Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 í Englandi 1952. höfum verið þar á hverju sumri frá því að drengirnir voru litlir og þeir vinna hvaða verk sem er. Þeir fara á fætur klukkan sex á morgnana og hœtta ekki fyrr en vinnufólkið. Og auðvitað fá þeir kaup eins og aðrir. Þessa peninga fá þeir sjálfir, ég set þá ekki i banka. Þeir nota þá sem vasapeninga þann tímann sem þeir eru í skólanum og enginn þeirra iiefir sólundað iþeim. Það er svo skrítið: maður fer toetur með peningana, sem maður hefir eitthvað fyrir að eign- ast. GAGNKVÆMT UPPELDI. Nú ihefi ég aðeins talað um mitt cigið uppeldishlutverk. Það væri rangt að hlaupa yfir þáu uppeldis- áhrif, sem drengirnir hafa haft á mig. Jafnvel sá yngsti hefir sýnt, að hann kann að leiðbeina föður sínum. Ég man einu sinni, að ég hafði afþakkað toeimboð til Bob Hope. Meðan ég var að lesa blaðið kom Lin til min og settist hjá mér með bók, en hann las ekki i henni. Loks sagði hann: — Pabbi, finnst þér ekki að ýmislegt smávegis, sem við gerum eða gerum ekki, geti verið þýðingarmikið fyrir aðra? — Eins og lil dæmis hvað? — Miðdegisveislur. — Þú veist að mér er illa við allár veislur. — Viltu þá iieldur særa fólk? — Hvern tii dæmis? — Vitanlega hann Bob Hope. Ég ætiaði að fara að svara, að Bob væri besti vinur minn en svo að það særði toann þó að ég kæmi ekki, en Lin sat við sinn keip. Og þegar ég hugsaði betur um þetta sá ég fram á að kannske þætti Bob þetta miður. Ég spurði Lin hvað ég æt'ti þá að gera, og hann sagði mér • að biðja fyrirgefningar. — En hvað á ég að segja, Lin? Ég verð að lilgreina ástæðu fyrir því að ég kem ekki. Lin hugsaði sig lengi um og sagði svo: — Þú getur sagt honum að þú hafir verið svo saddur þetta kvöld. Ég gerði það, og við Bob vorum jafngóðir vinir sem áður. Auðvitað hafa drengirnir alið hver annan upp. Þeir segja hver öðrum til syndanna og þeir fljúgast á og erta hver annan. En þeir hafa lært að þola ertni. Við Dixie vorum yfirleitt sammála um uppeldi drengja'nna, en eitt bar þó á milli. Hún sagði að ég væri of hirðulaus um hvernig þeir væru lil fara. Það var kannske satt, og ég var ekki til fyrirmyndar þar. Ég kann alltaf best við mig í flúnelsbuxum, peysu og indíánaskóm. SIMONE SILVA ÆTLAÐI AÐ VERÐA NUNNA! Enska leikmærin Simone Silva hneykslaði söfnuðinn á kvikmyndahá- tíðinni i Gannes með því að láta taka myndir af sér strípaðri, en upp úr þessu hafði hún þó ráðningarsamning við amerískt félag. Hún hefir slæmt orð á sér siðan, en ekki er vitað hvort leikhæfilei'karnir eru jafn slæmir. Hún segist hafa látið taka af sér myndirn- ar til þess að allir gætu séð að hún sé ekki verr sköpuð en Jane Russcl, og segir að það sé ekki nema gott að vera frægur að endemum. „Það er það, sem þarf til að verða leikkona,“ segir hún og bætir þvi við að baráttan fyrir þessu hnossi geti verið óheiðar- leg. En svo fáist líka mikið i aðra tiönd. Þessi unga dama ólst upp í klaustri og hafði ætlað sér að verða nunna. En þegar hún kom til Rivierans árið 1950, nýgift stöndugum enskum kaup- sýslumanrii datt henni i hug að það gæti verið gaman að vera leikkona. Og hún fór að búa sig undir þetta með þvi að láta sjá sig í fjörunni í bikini- baðfötum og meira þurfti ekki til: Ijósmyndararnir eltu hana á röndum. Meðal þeirra sem veittu henni athygli var amerískur kvikmyndaframleið- andi. Vegna þess hve dökk lnin er á hörund bauð Iiann henni að leika lilutverk suðrænnar stúlku i lcvik- mynd. — Simone er fædd í Egypta- landi, faðir hennar er franskur. En hjónabönd hennar hafa gert hana að griskum, tyrkneskum og enskum ríkis- borgara, svo að eiginlega mætti kalla hana „Litla alþjóðasamtoandið". — Ungfrú Petersen liefir gifst rönt- genlækni, er mér sagt. — Já, hann er sá fyrsti, sem hefir séð nokkuð i lienni. Bing Crosby og Bob Hope á golfvelli þess að ég geng eftir því að dreng- irnir komi heim á tilsettum tíma þeg- ar þeir fara út að skennnta sér. En ég sinni því ekki. Ég skil ekkert i for- cldrum, sem láta syni sina og dætur hanga á skemmtunum fram undir morgun. Mesta skyssan sem ég liefi gcrl sem faðir, var sú að gefa Gary bíl þegar hann byrjaði í háskólanum. Hann var vanur ströngum reglum á heimavistar- skólanum og ekki nógu þroskaður til að njóta frelsis, sem ábyrgð fylgdi. Afleiðingin var sú, að liann var sí- bílandi frá morgni til kvölds og ván- rækti bæði lestur og fyrirlestra. Rektor lét mig vita að pilturinn næði ekki prófi það árið. Þá tók Dixie til sinna ráða. Hún sagði mér að sækja bilinn og læsa liann inni í skúr. Og svo skrirfaði hún syni sínum bréf. Og Gary má eiga að hann lét sér þetta að kenningu verða. Öllum til undr- unar náði hann prófinu. Allir drengirnir ern glaðlyndir og taka hvorki lifið eða sjálfa sig alvar- lega. Ég hefi ekki heldur hvatt þá til þess. Þeim liefir aldrei verið bannað að hlæja og gleltast heima. En eitl hefi ég aldrei gert að gamni mínu með: peninga. Ég á við að drengirnir verði vinnusamir og geti bjargað sér sjálfir. Peningarnir sem þeir hafa eignast fyrir að syngja á grammófón- plötur eða koma fram i sjónvarpi. cru lagðir á sjóð á nafn Iivers iun sig. Vinnan á búgarðinum vegur á móti þessari söng- og sýnistarfsemi. Við Crosby-fólkið. Fremst eru Bing og Lindsay. Bak við frá v.: Tvíburarnir Philip og Dennis, frú Dixie og Cary.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.