Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 PERON Casanova Suður-Ameríku Eftir að Peron missti völd og flýði á. náðir sendiráðsins í Paraguay var einn af fylgismönnum hans handtekinn fyrir utan sendiráðið. í fórum hans fannst bréf frá Peron til 16 ára stelpu. „Þú crt sú eina sem brást mér ekki. þegar aðrir sneru við mér bakinu. Þess vegna elska ég þig ...“ skrifaði hinn fallni einræðisstjóri. En það var meira mél af sama tagi í pokanum ... Alltaf batnar það! sagði einn hers- höfðinginn i stjórninni, sem tók við eftir flótta Perons. — Fyrst var sagt að Peron væri kvæntur 19 ára stúlku, en nú skrifar hann annarri ástarbréf, og hún er ekki nema 1G ára, og i Olivos hcfir liann rekið lieilt kvenna- búr. Og hvað er um Eddu Ciano, Maríu Weiss og Andree Debar ... Nú hefir verið flett ofan af kvenna- málum Perons í Argentínu. Það var áróður er blöðin töluðu svo mikið um „einstæðinginn“, sem aldrei liafði sést brosa eftir að Evita Peron dó. Það var í áróðursskyni sem skrifað var, „að Peron lifði einn scr í bústað sínum í Olivos, og tæki aðeins á móli heimsóknum, þegar knýjandi nauðsvn væri á því, vegna stjórnmála." Það var áróður er hann sagði hálíðlega um sjálfan sig: „Síðan mín heittelskaða eiginkona, hin heilaga hetja, Evita dó, lifi ég aðeins fyrir velferð þjóðar minnar, sem hefir sýnt mér traust." En reyndin var önnur. LOLLO HAFÐI TÆKIFÆRI. Þegar* Gina Lollobrigida heimsótti Argentínu, tók enginn til þess þó að hún talaði um Peron sem „ástúðlegan mann í framkomu, sem minnir dálítið á samkvæmis-casanovana af gamla skólanum". Gina, sem lifir i farsælu hjónabandi með júgóslavneska læknin- um Mirko Skofic, mun ekki liafa talið Umferðalögreglan í Duisburg í Þýska- landi hefir fengið sltórar lögreglu- niannamyndir til þess að hjálpa sér til að benda vegfarendum á umferða- skiltin. Er gert ráð fyrir að fólk taki betur eftir þeim þegar þeir sjást benda á þau. ástæðu til að gefa einræðisherranum undir fótinn — þó að sennilega hefði það borið góðan árangur. Að minnsla kosti þóttust þeir, sem sáu þau saman, vissir um það. ■En Peron var varkár og hafði liemil á aðdáun sinni á liinn fögru ílölsku kvikmyndadís. Á yfirborðinu var hann ennþá syrgjandi eiginmað- ur, sem eigi mátti sýna kvenfólki atlæti nema í hófi. — Argentínu- mcnn vissu ekki, að Peron svalaði fýsnum sínum eigi langt frá bústaðn- um sinum í Olivos. ÞÆR LAGLEGUSTU FRÁ UES. Ekki langt frá höll Perons i Olivos voru leikvellir og íþróttavellir UES — úUnion Estudiantes Secundarios“ i Buenos Aires. Þar eyddu þúsundir af unglingum — körlum og konum — fristundum sínum við alls konar líkamsæfingar. Peron fór að venja komur sínar þangað. Þar gekk hann um innan um unga fólkið og var alls ekki iíkur „syrgjandi ekkli, sem sjaldan brosti“. Peron fór að ganga i íþróttabúningi og taka þátt í líkamsæfingum „í hinum allt of fáu frístundum sinum“. En það var ekki fyrr en Peron fór að hafa fallegustu stúlkurnar með sér lieim til sín og skemmta sér með þeim, í stað þess að sitja veislur er- lendra sendiherra, sem sögurnar fóru að komast á kreik. — En þó trúði öll alþýðan, en hún studdi fyrst og fremst Peron, ekki slikum sagum, en þóttist viss um að einræðisherrann væri Evitu „eilíflega trúr“. Erfiðleikarnir hófust fyrir al'vöru eftir að Peron var farinn að gefa þremur dömum svo gott auga, að áróðursmálaráðherrann varð í vand- ræðiim. Ein þeirra var Edda Ciano. Hún cr sem kunnugt er dóttir Mussolinis. Þegar föður hennar var steypt af stóli 1942, var Ciano greifi, tengdasonur hans, einn af samsæris- mönnunum. Og þegar „II Duce“ komst til valda aftur, með þýskri hjálp, árið 1944, lét hann varpa Ciano í fangelsi og dæma hann til dauða fyrir landráð. Edda flýði lil Sviss. Eftir striðið fór luin í