Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 11
FALKINN 11 LITLA SAGAN. CJÍMINN hringdi. Lísa tók hann. „Ó, Sr ert það þú, Lína frænka. En hvað það var gaman. HvaS segirðu? Ó, — gerirðn það? Nei — en hvað það var gaman. Með hvaða lest kemurðu? Klukkan 11? Nei, nei, ég skal ekki hafa neitt tilstand út af þér — þú færð ekki annað en það sem fyrir hendinni er. Já, ég lofa þvi. Stúlkan hefir fri.í dag, svo að það leiSir af sjálfu sér — jú — okkur liður öllum vel. Níls er á skrifstofunni og börnin öll hress og kát. Jæja, sjáumsl bráð- um. — Það verður gaman að sjá þig aftur, það er svo langt síðan síðast. — Bless á meðan! Hún sleit sambandinu. Æ, klukkan var orðin 9. Eftir 2% tíma væri Lína komin. Og hér óð allt á súðum. Ekki neina. aukafyrirhöfn — nei!" ,En að láta frænku mannsins síns sjá annan cins sóðaskap! Að vísu hafði Lísa ver- ið veik og varð að fara varlega með sig — en að eiga á hættu að vera kölluð subba — nei, aldrei! En á hverju átti hún að byrja? Hún átti ekki eina einustu kökusneið til á heimilinu, og séndillinn úti í búðinni kæmi ekki fyrr en klukkan 2. Og ekki gat'hún boðið Linu frænku grjótharð- ar bollur giSan á laugardaginn. Þess vegna varð hún að byrja á kökunni. Baka stóra sandköku. Hræra smjör og sykur þangað til þaS varð hvitt — sykur, já — 250 grömm ... Æ, þarna komu þá Norri og Þura og hrópuSu: — Æ, ertu að baka köku, mamma? Og Þura, sem var bara 3 ára stakk fingrinum ofan i deigið og sleikti. „Uss — ekki sleikja það sem aðrir eiga að borða," sagði móðirin býrst, en sjálf hafði hún þó laumað fíngrinum ofan í, rétt áður en krakk- arnir komu. Hún sneri sér frá til að smyrja kökuformið, en á meðan komst Þura i diskinn með hrærðu eggjahvitunum og fór að þvo sér, því að hún hélt að þetta væri sápufroða. „Æ, þessir krakkar gera mann vit- lausan," hugsaði Lisa meðan hún lá á fjórum fótum á gólfinu og var að þurrka upp froðusletturnar. Og nú varð hún að taka þrjú egg aftur og hræra hviturnar. Loks var kakan til- búin og komin i ofninn. En Nonni og Þura sleikíu fatið, sem deigið hafði verið i, og misstu það vitanlega á gólfið og það fór i mél. Lísa tíndi saman glerbrotin og saug upp í nefið. <Nú vantaði klukkuna 20 mínútur i: tíu. Og allt sem hún átti ógert enn! „Nei, hún ætlaði að hafa neitt fyrir henni Línu," hafði hún sagt. En hvað um öll gólfin? Hundurinn var að fara úr hárum og alls staðar hundshár i öllum krókum og skotum. Hún þreif gólfskjóluna og fór að skúra. Krakkarnir héldu sig í fjar- lægð, sem betur fór, en þarna kom hundurinn vagandi með ketbein i kjaftinum. Lisa sló til hans með gólf- klútnum. En hundurinn misskildi og hélt að hann ætti að leika sér við hana og beit í klútinn, kippti í og klúturinn hrökk í tvennt og Snati bljóp á burt með sinn hélming. Loksins var þetta búið. — Itortér yfir ellefu. Hún gat haft kjólaskipti, náði i prjónana sína og hlammaði sér í sófann. Eftir augnablik kom Lina skálrn- andi og faðmaði hana að sér. „En hvað það var gaman að þú skyldir koma," sagði Lína. „Góða mín, en hvað þú lítur vel