Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 '— Ég skal vísa yður til vegar, hélt Kit áfram. — Og svo fer ég aftur inn í húsið. Og það gerið þér líka þegar þér hafið borið her- mennina ofurliði. Og þegar við höfum komið þessum óvinum inni í húsinu fyrir kattarnef, förum við beina leið út í snekkjuna. — En tundurspillirinn? — Hann hef ir fengið f yrirmæli um að skjóta því aðeins, að við stefnum til hafs, en við för- um meðfram ströndinni inn í Irlandssund. — Mér þykir þér vita mikið, sagði Dubocq tortryggnislega. — Vitanlega. Ég hefi ekki verið í húsinu hjá leiðtoganum í marga mánuði fyrir ekki neitt. — Hjá þessum andskotans Paternoster? spurði Fíakkinn og beit á vörina. — Já," einmitt hjá þessum andskotans Pat- ernoster, svaraði Kit. ÞEIR voru komnir að lystihúsinu, en nú var úr vöndu að ráða fyrir Kit: hann hefði þurft að vera á þremur stöðum í einu. Fyrst og fremst hefði hann þurft að ljúka við að gera sprengjurnar óvirkar, og svo hefði hann þurft að gera liðsforingjunum í verðinum aðvart. Hann varð að láta sprengjurnar eiga sig, fyrst u'm sinn. Hann hafði gert tvær þeirra óvirkar og það varðaði mestu, þvi að með þessum tveimur var hægt að sprengja brúna yfir sík- ið, ef einhver reyndi að gera atlögu að aðal- innganginum. Nú var að sinna hinu tvennu. Hann ætlaði að fara með Dubocq svo langt norður eftir, að hann yrði svo fjarri varðlín- unni, að mennirnir hans kæmust ekki til her- mannanna næstu tíu mínúturnar, en á meðan ætlaði hann að gera varðliðsforingjanum að- vart. Það athugaverðasta við þetta áform var, að Dubocq gat séð hvar svik voru í taflí, en hann varð nú að hætta á þetta samt. Auk þess var Dubocq ekki kunnugur þarna á staðn- um, og vissi ekki heldur hvað hermönnunum hafði verið skipað niður. Þeir gengu áfram góða stund og loks lagði hann Dubocq síðustu lífsreglurnar. Það var líkast og Dubocq grunaði eitthvað, og grunur hafði líka vaknað hjá þeim, sem næstur hon- um gekk að völdum, en það var þrælslegur Pólverji. En Kit talaði svo vél fyrir máli sínu, að þeir féllust á það sem hann sagði, og svo skildi hann við þá. Hann læddist varlega inn á milli trjánna og hélt sig alltaf þar, sem skuggsýnast var, þvi að nú var komið tunglsljós. Allt í einu heyrði hann þrusk og greip til skammbyss- unnar. Hann skimaði kringum sig, en gat eng- an séð. Nú heyrði hann þyt. Eitthvað flaug rétt framhjá eyranu á honum og lenti í trjá- bolnum og stóð fast þar. ^sreíumund y Hvar er Jón gamli? Kit fleygði sér flötum. Einhver sem kastaði hnífum, og kunni lagið á því. En það var of hættulegt að fara að skjóta eitthvað út í loft- ið, — þá mundu hermennirnir koma vaðandi og kannske menn Dubocqs líka, en á það þorði hann ekki að hætta. Þess vegna skreið hann eins og mús inn á milli trjánna, í þá áttina, sem hnífurinn hafði komið úr, en fór þó í stóran bogá, því að hann vildi helst komast aftan að þessum dulda óvini sínum. Og það tókst. Hann kom auga á manninn, sem lá á maganum bak við runna. Þessi maður fór að mjaka sér áfram á maganum og Kit elti hann. Allt í einu brak- aði í kvisti, sem brotnaði og maðurinn l'eit við. Hann kom auga á Kit og spratt upp. Kit varð ekki seinni að komast á fætur og nú sá hann annan hníf blika á lofti. Þarna voru engin tré nærri, svo að Kit vatt sér bak við stóran stein og kúrði þar, til þess að verða síður fyrir hnífnum. En maðurinn kastaði ekki hnífnum, hann hélt honum á lofti og kom til Kits, og það glampaði á hnífinn í tunglsljósinu. Hann fór hægt gegnum kjarrið, sem var á milli þeirra, en allt í einu missti hann fótana og datt kylli- flatur, og áður en Kit fékk tíma til að standa upp og ráðast á hann, heyrði hann að mað- urinn braust um á hæl og hnakka. Svo varð allt hljótt og Kit heyrði síðan bliða rödd innan úr kjarrinu: — Hjálpið mér burt frá þessu líki. Það er svoddan ólykt af þvi. Mínútu síðar stóðu þeir Kit Paternoster og George Bitchfield saman og horfðu á lík ó- vinarins. — Það er furðulegt hve þetta fólk getur verið heimskt, sagði George. Hann tó'k í handlegginn á Kit og þeir gengu saman upp brekkuna. — Þú ert aðeins hundrað metra frá mark- inu, sagði George. — Hvernig ættir þú að vita hvar markið er? svaraði Kit forviða. — Góði vinur, svaraði George. — Ég hefi ekki misst sjónar á þér síðasta hálftímann. Og það var enginn vandi að elta þig. — En ... — Ég laumaðist hérna inn í skóginn, því að ég heyrði orðasveim um, að eitthvað væri að gerast. . — Er það Dubocq sem þú átt við? — Fra'kkinn? Ég er ekki svo frægur að ég viti nafnið á honum, en ég veit að hann er ekki aðeins bófi, heldur hreint og beint úrþvætti. En ég slóst í hópinn með þeim, því að þú veist að þar sem sjötíu og fimm eru í hóp, tékur enginn eftir þótt þeir verði sjötíu og sex, allra síst í myrkri. Og svo skildi ég við þá aftur, þegar mér fannst mál til komið. Þeir tóku ekki eftir að ég fór, og hnífakastar- inn tók ekki heldur eftir því að ég elti hann. Svona liggur nú í þessu. — Hvar eru þeir núna? — Þeir fylgja lævíslega áætluninni þinni út í æsar. Þeir höfðu að vísu illan bifur á þér, en þeir gengu að því vísu, að þessi nýdauði vinur vor mundi stúta þér, til vonar og vara. Þeir vildu hafa tryggingu fyrir því, að þú gerðir ekki hermönnunum aðvart, og nú ætla þeir að ráðast á þá, í staðinn fyrir að bíða eftir að þeir ráðist á sig. Þeir vita, sem betur fer, ekki, hve margir hermennirnir eru. — Þetta var eiginléga slembilukka, sagði Kit og brosti. Þeir félagarnir voru komnir upp á ásinn, og innan skamms hittu þeir liðsforingjann og gerðu honum grein fyrir, hvernig ástatt væri. — Þekkið þér nákvæmlega umhverfið hérna? spurði hann Kit. — Nei, en það geri ég, greip George fram í. — Og ég skal taka að mér að fylgja yður Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Veiðíferðin! Copyriflht P. I, B. Box 6 Copenhogen J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.