mál við ítalska rikið til að fá greidd ritlaun, sem henni báru fyrir útgáfu endur- minninga Cianos greifa í Bandaríkj- unum. Ritlaunin höfðu verið gerð upptæk í USA. Dagbækurnar voru auðvitað gefnar út í Argeiitínu líka, meira að segja undir eftirliti Perons sjálfs, og „descamisados“ — hinir skyrtulausu", þ. e. alþýðan keypti Peron var illa þokkaður af rómversk-kaþólskum mönnum, og páfinn bann færði hann, en hér sést hann hins vegar þiggja heiðursmerki frá grísk kaþólsku kirkjunni. bókina mikið. Fjárhagshlið málsins hjálpaði Perön Eddu með á besta hátt. Þarna var ekki ritlaununum haldið lil Iiaka, enda voru þau aðal tekjlilind Eddu Mussolini. En það var hersýnilegt og öll sú hugulsemi og fjárhagsaðstoð sem Edda naut af 'hálfu Perons hlaut að vekja umtal og hvíslingar. En undir eins og eitthvað í þá átt birtist á prenti lýsti dóttir Mussolinis það upp- spuna, með svo mikilli ákefð að grunsamlegt þótti. Svo var það Maria Teran de Weiss. Péron sýndi henni svo mikla liugul- semi, og fór ekki dult með, að það var altalað að hún ætti að verða eftirmaður Evitu. Hún hafði vcrið gift argentinska iðjuhöldinum og tennis- kappanum Haraldo Weiss, sem varð fvrir því óláni að fá hart tennisbolta- skot- í magann árið 1951 og dó eftir nokkra mánuði. Peron forseti, sem missti konuna um líkt leyti, fór þegar i stað að hlaða undir'hana og geröi hana að leiðtoga æskulýðsiþróltanna og sæmdi hana mjög háu argentínsku tignarmcrki fyrir „mikilsverð afrek“. Skönnnu síðar bauð hann hcnni með sér í ferðalag til Chilc. Ekkillinn og ekkjan fóru, og áróðursmálaráðherr- ann átti i miklum vanda, er hann reyndi að breiða yfir þetta. Og loks kom franska kvikmynda- dí'sin Andree Debar til sögunnar. Hún var svo nauðalik Evitu Peron í sjón, að einræðisherrann skrifaði henni og spurði hana hvort hún vildi koina og leika Evitu ;— að vísu aðeins í kvikmynd. Hún fór svo til Argentinu og Peron lét taka myndir af þeim háðum saman: i dýragarðinum, inn- an um fólksfjölda, við móttökur, við standmyndina af Evitu .. . En aldrei varð nein kvikmynd af þessu, en hins vegar komust margar sögur á kreik. -GIFTINGARÁFORM. Svo gerðist það að páfinn bann- færði Peron og herinn og flotinn gerði samsæri .gegn Peron. Einn prestanna, sem flúði til útlanda, fræddi blöðin á því, að Peron væri kvæntur stúdent, 19 ára, sem 'héti Laura del Solar, og stóð framarlega í sútúdentahreyfingu pcrónista. En þetta reyndist ekki rétt þegar til kom. En hins vegar reyndist hún sönn ástarsagan sem komst á kreik um Peron og 1G ára stúlku, Nelly Rivas, sem var handtekin nokkru eftir að einræðisherrann flýði. Hjá þessari ungu mær, sem átti heima í foreldrahúsum, fundust ýms- ir skartgripir, sem Evita Peron hafði átt forðum, fín frönsk ilmvötn, iburð- armiklir kjólar og alls konar lúxus- vörur, kringum hálfrar milljón pesos virði. Einnig hafði Peron gefið telp- unni lúxusbifreið. En vinnufólkið í höll Perons í Olivos gat líka frætt lögregluna á þvi, að „senorítan" hefði alltaf komið til Perons á kvöldin og aldrei farið fyrr en á morgnana. Þegar Nelly Rivas var handtekin sagði hún fyrir rétti, að hún væri svo scm ekki sú eina, sem hefði þegið gjafir af einræðisherranum. Og luin nefndi ýmsar skólastúlkur, á aldrinum 15—17 ára. Þannig var hið rétta andlit Perons forseta, mannsins sem lét reisa Evitu konu sinni minnismerki í flestum horgum Argentínu og tókst að halda völdunum lengur en flestir einræðis- stjórar Suður-Ameriku hafa gert. Það er kannske engin tilviljun, að þegar hann kom til Paraguay sem flótta- maður, fékk hann inni hjá vini sinum, sem á sínum tíma hafði orðið að flýja frá Argentinu til þess að komast hjá að lenda í fangelsi fyrir tvikvæni! * ♦♦♦

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.