Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? Að sums staðar í Sahara kemur aldrei dropi úr lofti? Þó er ekki svo að skilja, að aldrei myndist regnský yfir þessum svæð- um. En hitinn frá eySimörkinni er svo mikill, að regnið breytist í gufu á leiðinni til jarðar og hverfur upp í himinhvolfið aftur. að í Bandaríkjunum hafa verið gerðar ráðstafanir til að afstýra skaðlegum vatnavöxtum? Þar sem þrengsli eru mest i árfar- vegum, svo að hætta sé á að áin flói yfir bakkana, hafa verið settar upp stórvirkar dælustöðvar, sem dæla vatninu þangað, sem það gerir ekkí mein. Sumar af þessum dælum geta dælt 8—9 milljón litrum af vatni á hverri mínútu. að í Bandaríkjunum koma hvirfil- byljir þriðja hvern dag? Sem betur fer eru flestir þeirra svo vægir að þeir valda ekki stórtjóni. En hinir ofsafengnu hvirfilvindar eyða öllu, sem verður á vegi þeirra, og vegirnir eru svo órannsakanlegir að það er ekki nema sjaldan, sem veð- urathuganastöðvarnar geta tilgreint hvar fárviðrin fari um, svo að oftast koma þau yfir eins og þjófur á nóttu. IÆ/&NMIRNIR Jólasveinninn ogr Sjjoræningjarnir Framhaldssaga fyrir börn unginn á skipinu. Og svo fóru þeir að klifra um borð. En nú kom Pési pukrari hlaupandi innan úr bæ með tvo stóra poka. Hann fór beint til jólasveinsins og fleygði pokunum. — Þú verður að afsaka mig Pési, sagði jólasveinninn. — Ég má ekki vera að sinna þér. "Við erum að fara að leita að sjóræningjafjársjóði. — Sjóræningjafjársjóði og rétt komin jól, gelti pukarinn. Hann leysti frá pokanum. — Sjáðu öll jólabréfin, sem þú hefir gleymt í skattholinu þinu! Hver á að afgreiða þau? Þau eru frá krökkum sem óska sér gúmmí- bolta til jólanna, og við höfum ekki búið til einn einasta ennþá! Jólasveinninn ræskti sig. — Þetta er alveg satt, pukrari. Það er kannske best að við verðum heima. FERÐIN. En þá sagði prinsinn: — Getið þið ekki búið til boltana á leiðinni. — Jú, það er þjóðráð, sagði jólasveinn- inn. Áður en Pési pukrari komst að til að andmæla, lét jólasveinninn flytjn um borð nóg af efni i boltana. Og hann tók Pésa pukrara með í ferð- ina, til vonar og vara. Hann gat séð um boltagerðina. Svo tók jólasveinninn stýrið, príns- inn dró'upp akkerið, og „Gleðileg jól" sigldi til hafs undir fullum segl- um. Lítill, freknóttur jólasveinn, sem hét Sprettur málaði „Gleðileg jól" á kinn- unginn. — Hæ og hó! æpti digri Plutó, og hinir jolasveinarnir höfðu ekki ver- ið lengi um borð þegar þeir fóru að æpa „hæ—og—hó" líka. Pési pukrari skálmaði um þilfarið. — Farið þið að vinna! hrópaði hann með bylmingsraust. —¦ Bræðið þið nú gúmmíið! Og þeir fylltu stóran ketil með gúmmí og settu hvítt duft og rauðan lit saman við. Og dálítið af tjöru og 200 bréf af tuggugúmmi og loks 10 dropa úr fiösku, sem „Gort" stóð á. Þessi blanda var soðin í marga klukkutíma. Svo voru hnoðaðir úr lienni boltar, og þeir þurrkaðir. Þeir voru að þessu alta nóttina. I birtingu heyrðist Plutó segja: — Ég sé land, strákar. Ég sé land. Hæ—og—hó! — Já, liann segir þetta satt, sagði prinsinn. — Þarna er eyjan með fjár- sjóði sjóræningjanna! V. EYJAN. Jólasveinarnir vörpuðu akkerum og fóru í land. — Hvar er fjársjóð- urinn? orgaði Plútó undir eins og hann kom i fjöruna. —¦ Ég sé engan fjársjóð hérna! — Þú átt að leita að honum, bján- inn þinn sagði Pési pukrari fyrirht- lega. — Þess vegna er það kallað fjársjóðaleit. Jólasveinninn og prinsinn breiddu úr blaðinu með uppdrættinum og lásu leiðbeiningarnar: Efst stóð: „Risafuran". Nú kallaði jólasveinninn til allra strákanna sinna: ¦— Dreifið ykkur og leitið að risafurunni. Sá sem fyrstur finnur hana á að blistra! Og svo trítiuðu allir jólasveinarn- ir inn i skóginn. Einn jólasveinninn og prinsinn biðu og biðu, en heyrðn engan blístra. Loks sagði jólasveinn- inn: — Ég held við verður að fara að leita líka, því að eftir einn dag og nótt er „Gleðileg jól" orðin að leik- fangi aftur. Og innan skamms fundu þeir him- inháa furu, Það hlaut að vera sú rétta. Og jólasveinninn blístraði og þá komu allir hinir hlaupandi og þyrptust kringum hann. — Sjáið þið þessa? sagði hann og benti á furuna. — Við höfum séð hana fyrir löngu, svaraði einn. — En við héldum á- fram inn í skóginn til að leita að annarri, enn stærri. Jólasveinninn ræskti sig og breiddi úr uppdrættinum. Næsta leiðbeining- in var: „Trjátoppur." Nú reyndi prinsinn að klifra upp í tréð. En börkurinn var háll og hátt til neðstu greinanna. Þá sagði jóla- sveinninn: — Smíðið þið stiga, dreng- ir. Og svo klifraði Plútó upp á Sprett og Ronald upp á Phitó, og Donald á Ronald og svo framvegis, þangað til stiginn var orðinn nógu langur. Og svo klifraði prinsinn öxl af öxl og náSi i neSstu greinarnar, og nú var auðvelt að komast upp í topp. Og nú sá hann yfir alla hina trjá- toppana og út á sjó þar sem „GleSileg jól" lá vaggandi. En fjársjóSinn sá hann hvergi. LEITIN. Þegar hann var að klifra niSur rak hann augun í hreiSur. En þar voru engin egg, en bara lítill hvítur steinn. Á hann var skrifaS: „50 skref austur. 80 skref norðausfur og 20 skref norS- ur. Prinsinn las sig grein af grein og síðan niður axhrnar á sveininum og las svo tilvísunina hátt fyrir jóla'- sveininn. Framhald í nœsta blaði. — Hvað viltu? — Sígarettur eða súkkulaði? \'*T& ,.•.': — Má ég líta á veiðileyfið yðar. herra minn? — Bíðið þið nú hægir, drengir, — þið skuluð fá blöðrurnar ykkar undir eins og við komum heim. Á flugnaveiðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.