Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Qupperneq 9

Fálkinn - 13.01.1956, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 hún hafði drukkið var líka farið að sjá á henni. — Við erum ein hérna, sagði hún. — Étið mig . . . étið mig hægt ... JÓMFRÚ ODDY spillti öllu með þvi að koma inn í stofuna í sömu svifum. Hún horfði kringum sig og hallaði undir flatt, tíl þess að átta sig betur á því sem væri að gerast. Það gat ekki farið fram- hjá henni að eitthvað lá í loftinu. Irene reyndi að breiða yfir þetta. Hún sagði: — Bill var ein- mitt að segja mér, að hann hefði átt heima hérna í heilt ár núna. Ég var að segja honum hve mér fyndist hann viðfelldinn. Og hann sagði mér að hann væri af annarri stjörnu. Er það ekki skrítið? Hugsið þér yður að mér skuli falla við menn af öðrum stjörnum? — Er það satt? sagði jómfrú Oddy. — Þökunni er að létta. Haf- ið þið tekið eftir því? — Vitanlega, hélt Irene áfram — er hann ekki af annarri stjörnu. Ég hefi þekkt hann of lengi til þess að hann geti verið það. Og hann er líka viðfeldnari en svo. — Það er ekki gott að vita, sagði jómfrú Oddy. — Hvernig ætti maður að vita það. Við gæt- um verið af annarri stjörnu, hvert okkar sem er. Þetta geta ekki verið eintómir karlmenn. Ætli eitthvað af kvenfólki hafi ekki slæðst með. Hvernig gætu þeir annars ... ? Hafið þið nokkuð að drekka? Hún fór fram í eldhúsið án þess að bíða eftir svari. Hún hélt áfram að rausa þar: — Það verð- ur dimmt í nótt! Dyrnar að ganginum lukust upp. Burgess, ungi lyfjafræðing- urinn 'kom inn. Hann gekk slett- ingslega. — Það fer að verða dimmt úti, sagði hann. — Get ég fengið í staupinu? Hann hellti rommi og vatni í glas. Meira af rommi en vatni. Hann deplaði til mín aug- unum. Eins og frakkur strákur mundi hafa gert. — Maður verð- ur að hafa úr sér hrollinn, sagði hann. Svo sperrti hann allt í einu upp augun, eins og hann væri fyrst nú að taka eftir Irene. Hann gekk til hennar og tók handleggnum um herðarnar á henni. Hann glotti. — Það þarf meira en áfengi til að halda á þér hita, gullið mitt, er það ekki? — Gin dugir mér, svona fyrst í stað, þökk fyrir. Hún rétti fram tómt glasið, og þegar hann leit við til að fylla það, sá ég í augum hennar, að mér hafði skjátlast er ég hélt að hann væri of ungur handa henni. — Jameson var að hringja, sagði Burgess. — Hann sagði að sér hefði seinkað. Kannske þeir hafi uppgötvað að nokkrar mill- jónir vanti í sjóðinn hjá honum þegar þeir voru að telja í dag. — Bill er af annarri stjörnu, hélt Irene áfram. — Ha, hann? Nei, það er ég, sem er af annarri stjörnu. Komdu með mér niður í herbergið mitt, þá skal ég sýna þér stjörnubún- inginn minn. Irene skríkti. — Allt í lagi. Við skulum þá koma. — Hvað drekkur þú, Bill? — Viskí. — Þarna sérðu. Ég drekk romm af því að ég er utan úr himingeimnum. Og segðu að ég hafi ekki varað þig við mér. Hann tók í axlirnar á henni. Svo fékk hann sér í glasið aftur. Það lá vel á honum. Jómfrú Oddy stóð í dyrunum. — Var einhver að segja, að Jam- eson mundi koma í seinna lagi? — Já, hann var að hringja. Það er kannske best að við frestum borðhaldinu þangað til hann kemur. Við getum haldið áfram að drekka á meðan. Hvað má ég bjóða þér? Það var Irene, sem hann horfði á. Hún rétti honum tóma glasið sitt. KLUKKAN varð sjö, og Jame- son var ekki kominn enn. Klukk- an hálfátta var Burgess orðinn mikið svínkaður. Hann gerðist frekur. — Ég held að ég verði að ná í nokkrar grammófónplötur. Við þurfum hljómlist. Vill einhver hjálpa mér? Hvað segir þú, Irene? Þá get ég sýnt þér stjörnu- búninginn minn um leið. Hún strauk gljáandi kjólinn. Nú var þetta sama augnaráð komið aftur. Hún riðaði dálítið áður en hún komst út að dyrunum. — Ef við erum ekki komin aft- ur eftir hálftíma þurfið þið ekki að gera leit að okkur. Þá erum við flogin út í geiminn. Við heyrðum þau ganga niður stigann. — Herra minn trúr, sagði jóm- frú Oddy. — Haldið þér að hún hafi verið orðin svolítið ... og hann Jameson, að hann skuli vera svona seinn. Það er síðan þeir fóru að losa um þessi atóm ... Ef til vill var það veðrið, sem hún átti við. Það var aldrei hægt að vita hvert jómfrú Oddy var að fara. — Burgess er langtum of ... hann er mjög ungur ... Irene hlaut að hafa dottið í ganginum. Við heyrðum dynk, og svo stundi