Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Michelle fór á fætur með sólinni. Hún vaknaði áður en sólin var koniin yfir sjóndeildarhringinn og lá um stund í rúminu og hugsaði. Þessi morgunn var ekki eins og aðrir morgn- ar. Alll var öðruvísi. Og svo fór að rifjast upp fyrir henni. Gcstur var kominn á bæinn, maður sem var ólík- ur öllum mönnum sem hún hafði séð um ævina. Hún mundi út í æsar hvernig hann leit út. Þó mundi hún ougun best. Engin augu höfðu horft svona á hana áður. Hún vissi að hún átti ekki að horfast í augu við fólk, að það var skylda hennar að þjóna öðrum, þæg og þegjandi og þakka fyr- ir að hún fékk húsnæði og gat Iifað heiðarlegu lífi. „Hvað heldurðu að mundi verða um þig,“ Iiafði Jean frændi sagt við hana er hann tók hana að sér, „ef ég skyti ekki skjólshúsi yfir þig? Þú yrðir að lifa á lauslæti ... mundu að ég vil ekki vita af neinu þess háttar í fari þínu! Þá rek ég þig strax.“ Jú, þann skelfingadag hafði hún verið lionum innilega þakklát, og alla tið síðan hafði hún stritað og lagt sig í framkróka til að gera honum til hæfis. Hann var spar á lofið, en stund- nm heyrðist hann muldra, að lnin gæti soðið mat, og að hreinlegt væri hjá henni i eldhúsinu. Á jólunum fékk hann henni nokkra seðla, og sagði að hún mundi þurfa eitthvað af fatn- aði. Þegar hann talaði við hana var það oftast nær i sambandi við stjórn- mál og slys, sem hann var að lesa 1 blöðunum. En liann var aldrei vond- ur við han'a, og síðasta árið, eftir að þreytan og ellin voru farnar að færa sig upp á skaftið við hann, lá við að henni félli vel við hann. Hann sat oft i eldhúsinu, með blaðið og pipuna sína, þegar hún var að vinna, og oft las liann hátt fyrir hana, svo að hún skyldi fá „einhverja menningu", sagði hann. En hún var hrædd við Gaston, son hans. Gaston talaði nærri því aldrei við hana. En 'hann horfði oft á hana. og i augum lians var eittlivað, sem minnti hana á það, sem hún sá hjá Pierre, og þá fór hrollur um liana. Að vissu leyti var Pierre skárri, þvi að hann sagði berum orðum hvað hann vildi, en Gaston horfði bara ... Það kom fyrir á nóttinni að luir. heyrði marra í stiganum i gamla hús- inu, sem hún svaf í, og þá var hún hrædd um að það væri Gaston, sem væri að koma. >Þó að hann hefði aldrei sagt það berum orðum, vissi hún að honum fannst sjálfsagt að hún tæki á móti honum þegar hann vildi. Hún væri ekki of góð til þess, það dyttu ckki af henni gullhringirnir, þó að hún gerði það, og auk þess væri hún skuldbundin honum fyrir allt sem hún naut á heimilinu. Og Gaston var farinn að gerast djarfari siðan Jean gandi gat ekki fylgst eins vel með ... Pierre var besta skinn. Pierre vildi giftast henni, en hann hafði ekki efni á að giftast fyrr cn hann hefði.dregið dálítið saman, svo að hann gæti keypt jarðarskika, og hann vildi ekki bíða þangað til, sagði hann. En hún vildi bíða. Hún var ekki vön að gera neinar kröfur — heiini þótti vænt um að Pierre vildi eiga hana, og hún hafði alltaf gert sér Ijóst, að hún ætti að lifa ævi sína við það strit, sem er hlutskipti sveiiakonunnar. En hún vildi helst ekki hugsa til þess. Jean frændi las hátt fyrir hana úr blöðunum. Og