Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN qilNNE —£3Mj5ÆRlÐ Lögreglusaga eftir: RALPH INCHBALD __ 15 en hægt er að segja með orðum. En Loraine brosti áfram og sagði við mig: — Ég gefst upp fyrir yður, Stroode major, eða kannske heldur fyrir ungu stúlkunni, sem er að koma þama. Angela varð steinhissa þegar hún sá okkur þarna, og góndi á okkur á víxl. — Það var þá Kilroy lávarður, sem var á undan okkur í göngunum, sagði hún. — Alveg rétt, ungfrú, það var ég. Ég hefði kannske átt að bíða þangað til þið voruð bú- in, en ég þurfti að ganga frá ýmsu. — Það er engin ástæða til að hafa neinar umræður hér, tók ég fram í. — Þér eruð tekinn fastur, Kilroy lávarður, og þér verðið hengdur. — Mér er það ljóst, svaraði hann rólega. — Hérna er skammbyssan mín. Ég hefi sem sagt gefist upp . Það var engin ástæða til að bíða lengur, svo að við héldum burt úr svefnherberginu og niður stigann. Gunne gekk fyrstur og leiddu lögreglumennirnir tveir hann á milli sín, svo Angela og síðast ég og Loraine. Þegar við vorum komin hálfa leið niður stigann dró allan mátt úr Gunne, hann kiknaði í hnjálið- unum og höfuðið seig niður á bringu. Ég lái ekki lögreglumönnunum að þeir héldu að hann væri að fá yfirlið og slepptu handleggjunum á honum, því að ég hélt það sama. En á einni sekúndu var hann sprottirm á fætur og þaut eins og örskot fram ganginn. — Stöðvið hann! Stöðvið hann! hrópaði ég. Ég renndi ekki grun i hvað hann ætlaðist fyrir, en vissi að enginn möguleiki var á að hann gæti komist undan. Það var svo skugg- sýnt þarna að ég átti bágt með að sjá hann, og gangurinn greindist í tvennt og ég vissi ekki hvora leiðina hann hafði farið. En innan skamms sá ég hann aftur. Tunglsbirtan féll á hann inn um einn gluggann, og þar var hann bograndi við hliðina á skáp. Og þegar ég beindi vasaljósinu á hann sá ég að hann skrúf- aði eitthvað með heilbrigðu hendinni og hljóp að glugganum. Hann varð of seinn á sér og það varð ég líka. Allt í einu rann upp fyrir mér hvað hann hefði verið að gera og ég ætlaði að hlaupa á eftir honum, en einhver hönd hélt mér aftur. Gunne var að bisa við að opna gluggann, en tókst ekki að gera það með annarri hendinni. Og nú skeði það. Ögurleg sprenging ætlaði að æra okkur. Veggirnir riðuðu, gólfið gekk í öldum og múrsteinar og timbur hrundi yfir okkur. Það var líkast og allt húsið hefði sprungið í loft upp. Meira man ég ekki ... EN KIT og Brocklesdowne höfðu ekki setið auðum höndum meðan þessu fór fram. — Við verðum að finna sprengjurnar í sík- isbotninum og gera þær óvirkar, sagði Kit. — Hvernig eigum við að fara að þvi? sagði Brocklesdowne. — Það er ofur einfalt mál. Útvegaðu mér vatnsstígvél og virklippur. Ég ætla að klippa sundur leiðslurnar, svo að hann geti ekki sett rafstraum á sprengjurnar. Lögreglumaður var sendur til að ná í vatns- stígvél og klippur, og nú skildu þeir. Brockles- downe fór niður að vikinni til að líta eftir skemmtisnekkjunni, lögreglustjórinn hélt vörð á miðsvæðinu og Kit læddist niður í síkið, svo að enginn sá. Lögreglan hafði lýst öllu svo vel fyrir hon- um, að honum varð vandalaust að komast áfram, og það var svo dimmt að hann gat laumast yfir brúna án þess að nokkur sæi. Það reyndist auðvelt að ná sprengjunum und- ir brúnni úr sambandi, því að hann fann leiðsl- una undir eins. Erfiðara var með sprengjurnar neðst á brúarstöplunum, því að hann varð að fara ofan í síkið til þess að komast að þeim. Hann óð út í síkið, og fyrst í stað var vatn- ið ekki nema í hné, en síkið var djúpt í miðj- unni og hann óttaðist að verða að synda til þess að komast út að stöplunum. En eftir að hafa vaðið nokkur skref rak hann fótinn í eitthvað. Það var undirstaðan undir öðrum stöplinum, og nú steig hann upp á hana og fór að leita að sprengjunni. Loks fann hann hana og var í þann veginn að taka hana úr sambandi þegar haVin heyrði í bát, sem kom nær. Og bátur á þessum tíma sólarhringsins gat ekki þýtt annað en óvin. Þess vegna faldi hann sig eins vel og hann gat bak við stöpulinn. Báturinn færðist nær og Kit sá að stór og sterklegur maður, snöggklæddur, stjakaði honum áfram. Hann virtist