ut, — svo hraustleg og óþreytt. Ég sé að það fer vel um þig og að þú hefir ekki mikið fyrir lífinu," sagði Lina frænka og brosti. „Nei, þú veist að ég fer mér rólega þegar stúlkan á frí, svo að þú mátt ekki sjá hvernig hérna er umhorfs," sagði Lísa með falsaðri hæversku, „því eins og ég sagði þér hefi ég ekki gert neitt til að taka á móti þér." /leferv-u- ÁewrC'—- að ein af hinum minni kengúru-teg- undunum eignast unga, sem ekki eru nema þumlungur á lengd þegar þeir fæðast? að kringum 250 smálestir af vatni þarf við framleiðslu einnar smálestar af stáli eða einnar smálestar af trjá- mauki. að bjórinn hefir eins konar loku í eyrunum og kokinu, sem lokast þeg- ar dýrið kafar? að augun i strútnum eru oft helm- ingi þyngri en heilinn? að kringum 8 milljónir eldingar rek- ast á hnöttinn daglega? að afríkanskur fiskur, sem lifir skammt frá Tanganyikavatni lifir nær eingöngu á hreistrinu af öðrum fisk- um. Rannsóknarstofan í Uvira í Belg- isku Congo, sem komst a^ þessu cin- kennilega mataræði fisksins, er nú að rannsaka alls konar hreistur til að komast að raun um, hvers konar næringarefni séu í því. Fanny Ennes frá Ockley í Banda- ríkjunum, sem er 67 ára, hefir kært samborgara einn fyrir að hafa svikið hjúskaparloforð sitt. Hún lagði fram bréf frá honum í réttinum, og þar stendur berum orðum að hann ætli að giftast Fanny. Þegar dómarinn hafði athugað bréfiS, vísaði hann málinu frá. Bréfið var sem sé stimplað árið 1908. I vor sem leið var talið að 433 milli- ónamæringar væru í Noregi. Þár eru aðeins taldir einstaklingar, en hins vegar ekki félög sem eiga mcira en eina milljón norskra króna. Af þess- um riku mönnum eiga 290 heima í bæjunum en 137 í sveitum. Milljóna- niæringum i Noregi hafði fækkað um tiu frá þvi áriS áSur. Lögregluþjónar komu auga á bíl, sem virtist nokkuS reikull í rásinni. og eltu hann. Von bráSar nam bíllinn staðar við fuglahræðu, sem stóð við veginn, og sá sem ók kallaði út um gluggann og bauð hræðunni að aka með sér. En þá skarst lögreglan í leik- inn, og blóSprófunin á manninum reyndist í samræmi viS aksturstilboð- 16. : « ' ' FULLKOMIÐ ÓHÓP er þessi hertz- jakki frá Canada Furs. Eiginlega er hann cape meS ermum í stað venju- Iegra raufa fyrir handleggina. Hann- er víður á bakið og gúlpar fallega. NYR PELS? — Ef til vill ekki, en þrátt fyrir það er gaman að sjá nýj- ustu hugmyndir. Þetta er ozelot-jakki sem Mendel og Maggy Rouff hafa til sýnis. Hann gúlpar á bakinu og hefir fast belti um mjaðmirnar. Sama blett- aða skinnið er notað á hattinn. NÝTT UPPATÆKI. — Þessi vetrar- frakki er enskt sýnishorn. Efnið er dökkbrúnt ullarefni. Vasarnir eru festir utan á, annar á hægri hlið en hinn á vinstri ermi. Breiður skinn- kragi er um herðarnar úr hlébarða- skinni sem heitir cheeth. ÞRÖNGUR KJÓLL ME© BÓLERO. Givenchy sýnír hér mjög þröngan kjól úr gráu ullarefni, beltislausan og stikvasa á pilsinu. Bolero úr sama efni er dregið saman bæði að ofan og neðan svo við það myndast poki eins og sjá má á myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.