ef hún náði einhvern tíma I blað sjálf, las bún um annað. Um fólk, sem var að lerðast úti i veröldinni og upplifði skemmtilega hluti og lifði. Pierre hafði boðið henni á kvikmynd nokkrum sinnum, og á eftir hafði hún lifað margar vikur í þeirri veröld, sem kvikmyndin gerð- ist i. Þegar hún var Jireytt og henni fannst lífið svo tilgangslaust, flýði hún inn í þann heim, og leitaði hugg- unar þar. Og maðurinn sem nú var gestkom- andi var úr þeim heimi. Það sá hún. Hún hafði tekið betur eftir J>ví en Jean frændi og Gaslon, hve fallega maðurinn var klæddur, hve háttprúð- ur hann var og hve ... yndislegur. En það var nú ekki þetta, sem hún var að hugsa um er hún var vöknuð um morguninn, heldur hitt, hve vin- gjarnlega hann hafði talað við liana. Hann hafði spurt hana hvort hana langaði ekki til að aka í bílnum hans, ]>egar hann væri orðinn ferðafær. Hvort hún væri bílveik? Hún hafði ekki getað svarað, lnin gat ekki sagt honum að hún hefði aldrei ekið í bíl á ævi sinni. Þegar móðir hennar var dáin höfðu þau gengið á eftir vagn- inum með kistunni, heitan dag i jó- reyk, einhvern tíma fyrir löngu. Eftir að kistan var látin síga ofan í gröf- ina Var öll gleði lifsins horfin méð henni. Mamma og hún höfðu vefið svo Tikar ... En að aka í bíl ... hún lá og var að hugleiða hvernig það mundi ýera. Allt í einu mundi hún að bíllinn hans stóð einhvers staðar niðri á vegi i trjágöngunum, og nú vatt hún sér fram úr rúminu i snatri, vafði hárið saman i hnakkahnút og fór í fötin. Það var svo snemmt ennþá, að enginn mundi sakna hennar þó að lnin yrði hálftima i burtu, og nú flýtti liún sér niður á veg, létt i spori. Mikil dögg var á jörðu. En hvað var gaman að hlaupa svona og vita að maður átti að fá að sjá fallegan bil! Þarna stóð hann. Það var ekki orð- ið fullbjart þarna inni í trjágöngunum ennj)á, en hún sá bilinn samt álengd- ar fjær. Hann var langur, með straumlínulagi. Það gljáði á hann. Hún gekk hringinn í kringum hann þegar hún var komin að honum. Strauk hendinni um hreyfilhlifarnar og hugs- aði til þess að hreyfillinn þarna undir gæti malað eins og værukær köttur, ])egar hann væri settur í gang. Hún gægðist gegnum rúðuna og horfði á allan umbúnaðinn inni. Billinn sem hún hafði séð á kvikmyndinni hafði ekki verið með litum. Aldrei hefði hún trúað, að nokkur bíll gæti verið svona fallegur. Fallegri að innan en nokkur stofa sem hún hafði séð. Allt í einu hrökk hún við. Hún hafði verið svo niðursokkin i að skoða bílinn, að hún hafði ekki lieyrt fóta- tak á veginum. En nú stóð hann fyrir framan hana, maðurinn sem átti bil- inn. „Góðan daginn, ungfrú góði“ sagði hann glaðlega. „Ég er eins mikill morgunhani eins og þér, sjáið þér.“ „Góðan dag,“ hvíslaði hún skömm- ustuleg, eins og hún hefði verið stað- in að ódæði. „Þér eruð að skoða bilinn, sé ég,“ hélt hann áfram. „Haldið þér að þér þorið að koma upp i hann?“ Nú greip hana aftur sama tilfinning- in sem kvöldið áður. Það var líkast og augu hans og hennar ættu saman. Lucien fann að hann gat ekki sagt: neitt meira. Hann hafði séð hana ganga kringum bílinn og gægjast inn um rúðuna. Og alltaf hafði hún verið jafn hrædd og feimnisleg. Hún var til með að taka til fótanna þá og þegar og hlaupa á burt. En hann vildi ekki að liún færi. Hann vildi að hún yrði kyrr, svo að hann gæti horft á hana.. Hún fór að fjarlægja sig bilnum. „Eruð þér að flýta yður?