vera að flýta sér, og undir þessum kringumstæðum var það ekki góðs viti, að óvinir væru að flýta sér. Kit teygði fram báðar hendur og kippti í bát- inn. Það munaði minnstu að maðurinn í bátnum dytti, en honum tókst að standa og nú reyndi hann að ná til Kits með stjakanum og kippa honum ofan í síkið. En Kit kippti í stjakann á móti, og maðurinn missti hann. I sama bili kom tunglið fram í skýjarofi, og nú var það Kit, sem lá við að missti jafnvægið, svo mjög brá honum. Því að þetta andlit þekkti hann — þennan mann hafði hann hitt á stríðsár- unum. Hann hét Armand Dubocq, og að því er Kit vissi best var 'hann viðbjóðslegasta út- gáfa af mannkyninu. HVAÐ var hann að gera hér? Kit reyndi að gera sér grein fyrir því, en það tókst ekki. Hvenær hafði hann komið? Það hlaut að vera Gunne, sem hafði gert boð eftir honum, það hlaut að vera þessi maður, sem Gunne hafði símað til og talað við, þegar samtalið endaði með orðunum: — Sjáðu um að þeir verði sendir undir eins. Dubocq var með öðrum orð- um í björgunarleiðangri. Nú var um að gera að leika vel, hugsaði Kit með sér. Ekki átti hann hægt með að fara að spyrja hann. Ef til vill hefði hann getað neytt hann til að gefa einhverjar upplýsingar, með valdi, en það gat hlotist hávaði af því, og hávaða vildi hann fyrir hvern mun forðast. Þess vegna klappaði hann Dubocq á öxlina og hvíslaði: — Vertu rólegur, kunningi! Dubocq gekk í gildruna og fór að a£saka að hann hefði farið mannavilt, en hann hefði fengið ákveðnar fyrirskipanir, sem hann yrði að hlýða. Hann átti að halda vörð á þessum stað í síkinu, en hafði ekki vitað betur en að hann ætti að vera þar einn. Annars hafði ekki verið getið, í boðunum sem hann fékk. — Þessu var breytt á síðustu stundu, sagði Kit. — Og ég hafði ekki önnur ráð til að ná í yður, en að sitja fyrir yður hérna. Það hefði getað verið hættulegt að kalla til yðar ofan af bakkanum. — En því ekki að bíða mín við leynigöngin niður að víkinni? Kit reyndi að láta ekki bera á hve honum brá í brún við þessar upplýsingar. Hann fór út í bátinn og stjakaði honum til baka. Með þessari spurningu hafði Dubocq ráðið fyrir hann gátu, sem hann hafði lengi verið að glíma við. En nú kom nýr vandi. Hafði Dubocq komið einn? Eða hve marga menn hafði hann með sér? Höfðu þeir verið settir í land úr snekkjunni? En tundurbáturinn? Hvað um hann? — Spurðu mig ekki, sagði Kit rólegur. —■ Ég sagði að þetta væri eina leiðin. Héðan í frá er það ég sem ræð. Hvar eru mennirnir yðar? — I kjarrinu bak við lystihúsið. — Það er gott. Hvers konar voprwhafa þeir? — Ekki annað en skammbyssur. Við héld- um að .... — Alveg rétt. Hin vopnin eru inni í húsinu, en það er einmitt það, sem veldur erfiðleik- unum. Franski bófinn yppti öxlum. Kit stjakaði bátnum upp með norðvesturhliðinni á húsinu og hljóp í land. Dubocq kom á eftir, og svo urðu þeir samferða inn í kjarrið og stefndu á lystihúsið. Þar voru skuggaverur á sveimi -— mennirnir, sem Dubocq hafði sent þangað. — Vitið þér að leynigöngin eru inn í húsið úr lystihúsinu? spurði Kit. — Nei, það hafði ég ekki hugmynd um. — Og um þau göng hafa nokkrir óvinir laumast inn í húsið. Og í skóginum þarna norð- ur frá hefir verið settur hervörður? — Hve fjölmennur? spurði Dubocq. Kit leit kringum sig og reyndi að telja skuggana. Hve margir voru þeir. Fimmtíu? Sextíu? Það var ekki vert að segja frá því að hermennirnir væru hundrað. — Fimmtíu, svaraði hann — Þá höfum við yfirhöndina, því að við er- um sjötíu og fimm. — En þeir hafa riffla, og nú getum við ekki náð í vopn í húsinu, því að þeir hafa nóg að hugsa þar, við óvinina, sem hafa komist inn. Og það er gagnslaust að berjast við riffla með skammbyssum. — Eins og ég skilji það ekki. Hvað skipið þér mér þá? — Farið með liðið yðar inn í skóginn, og reynið að koma hermönnunum í uppnám. Þeir bíða nefnilega eftir merki um að ráðast að húsinu og ætla þá að nota leynigöngin. Það er hugsanlegt, að merkið verði ekki gefið, en undir öllum kringumstæðum verðið þér að sjá um að hermennirnir geti ekki svarað því. Skiljið þér mig? Frakkinn kinkaði kolli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.