Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN **^OKAN var þétt og þyfck á m J götunum í London. Og j~^ frostið málaði rósir á rúð- urnar. Það var kalt á kvöldin og dimmara en venja var til í desem- ber. Og hvernig sem á því stóð, kaus fólk 'helst að'halda sig heima. Það hafði verið skrifað talsvert um þetta í blöðin upp á síðkastið. Klerkastéttin fagnaði því — kall- aði það „endurfæðing hins enska heimilislífs". En þótt veðrið væri ógeðslegt þá stöfuðu heimasetur fólks ekkí eingöngu af því. Fáránlegustu sögur gengu manna á milli — f rá- sagnir, sem voru hræðilegar og ferlegar. Hafi þær verið eintóm- ur tilbúningur, hlutu þær að stafa frá sálsjúkum illmennum. Og hafi eitthvað verið satt í þeim, var full ástæða til að fara varlega. En hvort þær voru sannar eða lognar gat f ólk ekki stillt sig um að taka mark á þeim. Fólk efað- ist kannske um þær og reyndi að vísa þeim á bug fyrst í stað — en það trúði þeim. Þeim var trú- að án þess að sannanir væru f ærð- ar fram fyrir þeim og eiginlega að ástæðulausu. Það eina, sem benti til að þær væru sannar, var að fleira fól'k hafði horfið í borg- inni en nokkurn tíma áður. I marga mánuði hafði ekki verið minnst einu orði á fljúgandi diska, og það var sagt, að þeir mundu nú hafa lokið erindi sínu og að fiöldi manns frá öðrum stjörnum væri nú kominn tii jarðarinnar og væri á meðal vor. Sagan sagði að þetta væru venjulegir menn, alveg eins og þú og ég í útliti. Maðurinn sem sat við hliðina á mér í strætisvagninum eða kvik- myndahúsinu, gat vel verið einn af þeim. Þeir líta út alveg eins og við — aðeins í einu eru þeir frábrugðnir venjulegu fólki. Þeir eru sólgnir í fólkið á jörð- inni! Sérstaklega ungu stúlkurn- ar. Og þegar þeir hafa náð í bráð sína og ætla að fara að fremja hermdarverkið, eru augu þeirra lýsandi eins og kolaglóð. Þeir eru sólgnir í að éta bráð sína lifandi. ÞESS VEGNA er látið loga á arn- inum og f jölskyldan hýrist heima. En menn eins og ég eiga hvorki arin né fjölskyldu. Við erum einstæðingarnir, og eins og marg- ir hafa gert á undan okkur, leigj- um við herbergi einhvers staðar nálægt Earls Court, Hensington eða Ohelsea. Við verðum að stinga peningi í rifuna á gas-sjálfsalan- um í hvert skipti sem okkur f innst þörf á hlýju. Gluggatjöldin eru upplituð, húsgögnin fornfáleg og matarstybba í ganginum. Ég á heima á Earls Court Place núm- er 27. Jameson gamli á heima beint á móti mér í ganginum. Hann er eitt eða annað í bauka. Breyting- in á honum er augsýnileg. Fyrr- um fékk 'ég aldrei annað en af- undið „gon-dag" hjá honum þeg- ar ég sá hann. En þegar kom fram í desember fór hann að bjóða mér inn til sín. Ekki aðeins einu sinni heldur mörgum sinnum. Við töl- uðum um bækur, um veðrið og ræddum um innanríkismálin. Fjölskyldufólkið var ekki jafn gestrisið og áður. Það kærði sig ekki um að hafa fleiri undir sínu þaki, en þar áttu heima. En í áhugamál. Stofan hennar á efstu bæð bar því vitni. En ég hafði aldrei litið inn í þá stofu. Enginn okkar hafði nokkurn tíma gert það, ekki fyrr en fjölskyldulífið hafði lokað okkur, alla einstæð- ingana, úti.' Ekki fyrr en kom f ram í desember ... En í desember voru jólin. Og í ár voru jólin enn meiri fjöl- skylduhátíð en nokkurn tíma áð- ur. Við sem ekki áttum fjölskyldu fundum sárar til einverunnar en nokkurn tíma áður. Undir venju- legum krihgumstæðum hefðum • * • * desember Og svo var það hún ungfrú Schroeder. Hún átti heima á fjórðu hæð. Ég hafði séð hana hvað eftir annað. En hún átti svo marga vini, að hún gaf sér aldrei tíma til að stansa, jafnvel ekki til að bjóða góðan daginn. Hún var alltaf að flýta sér. Alltaf á ferð og flugi. Hún eignaðist alltaf nýjan og nýjan fcunningja, sagði húsmóðirin. Það var aldrei neitt varanlegt hjá henni. Alltaf á suðupunktinum. Lifðu meðan þú ert ung. En svo kom desember, og vin- irnir hennar héldu sig heima eða giftust eða