“ spurði hann og tók lykilinn upp úr vasan- um. „Viljið þér ekki skoða bílinn betur? Þetta er alls ekki lélegur bill, þó að ég segi sjálfur frá. Hún hikaði, en nú stóð hurðin op- in, og hún gat ekki stillt sig um að beygja sig inn í bílinn og þukla á sætunum. „Reynið þér hvernig er að sitja í honum,“ sagði hann og lét hana fara inn. Nú varð alveg liljóð. Hann fann að titringur fór um hana, og mundi hvernig hún hafði flúið frá Pierre kvöldið áður, og hann vorkenndi henni og sleppti henni strax. „Ég ætlaði ekki að liræða yður,“ sagði hann. „Ég vissi ekki að þér voruð hrædd við mig.“ Hún leit hægt upp og horfði á hann. „Ég er ekki hrædd við yður,“ sagði hún. „Nei, ég er ekkert hrædd við yður. En nú verð ég að fara ... ég vcrð að byrja.“ „Á vinnunni?“ spurði hann bros- andi. „Þá er kannske best að þér hlaupið. En gleymið ekki, að við verðum að prófa bílinn, þegar hann er kominn i lag. — Úr þvi að þér eruð ekki hrædd við mig.“ Hann sá votta fyrir roða í útiteknu andlitinu, og hann brosti. Eitthvað sem líktist brosi lék um varir hennar til svars, i svo sem eina sekúndu, svo sneri hún sér frá honum og hljóp fram veginn, jafn hratt og léttilega og hann hafði búist við, að hún gæti hlaupið. Hann kveikti sér í vindlingi og settist á aurbrettið þegar lhin var horfin. Það var dásamlega hljótt kringum hann þarna. Hann hafði vaknað snemma og dottið í hug að fara og athuga, hvort nokkuð hefði orðið að bílnum um nóttina. Og það hafði verið dásamlegt að koma út í svalt morgunloftið, finna anganina af grasinu og heyra fuglana syngja. Hvað þetta var ólíkt Rivieranum. Og þegar hann hugsaði um það betur, var það svo ólikt bústaðnum hans fyrir utan París líka. Hann stóð að vísu góðan spöl frá aðalveginum milli Paris og Versailles, en dynurinn af umferðinni heyrðist þó 'heim til hans, og líka var hægt að lieyra til járn- brautarlestanna i fjarska. Eiginlega átti maður að setjast að á svona stað, þegar maður vildi hvíla sig. Hitta gerólíkar manneskjur þeim, sem maður umgekkst venjulega, fólk, sem stóð alveg á sama um það, sem manni þótti mest um vert sjálfum, fólk sem talaði ekki um listir og vísindi og stjórnmál og kjaftasögur, og sem ekki þráði skemmtanir. Hann lét hugann reika víða í bláina morgunloftsins, og allt í einu var hann farinn að hugsa um Miohellc. Á vissan hátt hafði bann látið töfrast af ihénni. Þegar ég kem heim, hugs- aði hann með sér, mun ég minnast hennar sem eins af þvi fegursta, sem Framhald í næsta blaði. STÆRSTA KJARNORKUSKIPIÐ * KEMUR HEIM ÚR LANGRI FERÐ ★ Ameríski kafbáturinn Nautilius er nýkominn heim úr langri ferð, og þá var ýmsum fyrirmönnum Bandaríkjanna boðið í dagsferð með hinu ævintýralega skipi. — Hérna sjást þeir við stjórntækin Charles Thomas flotamálaráðherra (í miðið), James Holloway varaaðmíráll (til vinstri) og Lewis Strauss, for- maður amerísku kjarnorkunefndarinnar. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.