einhver. Ég brosti í kampinn. — Haldið þið bara áfram, hugsaði ég með mér. — Brjótið á ykkur lappirnar! — Haldið þér kannske að við ættum að ... — Þér skuluð ekki kvíða neinu, jómfrú Oddy. — Þau hafa ekki drukkið svo mikið ... EN eftir tíu mínútur fór mér að verða um og ó. Þegar kortér var liðið var ég orðinn órólegur. Við heyrðum hvorki hljóð né stunu að neðan. Ég stóð upp. — Kannske ég ætti að fara og líta eftir þeim . .. — Já, fyrir alla muni. Það er aldrei að vita, nema ... Og hann Jameson, að vera svona seinn. Ég tók stigann í tveimur skref- um. Svo kom ég auga á Burgess. Hann lá endilangur á grúfu fyrir utan dyrnar hjá sér. Ég sneri honum á bakið. Hann var með- vitundarlaus. Ég gat athugað hann betur seinna. Herbergisdyrnar hans stóðu opnar. Þar logaði ljós. Ég fór inn. Irene lá á rúminu í gullna kjóln- um, sem var í reglulegum felling- um. Hún hlaut að vera allsgáð- ari en ég hafði haldið. — Ég vissi að þú mundir koma, sagði hún æst. Kinnarnar voru kafrjóðar og augun skær. — Ég vissi að þú mundir koma. Hún benti mér að koma nær. — Komdu til mín. Hún hafði ráðið þetta fyrir- fram. Svo rétti hún út höndina og slökkti ljósið í loftinu, en lítill náttlampi logaði. — Komdu, elskan mín. Liturinn á kjólnum var þannig, að hún virtist fljúga á gullnu skýi. Ég lokaði hurðinni. Þá vissi ég að ég varð að vera þarna. Eins og hún sjálf. Þar var engin leið til baka. Og bað var engin hætta á að við yrðum ó- náðuð. Jameson var ekki kominn. Burgess var meðvitundarlaus. Jómfrú Oddy mundi ekki þora að fara niður ein. Ég stóð við rúmið með hönd- ina á ljóstenglinum. Hún talaði hratt. Orðin komu eins og þungur straumur. — Ég þarfnast þín, Bill. Þú getur heldur ekki lifað einn. Þú getur ekki haldið áfram að hrinda öðru fólki frá þér. Mér finnst að þú sért hræddur við fólk ... Ég kyssti hana. Svo slökkti ég ljósið og teygði hendurnar fram til hennar. Áður en ég snerti við henni sagði hún: — Vertu ekki að eyða tímanum í vindlinga, ekki núna ... Ég reyndi að rétta aðra hönd- ina upp að andlitinu, en hún hélt um þær báðar og dró mig nær. Allt í einu fann ég að það var eins og hún stirðnaði. Svo fór hún að brjótast um. Hún reyndi að hrópa, en vissi að enginn gat lieyrt til hennar. — Það eru ekki vindlingar, hrópaði hún í angist og skelfingu. — Það eru augun í þér ...! giftast Vcbbic og Eddic ? Það er vandfundið jafn vinsæll fólk meðal áheyrcnda og stéttar- systkina og þau Dehbie Reyn- olds og Eddie Fislier, enda gerðu blöðin sér mat úr trúlofunar- fregninni þeirra i fyrra. Debbie er fædd í E1 Paso í Texas, en Þar var faðir hennar járnbrautar- starfsmaður. Þau bjónin eru besta fólk, gera litlar kröfur til lifsins og eru blátt áfram. Sonur þeirra, bróðir Debbie er 25 ára vélvirki og kvæntur, og hefir sest að i Burbank i Kaliforníu og þangað er öll fjölskyldan komin núna og Debbie unir sér svo vcl heima, að bún befir ekki kært sig um að eignast íbúð sjálf held- ur fer hún daglega á milli Holly- wood og Burbank ])ó að það sé 15 mílna leið. Henni var fyrst veitt athygli er húri tók þátt í fegurðarsamkeppni og siðan bef- ir bún smábækkað í tigninni jafnt og þétt. Eddie Fisber fæddist fyrir 27 árum og er í miðið meðal sjö systkina. Foreldrar bans áttu heima í fátækrahverfi í Pbila- delphía og seldi heimilisfaðirinn grænmeti. Eddie er fallegur pilt- ur með dökk augu, vinur vina sinna, viðfelldinn i tali og segist furða sig á hve miklum frama liann hafi náð. En leiðin var löng upp á frægðartindinn og margir örðugir bjallar á leiðinni. Debbie og Eddie trúlofuðust i fyrrabaust og áformuðu ])á að giftast í júní. En í april lenti þeim i rifrildi i fyrsta sinn. Eddie liorfði í augun á Debbie og sagði henni að Þau yrðu að fresta brúð- kaupinu, vegna þess að staða bans leyfði honum ekki að giftast að svo stöddu, en þau skyldu beldur vera trúlofuð áfram. Þetta kom eins og roiðarslag yfir Debbie og liún fór að efast um bvort Eddie elskaði leikstarfið meira en bana sjálfa. Vinir bans segja að liann mundi ekki bafa hikað við að giftast, ef bann befði aðeins átt fyrir sjálfum sér að sjá, en liann vinnur fyrir fjöl- skyldu sinni líka. Og nú biða vinir Debbie og Eddie eftir svari við spurningunni: Giftast þau eða fer allt út um þúfur bjá þeim?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.