Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 DÁIN Hin heimsfræga gamanvísna- söngkona MAÐUR Oq K0N3 Bjarni á Leiti (Valdimar Helgason) og Hallvarður (Baldvin Halldórsson). Staðar-Gunna (Emilía Jónasdóttir) og Egill (Bessi Bjarnason). ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: eftir JÓN THORODDSEN Unga kynslóðin kynni að spyrja: hver var Mistinguette? Það hefir ver- ið hljótt um hana síðustu árin, en i tvo mannsaldra skein frægðarstjarna liennar skærar en allra hinna, sem voru skemmtikraftar Parísarbúa — í hinum léttara stíl. Hún var frægasti gamanvísnaScjngvari þcssarar aldar, ímynd Parísargleðinnar og lærifaðir ;hinna yngri gamanvísnasöngvara, svo sem Maurice Chevalier, en þau störfuðu saman í áratugi í frægustu skemmtistöðum Parísar — Moulin Houge, Casino de Paris og Folies- Bergéres. Mistinguette liét réttu nafni Jeanne Marie Bourgeois og var fædd í París og ósvikið Parísarbarn, ólst svo að segja upp á götunni en varð uppá- haldsgoð borgarinnar. Hún hafði lé- lega söngrödd í fyrstu — hrjúfa, hása og grófa, eins og' götusalarnir, sem bjóða fram varning sinn, og hún dans- aði ekki vcl. En hún átti „náðargjöf frekjunnar“ og hafði lag á að vekja eftirtekt og láta tala um sig. Og hún átti eggjandi háttprýði og töfrandi hreyfingar, en kunni líka að gretta sig og reka út úr sér tunguna. I>að var ekki fyrr en rétt eftir alda- mótin að hún varð fræg. Hún dansaði þá „can-can“ á revyuleikhúsunum og innleiddi „apache“ dansinn þar — „valse chaloupéé" og kom á fram- færi un-gum manni, sem síðar varð óaðskiljanlegur henni i fjölda ára: Maurice Chevalier. Og hún söng gam- anvisur, ýmist viðkvæmar eða tviræð- ar og varð fræg fyrir meðferð sína á þeim, þó að röddin væri ekki á marga fiska. Smátt og smátt varð hún imynd Parísarrevyunnar og allir reyndu að stæla hana, þó að engum tækist að komast til jafns við Iiana. Hún varð fræg eins og Eiffelturninn — enginn skemmtiferðamaður þóttist geta farið frá París án þess að sjá Mistinguette — eða réttara sagt lappirnar á henni, sem þóttu hið níésta furðuverk. Skáld- Mistinguette á tindi frægðar sinnar. in ortu um þessar lappir og vátrygg- ingafélögin kepptust um að fá að vá- tryggja ltær fyrir alls konar slysum og kvillum, gegn því að fá að setja mynd af þeim í augíýsingarnar sinar. Og hún fór í söngferðir um viða veröld, en þó einkanlega eftir að húii var komin af léttasta skeiði. Hún vildi ekki verða gömul og hélt áfram að sýna sig á leiksviðinu sem ung stúlka, lengur en gott þótti. Þó að fjörið og kátínan væri enn óskert var útlitið þó farið að láta á sjá, svo að fólk var ekki orðið jafn ólmt í að sjá hana eins og áður. En hún vildi sýna fólk- inu sig. Ekki þurfti hún það fjárhags- ins vegna, því að hún hafði grætt ógrynni fjár og kunni að geyma það, svo að liún var rík. Og hún hafði gaman af að láta fólk sjá, að hún væri ekki á nástrái. t handtöskunni sinni hafði hún jafnan brilliantaháls- festi, demanta og skartgripi, sem voru minnst milljón króna virði. Hún reyndi lika eftir megni að leyna aldri sínum, og átti fimm vegabréf, með mismunandi fæðingarárum, en ckkert þeirra var það rétta! Og einka- mál sín vildi hún aldrei tala um. Einu sinni stefndi hún blaði, fyrir að gefa i skyn að hún væri orðin gömul. Blað- ið birti þessa fyndni: „Mistinguette var i Egyptalandi og fór vitanlega að skoða pýramídana. Ilún stóð lengi fyrir framan sfinxinn og þau störðu livort á annað. Mistinguette lét sér hvergi bregða, en sfinxinn fékk tár í augun og hvislaði: Mamma“! Það kann að hafa verið aldursins vegna sem hún leyndi hjónabandi sínu og ítalska söngvarans Lino Framhald á bls. 14. leikið. Allir, sem áihuga hafa á leiklist, hafa þó heyrt því lialdið á lofti, að sjaldan eða aldrei hafi meira leikaf- rek verið unnið á íslensku sviði en þegar Brynjólfur Jóhannesson fór með hlutverk séra Sigvalda hjá Leik- félagi Reykjavikur fyrir röskum tutt- ugu árum. Ekki er þvi að undra, þótt margir hafi hlakkað til þessara sýn- ingar Þjóðleikhússins. En þeim nuin sá.rari hafa vonbrigðin orðið, því að saga Jóns Thoroddsen nýtur sín ekki í þessum búningi og þessari túlkun á sviði Þjóðleikhússins. Leikstjórn annast Indriði Waage, en Haraldur Björnsson fcr með hið veigamikla hlutverk séra Sigvalda. Að öðru leyti er hlutverkaskipan þessi i meginatriðum: Ævar Kvaran leikur Hjálmar tudda, Bessi Bjarnason Egil, Valdimar Helgason Bjarna á Leiti, Regína Þórðardóttir Steinunni, konu séra Sigvalda, Emilía Jónasdóttir Staðar-Gunnu, Nína Sveinsdóttir Þuru í Hlíð, Bryndís Pétursdóttir Sigrúnu, Benedikt Árnason Þórarin stúdcnt, Klemens Jónsson Grim meðhjálpara, Baldvin Halldórsson Hallvarð Halls- son, Gestur Pálsson Sigurð bónda í Hlið og Anna Guðmundsdóttir Þórdisi konu hans. Helgi Skúlason fer með hlutverk Finns vinnumanns á Stað og Siggu og Ástriður, hjú i Hlíð, leika þær Guðrún Ásmundsdóttir og Rósa Sigurðardóttir. Ungur málari, Gunnar Bjarnason, hefir gert leiktjölclin, en Lárus Tng- c’dfsson sá um búninga. * Nýlega hóf Þjóðleikhúsið sýningar á „Manni og konu“ cftir Jón Thorodd- sen, í þeim búningi, sem Emil Thor- oddsen og Indriði Waage hafa fært hið sígilda skáldverk og góðu þjóð- lífslýsingu. Er nú orðið alllangt siðan þetta leikrit hefir verið sýnt á sviði hér i höfuðstaðnum, og margt af hinu yngra fólki hefir alls ekki séð það Þórdís í Hlíð (Anua Guðmundsdóttir).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.