Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 HVER VAR BANAMAÐUR sir Uarry Oakcs? — Tengdasonurinn grunaöur. BRONS-KANSLARINN. — í listasafn- inu í Köln hefir þetta brons-höfuð \erið til sýnis undanfarið, og er myndin af Adenauer kanslara. Al- menningur kallar myndina brons- kanslarann, en svo sem kunnugt er var Bismarck gamli kallaður járn- kanslari. Kunnur þýskur myndhöggv- ari, Rudolf Wulfertangem hefir gert myndina. kallaði gamli maðurinn á hann, og hann varð að snúa við og láta segja sér fyrir verkum og fékk skæting fyr- ir að hann væri latur. Michelle stóð kyrr í kompunni sinni, eftir að ailar raddirnar voru þagn- aðar. Hún stóð kyrr þangað til hún lieyrði bljóð í hifreið og sá fallega bílinn koma akandi liægt niðri á veg- inum og aka fram hjá húsinu. Gaston og Jean frændi kornu út á dyrapallinn og skoðuðu bílinn, og hún heyrði Jean frænda segja: „Var hún Michelie með yður?“ ,jNei,“ svaraði ókunni maðurinn, „ég kom einmitt til að spyrja hvort hún ætti frí núna. Ég lofaði henni að hjóða henni í smáferð undir eins og bíllinn væri kominn í lag.“ „Hún hefir annað að hugsa en að aka i bil,“ sagði Jean gamli. „En annars veit ég ekki hvar hún er. Ekki hefir ihún þvegið upp og ekki hefir luin búið um rúmin, og ekkert farin að hugsa um miðdegismatinn.“ Nú færði hún sig frá glugganum. Hún vildi ekki heyra meira. Hvað átti hún að gera? Nú fór hún að skilja á hverju hún ætti von. Jean frændi og Gaston mundu segja það sama um hana, sem þeir höfðu sagt áður, og gesturinn, sem hafði talað svo vingjarnlega við hana og horft svo fallega til hennar og brosað til hennar, mundi halda að hún væri eins og þeir sögðu hana vera — og ef hún sæi hann aftur, mundi augna- ráð hans líklega verða sams konar og hinna tveggja. Hún fann nú til fulls, að hún gat ekki afborið þetta. Ilún vissi líka, að sú framtíð, sem hún hafði sætt sig við sem sjálfsagða, áður en gcsturinn kom, var óhugsandi. Hún vissi ekki að hún elskaði hann — hana hefði aldrei getað dreymt um að elska slík- an mann, — en hún vissi að fyrirlitn- ing hans var verri en dauðinn. Hún leit út á hlaðið og sá að allir voru komnir inn í lnisið. Þá tók hún fram gamla, slitna strigatösku, fleygði í hana dótinu sem hún átti og læddist niður stigann. En í stað þess að fara út um dyrnar smokraði hún sér út um gluggann, þeim megin sem vissi frá húsinú, læddist meðfram veggn- um og svo bak við trén, þangað til ekki var hægt að sjá til liennar frá húsinu. Svo fór hún að hlaupa. Hún vissi um einn stað, sem hún mátti koma á, og jafnvel þó að hún yrði einu sinni þakklát fyrir að kom- ast þaðan, var þó skárra að vera þar en hjá Jean frænda. Eucien hlustaði forviða á dæluna i gamla manninum í eldhúsinu. „Nú skil ég allt,“ sagði hann. „Hún er slæg eins og naðra, þessi dræsa. Hún hélt að lnin hefði snúið á okkur, að Gaston mundi giftast sér og hún verða húsmóðir hérna! Önnur eins ókind.“ „En hún er í ætt við yður,“ sagði I.ucicn forviða. „Maður miklast ekki af þeirri frændsemi," rumdi í karlinum. „Slæmt blóð!“ sagði Gaston. „Mér er nær að Iiaida að það sé þveröfugt,“ sagði Lucien í gáleysi. „Ég á við — eftir útliti hennar að dæma ...“ „Móðurarfur!