja, Anne. Þú ert trúlofuð og ætlar að giftast einum af ríkustu mönnunum i Englandi og þó heldurðu áfram að vinna, eins og ekkert hefði í skorist. Ég held að Nicky hafi verið heppinn. Dale spurði, þegar luin var farin: — Heyrðu, Anne. En það satt að þú ætlir að giftast honum Nick frænda? — Já, tók Leni fram í. — Og ég missi duglegustu stúlkuna, sem ég hefi nokkurn tima haft — Þá verður hún „Anne frænka“, er það ekki? sagði drengurinn — Og Lane læknir verður pabbi minn. Ég Iield að .... Hann brosti glettinn. — Ég held að það verði ágætt. Anne fór upp á báta-þilfarið. Þar beið Nicholas. — Ó, Anne! Rödd hans var hlý. — Ekki veit ég hvað ég liefi til þess unnið að eiga að fá þig. Anne bauð honum munninn. — Sjálfskipaði verndari minn, hvíslaði hún. Þau hlógu bæði en Nicholas sagði einbeittur: — Nei, nú er ég ekki sjálfskipað- ur lengur. — Þá er það ég, scm hefi skipað þig, hvíslaði Anne. — Frá í dag og um alla eilífð. Nicholas sagði: — Við höldum brúð- kaupið i Sidney. Hvernig líst þér á það, elskan? Anne hafði hjúfrað sig að honum en Nicholas heyrði hana hvísla „já“. Ben Farrel stóð uppi á stjórnpall- inum og horfði á þau. Það var ekki laust við að honum rynni beiskja í hug er hann snerti á hringnum, sem hann hafði í vasanum. iÞað hafði ekki verið neinn hægð- arleikur að fá Gisele til að skila hon- um aftur, en .... Hann andvarpaði. Hann var frjáls maður og nú stóð veröldin honum opin — það var stúlka í Mebourne, scm liann hafði hitt í fyrri ferðinni .... Ben fór að blístra brúðkaupslagið úr „Lohengr- in“ — lágt. Heppnismaður þessi Frazer. ENDIR. Nú sltal ég gefa honum lækningu v ið að liggja hérna í letinni,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.