gleymdu ungfrú Schroeder eða mundu hana að- eins sem ilm í hlýju stofulofti, sem hlátur í myrkri, sem ólgandi, ljóst hár á velktum svæfli. Og þá varð jafnvel hún fegin að einhver sinnti henni. Og húsmóðirin sjálf, jómfrú Oddy. Símalandi seint og snemma. En hafði samt alltaf vaðið fyrir neðan sig. Maður hitti hana hvar sem var í húsinu, hún trítlaði fram og aftur eins og forvitinn fugl og var alltaf að tala við leigj- endurna. Hún gat svarað þrem spurningum samtímis úr þremur mismunandi áttum, og svaraði þó ekki neinu þeirra. Hún var slyng- ur kvenmaður. Kona sem átti við líklega farið út, horft á leik- sýningu eða gamanleik, og fengið okkur að borða á skemmtilegu veitingahúsi á eftir. En ekki núna á þessum jólum. Það voru ein- hvers konar veður í lofti, og veit- ingahúsin auglýstu, hvert eftir annað, að þau mundu hafa lokað þangað til eftir jólahelgina. Og venjulega mundi okkur ein- stæðingunum hafa verið boðið heim til einhvers kunningja, ef ekki á áðfangadagskvöld þá að minnsta kosti á jóladaginn. En því var ekki til að dreifa núna. OG ÞÁ var það að við afréðum að halda jölin þarna í matsölunni. Við vorum 'einstæðingar, fjöl- skyldu- og ættingjalausir. En við gátum búið til f jölskyldu úr okk- ur sjálfum. Og í númer 27 gátum við haldið jólin með sérstökum hætti. Jómfrú Oddy átti að sjá um samkvæmið og Jameson að taka að sér húsbóndaskyldurnar með henni. Og ungfrú Schroeder ætlaði að vera þar, og Burgess, ungi lyfjafræðingurinn í bak- herberginu á fyrstu hæð. Og ég ætlaði að vera þar. Við yrðum fimm samtals. Karlmennirnir urðu í meirihluta, og þetta var kannske ekki beinlinis fólk, sem maður mundi skipa saman í hóp ef maður gæti valið úr. En eigi að síður varð samkvæmi úr þessu. Ungfrú Schroeder, falleg og fönguleg, kom snemma. Hún stóð með vínglas í hendi þegar ég kom. "Ég tók eftir að roðinn í kinnum hennar stafaði ekki eingöngu af farða. Kjóllinn var axlahaldalaus og gljáði á hann í birtunni frá lampanum. Axlirnar voru afslepp- ar, hvítar og undurfallegar. Hún var í rauninni falleg stúlka. Bara að hún hefði ekki verið eftirlætis- goð mundi hún heldur ekki hafa horft á mig eins og hún gerði núna. Hún mundi ekki hafa boðið mér glas. Hún mundi ekki hafa beðið mig að kalla sig Irene. Ég gerði mér engar tálvonir viðvíkjandi Irene Schroeder. Að- dáendur hennar höfðu látið allt eftir henni og hún hafði kunnað því vel. Eftir að kom fram í des- ember gat hún ekki lengur valið úr karlmönnum til að fara með á skemmtanir. Og þá varð það ég. En það var aðeins þess vegna. Af því að ég var eini maðurinn, sem hún náði til þá í svipinn. Burgess var of ungur handa henni, Jameson of gamall. — Þér eruð snemma á ferð- inni, sagði ég. Hún brosti töfrandi til mín. Brosið náði til augnanna líka. — Og þér líka. Sem betur fer. Svo varð nokkurra augnablika þögn. Þá hélt hún áfram: — Ég geri ráð fyrir, að ég hefði átt að verða hrædd, að vera ein með yður hérna. Þegar öllu er á botn- inn hvolft gætuð þér vel verið« einn af þessum stjörnumönnum.. Ekki get ég vitað það! Ég hefi ekki þekkt yður svo lengi. — Tvær mípútur. Hún hló. Lengur en það. Eitt ár, er það ekki eitthvað nálægt því? — Eitt ár ef þér teljið þann tíma sem við höfum gengið hvort framhjá öðru i stigunum. Þér stöldruðuð aldrei við, eða var það? — Af því að þér voruð svo ... fáskiptinn ... svo ... Hún leit kringum sig eins og til að fá hjálp. Ég vissi hvað, hún átti við, ég var ekki nógu laglegur handa henni. Ég var ofurlítið lotinn í herðunum eftir of langar setur yfir skrifborðinu. Ég hafði hósta, sem stundum var leiðinlegur. Og ég hafði ekki mikil auraráð. Ég var engin draumahetja ungra kvenna. — Þér getið vel verið maður frá annarri stjörnu. Komið þér og étið mig! — Með ánægju. Hún starði á mig. Andlit henn- ar var farið að sýna fyrsta vott lífsins sem hún lifði. Og það sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.