“ sagði sá gamli. —- Það var ekkert varið i móður hennar. Ekkert! Hún kom að norðan, hvaðan veit enginn, en André varð vitlaus eftir henni, og snoppufríð var hún líka, það verð ég að játa,“ bætti hann við drumbslega. „Það er ennþá augljósara á strákun- um en á henni Michelle," sagði Gaston. „Við viljum ekki þekkja ])á. Við tók- um við Michelle í gustukarskyni, og ])etta er þakklætið.“ „Ég skil þetta ekki almennilega," sagði Lucien. Gamli maðurinn fór að skýra hon- um nánar frá. Það var alveg ótrúlegt live mörg fjandsamleg svívirðingarorð liann hafði á takteinum ])egar hann var reiður. André hafði verið mesti myndarmaður þangað til hann kvænt- ist. En svo hafði hann flutt langt í burt og komist í vist á bæ, og loks orðið aumingi af slarkinu. Konan hans hafði látið sér standa á sama um hann, luin lagði lag sitt við aðra karlmenn — „með brókarsótt eins og Michellc“! Hann smjattaði á orðinu brókarsótt — honum var alltaf hefnd i að segja það, þótt konan sem hann r.otaði það um væri dáin. En svo dó André, og ekkjan hafði fengið eins konar rétt ti! að verða áfram i þorpinu, sem hún hafði verið i mcð krakkana þrjá. Og það kom brátt á daginn að sama upplagið var i krökkunum og í henni sjálfri. Eng- inn gat treyst þeim. Þau lugu og slálu. Loks liafði það elsta vcrið tekið og sctt i tukthúsið. Þá urðu þau að flytja úr þorpinu og settusl nii að í þorpi, aðeins milu þarna frá, — þar átti André ættingja, sem þau treystu að mundu hjálpa þeim. Þeir höfðu látið hana fá eitthvað að gera, svo að hún hafði eitthvað ofan í sig og yngri strákinn, að éta. En eftir nokkur ár kom eldri strákurinn aftur, og hélt áfram uppteknum hætti. Ilann hafði flúið aftur, því að sterkur grunur féll á hann um að hann hefði drepið pilt, sem hafði staðið hann að þjófn- aði. Og síðan hafði ekki til hans spurst. Skönnnu siðar dó konan, og ])á kom á daginn hvilíkt úrhrak yngri strákurinn var. Hann hafði lagt lag sitt við kvensnift sem enginn þekkti, farið að búa með lienni í húsinu, sem móðir lians hafði verið í, og lifað með henni í hneykslanlegi'i sambúð. Jean hafði bjargað Michelle úr þess- um voða. En það hefði verið réttara að lnin hefði fengið að dúsa þar. „Hér á heimilinu liefir hún gerl SIR HAH'RY OAKES var hataði mað- urinn á Bahamaeyjum. Hann vissi ekki aura sinna tal, en giskað á að hann muni hafa átt 200 milljón doll- ara virði. Hann átti í sifelldum úti- slöðum við nágranna sína. Hann var orðinn 08 ára. En 13. júní fannst hann myrtur í rúmi sínu heima i lúxusíbúð sinni i Nassau. Ekkert af vinnufólkinu var heima, eini maðurinn i húsinu, auk hans var Harold Christie vinur hans. I-Iann ‘liafði sofið þegar morðið var framið, og uppgötvaði það ekki fyrr en kl. 7 um morguninn, er liann kom inn lil að vekja húsbóndann. Sir Harry lá á bakið í rúminu og bak við eyrað voru þrjú sár. Lögregl- an gat ekki séð hvers konar morðvopn hafði verið notað, en því hefir verið fylgt vel eftir, því að sárin voru 'hálfs þumlungs djúp. Oakes hafði verið dauður í 3—5 tíma þegar hann fannst. Mikill reykur var í herberginu og dýn- an hálfbrunnin. Landshöfðinginn á Bahama bað um aðstoð lögreglunnar i Miami, og morð- fræðingarnir Melchen og Barker komu til Nassau sama kvöldið. Harold Christie sagði þeim málávöxtu. Hann sagði þeim að frú Oakes og börn hennar fjögur væru í Bandarikjunum, en sjálfur hefði hann gist hjá sir Harry og hjálpað lionum við bókhald. lvvöldið áður hafði sir Harry haft dálítið samkvæmi heima hjá sér. Gest- irnir fóru um kl. 12, en á eftir höfðu þeir sir Harry og Christie drukkið nokkur glös, meðan þjónarnir voru að taka til i stofunum. Kl. 1 fóru þjónarnir heim i svefnkofa sína en þeir sir Harry huðu hvor öðrum góða nótt og' fóru að hátta. Lögrcglumennirnir frá Miami felldu fljótlega grun á einn mann. Það var franskur greifi, 37 ára, Marie Alfred Fouquereau, sem hafði gifst Nancy, dóttur sir Harrys, árið áður. Þetta var þriðja lijónaband greifans og sir Harry hafði verið mjög mótfallinn ráðahagnum, því að slæmt orð fór af Frakkanum og hann talinn ævin- týramaður og flagari. En sir Harrv hafði gert ráðstafanir til að tengda- sonurinn skyldi ekki njóta góðs af auði hans. Þeim hafði sinnast og ekki talað orð saman í marga mánuði. Um þær mundir sem sir Harry var myrtur rak franski greifinn hænsna- hú skammt fyrir utan Nassau. Þegar hann frétli um morðið sagði hann kaldranalega: „Það var svei mér tími lil kominn að einliver dræpi hann!“ Melchen og Barker fóru út i hænsna- búið og spurðu greifann hvort honum væri kunnugt um morðið. Greifinn margt illt af sér,“ sagði Gaston. „Hún ihefir reynt til við Pierre, það veit ég, en Pierre þekkir hvernig hún er innrætt, og að hún er engin kona handa heiðarlegum manni. En hún hefir aðeins ætlað að leika sér að Pierre, meðan liún beið færis að reyna lil við mig. Hún mun liafa hald- Framhald í næsta hlaði. sagðist hafa frétt um það, en nánari atvik af því vissi hann ekki. „Hvar voruð þér milli klukkan 3 og 5 morðnúttina?“ „I rúminu mínu,“ svaraði greifinn. En lögreglumennirnir tóku eftir að líkhárin á annarri liendi hans voru sviðin, og yfirskeggið á hoiuim virtist lika hafa komið nærri eldi. Hvort greifinn vildi gefa skýringu á því? Og hera fram sannanir fyrir hvar hann hefði verið á umræddum tima? Greifinn var fús til þess. Nokkrir vin- ir hans höfðu verið heima hjá honum um kvöldið. Það voru greifi frá Mauritius, tvær frúr, báðar giftar enskum flugmönnum og loks ung leik- kona. Kona greifans var í Bandaríkj- unum með móður sinni. Gestirnir höfðu verið úti á flötinni við húsið og iþar hafði greifinn hengt upp fjórar kertaluktir og þá liafði hann sviðnað. Kringum klukkan 12 um kvöldið hafði hann ekið frúnum inn til Nassau, og þegar hann kom aftur sátu leikkonan og Mauritius-greifinn enn, en fóru heim skömmu síðar. Þó að ])essi skýring væri sennileg var greifinn tekinn fastur og i októ- ber 1943 kom 'hann fyrir rétt, sakað- ur um morð. Réttarhöldin stóðu í 22 daga. Verjandanum tókst að sannfæra kviðdóminn um að greifinn væri sak- laus. En sa-mt var honum skipað að verða á burt frá Balianiaeyjum ásamt konu sinni. Áður en hann fór bað liann um að láta prófa sig með lyga- mæli (detektor) og stóðst liann þá raun vel. Hann skildi við konu sina nokkrum árum síðar, og undanfarin ár hefir hann verið tíður gestur á bað- stöðum og reynt að klófesta fimmtu konuna. Ekki hefir enn orðið uppvíst um morðingja sir Harry. En það þykir víst að franski greifinn hafi ekki myrt harn. REIKISTJARNA. — Miroslawa Nac- hodska, 23 ára skautadís, tékknesk, sem var í flokki er sýndi skáutalist í Wien á heimsmeistaramótinu í febr- úar í fyrra, strauk úr hópnum og ætlar að freista gæfunnar í Ameríku. — Tollarinn skoðaði skautana hennar vandlega þegar hún var að koma í land í Bandaríkjunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.